Morgunblaðið - 30.07.1985, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1985
41
Grétar G. Hafsteins-
son framleiðslu-
meistari - Minning
Fæddur 7. nóvember 1937
Dáinn 23. júlí 1985
Mig langar i fáum orðum að
minnast mágs míns, Grétars Haf-
steinssonar, sem lést á heimili
sínu 23. júlí sl. Grétar fæddist í
Reykjavík 7. nóvember 1937, sonur
hjónanna Hafsteins Björnssonar
bókara og Ingibjargar Guðmunds-
dóttur. Hann var næstelstur af
fjórum börnum þeirra hjóna.
Ungur að árum réðst Grétar á
ms. Gullfoss sem ungþjónn og
starfaði þar um tveggja ára skeið.
Mun þá hafa vaknað áhugi fyrir
því starfi sem síðan varð ævistarf
hans.
Árið 1954 hóf Grétar nám í
framreiðslustörfum á veitinga-
húsinu Nausti, sem þá var ný-
stofnað, og lauk námi sinu árið
1957. Mér er kunnugt um að í
þessu starfi hafi hann verið vel
látinn, enda skap hans vel til fall-
ið. Grétar var glaðlyndur, hjálp-
samur og ósérhlífinn.
Ég er einn af þeim sem fengu að
kynnast þessum eiginleikum hans
er ég dvaldi á heimili Grétars og
systur minnar um lengri eða
skemmri tíma. Alltaf var hann til-
búinn að rétta hjálparhönd og
greiða úr hinum ýmsu málum.
Grétar hefur unnið við fram-
reiðslustörf nær alla sína starfs-
ævi, utan nokkur ár við verslunar-
störf. Nú síðast var hann rekstrar-
stjóri á veitingahúsinu Rán við
Skólavörðustíg. Hann var þrek-
mikill og heilsuhraustur alla tíð,
þess vegna kom okkur öllum á
óvart sá sjúkdómur sem lagði
hann að velli langt um aldur fram,
aðeins 47 ára að aldri.
Grétar var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Helga Jóhannsdótt-
ir. Með henni eignaðist hann eina
dóttur, Karen, fædd 23. apríl 1958.
Þau slitu samvistir. Þann 15. des-
ember 1962 kvæntist hann systur
minni, Ragnheiði Guðnadóttur frá
Moshvoli, Rangárvallasýslu. Böm
þeirra eru: Guðni Hrafn, fæddur
13. mars 1969, Hafsteinn Hrafn,
fæddur 3. apríl 1973, og Guðlaug
Ingibjörg, fædd 7. mars 1974.
Fyrir tíu árum réðust þau í að
byggja sér einbýlishús að Vestur-
bergi 15. Þar fóru saman dugnað-
ur og smekkvísi þeirra beggja,
hvort sem var innanhúss eða í
garðinum, sem þau voru búin að
leggja svo mikla vinnu í og einmitt
nú skartar sínu fegursta. En eng-
inn veit hvenær kallið kemur. Mitt
á sólríkum sumardögum er hann
hrifinn brott frá fjölskyldu og vin-
um.
Elsku Ragnheiður, ég veit að
söknuður þinn og barnanna er sár-
astur, en við eigum öll kærar
minningar um góðan dreng. Ég
bið Guð að styrkja ykkur og
blessa, svo og foreldra Grétars,
systkini hans, tengdaforeldra og
aðra ástvini. Eg og fjölskylda min
óskum honum góðrar ferðar til
þeirra heima þar sem við vitum að
vel hefur verið tekið á móti hon-
um.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi.
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt."
(V. Briem)
Gunnar Guðnason
í dag er kvaddur hinstu kveðju
frá Fossvogskapellu vinur okkar,
Grétar G. Hafsteinsson fram-
reiðslumeistari, en hann lést 23.
júlí síðastliðinn, langt um aldur
fram, aðeins 47 ára gamall. Grétar
hafði nokkru áður kennt sér meins
af þeim sjúkdómi, sem leiddi hann
til dauða.
Grétar Hafsteinsson fæddist 7.
október 1937, sonur hjónanna
Hafsteins Björnssonar og Ingi-
bjargar Guðmundsdóttur. Grétar
lætur eftir sig eiginkonu, Ragn-
heiði Guðnadóttur, og fjögur börn,
Guðna Hrafn, 16 ára, Hafstein
Hrafn 12 ára, og Guðlaugu Ingi-
björgu, 11 ára, og frá fyrra hjóna-
bandi sínu Karen, 27 ára og
tveggja barna móður.
Grétar kynntist eftirlifandi
konu sinni, Ragnheiði, í Naustinu
og voru þau gefin saman í desem-
ber 1962. Hann hóf framreiðslu-
nám í Naustinu þegar það var
opnað fyrir rúmum þremur ára-
tugum. Grétar starfaði í Naustinu
í samfellt 10 ár, til ársins 1964. Þá
hóf hann störf hjá Véltækni og
var þar í 4 ár. Árið 1968 keyptu
þau hjónin tóbaks- og sælgætis-
verslun á Laugavegi 92 og ráku i 2
ár.
Grétar hóf að nýju framreiðslu-
stórf árið 1970 þegar hann réðst
til starfa á Hótel Holti. Tveimur
árum síðar hóf hann störf á Grill-
inu og var þar næstu sjö árin að
hann hóf verslunarstörf á ný, þá í
Hagabúðinni.
í mars 1983, tæpum þremur ára-
tugum eftir að hafa hafið fram-
reiðslunám, réðst Grétar á ný til
Naustsins. Þegar við hjónin ásamt
Sigurði Hrafni keyptum verslun í
Barmahlíð fyrir rúmu ári lá beint
við að Grétar tæki að sér stjórn
verslunarinnar vegna víðtækrar
þekkingar og reynslu, en jafn-
framt starfaði hann um helgar í
Naustinu.
f ágúst í fyrra tók Grétar svo að
sér veitingastjórn á veitingahús-
inu Rán, sem við rekum. Þar eins
og ávallt rækti Grétar starf sitt af
stakri prýði. Hann var sannur vin-
ur og traustur starfsmaður; mað-
ur sem ávallt var hægt að reiða sig
á. Grétar réð ávallt um heilt þegar
vanda bar að höndum og til hans
var gott að leita. Hann lagði hart
að sér til að tryggja hag fyrirtækj-
anna og bar umhyggju gesta
ávallt fyrir brjósti.
Með Grétari er fallinn frá einn
okkar færasti framreiðslumaður,
ötull og vandvirkur. Hans verður
sárt saknað en minning um góðan
dreng lifir. Við vottum eiginkonu,
börnum, barnabörnum og foreldr-
um okkar dýpstu samúð og biðjum
Guð að styrkja ykkur öll í fram-
tíðinni.
Ómar Hallsson og
Ruth Ragnarsdóttir.
Kveðja:
Hjörtur Nielsen
Fæddur 16. aprfl 1898
Dáinn 25. júlí 1985
Ekki man ég hvort það voru átj-
án eða tuttugu ár, sem Hjörtur
Nielsen mætti samfleytt á öllum
fundum Lionsklúbbs Reykjavíkur,
en þeir eru haldnir tvisvar í mán-
uði meginpart ársins. Ekki gat þar
verið um neitt „met“ hjá honum
að ræða, því hann var meðal allra
elstu Lionsfélaganna og má því
segja að hann hafi jafnan verið að
slá sitt eigið met ár eftir ár.
Öll árin er hann var starfandi
Lionsmaður var hann „stallari",
sem er virðingarstaða innan
Lionshreyfingarinnar. Þeir eru fá-
ir hér á landi, sem lagt hafa ís-
lensku Lionshreyfingunni jafn
fágætt lið og Hjörtur Nielsen. Hér
skal aðeins minnt á blindrastaf-
ina, sem um þær mundir voru nýir
hér á landi og fengnir voru blind-
um í hendi af hálfu Lionsmanna.
Hjörtur hafði verið Lionsmaður í
nær 34 ár er hann lést hér í borg
21. júlí síðastliðinn (f. 16. apríl
1898). Faðir hans var Sophus
Jörge Nielsen frá ísafirði.
Hjörtur lærði matreiðslu í
Kaupmannahöfn, var bryti hjá
Eimskip á fyrstu árum félagsins,
rak um skeið Hótel Vífil við Aust-
urstræti. Kunnastur var hann sem
yfirþjónn á Hótel Borg. Þau árin
þekkti þorri borgarbúa yfirþjón-
inn vinsæla, Hjört á Hótel Borg.
Síðustu árin rak Hjörtur
kúnstverslun í Templarasundi.
Segja má að tíminn líði hratt, er
Hjörtur er kvaddur, 87 ára gam-
all. Jafnan var hann kunnur mað-
ur í „borgar“lífinu, vinsæll og
gerði allt vel, sem hann tók sér
fyrir hendur.
Eiginkona Hjartar, Marzelina,
lést árið 1969.
Lionsmenn kveðja hér gamlan
vin.
Pétur Ólafsson
+
Útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa,
BJÖRNS SVEINBJÖRNSSONAR,
verkfrnöinga,
Sunnuflöt 6, Garöabae,
fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 1. ágúst nk. kl. 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaöir, en þeim sem vildu
minnast hins látna er bent á styrktar- og líknarsjóö Oddfetlow.
Guölaug Björnsdóttir,
Nanna T. Björnsdóttir, Stephen Kaye,
Ólöf G. Björnsdóttir, Vigfús Árnason,
Sveinbjörn E. Björnsson, Ase Gunn Guttormsen,
Helga L. Björnsdóttir, Tryggvi Agnarsson,
Guörún Þ. Björnsdóttir, Halldór Reynisson
og barnabörn.
Lovísa Jóns-
dóttir - Minning
Fædd 3. ágúst 1890
Dáin 24. júlí 1985
I dag fer fram minningarathöfn
um Lovísu Jónsdóttur frá Hrísey.
Það vekur ekki mikla athygli þó
gömul kona kveðji þetta líf. Það
skilja fáir, sem lifa góðu lífi í dag,
hvað þessi kynslóð sem fæddist
fyrir aldamót þurfti að stríða við,
svo hafa breytingarnar verið
miklar.
Ég man þann dag vel er ég leit
Lovísu í fyrsta sinn, þessa hæg-
látu, prúðu konu. Það var opinn
faðmur og ætíð síðan.
Lovísa fæddist á Selá, Árskógs-
strönd. Hún giftist ung Áskeli
Þorkelssyni, sem dó fyrir tuttugu
og fjórum árum. Þau bjuggu
Iengst af í Hrísey. Þau eignuðust
12 börn, 6 þeirra dóu kornung.
Hún varð svo fyrir þeirri sáru
sorg að missa dóttur sína á besta
aldri og manninn sinn ári seinna.
Ég vil með þessum fáeinu línum
þakka, þakka fyrir að hafa kynnst
þessum hjónum og læra það sem
ég fann hjá þeim.
Lovísa var hlynnt svokölluðum
andlegum málum og hjá henni
fann ég bækurnar „Bréf Ingu“,
enda mágur hennar sem gaf þær
út, hafa þær verið mér leiðarljós
æ síðan.
Ég bið góðan Guð að lýsa henni
og leiða áfram veginn. Ég veit að
heimkoman hefur verið henni góð.
Hún verður flutt til Hríseyjar
og jörðuð þar við hlið mannsins
síns. Ég veit að Eyjafjörður mun
skarta sínu fegursta þennan dag,
eins og ég leit hann fegurstan frá
Hrísey. Guð blessi minningu Lov-
ísu.
Af eilífðar ljósi bjarma ber
sem brautina þungu greiðir,
vort líf sem svo stutt og stopult er
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en augað sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Ben.)
Með samúðarkveðju til aðstand-
enda.
BJ.G.
t
Móöir okkar,
K ARÓLÍNA MARGRÉT HAFLIOADÓTTIR,
sem lést 26. júlí, veröur jarösungin frá Hafnarfjaröarkirkju miöviku-
daginn 31. júli kl. 13.30.
Halldóra Skúladóttir,
Vilhjálmur G. Skúlason.
+
Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns
mins, fööur, tengdafööur og afa,
ÁSGRÍMS ÁSGEIRSSONAR,
stýrimanns.
Ólöf Helga Benónýsdóttir,
Benóný Ásgrímsson, Elísabet Bergstað,
Ásta Ásgrímsdóttir, Júlíus Elliöason,
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu mér samúö og vinarhug
viö andlát og útför bróöur mins,
RÚTS HANSSONAR,
og vottuöu minningu hans viröingu.
Þórlaug Hansdóttir,
Hverfisgötu 13.
+
Þökkum hjartanlega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
ÞORSTEINS BENEDIKTS HELGASONAR,
Grettisgötu 6A.
Elín Helgadóttir, Sigríöur Helgadóttir,
Andrea Helgadóttir, Guörún Helgadóttir,
Anna María Helgadóttir.
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.