Morgunblaðið - 30.07.1985, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1985
„ Hann gleymir cxlltciF nafninu sinu."
M
að prjóna
handa honum
yolf-yrifflur
TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved
• 1978 Los Angeles Tlmes Syndlcate
Við skulum láta hvítingjana
halda að það sé mjög hollt
að anda að sér reyknum frá
tóbaksblöðunum.
Með
morgunkaffinu
vinnustaðnum held ég að
frekar sé um að ræða hár,
en að það sé köngulóarvef-
ur!
HÖGNI HREKKVÍSI
Maður líttu þér nær
Gabríel skrifar:
Höfum við íslendingar ekki
byrjað á öfugum enda, rétt einu
sinni?
Öll þau mál, sem að sjúkum
lúta, eru í slíkum ólestri að með
ólíkindum er og þjóðinni til stór-
skammar.
Hjálparstofnun kirkjunnar
stendur nú fyrir enn einni stór-
söfnun vegna þurfandi fólks í
Eþíópíu. Er í sjálfu sér ekkert
nema gott um það að segja, „ef“
við þyrftum ekki að horfast í augu
við þá staðreynd, að mörgum
deildum sjúkrahúsanna í landinu
hefur verið lokað og margur sjúkl-
ingurinn sendur heim, vegna
skorts á hjúkrunarfræðingum. Á
meðan standa hjúkrunarfræð-
ingarnir nánast í biðröðum til
þess að komast til hjálparstarfs-
ins í Eþíópíu, og það „mjög færir
hjúkrunarfræðingar", eins og einn
af forsvarsmönnum Hjálparstofn-
unarinnar sagði í viðtali á rás 2 nú
fyrir skömmu.
Hvað erum við íslendingar að
hugsa?
Erum við að vinna okkur inn
nokkur prik á alþjóðavettvangi á
kostnað fólksins okkar?
Til hvers eiginlega er Hjálpar-
stofnun kirkjunnar?
Vinnur hún aðeins á þeim vett-
vangi að hjálpa fólki erlendis?
Væri okkur ekki nær að byggja
upp í okkar litla landi þann
grundvöll að heilbrigðisstéttirnar
gætu vel við unað og gert að virki-
lega eftirsóttum starfsvettvangi.
Þetta fólk er búið að leggja á sig
langt og strangt nám og er það
okkur til stórskammar að borga
því svo lág laun að það nánast
hrekst í burtu.
Hjálparstofnunin virðist geta
borgað þessu fólki það vel, að
greinilega er mjög eftirsótt að
komast til hjálparstarfsins.
Flest þau tæki sem ættu að vera
„sjálfsögð" á hverju sjúkrahúsi
hafa Lyons-menn, Kiwanis eða
önnur líknarfélög gefið. Þeir hafa
unnið gott og óeigingjarnt starf en
samt vantar mikið á.
Er hér ekki „stórt verkefni" sem
Hjálparstofnun kirkjunnar ætti
fyrst af öllu aó leggja lið?
Er það ekki einmitt hér, sem
Hjálparstofnunin ætti að byrja?
Illa farið
með almannafé
l>orleifur Kr. Guðlaugsson skrif-
ar:
Heiðraði Velvakandi.
Ég vildi segja nokkur orð um
fiskeldisölduna sem gengur yfir
landið.
Mikill áróður er nú fyrir fisk-
eldi, miklu fé veitt til þeirrar at-
vinnugreinar frá ríkinu. Mér
finnst að fá orð séu höfð um þau
gífurlegu skakkaföll sem hafa orð-
ið í þessu verkefni og lítið lagt til
að fiskræktin gangi áfallalaust.
Hundruð milljóna króna tjón
hefur orðið, svo sem þegar þús-
undir silungsseiða drápust og þús-
undir laxa.
Aftur á móti munu menn ekki
svo sárir yfir tapinu vegna þess að
hagnaðurinn er mikill þegar vel
tekst til.
Allir vita að tilgangslaust er að
stofna fyrirtæki sem ekki skilar
hagnaði og þar af leiöandi ekki
skattfært, en ríkisfyrirtæki geta
þetta með því að skella skuldinni á
almenning í bókstaflegum skiln-
ingi.
Þá er komið að því hvort sá
hugsunarháttur sé farinn að ríkja,
að nú borgi sig best að láta ríkið
styðja allan atvinnurekstur, þar
sem allur arður er tekinn af ein-
staklingum í skattheimtunni.
Þessu er því miður farið að bera á
í atvinnurekstrinum.
Ég get ekki fellt mig við það að
aukinn ríkisrekstur sé að verða
stefna sjálfstæðismanna, heldur
sé þetta vegna þess að allir hinir
flokkarnir vinna meira og minna
að ríkisrekstri og ekki sé fært að
stunda sjálfstæðan atvinnurekst-
ur við þær aðstæður sem upp eru
komnar vegna andstöðu vinstri
aflanna við einkaatvinnurekstur.
Það þarf að efla Sjálfstæðis-
flokkinn, en hann er næstum of
frjálslyndur að mínu mati.
Ég hef talið að Morgunblaðið
væri málgagn Sjálfstæðisflokks-
ins. Það er að vísu virðingarvert
að senda út sýnishorn af málflutn-
ingi andstæðinganna og styðja þar
með blöð þeirra og málflutning, en
gagnrýni á stefnu þeirra mætti
vera meiri og er reyndar hættu-
lega lítil.
Það mun mjög þægilegt að fá
verkin unnin svona fyrir sig og
geta svo gefið út og selt á okur-
verði smáblaðsnepla sem eru vel
fimmfalt efnisminni en Morgun-
blaðið, en á sama verði.
Guli
liturinn
góður
á strætó
Ella skrifar:
Kæri Velvakandi.
Ég vil koma þessu á framfæri:
Mér finnst litur vel valinn á stræt-
isvagnana. Þessi guli litur er alveg
topplitur, miðað við þennan grá-
græna felulit. Þessi grágræni litur
fellur alveg inn í umhverfið ef svo
má segja. Ég vona að þið notið
gula litinn á strætisvagna Reykja-
víkurborgar í framtíðinni.