Morgunblaðið - 30.07.1985, Síða 50

Morgunblaðið - 30.07.1985, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1985 Þorlákskirkja: Þorlákskirkja vígð á sunnudag Ragnheiður Olafsdóttir, formað- ur, Benedikt Thorarensen, Guð- mundur Friðriksson, Sverrir Sigurjónsson og Gunnar Mark- ússon. Enginn gjaldkeri var kos- inn heldur hefur Pétur Jó- hannsson, gjaldkeri sóknar- nefndar, séð um öll fjármál. Á þessum tíma var Ingimund- ur Guðjónsson formaður sóknar- nefndar. Einnig var hann organ- isti kirkjunnar og stjórnandi kórsins. Ekki er hægt að nefna kirkju- byggingu í Þorlákshöfn án þess ÞorUluhörn, 29. júlí. í GÆR, sunnudag, var Þorláks- kirkja í Þorlákshöfn vígð. Biskup íslands, herra Pétur Sig- urgeirsson, annaðist vígsluna. Vígslubiskup Skálholtsbiskups- dæmis, séra Ólafur Skúlason þjón- aði fyrir altari ásamt sóknarprest- inum séra Tómasi Guðmundssyni og séra Sveinbirni Sveinbjörnssyni prófasti Árnesprófastsdæmis. Kirkjumálaráðherra, Jón Helgason, herra Sigurbjörn Ein- arsson biskup, biskupsritari svo og flestir vígðir menn í Árnes- sýslu voru viðstaddir þessa há- tíðlegu og jafnframt sögulegu stund. Athöfnin hófst með því að karlmennirnir í kórnum sungu Þorlákstíðir um leið og biskupar, prestar, byggingar- og sóknar- nefnd gengu í skrúðfylkingu inn kirkjugólfið. Ragnheiður Ólafsdóttir flutti bæn og biskup tók við munum á altari. í vígsluræðu sinni minntist biskup Ingimundar Guðjónsson- ar. Hann rakti stuttlega gang byggingarmála og dásamaði dugnað Þorlákshafnarbúa fyrir að reisa jafn dýrlegt guðshús á svo skömmum tíma sem raun ber vitni. Hann blessaði síðan hús og muni og afhenti söfnuði húsið til varðveislu og afnota. Einsöngvararnir Bergþór Pálsson og Sólrún Bragadóttir sungu við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Einnig lék Gréta Guðnadóttir á fiðlu. Söngfélag Þorlákshafnar sá að öðru leyti um sönginn undir stjórn söngstjórans, Hilmars Arnar Agnarssonar. Ingveldur Hjaltested söng einsöng með kórnum í Ave María. Þegar sjálfri athöfninni var lokið stóð upp Steingrímur Jónsson og afhenti kirkjunni til varðveislu hökul, sem kominn er nokkuð til ára sinna. Upphaflega var hökullinn í kirkju þeirri er lögð var af 1770, þaðan fór hann í Arnarbæliskirkju sem lögð var af 1907, síðan hékk hann uppi í Kotstrandarkirkju. Var að vísu aldrei notaður en gekk alltaf undir nafninu Hafnarhökullinn. Þaðan lá leiðin í Byggðasafn Árnessýslu, en forráðamenn þess ákváðu að afhenda hann Þorlákskirkju til varðveislu við þetta tækifæri. í lokin flutti formaður sóknar- nefndar, Gunnar Markússon, ávarp og notaði hann tækifærið til að þakka öllum, sem höfðu lagt hönd á plóg bæði við bygg- inguna og þessa yndislegu at- höfn. Hann bauð að lokum öllum til kaffisamsætis í félagsheimil- inu. Minningartónleikar Klukkan 17 voru svo minn- ingartónleikar um Ingimund Guðjónsson. Þar sáu þeir Jónas Ragnheiður Ólafsdóttir formaður byggingarnefndar flytur bæn í upphafí vígslunnar. Byggingar- og sóknarnefnd, talið frá vinstri: Sverrir Sigurjónsson, Benedikt Thorarensen, Pétur Jóhannsson, Engilbert Hannesson, Ragnheiður Ólafsdóttir, Gunnar Markússon, Ellen Ólafsdóttir og Ragnheiður Jóhannsdóttir. Á myndina vantar Finnboga Vikar. Ingimundarson, píanóleikari, og Hilmar Örn Agnarsson, organ- isti, um tónlistarflutning. Allt tónlistarfólkið, sem var á sjálfri vígsluathöfninni, kom og tók þátt í þessum tónlistarvið- burði sem tókst mjög vel í alla staði og var fjölsóttur. Kirkja lögð niður 1770 Kirkja stóð í Þorlákshöfn allt fram til 1770 en þá var hún lögð niður. Það var síðan á almennum safnaðarfundi 4. september 1975 að tekin var ákvörðun um að reisa kirkju. Á þessum fundi var bygg- ingarnefnd kosin og er hún eins skipuð allt til dagsins í dag: Biskuparnir á leið í vígsluna. Fremstur er séra Ólafur Skúlason, þá kemur séra Sigurður Sigurðarson, séra Sigurbjörn Einarsson og herra Pétur Sigurgeirsson. að geta sérstaklega um þátt hans, því að öllum öðrum ógleymdum er hann sá maður sem hvað ötullegast gekk fram, hann braut ávallt ísinn og ruddi leiðina. Hann var hugsjónamaður, sem setti markið hátt og lét verkin tala. Ekki entist honum aldur til að sjá kirkjuna fullbúna og vígða, því hann féll frá í blóma lífsins 4. desember 1982. Síðan þá hefur Gunnar Mark- ússon verið formaður sóknar- nefndar. Fyrsta skóflustungan 28. apríl 1979 var fyrsta skóflustungan tekin. Jörundur Pálsson arkitekt teiknaði kirkj- una sem er 300 fm og tekur um 200 manns í föst sæti. Sverrir Sigurjónsson var bygginga- meistari. Allri steypuvinnu var lokið fyrir árslok 1980. Fokheld var byggingin fyrir árslok 1981. í árslok 1982 var hún tilbúin undir tréverk og nú í júlí 1985 er kirkj- an fullbúin með öllum munum og gripum sem í kirkju þurfa að vera. Munir í kirkjunni Atlaristafla er prýðir kirkjuna er múrrista unnin af Gunnsteini Gíslasyni og mun hún vera eina tafla sinnar tegundar í kirkju hér á landi. Hún er nefnd: „Herra bjarga þú mér“. Kirkjudyrnar eru mikil völ- undarsmíð, allar útskornar af Erlendi Magnússyni frá Hvera- gerði. Jörundur Pálsson arkitekt hannaði hurðina, en myndirnar segja sögu Krists frá fæðingu til krossfestingar. Altari, predikunarstóll og skírnarfontur eru úr grágrýti. Gjafír og sjálfboðavinna í upphafi var ákveðið að leggja ekki þunga skatta á bæjarbúa vegna byggingarinnar, enda sýndi það sig fljótt að þess var ekki þörf, því fórnfýsi og dugn- aður einstaklinga og félagasam- taka á staðnum var alveg með eindæmum. Skuldir eru nánast engar í dag, þó lætur nærri að fram- reiknaður byggingakostnaður sé um 10 milljónir. Flestir ef ekki allir munir í kirkjunni eru gjafir'. Ekki er mögulegt að telja það allt upp eða nefna nöfn gefenda því þá yrði, eins og formaður sóknar- nefndar komst að orði, að prenta íbúaskrá Þorlákshafnar nær óbreytta auk fjölda vina og vel- unnara utan byggðarlagsins. Bygging þessa glæsilega guðs- húss sýnir hvers samtakamátt- urinn er megnugur þegar sam- staða og fórnfýsi er til staðar. Hilmar Örn tónlistarkennari, sem haldið hefur uppi geysi- miklu og góðu tónlistarlífi hér í Þorlákshöfn í tvö ár, er nú á för- um til Þýskalands til 4 ára fram- haldsnáms. Ég hef verið beðinn að flytja honum þakkir fyrir frábært starf og óska honum og fjöl- skyldu hans alls hins besta í framtíðinni. JHS 01) PIONEER ....OG BÍLLINN MERÐUR EINS OG HU6HLEiK4HÖU. Á HJCHJUM ______:_____________

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.