Morgunblaðið - 30.07.1985, Side 52
ffgunMnfeÍfr
HLBOOJRIHBMSKEDJU
ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR.
Hvalvertíðin:
138 lang-
reyöar á land
SÍÐASTA eiginlega hvalvertíðin á ís-
landi hefur gengið vel það sera af er.
Hafa veiðst 138 langreyðar af 161,
sem má veiða í ár. l*á eru og óveiddar
38 sandreyðar, sem eru eftirstöðvar af
504 dýra kvóta frá 1980.
Gert er ráð fyrir að sandreyðarn-
ar veiðist síðari hluta næsta mán-
aðar en það er venjuiega ekki fyrr
en um það leyti árs, sem sú hvala-
tegund fer að ganga hér við land, að
sögn Kristjáns Loftssonar, for-
stjóra Hvals hf.
Megnið af kjötinu er selt til Jap-
ans, eða yfir 4000 tonn. Innan við
200 tonn fara á innanlandsmarkað
auk nokkurs magns af hrefnukjöti.
Morgunblaðift/ól.K.M.
Starfsmenn Grænmetisverslunar
landbúnaðarins með nýupptekn-
ar kartöflur.
Nýuppteknar
kartöflur
í verslanir
— einnig rófur og kál
NÝUPPTEKNAR kartönur eru
þessa dagana að koma í verslan-
ir. f>ær eru seldar óflokkaðar og
á rúmlega helmingi hærra verði
en kartöflurnar frá síðasta sumri.
Nýjar gulrófur eru einnig komnar
í verslanir og blómkál og hvítkál
er að byrja að berast.
Fyrstu kartöflurnar komu í
Grænmetisverslun landbúnað-
arins í gær, og voru þær úr Vík
í Mýrdal, og að sögn Magnúsar
Jónassonar markaðsstjóra
koma sumarkartöflur af sunn-
an og austanverðu landinu i
meira mæli í vikunni. Heild-
söluverð kartaflnanna er 48,50,
sem með meðalálagningu gæti
verið 56 krónur út úr búð. Að
sögn Jóns Magnússonar fram-
kvæmdastjóra Þykkvabæjar-
kartaflna, í Garðabæ, er von á
fyrstu nýuppteknu kartöflun-
umm úr Þykkvabænum á
morgun.
Þá er einnig komið nokkuð
úrval af innlendu útiræktuðu
grænmeti á markaðinn. Níels
Marteinsson sölustjóri í Sölufé-
lagi garðyrkjumanna sagði að
mikið væri komið af gulrófum.
Fyrsta verð var 57 krónur í
heildsölu, en í gær voru þær
lækkaðar niður í 45 kr. kílóið,
og gerir nálægt 55 kr. út úr búð.
Níels sagði að kál væri farið að
berast frá garðyrkjubændum,
bæði blómkál og hvítkál, þó
ekki væri enn hægt að anna
eftirspurninni. Fyrsta verð á
blómkálskílóinu er 145 kr. í
heildsölu, sem gæti gert u.þ.b.
180 kr. út úr búð og hvítkálið
kostar 61 kr. þessa fyrstu daga,
sem gæti þýtt 75 kr. út úr búð.
Mokveiði Akureyrarinnar:
Aflaverðmæti um 50 millj.
króna í tveimur löndunum
Akureyri, 29. júlí.
„Ég minnist þess ekki að svo mikill fiskur hafi verið um allan sjó
jafnlangan tíma og nú, en þessi aflahrota hefur staðið yfir í um það bil tvo
mánuði,“ sagði Þorsteinn Vilhelmsson, skipstjóri á Akureyrinni, en togar-
inn kom inn í gær með 232 tonn af flökum og hafði áður landað á Ísafíröi
60 tonnum af grálúðu. Þá 24 daga, sem skipið var að veiðum, var aflinn
samtals um 620 tonn.
Verðmæti afla Akureyrarinn-
ar eftir þennan 26 daga veiðitúr
er áætlað um 27 til 28 milljónir.
í byrjun júlí landaði skipið
farmi að verðmæti um 22,5
milljónir króna þannig að afla-
verðmætið í mánuðinum er orðið
um 50 milljónir króna.
Hásetahlutur í þessum síðasta
túr er 270 til 280 þúsund krónur,
„og mannskapurinn á skilið
hverja einustu krónu“, sagði
Þorsteinn. „Þetta er þrælavinna,
sem aðeins duglegur og góður
mannskapur getur afkastað. Á
þessum 24 dögum kom það þrisv -
ar fyrir, að við þurftum að
stöðva veiðar í sólarhring til að
vinna að aflanum."
Akureyrin er nú búin með
þorskkvóta sinn, en nægur kvóti
er eftir fyrir aðrar veiðar. Þess
má geta, að á síðustu tveimur
mánuðum hefur afli Akureyrar-
innar verið um 1.300 tonn af
þorski, en kvóti skipsins var um
1.600 tonn.
Eigendur og skipshöfn héldu
upp á mettúrinn með því að
bjóða fjölskyldum sinum í grill-
veislu í Kjarnaskógi í gær.
— G. Berg.
Hull og Grimsby:
Fiskur af íslandsmiðum
uppistaðan í markaðnum
Verðið 15—20%
MINNI AFLI úr Norðursjó, litlar
birgðir af frystri þorskblokk og held-
ur aukin fiskneysla eru meginskýr-
ingarnar á aukinni sölu á fiski af
íslandsmiðum í Bretlandi. lindan-
farna raánuði hefur uppistaðan í
framboði á fiskmörkuöum í Hull og
Grimsby verið fiskur af íslandsmið-
um, en til samanburðar var mark-
aðshlutdeild íslenska fisksins áður á
bilinu 15 til 20%. Þá má búast við að
verðið í ár, þrátt fyrir aukið fram-
boð, sé í það heila tekið 15—20%
hærra, en var á síðasta ári.
Gert er ráð fyrir að 1.900 tonn
af fiski af íslandsmiðum verði seld
á fiskimörkuðum í Grimsby og
Hull í þessari viku, en svo mikið af
íslandsfiski hefur ekki verið selt
þar í mörg ár. Samt má búast við
að framboðið í næstu viku verði
enn meira og fari vel yfir 2.000
tonn. Þegar hafa átta togarar og
fjórir bátar ákveðið sölu, auk þess
fisks sem fluttur er út í gámum.
„Þetta slær öll met, það er nán-
ast furðulegt hvað verðið hefur
haldist hátt, þrátt fyrir sífellt
aukið framboð. Þetta er fimmta
hærra en í fyrra
sumarið sem ég er hér og verðið
hefur aldrei verið svona hátt,“
sagði Pétur Björnsson hjá J. Marr
í Hull, er Morgunblaðið ræddi við
hann í gærdag. Hann sagði engin
merki um það að breytingar væru
í aðsigi. Að vísu væri verðið nú
aðeins lækkandi, en ekki sem
neinu næmi. Hins vegar væru
menn dálítið smeykir við næstu
viku, þegar framboðið yrði jafn
mikið af fiski og fyrirsjáanlegt
væri.
Pétur sagði flutning á ísfiski í
gámum hafa stóraukist, sennilega
þrefaldast frá því í fyrra. Að-
spurður hvort það breyti ein-
hverju hvort fiskurinn væri flutt-
ur út í gámum eða siglt með hann,
sagði hann svo alls ekki vera.
Kaupendur legðu mat á fiskinn á
markaðnum og það skipti þá engu
hvernig hann væri kominn þang-
að. Verðið færi eftir ástandi hrá-
efnisins og það væri bein afleiðing
af umbúnaði aflans í upphafi.
„Það er ekkert sem bendir til
þess enn sem komið er, að fiskirí
batni hér. Ef íslandsfiskurinn
hefði ekki komið til, hefði verið
mikill skortur á fiski í Hull og
Grimsby,“ sagði Pétur Björnsson
að lokum.
Markaður fyrir dilkakjöt
kannaður í Bandaríkjunum
„VIÐ TELJUM að í Bandaríkjunum séu möguleikar til sölu á íslensku dilka-
kjöti, sem okkur ber skylda til að athuga nánar, eins og horfir með sauðfjárrækt-
ina hjá okkur í dag,“ sagði dr. Sigurgeir Þorgeirsson búfjárfræðingur, en hann
og Gunnar Páll Ingólfsson forstjóri fóru nýlega á vegum undirbúningsstjórnar
Landssambands sauðfjárbænda til New York til að kanna markaðsmöguleika
fyrir íslenskt dilkakjöt.
Sigurgeir sagði að á næstu árum
þyrfti óhjákvæmilega að flytja út
dilkakjöt. Hann sæi ekki framtíð í
Evrópumarkaði vegna tolla, inn-
flutningshafta og framleiðslu-
styrkja en í Bandarikjunum sæi
hann helst von til að byggja upp
hagstæðan markað. Hann sagði að
þeir hefðu fengið góðar undirtektir
tveggja matvöruverslanakeðja I
New York á þeim grundvelli að ís-
lenska kjötið yrði kynnt og selt sem
sérstök gæðavara, laus við mengun
og lyf. Sagðist hann gera sér vonir
um að í Bandaríkjunum mætti, ef
vel yrði á málum haldið, vinna
markað sem skilaði viðunandi verði
í framtíðinni.
Sjá einnig grein ívars
mundssonar á miðopnu.
Guð-