Morgunblaðið - 25.08.1985, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.08.1985, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 25. ÁGtlST 1985 Rennt í hlað Það var orðið heldur áliðið er blaðamenn mættu í Laxahvamm, myndarlegt veiðhús Veiðifélags Miðfirðinga. Klukkan orðin fimm og auðvitað bjuggumst við við því að það væri ekki nokkur veiðimað- ur í húsinu, það hlytu allir að vera komnir út í á. Þar skjátlaðist okkur. Menn voru úti við og inni við að tygja sig, danskir greifar, íslenskur kokkur: Eyþór Sig- mundsson og Graf Moltke, greif- inn með tveimur löndum sínum, Eyþór í kompaníi við Henrik Thorarensen. „Það er aldrei veitt með stressi hér,“ sagði Eyþór sem var nýbúinn að draga á sig veiði- gallan, en dró hann samt af sér aftur og pantaði kaffi hada gest- unum. Böðvar veiðifélagsformað- ur á Barði var bara ánægður að áin ætti að verða greinarefni í Loftköst 14 punda Austurárhængs ... mann er upp frá,“ sagði Hermann og fýsti okkur að sjá þá aflakló að störfum, enda maðurinn nýbúinn að setja met ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu, í Laxá á Ásum, 33 laxar á stöngina yfir daginn. Geri aðrir betur. Þau hjón höfðu fengið 3 laxa, eða öllu heldur Gulli, Guð- rún hafði verið óheppin, sett í þrjá laxa á fluguna sína, þreytt þá og misst síðan. Fjórða laxinn fékk Gulli rétt fyrir níu, 5 pundara sem var óratíma að rjála við orminn. Meðan leikurinn stóð sem hæst hrópaði veiðiklóin yfir 200 metra vegalengd til blaðamanns: „Hvernig á ég við svona kenja- laxa?“ „Kippa í til hliðar," var æpt á móti. „Nei, alls ekki,“ var svarað um hæl, ég er búinn að missa þá marga svoleiðis, sjáðu hvað ég geri... “ Svo lyfti hann stönginni og festi í fiskinum. Nú var mál að hætta, klukkan orðin níu og veiðimenn tók að drífa að með aflann. Hann reynd- ist umtalsverður og það gekk mik- ið á við vigtina. Þar stóð Böðvar formaður með svuntu og hníf, eins og yfirkokkur, vó hvern fisk og mældi nákvæmlega, skóf síðan af FJAÐRAFOK ÍMIÐFJARÐARÁ dagblaði. Hann fékk sér kaffi með okkur og greindi frá firnagóðum heimtum úr seiðasleppingum og góðum árangri af því að grafa hrognabú á staði þar sem enginn lax getur gengið, en búa eigi að síður yfir góðum uppeldisskilyrð- um. Eyþór studdi allt saman dyggilega og margsagði að í Mið- firðinum væru að gerast stórir hlutir. Yfir 70 merktir laxar hafa veiðst, flestir smáir, en nokkrir stórir eftir tveggja ára dvöl í sjó. Þetta eru geysigóðar heimtur, engin spurning um það og mikil bjartsýni ríkjandi í Miðfirðinum. Böðvar sýndi okkur merkta laxa, bæði lifandi og dauða, hina lifandi átti að senda í haust til Hólalax til kreistingar. Tilraununum verður haldið áfram. Það var að koma fiðringur í blaðamenn, tíminn leið, birtu tók að breyta og ekkert fararsnið á Eyþóri. „Er einhver að reyna við tröllið í Núpsfossum? Við ætluð- um m.a. að fá úr því skorið hvort þetta væri lax,“ var Eyþór spurð- ur. Svarið var hvísl: „Þetta er steinn.“ „Ja, sumir telja sig hafa séð hann synda um hylinn. Sjálfur hef ég ekki séð hann, fór þó fram eftir,“ skaut Böðvar inn. Loks héldum við af stað, litum á Kambsfoss í Austurá og héldum siðan upp með Vesturá í fylgd Böðvars. Á brúnni við Túnhylinn voru tveir garpar, gráir fyrir járn- um, röntgengleraugun, langar stangir og sökkuraðir: Hermann úrsmiður og Walter Lenz. Þeir voru búnir að fá þrjá og voru að renna af brúnni fyrir hóp af löx- um sem sáust greinilega með ber- um augum. Einn af löxum þeirra Hermanns og Walters var merkt- ur, 5 punda fiskur. „Gulli Berg- Jepparnir fastir / ínni og Eyþór drepur tímann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.