Morgunblaðið - 25.08.1985, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 25.08.1985, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 B 3 þeim hreistursýni. Allar upplýs- ingar hrópaði hann til aðstoðar- stúlku í veiðihúsinu sem páraði allt samviskusamlega niður. „Það hafa 20 laxar komið á land sem við vitum um, Eyþór og Henrik eru að vísu ókomnir enn svo talan gæti verið hærri. Ef þetta heldur áfram, stefnir í metholl. Svo eru sex laxar merktir," kallaði Böðvar hátt og snjallt til þess að gleðja menn. Fiskisagan flaug svo um allt hús á mettíma: „Það er sjens á meti.“ Loks komu Eyþór og Henrik. Þeir höfðu týnt bílnum sínum og ekki bætt við töluna að þessu sinni. Og loks var komið að matn- um, ágætu lambalæri, spergilsúpu og ís. Það var glatt á hjalla og svo hátt talað og hlegið að orðaskil heyrðist stundum varla nema að rætt væri við næsta mann. Sæ- mundur Fjaðrafoksformaður kvaddi sér hljóðs og útnefndi Gulla Bergmann næsta formann flokksins. Engin kosningabarátta og pólitísk hrossakaup þar og menn létu þess getið sumir hverj- ir, að í raun væri í þessum klúbbi að finna eitthvert undarlegasta lýðræði sem frést hefði um. Gulli grúfði haus í lófa, en hresstist svo brátt, reis úr sæti og þakkaði traustið. Ætlaði hann að segja nokkur orð sem formaður því næst, en all margir urðu þá til þess að minna hann á að hann tæki ekki við embætti fyrr en að veiðitíma loknum. Þegar hér var komið sögu þótti Eyþóri kominn tími til að undir- strika hvað Fjaðrafokið (eða „Fok- ið“ eins og hann kallar það) væri skipað miklu rólyndisfólki og nefndi sjálfan sig sem dæmi. Ey- þór hefur orðið í bili: „Við Siggi Valdemars vorum einu sinni í 9 daga samfleytt í Norðurá, frá 3,—12. júní. Við komum okkur fyrir og fórum svo út að veiða. Það var líklega 5. júní. Nú, það var ekkert að hafa svo við fórum bara aftur inn í hús og tókum það ró- lega. Svo fór Siggi að tala um að við ættum að kíkja aðeins á ána aftur þó hún væri í foráttuvexti. Mér fannst það alveg upplagt. Þetta var 7. júní og við fórum niður í Stekk, nældum þar í einn og fórum aftur upp í hús, salla- ánægðir með árangurinn, því við höfðum þar með veitt 50 prósent af afla hópsins sem var að veiða þessa daga. Svo fannst Sigga að við ættum að kíkja aftur niður í Stekk og var ég til í það. Þá var kominn 9. júní og við tókum þar 5 laxa í beit. Eftir þetta happ fórum við svo loks að taka hlutunum með ró og héldum okkur inni við til 12. júní.“ Var gerður góður rómur að máli Eyþórs, en grunur læddist að manni að frásögnin hefði komist heldur illa til skila vegna kliðs og hláturroka. Ræðunum lauk með framlagi Eyþórs og því næst tóku við almennar umræður um daginn og veginn. Var blaðamönnum m.a. bent á mann í hópnum, Geir Birgi Guðmundsson, sem er sjálfskipað- ur spakmælasmiður Fjaðrafoks. Eitt hans besta er svona: „Enginn veiðir annars manns fisk.“ Eftir því sem á kvöldið leið, þynntist hópurinn, en þeir hörðustu spiluðu brids til klukkan að ganga fimm um morguninn. Föstudagur. Nýr dagur og Morgunblaðsútsendarar ætluðu að blanda geði við Miðfjarðarárvini til hádegis eða svo. Það var rudda- veður og okkur fór að langa suður í blíðuna. Við fórum fyrst með Gulla og Guðrúnu í Austurá, gengum með þeim frá brú upp Hlaupin og allt að Göngumannahyl þar sem Gulli nældi í einn fyrir linsur Ijósmynd- arans. Meðan Gulli renndi hér og þar og alls staðar, sagði Guðrún okkur veiðisögur af eiginmanni sínum. „Hérna tók hann 6 í beit og yfir 20 á þessu svæði á einum morgni." „Upp frá í Myrkhyl tók hann einu sinni tvo 18 punda hænga hvorn á eftir öðrum, báða á örstutta kaststöng sem hann not- aði alltaf þá og vildi ekki skilja við sig, ein af hans fyrstu stöngum," og fleira og fleira sagði Guðrún og kasthönd blm. var farin að rikkj- ast stjórnlaust til og frá. En það er skemmst frá að segja, að þarna í Austurá fékk Gulli þrjá í viðbót, fjóra í allt, þar af tvo bara skratti væna, 12 og 14 punda hænga. Voru þeir all legnir og farnir að leggja af. Hafa þeir báðir verið nokkru þyngri nýgengnir. Satt að segja voru þetta rígvænir fiskar. En nú fór að draga til tíðinda, Eyþór og Henrik voru heimsóttir, og er við renndum bílnum að hlið þeirra neðarlega í Miðfjarðaránni var Henrik að flengja ána í víga- móði, en Eyþór tók það rólega, enda nýbúinn að krækja í 6 punda flugufisk. Þetta sagði Eyþór: „Henni byrjaði og fór með kamar- inn, en svo setti ég Þingeying und- ir og laxinn fór inn á hann undir eins.“ Þessa veiðimannamállýsku skilja varla aðrir en vanir veiði- menn, en nú verður setningunni snarað á almennara mál: „Henni byrjaði með straumfluguna „Tveir á Kamrinum", en svo reyndi ég „Þingeying” og laxinn greip hann strax.“ Eyþór vildi nú sýna blaða- mönnum hvernig ætti að veiða lax með stæl og var haldið niður fyrir brú og yfir ána á auðveldu vaði. Gekk allt vel nema veiðin, enginn lax fannst og vonin um að ná hon- um þarna niður frá fauk út í busk- ann í norðanrokinu. Á baka- leiðinni stýrði Henrik og mis- reiknaði hann sig vægast sagt á vaðinu, ók út í ána þar sem djúpur áll var með vesturlandinu. Skipti engum togum, að Lödujeppinn litli gróf sig niður í mölina og sat gikkfastur með nefið á kafi. Var nú úr vöndu að ráða, en horfur voru þó góðar, því blaðamenn voru á fjórhjóladrifsbifreið og hugðust þeir aka að fáki þeirra veiðigarpa, setja kaðal á milli og svipta bif- reiðinni umsvifalaust upp á þurrt. Er hægt að hafa langa sögu stutta. Eftir fáeinar mínútur sátu báðir jeppar fastir úti í ánni með drátt- artaugina svo strengda á milli að ekki var viðlit að aðskilja bifreið- irnar, þannig að sá þriðji aðili sem óhjákvæmilega varð að draga inn í málið, yrði að draga báðar bifreið- irnar á þurrt í einu en ekki aðra fyrst, svo hina. Henrik þrammaði af stað í leit að samherjum, en Eyþór drap tímann með því að sitja á vélarhlíf bíls síns og kasta flugunni Þingeying „strimer" nr. 2 í varið af bifreiðunum. Manni fannst ekkert vera eftir annað en að hann setti þarna í fisk, senni- lega stóran hæng, og landaði hon- um beínt inn í bílinn til sín. En þessi saga endar vel, þarna bar að Böðvar á Barði, réttur mað- ur á réttum stað. Sótti hann Land Rover-jeppa sinn og reif veiði- menn jafnt sem blaðamenn upp úr fljótinu. Voru bílarnir báðir fullir af vatni og auk þess hafði fákur Eyþórs drepið á sér og var hann dreginn á verkstæði á Staðar- bakka. Er Eyþór þar með úr sög- unni. Það var komið að kveðjustund- inni hjá okkur og við vorum sam- mála um að dvölin hefði mátt vera lengri og vel kæmi til greina að fara einhvern tíma aftur í Mið- fjörðinn á vit laxanna. A.m.k. grh. hugsaði sem svo að þá yrði stöngin að vera með i hafurtaskinu en ekki penninn og mappan. Sala a fyrsta flokks skuldabréfum Landsbanki íslands hefur til sölu fyrsta flokks skuldabréf sem viðskiptavinur bankans hefur eignast. Bréf þessi eru verðtryggð og bera 4% vexti. Verði þess óskað síðar, mun bankinn sjá um endursölu bréfanna innan eins mánaðar eftir að honum berst sölubeiðnin. Nánari upplýsingar fást hjá Fjármálasviði bankans Laugavegi 7, 4. hæð. Sími 27722. Landsbankinn Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.