Morgunblaðið - 25.08.1985, Qupperneq 9
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 25, ÁGÚST 1985
B 9
áfalls eða blóðmissis, þar sem
björgunarsveitarmenn voru svo
lengi að komast á slysstað.
Læknar, sem krufu lík þeirra
sem fórust, telja að sum fórnar-
lömbin hafi lifað margar klukku-
stundir eftir brotlendinguna.
Tólf ára gömul stúlka, Keiko
Kawakawi, sem lifði af slysið,
staðfesti að fleiri hefðu lifað af
brotlendinguna en hún, Yumi
Ochiai, Hiroko Yoshizaki og Mik-
iko, móðir hennar.
Kawakawi sagði að hún, faðir
sinn og systir hefðu reynt að
hughreysta hvert annað „lengi“
áður en faðir hennar og systir lét-
ust. „Eftir brotlendinguna voru
bæði faðir minn og systir á lífi. Ég
talaði lengi við þau. Við fylgdumst
hvert með líðan annars og hug-
hreystum hvert annað,“ sagði hún.
Þegar hún bað föður sinn að
hjálpa sér svaraði hann: „Pabbi er
fastur og getur ekki hreyft sig.“
„Síðan hætti pabbi að tala og
þegar ég snerti hann var líkami
hans kaldur," sagði Keiko. Hún
sagði að systir sín hefði sagt fyrst
„það er allt í lagi með mig“, en
síðan gefið frá sér hljóð, eins og
hún væri að skyrpa, og hætt að
tala og þá hafi líkami hennar ver-
ið orðinn kaldur.
„Mamma, mamma, ekki fara að
sofa,“ hrópaði Hiroko litla til móð-
ur sinnar, „þú deyrð ef þú sofnar."
Keiko sagði að hún hefði heyrt
til fleiri farþega. Fólk hefði spurt
hvert annað og sagt: „Er allt í lagi
með þig?“, „Hertu upp hugann."
Keiko slapp með skrámur,
beinbrot og skurði á handleggjum
og fótum og slasaðist minnst
þeirra sem komust af.
Afskekkt svæði
Flugvélin brotlenti í afskekkt-
um og skógivöxnum fjöllum hér-
aðsins Gumma. Áhöfn C-130-flug-
vél bandaríska flughersins frá
Yokota-flugstöðinni kom fyrst
auga á rjúkandi leifar hennar
kl.7.19 e.h, um 19 mínútum eftir
brotlendinguna, og Phantom-þota
staðfesti fundinn kl.7.21.
Yfirmenn Yokota-flugstöðvar-
innar, sem er aðeins rúma 50 km
frá slysstaðnum, buðu frekari að-
stoð við björgunaraðgerðir, en
japönsk yfirvöld höfnuðu boðinu. 1
staðinn voru tvær japanskar her-
flugvélar sendar kl. 7.54 og 8.13 til
að „kanna slysstaðinn vandlega i
fjóra tíma“ svo að hægt yrði að
ákveða hvort hægt yrði að senda
björgunarsveitir með þyrlum.
Þótt flugmennirnir hefðu undir
höndum upplýsingar um hvar
Boeing-flugvélin hefði trúlega
horfið af ratsjárskermum flug-
turnanna í Tókýó og Yokota fann
hvorug könnunarflugvélin slys-
staðinn.
Kl.8.40 lagði hópur 38 manna úr
japanska flughernum af stað í bif-
reið á slysstaðinn, einungis búin
áttavita, og villtist í giljum og
skógum Gumma-héraðs.
Samkvæmt fyrstu fréttum var
talið að Boeing-flugvélin hefði
hrapað i næsta héraði, Nagano, og
þyrla lögreglunnar þar fann slys-
staðinn um nóttina.
Þegar flugmanninum var sagt
að hann væri í Gumma-héraði
sneri hann við, þar sem hann vildi
ekki ryðjast inn á athafnasvæði
annarrar lögreglu. Lögreglan í
Gumma-héraði átti enga þyrlu.
Þyrla japanska flughersins gat
loks sýnt nákvæma staðsetningu
slysstaðarins skömmu fyrir dögun
— kl. 4.39 f.h. — á þriðjudags-
morgni, næstum því 10 klukkutím-
um eftir að flugvélin brotlenti.
Sennilega var þetta þyrlan, sem
Yumi Ochiai flugfreyja sá þar sem
hún lá föst í flakinu.
Fyrsti björgunarmannahópur-
inn, 73 fallhlífarhermenn, fór frá
Narashimo austur af Tókýó, kl.
7.40 og lét sig síga í köðlum úr
þyrlum sínum einni klukkustund
og 10 mínútum síðar. Konurnar
fjórar, sem komust. lífs af, voru
fluttar til þorpsins Uenomura
kl.1.29. Þá var liðinn 18 og hálfur
tími frá því flugvélin brotlenti og
520 fórust í mesta flugslysi sög-
unnar.
GH skv. Sunday Times o.fl.
meginþorra
þjóðarinnar
daglega!
Auglýsingc
síminn er224{
SKQIA
DITVFI&D
K11 V
ÁGJAFVE
Við bjóðum síðustu eintök sumarsins af hinum
viðurkenndu Message skólaritvélum með hreint
ótrúlegum afslætti:
MLSSAGL 610 TR ÁÐUR KR. 8.490
NÚ AÐEINS
KR. 5.490
MLSSAGL 350 ÁÐUR KR.6.890
NÚ AÐEINS
KR.3.990
Vlð erum að selja síðustu vélarnarl
£
%
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
%
r Wv Hverfisgötu 33 — Sími 20560
Pós,h6"377