Morgunblaðið - 25.08.1985, Qupperneq 12
1Z &
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. AGUST 1985
Ástralía, hinn nýi töfraheimur:
ÞANGÁÐ YRÐIALDREI
FLUTTSVO MARGTKVMFÉ
AÐ HAGA ÞRYTI
Frásagnir frá Ástralíu 1 tilefni af heimsreisu Útsýnar
Ástralía býr yfir einstædum töfrum að
dómi flestra sem þangað hafa komið.
Heimildir, sem skráðar hafa verið um
þessa fjarlægu heimsálfu, bera þess
glöggt vitni, að landið er fullt af undrum
og hinum furðulegustu fyrirbærum, sem
á sérkennilegan hátt blandast saman við
hámenningu, sem byggð er á rótgrónum
evrópskum grunni. Á aðra höndina eru
stórborgir iðandi af mannlífi, en litskrúð-
ug náttúrufegurð með framandi gróðri og
dýralífi á hina. „Óvenjuleg og litrík til-
brigði af flóru og fána,“ voru þau orð
sem Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Út-
sýnar, notaði um ástralska náttúru, en að
vonum er Ástralía ofarlega í huga Ingólfs
þessa dagana. Hinn 16. nóvember næst-
komandi verður lagt upp í sjöttu heims-
reisu Útsýnar, hina mestu til þessa, til
Ástralíu, Nýja Sjálands og Fiji-eyja, með
viðdvöl í Bangkok á útleið, en Bali á
heimleið. Fyrsta heimsreisan var til Mex-
íkó árið 1980, þá kom Brasilía 1981,
Kenýa 1982, Bangkok, Bali og Singapore
1983, sem endurtekin var 1984, en
heimsreisan 1984 var til Egyptalands og
ísrael. Markmið þessara ferða er að gefa
fólki kost á að kynnast undrum og dá-
semdum heimsins í vel skipulögðum hóp-
ferðum til staða, sem ekki liggja í alfara-
leið okkar íbúa norðurhjarans, ferðir
sem fæstum gefst kostur á að fara ella. í
ár er það Ástralía, hin framandi heims-
álfa hinum megin á jarðarkúlunni.
Sydney, ein nýtískulegasta og fegursta borg heims, sem skipar öndvegi í sögu Ástralíu. Fremst má sjá
hid víðfræga óperuhús borgarinnar.
að kann að þykja
undarlegt á vor-
um tímum, þeg-
ar menn ferðast
til hinna ystu
endimarka heims
á fáum klukku-
stundum, að
fram á síðustu aldir voru heilar
heimsálfur á jarðarhnettinum,
sem hvítir menn höfðu enga
hugmynd um að væru til. Eftir að
Norðurálfuþjóðir voru sestar í
öndvegi, liðu þúsundir ára svo, að
um þriðjungur hinna auðugustu
og byggilegustu landa var þeim al-
gjörlega hulinn heimur. Snemma
á öldum munu þó hafa komist á
kreik sagnir um mikið og stórt
land fyrir sunnan miðbaug. Grikk-
ir höfðu til dæmis einhverjar
óljósar hugmyndir um land, sem
þeir kölluðu „Terra Australis",
það er „landið í suðri“. Þetta land
varð þó ekki á vegi Spánverja og
Portúgala, þegar þessar þjóðir
lögðu á úthöfin, uppgötvuðu hinar
víðlendu heimsálfur í vestri og
fundu nýjar siglingaleiðir og eyjar
í Suðurhöfum. Litlu munaði þó að
spánski sæfarinn Luis de Torres
rækist á landið er hann sigldi um
sundið milli Ástralíu og Nýju-
Guineu árið 1606. Ekkert bendir
til að hann hafi svo lítið sem séð
til lands á Ástralíu og má það
furðulegt teljast því hann var tvo
mánuði að flækjast um sundið,
sem síðan er við hann kennt.
Fyrstu óyggjandi fregnir, sem
menn hafa fyrir landtöku hvítra
manna á meginlandi Ástralíu, eru
skrásettar um svipað leyti. Hol-
lendingar voru þá sem óðast að
kanna hinn mikla eyjaheim f
austrinu og sendu smáskútu, sem
hét Duyfken (Dúfan) austur um
hafið til að kanna suðurströnd
Nýju-Guineu. Skipstjóri hét Will-
em Jansz. Hann fór um Torres-
sund og lá leið hans fram með lág-
lendri og hrjóstrugri strönd, þar
sem hann tók land er vistir og
vatn voru á þrotum. Það var á
vesturströnd Yorkskaga, sem
gengur af meginlandi Ástralíu
austanverðu. Ekki voru móttök-
urnar vinsamlegar af hálfu inn-
fæddra. Landsmönnum er þannig
lýst, að þeir hafi verið svartir á
hörund, villimenn og mannætur —
og víst er, að níu menn drápu þeir
af áhöfn Dúfunnar.
Þótt Hollendingar eigi heiður-
inn af að hafa fundið meginland
Ástralíu, urðu þeir ekki fyrstir
hvítra manna til þess að byggja
það. Bæði voru lýsingar þeirra á
landinu og íbúunum heldur
óglæsilegar og auk þess fannst þar
hvorki krydd né gull. Enga versl-
un var hægt að reka við frum-
byggja landsins. Að dómi Hollend-
inga voru þeir á lágu menning-
arstigi, höfðu ekkert að selja og
engu að miðla öðrum. Það var ekki
fyrr en Englendingar fara að gefa
landinu gaum, að brotið er blað í
sögu Ástralíu.
Fyrstu kynni Englendinga af
Ástralíu voru þau, að skipið Trial
brotnaði á skerjum undan strönd-
inni um 1627 og fórst þar fjöldi
manns, en nokkrir komust til Java
á skipsbátum. Um þetta leyti var
að verða lýðum ljóst, að land mik-
ið hafði fundist þar sem Ástralía
var. Fyrstur þekktra Englendinga,
sem lagði leið sína til Ástralíu, var
sjóræninginn William Dampier.
Hann var víðförull sægarpur og
sjóræningi í fremstu röð. Hann
settist um síðir í helgan stein,
komst til nokkurra metorða í
Englandi og skrifaði víðlesna bók
um ævintýri sín og afreksverk, en
lýsing hans á Ástralíu var þó ekki
vinsamlegri en Hollendinganna.
Framtíðarlandið
Það er ekki fyrr en um miðja 18.
öld að sá maður kemur til sögunn-
ar, sem átti merkilegasta og af-
drifaríkasta þáttinn í rannsókn
Ástralíustranda og fann hin rík-
ustu og blómlegustu héruð, þar
sem þegar var sýnt að verða
myndi framtíðarland. Það var
James Cook, sem almennt er tal-
inn einhver merkasti sægarpur
sem uppi hefur verið. Cook lét úr
höfn í Englandi í ágúst 1768 á
skipi sínu „The Endeavour" (Til-
raunin). Hér var um að ræða vís-
indaleiðangur, sem tengdist gangi
himintungla. Um borð í skipinu
var meðal annarra vísindamanna
náttúrufræðingurinn Sir Joseph
Banks, þá 25 ára gamall, en Banks
átti síðar eftir að tengjast sögur
Islands með harla óvenjulegum
hætti.
Er Cook og félagar höfðu lokið
vísindastörfum sínum í Suðurhöf-
um komu þeir að austurströnd
þess lands, sem þá var nefnt
„Nýja-Holland“. Tóku þeir land
syðst á ströndinni, þar sem nú er
kallað Howehöfði. Eftir nokkurra
daga könnunarferð norður með
ströndinni komu þeir í fjörð einn
og vörpuðu þar akkerum. Þótti
náttúrufræðingunum þar girni-
legt um að litast, því að þeir fundu
svo fjölskrúðugt jurtaríki, að ann-
að eins höfðu þeir aldrei séð.
Fjörðinn nefndu þeir „Botany
Bay“ (Flóruflóa) og stóðu þar við í
nokkra daga. Þá var enn haldið
norður með ströndinni, og rétt
fyrir norðan Flóruflóa sigldu þeir
framhjá þröngu fjarðarmynni,
sem þeir nefndu Port Jackson. Þar
reis síðar upp milljónaborgin Syd-
ney, stærsta og elsta borg Ástr-
alíu, sem verður einn af viðkomu-
stöðum heimsreisufara Útsýnar.
Cook fann og rannsakaði endi-
langa austurströnd Ástralíu og
taldi, að þar væri tilvalið land til
nýlendustofnunar vegna frjósemi
landsins og ákjósanlegs loftslags,
enda var þess ekki langt að bíða,
að byggð hæfist þar. Cook nam
landið í nafni Bretakonungs og
nefndi strandlengjuna „Nýju Suð-
ur-Wales“. Hollendingar höfðu að
vísu fundið og rannsakað hluta
Ástralíustranda, en hvergi fundið
stað, sem þá langaði að eignast og
töldu landið lélegt og lítt girnilegt.
Cook taldi hins vegar „drjúpa
smjör af hverju strái" í sínu land-
námi og sagði það fyrir, sem fyrir
löngu er fram komið, að þar
myndi verða akuryrkja mikil og
kvikfjárrækt, því að þangað yrði
aldrei flutt svo margt kvikfé, að
hagar þrytu.
Samtvinnuð örlög
Næsti örlagaþáttur í sögu Ástr-
alíubúa, sjálft landnámið, er sam-
ofið sögulegum stórtíðindum á
Vesturlöndum, stofnun Banda-
ríkja Norður-Ameríku. Enska
stjórnin hafði jafnan losað sig við
alla sakamenn, gert þá landræka
og flutt þá til Norður-Ameríku. Er
nýlendurnar lýstu yfir sjálfstæði
sínu 1776 var tekið fyrir frekari
fangaflutninga þangað frá Eng-
landi. Þá var það, að Sir Joseph
Banks lagði til, að England stofn-
aði sakamannanýlendu við Flóru-
flóa á austurströnd Ástralíu. Til-
lagan var samþykkt um síðir og
má því með nokkrum rétti kalla
Sir Banks „föður Ástralíu".
Það er vissulega skemmtileg til-
viljun, að Islandsvinurinn Sir Jos-
eph Banks, sá hinn sami og var í
för með Cook er dásemdir Flóru-
flóa voru uppgötvaðar og sem síð-
ar lagði grunn að landnámi Ástr-
alíu, skuli einnig hafa komið við
sögu Islendinga á 18. og 19. öld. Sir
Banks kom hingað til lands árið
1772. árið eftir að hann kom heim
úr Ástralíuferð sinni og það var
hann, sem fól Jörgen nokkrum
Jörgensen, sem nefndur var Jör-
undur hundadagakonungur.