Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 B 17 Barnavinurinn og ofurmeuið Adolf Hitler. Herþjálfun liðsmanna úr Hitlersæskunni. „HREINN STOFN“ Fest lýsir „grunnstefum" Hitl- ersæskunnar, sem nazistar hafi notað á kaldrifjaðan hátt í eigin þágu. Þau hafi verið trú á yfirvöld, sú pólitíska kenning að taka beri hvatir, innsæi, tilfinningar og trú fram yfir heilbrigða skynsemi, dýrkun á fortíðinni, flótti frá nú- tímaveruleika inn í „innri veröld", uppgjöf fyrir örlögunum og dul- rænn vilji til að fórna lífinu. Allt hafði þetta verið þekkt i Þýzkalandi áður, en aldrei hag- nýtt eins rækilega. í Hitlersæskunni var lögð meg- ináherzla á „hugmyndafræðilega uppfræðslu". Hitler markaði þá stefnu „að ala skyldi upp hina óspilltu kynslóð til að gera henni kleift að endurheimta frumstæða eðlishvöt sína“. „Barátta" og „hreinn stofn" voru mikilvæg meginstef, sótt úr meginhugmyndum nazista. Hugir ungmennanna mótuðust af þess- um hugtökum frá fyrsta degi. { tilskipun til nazistakennara sagði: „Frá unga aldri verður æsk- an að horfast í augu við þá stund, þegar verið getur að henni verði skipað að láta til skarar skríða eða láta lífið að öðrum kosti." „Guð er barátta og barátta er okkur í blóð borin,“ sagði í bar- áttusöng Hitlersæskunnar. Hitler sagði: „Kennsla mín er hörð. Það verð- ur að níðast á hinum veiklyndu. í Tevtónakastala mínum vex upp æska, sem fær heiminn til að skjálfa. Ég vil ofsafengna, ráð- ríka, óhrædda, grimma æsku. Allt þetta verður æskan að vera. Hún verður að geta þolað sárs- auka. Hún verður að vera laus við veiklyndi og mildi. Augu frjálsra og mikilfenglegra rándýra verða enn á ný að skjóta gneistum. Ég vil að æska mín sé sterk og falleg. Þannig skapa ég nýjan heim.“ Til þessara „rándýra" voru eink- um gerðar þær kröfur að þau væru þæg og auðsveip. Sjálfstæðar ákvarðanir og ábyrgð áttu að sveigjast að markmiðum flokks- ins. Schirach brýndi fyrir æskunni að hún yrði að „trúa á það sem væri ómögulegt". Eins og Fest bendir á táknaði það í raun og veru að hún yrði að vera auðtrúa SOEHMLE | Pakkavog 20 kg. 50 kg. og ÍOO kg. Raímagn + raíhlöður cMMijrg ©ÍSlASOSi ft co. m. SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800 ledauphin FRA FRAKKLANDI: GlM’silegir ^orö- og stand- lampar í miklu úrvali. Sannköllud stofuprýdi sem hentar vel til tækifærisgjafa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.