Morgunblaðið - 25.08.1985, Síða 22
22 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985
_________Brids____________
Arnór Ragnarsson
Bridsfélag
Reykjavíkur
Síðbúinn aðaifundur BR verð-
ur haldinn að Hótel Esju (Þern-
ey) miðvikudaginn 28. ágúst nk.
kl. 20.30.
Á dagskrá verða venjuleg að-
alfundarstörf auk verðlaunaaf-
hendingar fyrir mót síðasta
vetrar. Eru félagsmenn hvattir
til að mæta og taka þátt í mótun
vetrarstarfsins. Sérstök ástæða
er fyrir verðlaunahafa að láta
sjá sig.
Opið hús á laugar-
dögum
ólafur Lárusson og Hermann
Lárusson munu gangast fyrir
Opnu húsi í vetur í Bridgekeppn-
um og æfingum. Spilað verður í
Borgartúni 18 hvern laugardags-
eftirmiðdag og hefst spila-
mennska kl. 13, stundvíslega. Ef
þátttaka verður góð, er ekkert til
fyrirstöðu að hefja leikinn fyrr,
sé þess óskað.
Skipulögð keppnisspila-
mennska um helgar, hefur ekki
verið reynd fyrr á landinu, svo
umsjónarmönnum sé kunnugt
um. Mikill áhugi er þó fýrir
hendi, enda Bridge-spilið að
verða ein vinsælasta afþreying
manna, nú hin síðari ár. Það
sýnir hinn mikli fjöldi sem sótt
hefur Sumarbridge að undan-
förnu, og hópast hefur til þátt-
töku í landsmótum. Fyrsti spila-
dagur hjá Opnu húsi (sem ef til
vill fær nafngiftina Fullt hús)
verður laugardaginn 14. sept-
ember nk.
Fyrirkomulag verður með
svipuðu sniði og í Sumarbridge,
enda sömu menn að verki. Spilað
verður í riðlum, eftir mætingu
og þátttökugjaldið hið sama, kr.
150 pr. mann. Sótt verður um
leyfi til Bridgesambands Is-
lands, að spila um meistarastig á
spiladögum.
Umsjónarmenn telja þetta
fyllilega tímabært, að hefja slík-
ar keppnir. Auglýsingum varð-
andi þessa spilamennsku verður
dreift til allra hótelanna í bæn-
um, svo og þeirra sem annast al-
menningstengsl, varðandi
skemmtiferðamenn og kaup-
sýslumenn sem erindi eiga til fs-
lands (Reykjavíkur) og vilja
gjarnan taka í slag einn eftir-
miðdag.
Einnig má benda á, að hver
spiladagur er sjálfstæð eining,
þannig að enginn er bundinn af
slíku fyrirkomulagi. Allir geta
verið með, jafnt byrjendur sem
lengra komnir. Hægt er að hafa
safn riðla, þannig að vilji ein-
hver ákveðinn hópur spila sam-
an í „grúppu" (riðli) er ekkert
því til fyrirstöðu. Þarna hafa
umsjónarmenn í huga hópa af
vinnustöðum, félagssamtökum,
ættingjum o.s.frv. Einnig t.d.
þann hóp sem stundað hefur
framhaldsspilamennsku úr
Bridgeskólanum hjá Páli Bergs-
syni, enda getur vel komið til
greina að umsjónarmenn stundi
einhverja leiðbeingarstarfsemi,
jafnhliða almennri stjórnun í
Opnu húsi. (y
Vestfjarðamótið
í tvímenningi
Sl. föstudag voru yfir 20 pör
skráð til leiks í Vestfjarðamótið
í tvímenningi, sem haldið verður
á ísafirði um næstu helgi. Frest-
ur til að tilkynna þátttöku renn-
ur út nk. mánudagskvöld. Hægt
er að hafa samband við Arnar
Geir á ísafirði, s. 4144 og 3214
(heima), til skráningar.
Spilaður verður Barometer,
með 3 spilum milli para, allir við
alla. Keppnisstjóri verður Ólafur
Lárusson, Reykjavík.
Spilað verður bæði laugardag
og sunnudag, enda spilafjöldi
milli 80—90 spil.
Sumarbrids Skag-
fírðinga
FULLT hús var hjá Skagfirðing-
um sl. þriðjudag. Spilað var í
þremur riðlum og urðu úrslit
þessi (efstu pör):
A-riðill:
Ármann J. Lárusson-
Sigurður Sigurjónsson 287
Björn Árnason-
Daníel Jónsson 242
Anton R. Gunnarsson-
Friðjón Þórhallsson 235
Margrét Margeirsdóttir-
Gróa Guðnadóttir 232
Erla Ellertsdóttir-
Kristín Jónsdóttir 230
B-riðill:
Helgi Jóhannesson-
Magnús Torfason 132
Erla Sigurjónsdóttir-
Jón Páll Sigurjónsson 128
Ragnar Björnsson-
Sævin Biarnason 126
Baldur Ásgeirsson-
Magnús Halldórsson 113
Oriðill:
Sigmar Jónsson-
Vilhjálmur Einarsson 119
Lárus Hermannsson-
Sveinn Þorvaldsson 118
Hulda Hjálmarsdóttir-
Þórarinn Andrewsson 116
Þorsteinn Laufdal-
Þröstur Sveinsson 116
Og eftir 13 spilakvöld í Sumar-
brids Skagfirðinga, er staða
efstu spilara orðin þessi:
Anton R. Gunnarsson 10, Guð-
mundur Auðunsson, Þórarinn
Árnason og Tómas Sigurjónsson
9, Guðrún Hinriksdóttir 8,5,
Sveinn Þorvaldsson 8, Lárus
Hermannsson, Steingrímur
Jónasson og Magnús Torfason 7.
Vakin er enn athygli á því, að
spilað verður á fimmtudaginn í
Drangey í næstu viku. Sumar-
brids í Borgartúni verður næsta
þriðjudag, í stað fimmtudagsins.
Og skráning í Barometer-
tvímenningskeppnina, sem hefst
hjá Skagfirðingum 17. septem-
ber nk. (miðað við 36 para þátt-
töku) stendur nú yfir hjá Ólafi
Lárussyni.
Bikarkeppnin
Þrír leikir voru á dagskrá í 3.
umferð Bikarkeppninnar í vik-
unni. Sveit Jóns Hjaltasonar
Reykjavík, sigraði sveit Þórar-
ins, Sigþórssonar, Reykjavík,
með miídum mun. Svo miklum,
að menn Þórarins fóru heim eft-
ir 30 spil og gáfu þar með leik-
inn. I sveit Jóns eru, auk hans:
Hörður Arnþórsson, Símon Sím-
onarsson og Jón Ásbjörnsson.
Sveit ísaks ö. Sigurðssonar
spilaði við sveit Jóns Hauksson-
ar, Vestmannaeyjum. Þar var
sama sagan, en Jón þraukaði til
loka og sneri heim með 90 stig á
bakinu. Sveit ísaks, Reykjavík,
skipa, auk hans: Sturla Geirsson,
Sigurður Sigurjónsson, Júlíus
Snorrason, Hermann Lárusson
og ólafur Lárusson.
Sveit Jóns Gunnars Gunnars-
sonar frá Hornafirði bætti enn
við óvænt úrslit í þessari Bikar-
keppni, með því að leggja sveit
Stefáns Pálssonar, Reykjavík, að
velli. Þar var munurinn 6 stig,
Jóni í vil, eftir að sveit Jóns
hafði leitt allan leikinn. Með
Jóni eru í sveitinni: Geir
Björnsson, Kolbeinn Þorgeirsson
og Björn Gíslason.
Og þá er aðeins ólokið tveimur
Fimmta
og síðasta
sagan
Erlendar bækur
Siglaugur Brynleifsson
Lawrence Durrell:
QUINX OR THE RIPPER’S TALE
A Novel
Faber and Faber 1985
Með þessari sögu lýkur Durrell
fimm binda skáldsögu, sem gerist
að mestu leyti í Avignon. Fyrsta
sagan var „Monsieur", sem kom út
1974; síðan „Livia", 1978; svo
„Constance", 1982; „Sebastian",
1983 og loks „Quinx" í ár.
Bakgrunnurinn er Avignon, þar
sem sagan býr og sögur um hryll-
ing og dýrð fortíðarinnar eru hluti
andrúmsloftsins. Rústir fornra
halla og kastala musterisriddar-
anna, sem sumar persónur sög-
unnar eru tengdar vekja upp forn-
ar launhelgar og leit að huldum
fjársjóði reglunnar, sem er talinn
falinn á þessu svæði. Durrell lýsir
á meistaralegan hátt andrúms-
lofti þessara ævafornu byggða við
Miðjarðarhafsströnd Frakklands
og víðar við Miðjarðarhafið. Tími
sögunnar er fyrir, í og eftir síð-
ustu heimsstyrjöld. Persónurnar
mótaðar og mettaðar af arfleifð
Erosar og Þanatosar. Persónur
Durrells eiga sér ákveðnar fyrir-
myndir úr samtíð hans, mótaðar
til þeirrar gerðar sem hentar þess-
um skemmtilega heimi sem hon-
um hefur tekist að skapa.
í „Quinx“ safnast persónurnar
5DAGA
OG
aé.
Borð^-
.S*»'S . ,0* 611 a •» n
SóíaSel“’. ^vö^við^
pieira ^ ^ vil1 e vucu.
a (en tSs í>essa
að
áðureIÍ títsaJ®11
er eK*
5ett-
oiss
>v
(D