Morgunblaðið - 25.08.1985, Page 28

Morgunblaðið - 25.08.1985, Page 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 Rifs- og sólber Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Þegar rifsberin fara að þroskast fylgjumst við með því hvernig þau roðna. En það eru fleiri en mennirnir sem fylgjast með þeim, þrestirnir gera það líka og stundum verða þeir fyrri til að tína berin. Sjálfsagt hafa margir tekið eftir því hversu fjörug- ir þrestirnir verða á berjatímanum á haustin, þegar þeir skjótast tístandi í elt- ingarleik milli húsa og trjáa, grein af grein en gæta ekki alltaf að sér. Oftar en einu sinni hafa þeir rotað sig á glugga- rúðunum hér í húsinu. Mér var farið að detta í hug að ekki væri þeim sjálfrátt, háttalagið líktist því að þeir væru undir áhrifum. Frétt hér í blaðinu árið 1976 staðfesti þetta en hún hljóðar svo: „Þúsundir drukkina fugla láta lífið. Þetta átti sér stað fyrir utan Lund á Skáni, er þúsundir smáfugla sem silkitoppar heita, flugu á bíla eða urðu undir þeim og dóu. Skýringin á þessu var sú, að þeir höfðu fundið uppáhalds rétt- inn sinn, hrognaber. Vandamálið á Skáni var það að berin voru byrjuð að gerjast og við það myndaðist áfengi í þeim. Þegar fuglarnir átu síðan berin urðu þeir fljót- lega ölvaðir og gátu ekki haft stjórn á flugi sínu." Eg hefi nú hvorki sólber né rifsber grunuð um að rugla þrestina í ríminu, heldur beinist grunur að reyniberjunum sem hér eru á trjám fram á vetur og spörfuglar eru mjög gráðugir í. Rifs- og sólber eru aðal berin sem við ræktum í görðum okkar. Sólberin eru dýrmætust þeirra berja sem við ræktum þar sem í þeim er meira C-vítamínmagn en hinum. Sólber ná ekki alltaf þroska í okkar köldu sólarlitlu veðráttu, enda fengu sunnlendingar ekki mikla sólberja- uppskeru tvö undanfarin sumur en nú er röðin komin að þeim. Sólber hafa náð góðum þroska sunnanlands og víða má sjá sólberjarunna þakta stórum svörtum girnilegum berjum. Og rifsberjarunnarn- ir svigna undan berjaklösunum. Rifsberjagreinar eru mjög fallegar og skemmtilegar sem skraut á osta, kökur og deserta. Þær geymast mjög vel í frysti án þess að nokkuð sé gert við þær annað en skella þeim í dós með loki. Síðan tínum við klasana upp úr dósinni þegar okkur hentar. Einnig er hægt að dýfa þeim í léttþeytta eggjahvítu og velta þeim upp úr sykri, láta sykurinn þorna á þeim og frysta síðan. Margir hafa enga kalda geymslu til að geyma í sultu og saft, en þeir eiga aftur á móti frystikistu. Þeir geta geymt berin í frysti og soðið eftir hendinni og geymt þá sultuna í kæliskáp. Sagt hefur verið að hleypiefni í sultunni minnki við fryst- ingu, en mín reynsla er önnur. Oft hefi ég tínt berin jafnóðum og þau þroskast og stungið þeim í frystikistuna, soðið síðan sultuna þegar öll ber hafa verið tínd. Þótt mikið af rifsberjunum séu græn, þroskast þau áfram og verða rauð séu þau geymd í nokkra daga með rauðu berjunum í plast- poka. En látið pokann ekki vera lokaðan. Rifs-eplahlaup 1 kg rifsber 1 kg súr epli 1 kg sykur 'k dl vatn 1. Þvoið rifsberin og tínið úr þeim laufið. Óþarft er að taka þau af stilkunum. 2. Setjið rifsið í pott ásamt vatni. Sjóðið við vægan hita í 15—20 mínútur. Merjið berin með sleif meðan á suðu stendur. 3. Síið berin á vírsigti, merjið þau svo að sem mest fari út í safann. Hellið safanum í pott. 4. Afhýðið eplin og stingið úr þeim kjarnann. Rífið síðan gróft á rifjárni. Setjið eplin saman við rifssaf- ann. 5. Setjið sykur saman við og sjóðið þetta við hægan hita í 15 mínútur. 6. Fleytið froðuna ofan af. Hún er góð á pönnukökur og vöfflur en ekki er vert að hafa hana saman við sult- una. Setjið froðuna í litla krukku. 7. Hellið hlaupinu á hreinar krukkur. Leggið smjör- pappírsbút vættan í áfengi eða ediksblöndu ofan á hlaupið. Bindið tvöfalda plastfilmu yfir eða setjið lok á krukkurnar. 8. Merkið krukkurnar með innihaldi og dagsetningu. 9. Geymið á köldum stað. Athugið: Þetta hlaup er gott með kexi, á vöfflur eða pönnukökur. Einnig gott inn í tertur þar sem það er mildara en annað rifsberjahlaup. Rifsberjahringur með bananarjóma Handa 4—5 'h kg rifsber 2 dl sykur 4 dl vatn 8 blöð matarlím 2 stórir bananar 1 peli rjómi 1. Tínið rifsberin af stilkunum. Gott er að gera það með því að stinga gaffli eftir stilknum og draga þannig berin af. 2. Setjið rifsberin í pott ásamt vatni og sykri og sjóðið við vægan hitan í 10 mínútur. 3. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 10 mínútur. Vindið upp úr vatninu og leysið upp í heitum rifssaf- anum. Hellið í hringform. Látið standa á eldhúsborð- inu meðan þetta er að kólna, en setjið síðan í kæli- skápinn og Íátið stifna vel. Það tekur um 4—6 klst. 4. Dýfið forminu augnablik í sjóðandi vatn og hvolfið á blautt fat. Betra er að fatið sé blautt ef hlaupið lendir ekki alveg á miðjunni. Þá er hægt að hagræða hlaupinu. Þurrkið fatið síðan með eldhúspappír. 5. Þeytið rjómann. 6. Merjið bananana með gaffli, hrærið lauslega saman við rjómann. Setjið síðan inn í rifshringinn og berið fram. Heimsþekktur er hinn danski „rodgrod" sem er búinn til úr rifsberjum. Rauðgrautur (redgred) 'k kg rifsber 4 dl vatn 2 dl sykur 3 msk. kartöflumjöl 1. Tínið rifsberin af stilkunum. Gott er að gera það með því að stinga gaffli eftir stilknum og draga þannig berin af. 2. Setjið rifsberin í pott ásamt vatni og sjóðið við hæg- an hita í 15 mínútur. Hellið á vírsigti og síið vel. Merjið með sleif svo að sem mest af safanum nýtist. 3. Setjið volgan safann ásamt syktri í pott. Hrærið síðan kartöflumjöl út í. Gætið þess að það leysist alveg upp. 4. Setjið mikinn straum á helluna. Þegar hellan er orð- in vel heit setjið þið pottinn á hana og hrærið stöðugt í þar til grauturinn þykknar. Látið hann ekki sjóða en vera alveg við suðumark. 5. Hellið grautnum í skál. Berið hann fram heitan með þeyttum rjóma eða kaldan með rjómablandi. Sólberjaþykkni í drykk 1 kg vel þroskuð sólber 1 dl vatn hálf pundskrukka hunang 1. Þvoið sólberin, tínið þau af stilkunum og setið í pott ásamt vatni. Látið sjóða við mjög hægan hita í 15 mínútur. Merjið berin með sleif eða kartöflustappara meðan á suðu stendur. 2. Hellið sólberjamaukinu á sigti, merjið í gegn með sleif. 3. Setjið safann aftur í pottinn ásamt hunangi og sjóðið við mjög hæægan hita í 30 mínútur. Hellið í krukku og lokið vel. Þetta geymist ekki vel og er nauðsynlegt að geyma það í kæliskáp. 4. Setjið sjóðandi vatn í glas, hrærið 2—3 tsk. af sól- berjaþykkni út í vatnið og drekkið. Athugið: Þetta er góður heilsudrykkur fyrir svefninn þegar haustkvefið sækir að ykkur. Sjóðið upp á hratinu í tveimur lítrum vatns, síið og setjið 1—2 dl af sykri saman við. Þá er komin góð saft. Sólberjasulta meö rommi 1 'k kg sólber 2 dl vatn 1 kg molasykur 1 dl rom 1. Þvoið sólberin, tínið úr þeim lauf. Takið þau síðan af stilkunum. 2. Setjið sólberin í pott og sjóðið við vægan hita í 10 mínútur. 3. Slökkvið á hellunni, hrærið sykurinn út í þar til hann er alveg bráðnaður. 4. Hellið romminu út í. Látið kólna að mestu. 5. Hellið sultunni í hreinar krukkur. Sé sultan látin kólna áður en henni er hellt í krukkurnar, er minni hætta á að berin fljóti upp í krukkunni. 6. Leggið smjörpappírsbút vættan í rommi ofan á sult- una. Bindið tvöfalda plastfilmu yfir eða setjið lok á krukkurnar. 7. Merkið krukkurnar með innihaldi og dagsetningu. 8. Geymið á köldum stað. Athugið: Þessi sulta geymist mjög vel þar sem romm- ið veitir vörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.