Morgunblaðið - 25.08.1985, Page 31
i* 3i
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985
SYLVESTER STALLONE
Lenti í lífsháska
ríður til Hollywood og var búsett
þar í þrjú ár. Leiðin lá svo til New
York og þar átti hún sitt heimili í
ein sex ár. 1 millitíðinni dvaldi
hún í Austurlöndum og kom heim
af og til og söng og gerði nokkra
sjónvarpsþætti.
„Það voru ýmis tilboð í upphafi
sem ég fékk og hafnaði þar sem
þau voru ekki nógu fýsileg og þar
á meðal var eitt frá Columbia
Pictures sem hljóðaði upp á 7 ára
starfssamning.
í New York vann ég við sjón-
varpsauglýsingar og þá t.d. fyrir
merki eins og Revlon, Cadilac,
Mercedes Benz, Kent, IBM, Luft-
hansa og Clarol.
Ég kom einnig fram í sjónvarps-
þáttum eins og þáttum Dean
Martin, Lucy og Dr. Kildare.
Þekktasti sjónvarpsþátturinn sem
ég lék í var Beverly Hill-Billies
sem CBS sjónvarpsstöðin lét gera.
Nú, ég lék í nokkrum kvikmynd-
um og fór m.a. með aðalhlutverkið
í myndinni „The Crawling Hand“
sem er sambland af geimvísinda-
og hryllingsmynd. Sú mynd hefur
reyndar aldrei verið sýnd hér
heima. Þá lék ég í myndunum
„Hitler" og „Bedside Story" en í
þeirri síðarnefndu voru aðalhlut-
verkin í höndum Marlon Brando
og David Niven.
Nokkru eftir að ég kom heim til
íslands ákvað ég að drífa mig í
Háskólann og tók BA-próf með
ensku sem aðalfag. Ritgerðin mín
fjallaði um bók É.M. Forster „A
Passage To India". Ég lagði
áherslu á eina aðalpersónu sög-
unnar frú Moore en samkvæmt
minni túlkun byggir Forster per-
sónur sínar á andstæðum.
Að undanförnu hef ég verið að
kenna við Fjölbrautaskóla Suður-
nesja en er að leita mér að vinnu
núna.
— Hefurðu eitthvað sungið eða
leikið undanfarin ár?
„Nei, það hefur gefist lítill tími
til þess. Síðast söng ég opinber-
lega á Sögu 1972 en svo söng ég
um hríð með Pólýfónkórnum en
það dæmi gekk ekki upp með skól-
anum.
Ég lék aftur á móti í mynd
Hrafns Gunnlaugssonar „Okkar á
milli" sem verið var að gera um
það leyti sem ég var að ljúka BA-
ritgerðinni minni og það var mjög
skemmtileg tilbreyting frá nám-
inu segir Sirrý að lokum og brosir
óþvinguð um leið og hún stillir sér
upp fyrir ljósmyndarann augsýni-
lega vön linsunni sem viðmælend-
ur blaðamanna líta annars oft á
tíðum á skelkuðum augum.
Svona í leiðinni birtum
við þessa mynd sem tekin
var í 39 ára afmælisveislu
hans fyrir skömmu. Á
myndinni eru með honum
unnustan Gitte og sonur-
inn Sage.
COSPER
— Þið rerðið að fyrirgefa að ég lét ykkur ekki rita að ég ræri að
koma. Ég rildi bara tryggja að þið yrðuð heima.
Þegar verið var að taka upp
atriði í mynd Sylvesters
Stallone, „Rambo, First Blood,
part 11“ í Acapulco, Mexíkó, lenti
hann í lífsháska þegar stormur
geisaði á staðnum.
Þessi stormur var með þeim
verri sem menn muna eftir í lang-
an tíma og skaðinn sem hann olli
nam 50 milljónum dollara.
Á tímabili lá við að allt ætlaði
um koll að keyra þar sem Sylvest-
er var staddur og fólki ráðlagt að
forða sér hið skjótasta. Vanda-
málið var þó að vegir voru allir
lokaðir og engin undankomuleið,
nema að ganga.
Öryggisverðirnir voru í burtu
þennan dag og það var enginn ná-
lægt stjörnunni nema einn vinur
hans, hinir voru í 9 mílna fjar-
lægð.
En Stallone var í góðri þjálfun
og ásamt vini sínum sem heitir
Tony lögðu þeir af stað um miðja
nótt og börðust í gegnum rigningu
og storm yfir fjöllin til að ná til
Acapulco.
Þeir voru í fjórar klukkustundir
að komast til byggða og því morg-
unn þegar þeir mættu á skrifstofu
framleiðandans til að skýra frá
hremmingum sínum.
Bandalag kennarafélaga og
Kennaraháskóli íslands
efna til ráöstefnu um
ÍSLENSKA SKÓLASTEFNU
laugardaginn 31. ágúst kl. 9.00 til 17.00 aö Borg-
artúni 6, Reykjavík.
Erindi flytja:
Jónas Pálsson rektor Kennaraháskóla íslands,
Sólrún Jensdóttir skrifstofustjóri í Menntamála-
ráðuneyti, Svanhildur Kaaber formaður Banda-
lags kennarafélaga, dr. Wolfgang Edelstein próf-
essor viö Max Planck-rannsóknarstofnunina í
Vestur-Berlín.
Tilkynnið þátttöku á skrifstofu Kennaraháskól-
ans í síma 91-686065 fyrir 28. ágúst.
Ráðstefnan er öllum opin.
Hyper Sapien
Ég þakka fyrir hönd Talia Film í London
fyrir hinn mikla áhuga á hlutverkum í
myndinni „Hyper Sapien", en tökur hefj-
ast í Kanada 9. september.
Þótt mjög margir heföu komiö og sýnt
mikla hæfileika þá var samt ákveðiö aö
velja ekki krakka í þessa mynd héöan.
Ekki er hægt aö skýra frá því aö svo
stöddu hvaöa krakkar voru valdir í hlut-
verkin vegna þess aö samningar viö
viökomandi eru ófrágengnir.
Öllum myndböndum og Ijósmyndum
sem hafa veriö send utan af landi verö-
ur skilaö.
VILHJALMUR KNUDSEN
Vokfilm (The Volcano Show),
Hellusundi 6A,
Reykjavík.
Bátar til sölu
Lengd:
6,20, br.
2,45.
Vél: Suzuki
85 hp.
Ganghraöi:
28 milur.
Fullfrágenginn meö svefnplássi fyrir 4—5, vask
og eldunaraöstöðu. Sumarhús á sjó.
Sómi 600
Lengd:
6,15, br.
2,42.
Vél: BMW
190 hp.
Ganghraði:
38 mílur.
Ekki alveg fullfrágenginn en sjóklár. Góöur sjó-
bátur.
Báöir bátarnir eru nýir og ónotaðir. Viö-
urkenndir af Siglingamálastofnun ríkis-
ins.
Greiöslukjör möguleg. Bátarnir eru til
sýnis í Snarfarahöfn, Elliöaárvogi. Upp-
lýsingar eftir kl. 17.00 í síma 41020.
Upplýsingar veitir
infjj Vélar & Taeki hf.
\VII>y Tryggvagata 10.
TSBf Símar 21286 og 21480.
Flipper 620