Morgunblaðið - 25.08.1985, Síða 37

Morgunblaðið - 25.08.1985, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 B 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI Þessir hringdu . . Tökum höndum saman viö Grænfriðunga Margrét H. hringdi: Er nokkur sá maður til að hann sé ekki sleginn hryllingi yfir sel- kópadrápinu og öðrum þeim „við- bjóði sem mannskepnan hefur leitt yfir dýr merkurinnar" eins og ágætur greinarhöfundur kemst réttilega að orði í Morgunblaðinu 21. ágúst síðastliðinn? Einnig hef- ur sést að ekki vilja grjótvinnslu- mennirnir sleppa þeim kjaftbita er þeir höfðu, þó sýnt væri að þeir stæðu að mengun sjávarlífríkis við næstu strönd. Þarna réðu ágirnd og dómgreindarleysi ferð- inni. Gott dæmi um nauðsyn Nátt- úruverndarsamtakanna. Þetta leiðir hugann að því, hve skamm- arlega var tekið á móti erlendu náttúruverndarmönnunum er þeir komu hingað á dögunum og ræddu hvalfriðunarmál. Lítið var um góðar röksemdafærslur hjá „hvaladrápsspekúlöntunum" eftir því að dæma sem stendur i fjöl- miðlunum, en þess meira um gróf slagorð, upphrópanir og útúrsnún- inga. Þótt fólk sé orðið ýmsu vant og taki lítið mark á orðbragði sumra alþingismanna er það mik- iö áhyggjuefni ef þeir af gáleysi vinna okkar fámennu skuldugu þjóð vart bætanlegan skaða við- skipta- og siðferðilega vegna hvalamálsins. Fulltrúi íslensku líffræðistofnunarinnar segir í Morgunblaðinu 20. ágúst síðastlið- inn að áætlun íslenskra stjórn- valda um hvalveiðar í vísinda- yfirskini sé „siðleysi og svartur blettur á landinu sem erfitt verður að afmá.“ Látum bað aldrei verða. Það besta sem Islendingar geta gert við þessum vanda er að taka höndum saman við Grænfriðunga' og spyrna fótum við hverskonar mengun og eyðileggingu lífríkis jarðarinnar, þar á meðal útrým- ingu hvala. Berum gæfu til þess. Hvar er Heil- brigdisef tir litió ? Kona hringdi: Ég hef verið að velta því fyrir mér uppá síðkastið hvort hér í borginni sé ekki lengur starf- andi neitt heilbrigðiseftirlit. Þannig er að ég kem stundum í Kornmarkaðinn við Skóla- vörðustíg og þar finnst mér allt vera svo óþrifalegt að ég á bágt með að skilja hversvegna það er látið viðgangast. Þessi búð er náttúrlega búin að starfa í mörg ár og hefur yfirleitt verið mjög gott að versla þar en manni blöskrar bara svona óþrifnaður. Ég hélt að borgin eða ríkið starfrækti heilbrigð- iseftirlit sem sæi um að versl- anaeigendur meðal annarra héldu búðum sínum hreinum og þrifalegum svo víst væri að engin hætti fylgdi því að koma þar inn að minnsta kosti. En nú er mér næst að halda að þessu sé alls ekkert sinnt lengur. Ég leyfi niér því að skora á við- komandi yfirvöld að bæta úr þessu og svo auðvitað eigendur Kornmarkaðarins að taka sig á, annars missa þeir fljótlega alla viðskiptavini. Sérstakar akreinar fyrir hjól Hjóli hringdi: Það hefur víst oft verið talað um hve illa sé búið að hjólandi fólki í umferðinni hérlendis. En ekki sakar að láta enn nokkur orð falla um það mál, því ekkert virðist þokast þrátt fyrir allt. Ég fer allra minna ferða hjólandi því ég hef ekki bílpróf og sór þess eitt sinn dýran eið að sóa aldrei pen- ingum í þá vitleysu. Þetta finnst mér mesta þjóðþrifa- stefna og vildi óska að fleiri hefðu sömu afstöðu og ég til þessara mála. Umferðaslys- um myndi fækka um allan helming ef allir þeir sem eru fullfrískir myndu fá sér hjól í stað bíls. Enda sýnist mér afskaplega auðvelt að kom- ast af án bíls í bæjum að minnsta kosti. Af rútum og flugvélum er nóg á íslandi og mætti fólk gera miklu meira af að nota sér þau far- artæki. En hvað um það. Hér í Reykjavík, ég býst við að sama gildi um aðra kaup- staði landsins, er ekkert hugsað um hjólreiðamenn. Þeir geta varla hjólað á göt- unum og er harðbannað að vera á gangstéttum. Þetta hlýtur að stórauka hættu á slysum, því það er ekki hægt að hjóla nema vera innan um bílaþvögu. Miklu væri bjargað ef á fjölfarnarni götum væru sérstakar ak- reinar fyrir hjól. Þetta er gert í flestum öðrum lönd- um og hefur gefist vel. Loks langar mig að hvetja stjórnvöld til að niðurgreiða hjól og reyna að hvetja fólk til að kaupa þá farkosti, því það er öllum til góðs ef fólk ferðast í auknum mæli á Fleiri dans- og söngvamyndir Soffía hringdi: Mig langar að biðja sjónvarpið um að sýna fleiri dans- og söngvamyndir. Það er alltof mikið sýnt af heimildamyndum en þær finnst mér frekar leiðin- legar. Soffíu finnst heimildamyndir leiðinlegar en þessi mynd er einmitt úr einni slíkri, Kyrrahafslöndum, sem sýnd er á miðvikudögum. Síldarkvóti Óskum aö kaupa síldarkvóta á komandi vertíö. Vinsamlega hafiö samband sem fyrst. Stakfell 687633 Opið virka daga 9.30—6 og sunnudaga 1—4. Haust og vetrar- tískan komin Rafkniínar snigilloftþjöppur frá INGERSOLL-RAND O Ótrúlega lágværar O Sérlega fyrirferðarlitlar O í utliti eins og nýtísku heimilistæki Vinnuþrýstingur: 7,5 kg./cm2 Afköst: frá 1.7 m3/mín. (28 1/sek.).. Afar hagstætt verð Til afgreidslu med mjög skömmum fyrírvara IJmboð [hIheklahf á Islandi Laugavegt 170-172 Simi 212 40

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.