Morgunblaðið - 06.10.1985, Qupperneq 9
HUGVEKJA
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER1985
9
„Hvad virðist
ydur um Krist?“
- eftir séra HEIMI STEINSSÖN
IJíérgœti orðið „guðsvitund" borið hátt.
Allir menn eiga sér „guðsvitund“ í
einhverjum skilningi og í stœrri eða
smœrri mœli, meðvitund um Guð,
tilfinningu fyrir nœrveru hans eða
fjarska. Jafnvel guðsafneitun er
„guðsvitund“ með öfugu forteikni. “
í dag er 18. sunnudagur eftir
Þrenningarhátíð. Fyrsta guð-
spjall dagsins geymir meðal
annars þá spurningu, sem höfð
er að yfirskrift þessarar hugleið-
ingar. Jesús ber spurninguna
fram, og faríseunum er ætlað að
svara henni. í munni hans og
þeirra snýst spurningin um efni
úr Gamla testamenti. En það
verður ekki rætt hér. I okkar
vitund er orðið „Kristur" fyrst
og fremst sérnafn. Þegar við
berum spurninguna fram, merk-
ir hún nánast þetta: Hvaða skoð-
un hafið þið á Kristi Jesú? —
Þetta er mikil einföldun, en
þannig lítur málið út í reynd.
Um það skulum við hugsa í dag.
„Engu nær“
Eitt sinn stóð ungur prestur í
predikunarstóli og leitaðist við
að leggja út af nefndri spurn-
ingu. Að lokinni guðsþjónustu
vék einn kirkjugesta honum af-
síðis og sagði eitthvað á þessa
leið:
„í dag varð ég fyrir miklum
vonbrigðum. Fyrir alllöngu
komst ég að þeirri niðurstöðu,
að ég get ekki lifað án trúar á
Guð. Ég hef lagt rækt við þá trú.
Ég geri mér mínar hugmyndir
um Guð, og þær hugmyndir
ganga upp að mestu. En mér
hefur aldrei tekizt að botna í
Jesú Kristi. Hann er hálfgert
vandamál í þessu sambandi og
kemur ekki sam’an og heim við
trú mína að öðru leyti.
Núna, þegar ég sat í kirkjunni
í dag og heyrði þig lesa þennan
texta og gerði mér ljóst, að þú
ætlaðir að fjalla um hann, þá
einsetti ég mér að hlusta gaum-
gæfilega. Nú kæmi e.t.v. svarið
viö einhverri af þeim spurning-
um, sem ég bý yfír varðandi
Krist.
En ég verð að segja þér það
hreinskilnislega, að ég er engu
nær eftir þessa predikun. Ég er
ekki að gagnrýna þig. En mér
fannst ég mega til með að segja
þér einsoger."
Presturinn ungi gaf sér góðan
tíma til þeirrar umræðu, er á
eftir fór, — og það gerðu þeir
félagar báðir. Kirkjugestinum
var ekkert fjarskalega mikið
niðri fyrir. Hann var í góu jafn-
vægi, þróttmikill maður í styrkri
stöðu á veraldarvísu. Spurningar
hans brunnu ekki á honum eins
og eldur. En þær ollu varanlegum
sviða.
Þeir skildu þennan dag, prest-
urinn og spyrillinn, við svo búið.
Og skildu þó ekki. Héldu þvert á
móti áfram að hittast, meðan
báðir lifðu, í kirkju og utan. En
hvort þeim tókst að orðfæra
svarið vð spurningunni um Krist,
verður ekki fullyrt hér.
Flókið mál
í raun er það ekkert undarlegt,
að mönnum vefjist tunga um
tönn andspænis spurningunni:
„Hvað virðist yður um Krist?"
Líklegt er, að enginn persónu-
leiki í sögu manna sé jafn
margslunginn og Jesús. Hér við
bætist annað: Frumheimildirnar
um hann eru í ýmsu tilliti einkar
torráðnar. Á grundvelli þeirra
hefur kirkjan að sínu leyti reist
undursamlega byggingu viðhafn-
armikillar trúfræði, sem að
kjarnanum til er óbreytt frá öld
til aldar, en skiptir í sífellu um
áherzlur og yfirbragð hið ytra.
Guðfræðingar eyða langri ævi
í að glíma við ofanritaða spurn-
ingu og aðrar áþekkar. Seint
verða þær á einu máli um öll
svör. Það er þakkarefni, ef þeir
skilja hver annan. Tæpast er við
því að búast, aö leikmenn ráði
að fullu þær rúnir, sem ristar eru
á spjöld guðfræðinnar. Og er
vísast bættur skaðinn.
Fitjað upp á svari
Einhvern tíma gat ég þess til
hér í sunnudagshugleiðingu, að
kristin trú væri öðru fremur í
því fólgin að reiða sig á það, sem
Jesús frá Nazaret hafði fyrir
satt varðandi sjálfan sig og Guð
og menn. Rétt erað ítreka þessa
tilgátu í dag. Þar með ber okkur
að spurningum um trú hans, sem
við nefnum frelsara heimsins.
Hér gæti orðið „guðsvitund"
borið hátt. Allir menn eiga sér
„guðsvitund" í einhverjum skiln-
ingi og í stærri eða smærri mæli,
— meðvitund um Guð, tilfinn-
ingu fyrir nærveru hans eða
fjarska. Jafnvel guðsafneitun er
„guðsvitund" með öfugu for-
teikni.
Guðsvitund Jesú frá Nazaret
var með þeim hætti, að til einskis
verður jafnað. Hann nefndi Guð
„föður". Tilfinning hans fyrir
nærveru Guðs var svo sterk, að
hann sagði: „Ég er í föðurnum
og faðirinn í mér.“ Þessi orð
og fjölmörg hliðstæð ollu því, að
samtímamenn Krists gáfu hon-
um viðurnefni á borð við „sonur
Guðs“, jafnvel „sonurinn eini“.
En Jesús viðhafði sama ögrandi
orðaleikinn um fleiri efni en sína
eigin guðsvitund. Við lærisveina
sína sagi hann: „Verið í mér, þá
verð ég í yður.“
Með þeirri hvatningu skírskot-
ar hann til guðsvitundar iæri-
sveina sinna og tengir vitund
þeirra sinni eigin persónu og trú-
arþeli. Allir eiga þeir að verða
„eitt í Guði“, Jesús Kristur og
hinir, sem honum fylgja að mál-
um.
Þegar menn eftir á fléttuðu
saman þessar yfirlýsingar Krists
og fyrrgreind viðurnefni, var
bæjarleiðin orðin stutt yfir til
„guðfræðilegrar" samantektar,
er t.a.m. gat hljóðað svo: „Hann
gjörðist líkur oss, til þess að vér
yrðum eins og hann“.
Það var þannig engin tilviljun,
að Jesús Kristur var nefndur
meðalgangari milli Guðs og
manna, sannur Guð og sannur
maður allt í senn.
í einum af pistlum þessa
Drottinsdags er eftirfarandi orð
að finna: „En ef einhver syndgar,
þá höfum vér árnaðarmann hjá
föðurnum, Jesúm Krist, hinn
réttláta. Hann er friðþæging
fyrir syndir vorar og ekki ein-
ungis fyrir vorar syndir, heldur
líka fyrir syndir alts heimsins."
Hér er brugðið á loft nýrri
mynd, sem að sínu leyti ristir
dýpra en hinar, er fyrr var til
vitnað. Sjálfur talaði Jesús um
það, að honum bæri að láta líf
sitt til lausnargjalds fyrir
marga. Sérhver tilraun til að
svara spurningum um Krist hlýt-
ur að mistakast, ef menn ekki
hafa í huga þá vídd endurlausn-
ar, upprisu og eilífðar, sem þessi
orð ljúka upp.
Þar með er ekki sagt, að málið
einfaldist til muna. En vera má,
að það taki nýja stefnu: Ég er
ekki réttlátur og þú sjálfsagt
ekki heldur, sem þetta kannt að
lesa. Guðsvitund okkar er trúlega
ekki upp á marga fiska. Við fáum
tæpast sagt, að við ævinlega lif-
um „í Kristi", — a.m.k. ekki ef
þau orð eiga að tjá tiltekið hugar-
ástand, er birtist í sérlegu at-
ferli. Fyrr skrifuð hvatning
Krists til lærisveinanna kann því
að valda okkur einu saman angri,
en lítilli uppbyggingu.
Eitt er okkur þó ljóst, báðum
tveim: Við finnum seint og
snemma, hve mjög okkur er áfátt
í öllum efnum. Og þótt okkur
geti veitzt ðrðugt að viðurkenna
þann skort fyrir öðrum mönnum,
má vera, að við fáum játað hann
fyrir sjálfum okkur, — og þar
með fyrir Guði.
Með þeim hætti nálgumst við
Krist, hann sem við seint getum
„skilið". — Við þiggjum að eiga
hann að sem árnaðarmann hjá
föðurnum og friðþægingu fyrir
syndir okkar. Hann bætir um það
allt, sem okkur mistókst, og gef-
ur okkur að lyktum ævarandi líf
í ríki sínu.
Þar munu þeir þ á einnig hitt-
ast um síðir, presturinn, sem
forðum var ungur, og kirkjugest-
urinn góði. Þá verður væntanlega
ekki framar rætt um Krist, held-
ur munu báðir lúta honum og
lofa hinn upprisna frá eilífð til
eilífðar.
*
Arnaðarmadur hjá
fóðurnum
r
V
SÖLUGENGI VERÐBRÉFA 7. OKT. 1985
Spadsbiteíni, happdraettistan og reiðbret
Sötajgengi Avöxtun- Oagafjökli
Áí-floMiu. pr. kr. 100 arkrafa tll mm.d.
1971-1 23 7*2,80 Innlv f Sáðéab. 15.09.85
1972-1 21.335,32 7,50% 108 d.
1972-2 17 185,51 Innlv. t Saölab. 15.09.85
1973-1 12.514,96 Innht. i Sáðlab. 15.09.85
1973-2 11.882,45 7,50% 106 d.
1974-1 7.584,97 Innlv. I Seðlab 15.09.85
1975-1 6.259,66 7,50% 93 d.
1975-2 4.631,73 7,50% 108 d.
1976-1 4.156,24 7,50% 153 d.
1976-2 3.447,09 7,50% 108 d.
1977-1 2.971,03 7,50% 168 d.
1977-2 2.605,31 Inntv. 1 Saðlab 10.09.85
1976-1 2.014,52 7,50% 168 d.
1978-2 1.864,34 Innlv. t Seðiab 10.09 85
1979-1 1.368,13 7,50% 138 d.
1979-2 1066,03 Innlv. I Saðlab. 1539.85
1960-1 945,58 7,50% 188 d.
1980-2 768,42 Innlv 1 Seðlab 25.10.85
1981-1 63633 7,50% 108 d.
1991-2 465,67 7,50% 1 ár 8 d.
1962-1 439,13 730% 144 d.
1962-2 332,09 mmv 1 Soðiab 1.10.85
1963-1 255,13 7,50% 144 d.
1963-2 162,06 7,50% 1 ár 24 d.
1984-1 157,82 7,50% 1 ár 114 d.
1964-2 149.82 7,50% 1 W 333 d.
1964-3 144,80 7,50% 2 ár 35 d.
1985-1 130,07 7,50% 2 ár 93 d.
197WS 3.819,54 8,00% 54 d.
1976-H 3.456,69 8,00% 173 d.
19764 2.671,48 8,00% 1 ár 53 d.
1977-J 2.377,55 8.00% 1 ár 174 d.
1961-1FI 506,11 8,00% 204 d.
1965-1IB 85,71 1130% 10 ár, 1 afb á árl
1965-2IB 86,70 10,00% 5 ár, 1 afb. á árl
1965-3» 86,10 10,00% 5 ár, 1 afb á irl
Veóskuldobréi-
Lánst
2afb
Aád
1 ár
2ár
3ár
4ár
5ár
6ár
7ár
8ár
9 ár
10ár
)l m.v
mlwn. ávöxlunar-
12% 14% 18%
Veísiuldabréí - oreiðtiy 59J
E)arabiel
Verðbietas)oðslns
H y. 400 -1 im
Söluvsrö
6.240
Orðsending til eigenda
Sparískírtema Ríkissjóðs:
Nú er enn komið að innlausn Spariskírteina
10. og 15. sept.-l. og 25. okt.
Við bendum á tvo góða ávöxtunarkosti
sem geía 13 - 18% vexti umfram verðtryggingu.
Kjarabréf Verðbréfasjóðsins
og verðtryggð veðskuldabref.
Verðbrcfamarkaður
Fjárfestingarfélagsins
Fjárhúsinu, Hafnarstræti 7.
101 Reykjavík, sími 28566.
J