Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUtiAGUR 6. OKTÓBER1985 24 m Rætt við níræðan verkamann úr Reykjavík Ólaf Þorkelsson: Maður á að gera kröfur til sjálfs sín en ekki annarra Þess vegna hef ég aldrei tekið þátt í kröfugöngum 1. maí VERKAMAÐUR, sem aldrei hefur tekið þátt í kröfugöngu á hátíðis- degi verkalýðsins 1. maí, af þeirri ástæðu einni, að honum finnst réttara að gera kröfur til sjálfs sín en annarra, er áreiðanlega vand- fundinn í kröfugerðarþjóðfélagi nútímans. Þessi er þó ein af lífs- skoðunum hins níræða öldungs, ólafs Þorkelssonar, núverandi heimilismanns að Blesastöðum á Skeiðum. ólafur fæddist í tómt- húsarkoti á Kjalarnesi árið 1895 og var settur í hendur hreppstjóra á fyrstu ævidögum. Hann þvældist siðan á milli bæja fyrstu ár ævinn- ar og varð matvinnungur 11 ára gamall. Skólagangan varði í hálfan mánuð hjá farkennara á árinu eftir fermingu. Þar lærði hann skrift og reikning en lestur nam hann áður í eigin skóla. Þrátt fyrir stutta skólagöngu mætti margur menntamaðurinn vera hreykinn af næmi sem hans fyrir íslensku máli og er Ólafi tamara að tjá hug sinn og tilfinningar í bundnu máli en óbundnu. Starfsöm ævi er ein- kenni kynslóðar Ólafs. Hann er þar engin undantekning og eru vinnustaðirnir orðnir margir og starfsgreinar ekki síður fjölbreytt- ar. ólafur unir glaður við sitt í ellinni og segist engu kvíða, enda sé hann kvittur og skuldlaus við alla nema Guð sinn. Það eina sem honum finnst ama að í nútíma- þjóðfélaginu er að á skorti í ráð- deildarsemi ungs fólks. Ólafur er vel ern og þrátt fyrir háan aldur man hann ótrúlega vel allt aftur til frumbernsku. Er við höfum komið okkur vel fyrir í sól- stofu við innganginn á heimilið að Blesastöðum hóf Ólafur frásögn af uppruna sínum og æsku. „Eg fæddist 9. júlí árið 1895 í tómthúsarkoti að Nesi á Kjalar- nesi. Foreldrar mínir voru Þorkell Ásmundsson, ættaður af Kjalar- nesi og Guðrún Jónsdóttir. Við systkinin urðum átta, ég var sá fimmti í röðinni. Ég vildi víst ekki móðurbrjóstið og var því sendur strax á fyrstu dögum lífsins til hreppstjórans á Móum á Kjalar- nesi þar sem ég var fyrstu tvö æviárin. Foreldrar mínir fluttu síðar að Ártúni á Saurbæjarströnd á Kjalarnesi og var ég þar stuttan tíma tveggja ára, en þaðan var króginn sendur vegna fátæktar að Saltvík á Kjalarnesi. Að Móum fór ég á ný fimm ára og þar var ég síðan fram undir tíunda aldursár- ið. Stráklingurinn fór þá heim til föðurhúsa og kynntist ég þá fyrst systkinum mínum. Sú vist entist varla árið því þá var ég sendur að Hvammsvík í Kjós til hjóna sem áttu fyrir einn krakka. Ellefu ára var ég fluttur að Morastöðum í Kjós þaðan sem ég fermdist 14 ára. í þeirri vist var ekki gefið með mér svo það má segja að þar hafi ég eiginlega fyrst farið að vinna fyrir mér. Morgunbl»ði6/RAX .Kvittur og skuldlaus við alla nema Guö minn,‘ segir Olafur Þorkelsson. Lœrði sjálfur að lesa Ég man að ég kunni vel við mig að Morastöðum, sérstaklega var mér vel til húsbóndans, en ég finn enn óbragð, þegar ég minnist orða húsfreyju, sem hún lét falla þegar ég fermdist, um að gott væri að skólaskylda skyldi þá ekki lög- boðin, þannig að ekki hefði þurft að senda mig í skóla. Eftir ferm- ingu fór ég til foreldra minna að Ártúni og þau veittu mér það að fá að ganga í hálfan mánuð í skóla þar sem ég lærði að skrifa og reikna, en ég hafði sjálfur lært að lesa. Þetta var eina skólaganga mín á ævinni fyrir utan skóla lífs- ins. Skólavistin var að Hjarðarnesi á Kjalarnesi þar sem umferðar- kennarinn Jón Einarsson kenndi mér og fleiri börnum í sveitinni. Mér er minnisstætt að í Hjarðar- nesi bjó þá fátækur bóndi en börn hans voru fluggáfuð. Sonur hans einn þuldi 8-10 blaðsíður utan- bókar fyrir kennarann í hverjum tíma. Hann hafði ekki undan að kenna honum. Þetta fólk er allt löngu horfið. Síðan fór ég að heiman til Reykjavíkur þá um það bil 15 ára. Ég ætlaði að stunda eyrina en það gekk eitthvað brösótt. Ég var svo heppinn að lenda hjá góðum hjón- um. Hann var keyrslumaður, Ein- ar Brynjólfsson, kona hans var Þórunn Hansdóttir, ættuð úr Kjós- inni. Þegar ég kom til þeirra hafði ég verið á flækingi í Reykjavík um tíma. Ég var þá grálúsugur og Þórunn sagði þegar hún þvoði mér. að ef ég yrði ekki lúsarlaus eftir vikuna þá yrði ég að fara. Þórunn var góð kona og mikil húsmóðir. Ég losnaði við lúsina og hef aldrei komist í tæri við þann ófögnuð síðan. Þann vetur vann ég með Einari, keyrði annan hestvagn hans með fisk og fleira fyrir Reyk- víkinga. Þá höfðu margir atvinnu af því að vaska fisk og breiða. Á Sœgúl frá Duus ísexvikur Síðan ætlaði ég að fara upp á Kjalarnes á ný, en einhvern veginn kom til mála að ég færi á skútu og ég réði mig á skútuna Sægúl frá Duus í Reykjavík. Þá var ég á 17. ári. Við lögðum frá landi að vori og vorum úti í sex vikur. Af þessum vikum lá ég þrjár í sjó- veiki, alveg sem dauður maður. Ég man að skipstjórinn sagðist aldrei skyldu fara með mig í land og á land fékk ég ekki að fara, þó svo við færum með ströndum á Vest- fjöðrum og sæktum vatn til lands. Eg var í koju með öðrum og hélt að þar myndi ég deyja, ekkert kom frá mér nema gallið og ég kúgaðist og kúgaðist. lsak nokkur af Sel- tjarnarnesi barg þarna lífi mínu, að því er mér fannst þá. Það var hann sem kom ofan í mig fyrsta bitanum eftir þrjár vikur. Upp úr því fór ég að hressast og var hinn hraustasti það sem eftir var af túrnum. Þá fór ég að draga eins og ég mögulega gat og ég man að það voru fimm eða sex úr áhöfn- inni með minni afla en ég, þegar við lönduðum, en samtals komu 12 þúsund fiskar úr sjó í ferðinni. Ég hafði sáralítið upp úr túrnum, enda hálfdrættingur, en ég man enn markið mitt á fiskinum. Það var þverskurður rétt ofan við aðalsporð. Skipstjóri á Sægúl í þessari ferð var Benjamín Gísla- son og eftir að sjóveikinni lauk fékk ég að gera allt sem aðrir sjó- Ennþá heggur heljans skarð Hert var í eldsmiðju stuðlanna stál, ung var þjóðarbráin. ■ á steðjanum hljómbrigðin sungu. Fellur hregg um frónskan garð Fljúgandi gáfur ogferskasta mál, forsetinn er dáinn. semflutt var á íslenska tungu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.