Morgunblaðið - 06.10.1985, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER1985
Aðalsteinn Bergdal, Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Helgi Björnsson og Sigrún Edda Björnsdéttir í hlutverkum sínum í Land míns fóður.
Fuglinn þarf fjaðrir og bein
Frímerki
Jóhann Hjálmarsson
Leikfélag Reykjavíkur:
Land míns foður eftir Kjartan
Ragnarsson.
Tónlist: Atli Heimir Sveinsson.
Hljómsveitarstjóri: Jóhann G. Jó-
hannsson.
Lýsing: Daníel Williamsson.
Dansar: Ólafía Bjarnleifsdóttir.
Leikmynd: Steinþór Sigurðsson.
Búningar: Guðrún Erla Geirsdóttir.
Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson.
Nú þegar söngleikir eru í tísku
er það vitanlega heillaráð að búa
til íslenskan söngleik. Það hefur
Kjartan Ragnarsson gert með
Land míns föður sem fjallar um
blessað stríðið sem kom í bsinn.
Margir hafa lagt Kjartani
Ragnarssyni lið í þessu efni, en
stærstur er hlutur Atla Heimis
Sveinssonar tónskálds.
Þrátt fyrir mikla tónlist og
marga söngva verður þó leikrit-
unin ofan á. Land míns föður er
fyrst og fremst leikrit. Kjartan
Ragnarsson leggur áherslu á að
túlka stríðsárin með dramatísk-
um hætti, segja algilda sögu
þessara ára. Hann kemur með
vísu ekki með margt nýtt upp á
leiksviðið, heldur lætur yfirleitt
nægja að rifja upp það sem gerð-
ist í lifi þjóða og einstaklinga.
Land míns föður er upprifjun
atburða sem sumir kynntust af
eigin raun, aðrir sjá nú i fjarska.
Kjartan er að visu ekki hlutlaus
túlkandi, en hann gætir þess
vandlega að fjalla af hófsemi um
efnið, þar sem honum er mest
niðri fyrir fær áhorfandinn sjálf-
ur að setjast í dómarasætið.
Aftur á móti er það svo að í
þeim atriðum sem viðkvæmust
eru með tilliti til samfélags go
gamalla og nýrra hitamála nær
Kjartan bestu sambandi við
áhorfandann. Ég á einkum við
atriði á Þingvöllum 17. júní 1944,
þar sem börn spyrja hvað það
sé sem hinir fullorðnu nefna lýð-
veldi. Og hjá þessum börnum er
framtíðin í vagni, barn íslenskr-
ar stúlku og bresks hermanns.
í þeim texta sem fluttur er á
Þingvöllum öðlast rödd höfund-
arins kraft, umræðan leiðir til
íhugunar, átaka og spennu af
dramatískum toga.
Það er hins vegar víða í verk-
inu að finna efni sem skrifar sig
sjálft, verður ósjálfrátt til hjá
sagnamanni, sagnaritara er lík-
lega betra orð. Við kynnumst
venjulegri fjölskyldu sem flækist
í ástandsmál og í námunda við
þessa fjölskyldu og tengdar
henni eru ýmsar skuggafígúrur,
myndir á tjaldi sögunnar. Þessar
fígúrur eru margar hverjar
fjaðralausar.
En fuglinn þarf fjaðrir og bein,
ekki síst í leikritum.
Þegar Land míns föður er borið
saman við önnur leikrit Kjartans
Ragnarssonar verður ekki annað
sagt en verkið sé merki um
þroska höfundar og aukna kunn-
áttu. En aðferð söngleiksins, til-
hneigingin til að höfða til sem
flestra og sætta þá, dregur úr
verkinu mátt svo að það verður
um of slétt og fellt.
Ýmsir leikrænir kostir styrkja
þó Land míns föður.
Þessir kostir eru ekki síst
tæknilegir. Leikstjórnin er á
köflum bæði góð og vönduð. Leik-
ararnir sem líka eru söngvarar
og dansarar eftir atvikum sönn-
uðu eftirminnilega að þeir ráða
við form söngleiksins. Það voru
mörg einstaklega vel heppnuð og
jafnvel falleg atriði í Land míns
föður. önnur voru daufleg og eins
og til uppfyllingar. Það er alltaf
leiðilegt að verða vitni að slíku.
Hvað gæti komið til hjálpar?
Svarið er meiri harka gagnvart
höfundi verksins, rífa blöð úr
handritinu og fleygja þeim. En
nú vill svo til að höfundur og
leikstjóri eru sami maðurinn.
Við hvern á þá að kvarta? í
þetta skipti er sökin beggja.
Tónlist Atla Heimis Sveins-
sonar er að sönnu geðfelld og
trúverðug, söngvarnir skemmti-
legir. En textinn er í senn mark-
laus og merglaus. Litum á þetta
til dæmis:
Allt er núna söngur seiðandi,
„sörar“ ganga um dömur leiðandi,
eðalvínin fljóta I straumum freyðandi
— út úr. (Þegar kanarnir komu)
Hér verður aðeins getið leikara
sem sérstaka athygli vöktu í
Land míns föður.
Helgi Björnsson, Sæli, náði
þeim tökum á hlutverki sínu að
tiðindi geta talist. Leikarar sem
gerðu vel í stórum hlutverkum
og smáum voru einkum Sigrún
Edda Björnsdóttir, Jón Sigur-
björnsson, Aðalsteinn Bergdal,
Gísli Halldórsson, Ragnheiður
Elfa Arnardóttir, Hallmar Sig-
urðsson, Guðmundur ólafsson og
Karl Guðmundsson. Nýliðinn
Steinunn ólína Þorsteinsdóttir
komst vel frá önnu, Ágúst Guð-
mundsson lék af miklum tilþrif-
um. Góða sviðsframkomu höfðu
þær Elín Edda Árnadóttir og
Pálína Jónsdóttir. Krakkarnir
Unnur ösp Stefánsdóttir og
Ragnar Kjartansson, voru ekki
bangin og stóðu sig prýðilega.
Fleiri mætti auðvitað nefna, m.a.
kempur á borð við Guðmund
Pálsson, Kristján Franklín,
Magnús og Jakob Þór Einarsson.
Steinþór Sigurðsson fór leið
einföldunar í leikmynd sinni, en
náði góðum árangri með stuðn-
ingi Daníels Williamssonar
ljósameistara. ólafía Bjarnleifs-
dóttir var höfundur líflegra
dansa og búningar Guðrúnu Erlu
Geirsdóttur voru ákaflega sam-
kvæmir þeim hugmyndum sem
við gerum okkur um tíma verks-
ins.
Meðal atriða sem vöktu vonir
um annað og meira en það sem
Land míns föður hafði upp á að
bjóða var sviðsmynd á Hótel
Borg, tæknilega vel gerð að öllu
leyti. Maður hélt að nú væri að
koma eitthvað dæmigert fyrir
stríðsárin, skemmtun og alvara
sem höfðaði til áhorfenda. En
það sem átti sér stað í atriðinu
var óvenju flatt. Tvær konur
frömdu þjóðlegan söng í viður-
vist hermanna og afbrýðisamur
landi mótmælti með því að leggja
til vonlausrar atlögðu við spill-
inguna. Þetta var efniviður sem
ekki var nýttur. Svo var um fleira
í sýningunni.
í Land míns föður hefur Kjart-
an Ragnarsson farið inn á þær
brautir að endursegja, spegla
liðinn tíma, atburði sem mótað
hafa íslenskt samfélag og gera
enn. Hann þarf að setja sig í
stellingar skáldsins og skapa í
staðinn fyrir að túlka. En að
þessu leyti stendur hann ekki
einn sér íslenskra leikritahöf-
unda. Hann hefur aftur á móti
sýnt að hann kann, er í stakk
búinn til að höfða til okkar með
sterkari hætti.
Við bíðum.
Námskeið í farseðla-
útgáfu fyrir almenning
FERÐASKRIFSTOFAN Samvinnu
ferðir-Landsýn mun á næstunni
gangast fyrir námskeiði í farseðlaút-
gáfu fyrir almenning. Þetta er í fyrsta
sinn sem slíkt námskeið er haldiö
fyrir aðra en þá sem starfa hjá flug-
félögum eða ferðaskrifstofum.
Blaðamaður Morgunblaðsins
ræddi við Auði Björnsdóttur hjá
Samvinnuferðum-Landsýn fyrir
helgina og var hún spurð hvers
vegna þetta námskeið væri haldið.
„Almenningur hefur hvergi get-
að fengið menntun á þessu sviði
áður og það kemur sér oft illa
þegar fólk sækir um vinnu hjá
ferðaskrifstofum eða flugfélögum,
sagði Auður. „Á hverju ári rignir
inn umsóknum frá fólki sem hefur
áhuga á að starfa við þessi fyrir-
tæki, en skortir þekkingu á ferða-
málum. Með þessum námskeiðum
gerum við þessu fólki kleift að
kynna sér þessi mál og vera betur
í stakk búið þegar það sækir um
starf. Þetta hefur verið þröngur
hópur fólks sem kann til þessara
verka og það hefur flust mikið á
milli fyrirtækja. Nú er brýn nauð-
syn á að fá fleira fólk inn í stétt-
ina.“
-Er útgáfa farseðla flókið mál?
„Já, hún er það. Það tekur tíma
að læra þetta, en með góðri undir-
stöðu og þjálfun kemur þetta.
Mikilvægast er að fá rétta undir-
stöðumenntun og til þess að
tryggja það höfum við fengið
reyndan leiðbeinanda, Jónas Jón-
asson, til liðs við okkur, en hann
hefur verið leiðbeinandi hjá Flug-
leiðum ífjölda ára.“
- Hvernig verður námskeiðinu
háttað?
Morgunbladið/Bjarni
Auður Björnsdóttir
„Námskeiðið stendur yfir í tvær
vikur. Kennt verður frá klukkan
18.00 til 22.00, fimm kvöld í hvorri
viku. Á þessum tíu kvöldum verður
kennd farseðlaútgáfa. En það er
ekki nóg að kunna að reikna. Fólk
þarf líka að kunna að selja og þess
vegna verður sölu- og þjónustu-
námskeið ellefta kvöldið. Fyrsta
námskeiðið hefst 28. október og
verða 12 nemendur teknir inn. Ef
fleiri sækja um að komast á nám-
skeið og ef fyrsta námskeiðið tekst
vel verða fleiri haldin. Auk þess
höfum við í hyggju að halda fram-
haldsnámskeið. Þessi námskeið
eru öllum opin, en við setjum þó
eitt skilyrði. Umsækjendur verða
að kunna ensku, því allar
kennslubækurnar eru á ensku,
sagði Auður Björnsdóttir að lok-
um.