Morgunblaðið - 06.10.1985, Síða 39

Morgunblaðið - 06.10.1985, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER1985 39 Gib í draumórum meó „þeirri öruggu", sem myndin dregur nafn sitt «f — ,.The Sure Thing“. Sú eina — Kvikmyndir Snæbjörn Valdimarsson BÍÓHÖLLIN: Á PUTTANUM — THE SURE THING irk'A Leikstjóri Rob Reiner. Aðstoðar- framleiöandi Henry Winkler. Handrit SteVen Bloom og Jonathan Roberts. Tónlist Tom Scott. Aðal- hlutverk John Cusack, Daphne Zuniga, Viveca Lindfors, Nicolette Sheridan, Boyd Gaines. Monu- ment/Embassy Pictures. Banda- rísk, frumsýnd í júní síðastliðnum. Ekkert lát er á vinsældum „ungl- ingamyndanna" vestanhafs, (enda og sanna heldur sá aldursflokkur iðnaðinum gangandi), á meðan það ástand varir er víst að engra breytinga er að vænta úr herbúðum Holly- wood-jöfranna. Maður elur samt þá von í brjósti að stefnubreytinga sé að vænta, svo mikið sem flýtur með af undirmálsmyndum. Á puttanum er nokkur undan- tekning, hér er engin merkismynd á ferðinni, hinsvegar er hún greini- lega gerð af áhuga og ánægju sem skín í gegn. Leikur, handrit og leikstjórn í vænu meðallagi. Söguþráðurinn er kunnuglegur. Gib, (John Cusack), er hress strák- ur, nemandi við menntaskóla á austurströndinni, ólaginn við kvenfólk. Allison, skólasystir hans, leiðir hugann lítt að kynferðismál- um og er í dauðyflislegu sambandi við grautfúlan laganema. Óvirkj- uð. Fyrir tiiviljun liggja svo leiðir þeirra saman, þvert vestur yfir Bandaríkin í jólafrí. Þar á Gib stefnumót við eina „örugga", sem hann hefur reyndar aldrei augum litið, og lögfræðingsefnið bíður spennt eftir sinni heittelskuðu, að eyða með henni fríinu yfir te- glundri og kasíjón. Slíkt gengur náttúrlega ekki upp og framhaldið þarf ekki að tíunda. Það sem Á puttanum hefur fram- yfir margar aðrar myndir af sama toga er viss hreinskilni, vel skrifað og hnyttið handrit, með skemmti- legum aukapersónum og hliðar- sporum, ferðalagið gegnum Amer- íku er t.d. utan alfaraleiðar og frá öðrum sjónarhóli en við eigum að venjast. Þá er leikhópurinn einkar geðugur, persónurnar eðlilegar og óýktar. Rob Reiner, sem var inná gafli á hverju einasta, a.m.k. amerísku heimili, um árabil sem „Meathead" í AII in the Family, leikstýrir hér sinni þriðju mynd af smekkvísi og röggsemi. Hefur að auki hlotið ríkt skopskyn í erfðir frá föður sínum. Rob sannaði í sumar að hann er leikstjóri sem taka ber mark á, því nýjasta mynd hans, Cocoon, hefur hvorttveggja hlotið góða aðsókn og afar jákvæða dóma. Myndin er vísinda-kómedía, fokdýr með urm- ul þekktra leikara. Á puttanum er hinsvegar litil, vel heppnuð, fyndin og hlýleg mynd með sjarma. Síðari heimsstyrjöld Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Synchronopse des Zweiten Weltkriegs. Zusammengestellt von Riidiger Bolz. Hermes Hand Lexikon. Econ Taschen- buch Verlag 1983. og menningarleg upplausn í Evrópu. I Öllum goðum fyrri aldra var steypt og þar með undirstöðu allrar póli- tískrar festu og hefðbundinna leik- ■ reglna. Múgsefjunin magnaðist með tilkomu nýrrar fjölmiðlatækni og taumlauss áróðurs gegn öllu, sem stóð í vegi fyrir valdatöku mannkyns ; og þjóðafrelsara, sem boðuðu sæld og alsnægtir í sæluríkjum framtíð- arinnar. Hermes-lexikoninn telur nú fjöl- mörg bindi, hann er þannig upp- byggður, að fjallað er um hvert efni í einu riti. í þessu bindi er það annáll síðari heimsstyrjaldar. Efn- inu er raðað í tímaröð. Foch marskálkur sagði árið 1919 á friðarfundinum í Versölum: „Þetta eru ekki friðarsamningar, þetta er vopnahlé til tuttugu ára. Það reynd- ust orð að sönnu. Ástæðurnar fyrir því að svo fór voru margvíslegar og eru þær raktar í inngangi ritsins: Jafnvægi milli ríkja og jafnvægi milli andstæðra afla innanlands raskaðist, þótt þetta jafnvægi væri aldrei full trygging fyrir friði, þá var það ríkjandi í Evrópu 19. aldar. Útópíufantasíurnar, ör tæknivæðing og einföldun hugmyndanna um gerð og getu einstaklingsins samfara sjálfsdýrkun og framfarahugmynd- um ýttu undir ókyrrleika og undir kraumaði i bældu öryggisleysi. Fyrri heimsstyrjöldin olli mögnun allra þeirra þátta, sem vísir var að fyrir 1914. Eftir styrjöldina varð pólitísk Þann 1. september 1939 hófst hild- arleikurinn og lauk ekki fyrr en í maímánuði 1945 í Evrópu. Rakinn er gangur styrjaldarinnar á öllum vígstöðvum, hernámi hinna ýmsu landa, alþjóðastjórnmálum og af- stöðu hlutlausra ríkja til styrjalda- i raðila. Lýst er aðgerðum andspyrnu- t hópa og róttækum aðgerðum nasista í sambandi við hina „endanlegu lausn gyðingavandamálsins", út- rýmingarstöðvum og fangabúðum. Getið er afstöðu Stalíris í sambandi við uppreisnina í Varsjá, Katýn- morðanna, árása bandamanna á þýskar borgir í lok stríðsins, eyði- leggingu Dresden og kafbátahernað- arins. Getið er lauslega áhrifa styrj- aldarinnar á menningu og vísinda- starfsemi, en sú starfsemi var virkj- uð í þágu stríðsins þ.m.t. rannsóknir þýskra lækna á þoli fanga í útrým- ingarbúðunum. Hér er tíunduð atburðarás stríðs- ins í knöppu máli og fjölmörgum myndum bæði í litum og svart/ , hvítum. Habitat bæklingurinn 1986 erkominn út, glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Mest áberandi er nýja City línan: Fínleg og fáguð húsgögn hönnuð út frá klassískum formum og undirstrikuð með mjög nýstárlegum lömpum, Ijósum, mottum og ýmsum smáhlutum. City línan er örugglega það sem koma skal. Það er líka ýmislegt fleira í Habitat bæklingnum: 212 síður fullar af vönduðum vörum á góðu verði. Habitat bæklingurinn 1986 er tvímælalaust hagstæðasta útkoma í m 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.