Morgunblaðið - 06.10.1985, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER1985
Kvikmynda-
safn íslands
á krossgötum
Hafnarfjarðarbíó. Skyldi þetta rótgróna bíó, sem stofnað var árið 1914, eiga eftir að taka að sér það hlutverk að
vera hús kvikmyndarinnar ó íslandi? Lengst til vinstri er Lista- og menningarmiðstöð Hafnarfjarðar.
— eftir Erlend
Sveinsson
Undanfarnar vikur hefur (jöldi
manns komið að máli við undirritað-
an og lýst áhyggjum sínum vegna
þeirra breytinga á rekstri og stjórn
Kvikmyndasafnsins, sem fyrirhug-
aðar eru á næstunni með tilkomu
nýrra laga um kvikmyndamál. I»ess-
um áhugamönnum um velferð
Kvikmyndasafnsins hefur reynst
erfitt að skilja, hvers vegna ákveðið
hafi verið að fela einum manni að
vera bæði framkvæmdastjóri
Kvikmyndasjóðs og forstöðumaður
Kvikmyndasafnsins. Hér sé um ólík
verksvið að ræða og sú hætta sé fyrir
hendi að kröfur kvikmyndaframleið-
enda á hendur þessum langþráða
starfsmanni Sjóðsins muni leiða til
þess, að kvikmyndasafnið verði van-
rækt. Enginn viðmælenda minna
hefur mælt þessari breytingu bót og
menn lýsa yfir vanþóknun sinni á
þeirri fljótaskriftarafgreiðslu sem
þessi nýju lög fengu á Alþingi. Svo
sem kunnugt er hefur starf undirrit-
aðs verið lagt niður og hið nýja starf
auglýst laust til umsóknar.
Þessi mikli áhugi, sem komið
hefur fram á málefnum Kvik-
myndasafnsins á þessum tíma-
mótum hefur orðið mér hvatning
til þess að festa nokkur orð á blað
um Kvikmyndasafnið, einkum
með hliðsjón af því að sjaldnast
hefur gefist tóm til að ræða málið
á förnum vegi, en þar hafa þessi
mál oftast borið á góma. Á sínum
tima reyndi undirritaður að hafa
áhrif á hina nýju lagasetningu en
árangurslaust. Ástæðulaust er að
orðlengja þá baráttu hér. Aftur á
móti tel ég rétt að gefa velunnur-
um safnsins nokkra innsýn í það
starf, sem unnið hefur verið hjá
safninu og stöðu mála þar nú. Al-
mennt má segja að safninu hafi
tekist að leggja sæmilega rækt við
þrjú af fjórum höfuðviðfangsefn-
um sínum, nefnilega söfnunar-
starf, varðveislu og skrásetningu,
en kvikmyndasýningar í reglu-
bundnu formi hafa ekki náð fram
að ganga. Önnur ástæða fyrir
þessum greinarskrifum mínum er
sú staðreynd að nú er tækifæri til
þess að láta til skarar skríða í
sambandi við kvikmyndasýningar
og aukin samskipti við almenning.
Bæði er það að hin nýju kvik-
myndalög eiga að tryggja safninu
aukið starfslið og svo hitt, sem
gæti skipt sköpum fyrir þessa
starfsemi, að Kvikmyndasafninu
og Kvikmyndasjóði stendur til
boða að festa kaup á Hafnarfjarð-
arbíói þar sem hægt væri að koma
allri starfsemi þessara stofnana
undir eitt þak og beina henni í það
horf, sem alla tíð hefur verið
stefnt að. Með eftirfarandi yfirliti
yfir starfsemi Kvikmyndasafns vil
ég freista þess að sýna fram á
hvað gæti réttlætt þá stórhuga
ákvörðun að kaupa heilt kvik-
myndahús og gott betur, þar sem
240 m2 íbúð fylgir með í kaupun-
um, undir starfsemi Kvikmynda-
safns og Kvikmyndasjóðs.
Söfnunarstarf
Fjöldi kvikmynda í vörslu
Kvikmyndasafnsins liggu ekki
nákvæmiega fyrir en óhætt er að
áætla að þar séu varðveittar hátt í
800 myndir af ýmsum stærðum og
gerðum. Hér er um að ræða leikn-
ar myndir, heimildamyndir, aug-
lýsingakvikmyndir, kynninga-
myndir o.fl. Þetta eru svart/hvít-
ar kvikmyndir, litmyndir, eldfim-
ar myndir, óeldfimar myndir,
frumeintök, kópíur, hljóðnegatíf
og hljóðbönd og nú síðast mynd-
bönd. Filmurnar eru nánast af öll-
um mögulegum breiddum: 8 mm,
9,5 mm, 16 mm, 35 mm og 70 mm.
Að sjálfsögðu er myndasafn þetta
misjafnt að gæðum en ómögulegt
er að leggja endanlegt gæðamat á
þær myndir sem safnið fær til
varðveislu. Það sem virðist lítils
virði í dag getur reynst ómetan-
legt á morgun.
Margvíslegum heimildum um
kvikmyndagerð og kvikmyndasögu
hefur verið safnað í þar til gerðar
möppur, sem flokkaðar eru eftir
titlum, kvikmyndahöfundum o.fl.
Vísir að tækniminjasafni hefur
verið að myndast og einnig má
nefna Ijósmyndasafn, bækur og
tímarit.
Þegar Kvikmyndasafnið hóf
söfnunarstarfið átti það einungis
2 kvikmyndir, sem voru stofn-
framlag menntamálaráðuneytis-
ins og Jóns Ármanns Héðinsson-
ar, alþingismanns. í sambandi við
kvikmyndasöfnunina hefur ríkt sú
stefna að Kvikmyndasafnið hefði
sem mest frumkvæði við kvik-
myndaleitina og öllu yrði veitt
viðtaka, sem bærist. Það mun hins
vegar koma að því í framtíðinni að
framkvæma verður ákveðið forval.
Ef nefna ætti einhverjar sérstak-
ar myndir í safninu, koma upp í
hugann söfn kvikmynda Lofts
Guðmundssonar og Óskars Gísla-
sonar, en flestar kvikmyndir þess-
ara frumherja íslenskrar kvik-
myndagerðar eru nú varðveittar
hjá Kvikmyndasafninu. Þá hefur
safnið fengið til varðveislu heild-
arsöfn síðari tíma kvikmynda-
gerðarmanna eins og Ásgeirs
Long, Gunnars Rúnars o.fl.
Ástæða er til að nefna nokkrar af
elstu kvikmyndum safnsins: Þing-
mannaförin 1906, Slökkviliðs-
æfing í Reykjavík 1906, Vígsla
styttu Jóns Sigurðssonar í Winni-
peg 1911, Ólympíufararnir 1912,
Þorskveiðar við ísland 1919, safn
kvikmynda Bíópetersens, ca
1919—27, Vestmannaeyjakvik-
mynd Kjartans Guðmundssonar
1925, íslandskvikmynd Huberts
Schonger 1926, íslandskvikmynd
Leos Hansen 1929.
Kvikmyndasafninu hefur tekist
að komast yfir eintök af öllum
leiknu kvikmyndunum frá þögla
myndaskeiðinu, sem tengjast ís-
landi (kvikmyndir sem Islend-
ingar léku í vestan hafs undan-
skildar). Hér er um að ræða eftir-
taldar myndir: Saga Borgarættar-
innar 1921 (Nýja Bió lagði mynd-
ina inn til varðveislu), Glataði
sonurinn, bresk mynd tekin að
hluta á íslandi 1922, Hadda
Padda, dönsk/íslensk, tekin að
hiuta á íslandi undir stjórn Guð-
mundar Kamban 1923, Fiskimenn-
irnir við ísland, frönsk frá árinu
1924, Det Sovende hus, tekin í
Danmörku 1926 eftir verki Guð-
mundar Kamban, sem stjórnaði
gerð hennar.
Af talmyndunum er það að
segja, að engin af þeim leiknu
kvikmyndum, sem gerðar hafa
verið frá og með Morðsögu Reynis
Oddssonar hafa verið lagðar inn
til varðveislu hjá safninu að frá-
slepptri ítalskri útgáfu af Landi
og sonum. Ef við undanskiljum
einnig talmyndaútgáfu af Fiski-
mönnunum við ísland, Leyndar-
dóma Snæfellsjökuls og Die Nieb-
elungen, þ.e. þýsku Völsungasögu-
myndina frá 1966, þá eru allar ís-
lenskar og hálfíslenskar leiknar
kvikmyndir frá upphafi talmynda-
skeiðsins varðveittar í Kvikmynd-
asafninu.
Ýmsar stofnanir hafa lagt
myndasöfn sín inn til varðveislu
hjá Kvikmyndasafninu, svo sem
Námsgagnastofnun (varðveislu-
eintök), Fræðsludeild Sambands-
ins, Árbæjarsafn, Skógrækt ríkis-
ins, Þjóðminjasafnið, utanríkis-
„Kjarni málsins er eftir
sem áður sá, að Kvik-
myndasafni og Kvik-
myndasjóð stendur
Hafnarfjarðarbíó til
boða. Ekkert annað er í
boði og mun ekki verða
það sem eftir er aldar-
innar að minnsta kosti.
Óhætt er að fullyrða að
á sama tímabili verður
heldur ekki lagt í að
byggja yfir þessa starf-
semi. Sá möguleiki sem
við stöndum frammi
fyrir nú er því einstak-
ur.“
ráðuneytið, Skaftfellingafélagið
o.fl. 1
Margar af þeim kvikmyndum,
sem nú skipa öndvegi í hillum
Kvikmyndasafnsins, voru taldar
með öllu glataðar og aðrar myndir
voru gleymdar og grafnar þegar
Kvikmyndasafnið hóf söfnunar-
starfið. Af myndum, sem taldar
voru glataðar en tekist hefur að
hafa upp á má nefna: Slökkviliðs-
æfing í Reykjavík 1906, Alþingis-
hátíðarkvikmynd Lofts Guð-
mundssonar, síðari hluti Lýðveld-
ishátíðarkvikmyndar Lýðveldis-
hátíðarnefndar, Islandskvikmynd
Leos Hansen, kreppuárakvik-
myndir Þjóðverjans Pauls Burk-
ert.
Mikið starf er eftir óunnið við
kvikmyndasöfnun og leit að týnd-
um kvikmyndum, bæði hér heima
og erlendis. Vitneskja er hjá safn-
inu um kvikmyndir tengdar ís-
landi í a.m.k. 13 löndum en tilraun
til leitar hefur aðeins verið gerð í
Danmörku, Svíþjóð (þar þarf að
leita betur) og Áustur-Þýskalandi.
Nauðsynlegt er að fara til þessara
landa og gefa sér tíma til leitar og
skoðunar og finna þarf leiðir til
þess að safnið geti eignast eintök
af þeim myndum, sem fengur væri
í. Reynslan hefur sýnt að óvarlegt
er að afskrifa týndar myndir.
Kvikmyndir hafa komið í leitirn-
ar, sem heimildir gátu um að
hefðu eyðilagst í eldsvoða. Ég
nefni eitt dæmi um týnda kvik-
mynd, sem mikill fengur yrði að:
íslandskvikmynd Svíans Alberts
Engström frá árinu 1911.
Enn hafa ekkki verið settar
reglur um skylduskil kvikmynda,
sem verið er að framleiða á líðandi
stundu, og sökum fjárskorts hefur
litið sem ekkert verið keypt af sí-
gildri kvikmyndalist. Þó er rétt að
geta þess í þessu sambandi að
Fjalla-Eyvindur var gerður upp
hjá Sænska kvikmyndasafninu
fyrir atbeina Kvikmyndasafns ís-
lands og á Kvikmyndasafnið nú
nýtt eintak af þeirri merku
kvikmynd.
Varöveislumál
Talsvert starf á sviði varð-
veislumála hefur verið innt af
hendi á undanförnum árum, í
mörgum tilvikum með dyggri að-
stoð utanaðkomandi aðila, svo sem
Þjóðhátíðarsjóðs, Almennra
trygginga hf. og ýmissa aðila, sem
tengdir hafa verið viðkomandi
kvikmyndum með einhverjum
hætti. Slík þátttaka kemur sér af-
skaplega vel, því það segir sig
sjálft að Kvikmyndasafnið hefur
aldrei yfir að ráða nægilegu fjár-
magni til varðveislustarfsemi. Það
cr ekkert launungarmál, að tölu-
vert magn kvikmynda í fórum
safnsins er nú við ystu mörk eyði-
leggingarinnar en sumt er þegar
farið að skemmast og verður varla
að fullu bætt. Um leið og nauð-
synlegt er að tryggja safninu fjár-
veitingar, sem gerir því kleift að
rækja skyldur sínar við þann
menningararf, sem þvi hefur verið
trúað fyrir, er mjög mikilvægt að
reynt sé að finna sem fjölbreyti-
legastar leiðir til þess að fjár-
magna viðgerðarstarfið. Oft eru
ýmsir aðilar tilbúnir að leggja
slíkum þjóðþrifamálum lið, ein-
kum þegar þeim rennur blóðið til
skyldunnar, en það kostar iðulega
mikla vinnu og útsjónarsemi að
koma slíkum samstarfsverkefnum
í gang og í því sambandi hefur
Kvikmyndasafnið liðið fyrir
manneklu og sannast þá að það
getur verið dýrt að vera fátækur. I
kvikmyndaarfinum felst snar
þáttur af sjálfsvit- und þessarar
þjóðar, bæði leiknum myndum og
heimildamyndum og komandi
kynslóðir munu ekki taka neinar
afsakanir gildar mistakist okkur
það verkefni okkar að varðveita
þennan menningararf. Handritin
hafa stundum verið tekin til sam-
anburðar í þessu sambandi. Á
fyrri öldum var varðveislu þeirra
mjög hætt komið og margt glat-
aðist fyrir fullt og allt og fyrir það
dæmum við fyrri tíma kynslóðir,
þrátt fyrir það að efnahagur var
þá ekki sambærilegur við það sem
hann er í dag.
Sem betur fer hefur nokkuð
áunnist i varðveislumálunum á
undanförnum árum. Allar leiknar
kvikmyndir Óskars Gíslasonar að
einni undanskilinni hafa verið
kópíeraðar, þ.e. útbúin ný frum-
eintök af mynd og hljóðrás auk
sýningarkópíu. Þá hefur Lýðveld-
ishátíðarkvikmynd Óskars verið
endurklippt og hljóðsett. Þessi
verkefni hafa verið unnin með
styrk frá Þjóðhátíðarsjóði.
Kvikmyndasafnið sjálft hefur
kostað kópíeringu leiknu kvik-
mynda Lofts Guðmundssonar,
sem eru myndirnar Milli fjalls og
fjöru og Niðursetningurinn. A
þessu ári lét safnið kópíera safn
kvikmynda Bíópetersens, en þar á
meðal voru nokkrar smámyndir,
sem sýndar voru í Gamla Bíó árið
sem það tók til starfa, 1906. Einn-
ig var Islandskvikmynd Huberts
Schonger frá 1926 forðað frá eyði-
leggingu og hún kópíeruð.
Þá er þess að geta, að á þessu
ári var loks lokið við að setja upp
kæli- og loftræstikerfi fyrir
kvikmyndageymsluna og má segja
að með þeim áfanga hafi orðið
þáttaskil í sögu safnsins. Filmu-
geymslan er nú loftræst og kæld
niður í 8—9 gráður á Celsíus og
rakanum haldið um 50%. Með til-
komu þessa búnaðar er með góðri
samvisku hægt að hvetja bæði
stofnanir og einstaklinga að at-
huga, hvort ekki sé í fórum þeirra
kvikmyndir, sem betur væru
komnar í þessari geymslu Kvik-
myndasafnsins. Myndir er hægt
að afhenda til geymslu, án þess að
þær séu gefnar.
Það er með varðveisluna eins og
söfnunina, að mikið verk er eftir
óunnið. Meta þarf ástand mikils
hluta Kvikmyndasafnsins, búa
þarf myndir undir viðgerð, í mörg-
um tilvikum væri ástæða til að
gera ófullgert myndefni sýn-
ingarhæft, útbúa þarf millitexta á
íslensku og klippa þá inn í þöglar
kvikmyndir, sem síðan ætti að
sýna með lifandi hljóðfæraleik, og
þannig mætti lengi telja. öll þessi
vinna þarf að eiga sér stað í sam-
starfi við erlendar kvikmynda-
vinnustofur og hefur verið byggt
upp náið og gott samstarf við
Ankerstjerne kvikmyndavinnu-
stofuna í Kaupmannahöfn á und-
anförnum árum. Að sjálfsögðu
þarf hér einnig að koma til mikið
og gott samstarf við rétthafa, þeg-
ar Kvikmyndasafnið sjálft hefur
ekki umráðarétt yfir því efni, sem
talið er nauðsynlegt að endur-
vinna og kópíera. Hér er um trún-
aðarsamband að ræða, sem hætta
virðist á að brestur sé að koma í
með tilkomu hinna nýju kvik-
myndalaga og er það alvarlegt
umhugsunarefni.
Skrásetningin
Á undanförnum árum hefur
Kvikmyndasafnið haft með hönd-
um söfnun upplýsinga um kvik-
myndir, sem tengjast Islandi með
einhverjum hætti frá upphafi
kvikmyndagerðar hér á landi og
til okkar dags. Mikið magn upp-
lýsinga liggur nú fyrir en því mið-
ur í óaðgengilegu formi. Unnið
hefur verið að skrásetningu
kvikmynda safnsins en það verk
hefur sóst seint, enda eðli sínu
samkvæmt tímafrekt yfirlegu-
verkefni. Litið hefur verið svo á,
að Kvikmyndasafninu bæri að
safna upplýsingum til birtingar í
kvikmyndaskrá, sem spannaöi all-
ar íslenskar kvikmyndir, varð-
veittar og glataðar, svo og myndir,
sem með einhverjum hætti tengj-
ast íslandi. Margvísleg önnur
skrásetning þarf að eiga sér stað í
Kvikmyndasafninu. Skv. nýju
kvikmyndalögunum virðist
Kvikmyndasjóði ætlað að yfirtaka
þetta verkefni, sbr. 2. gr/3.