Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÖBER1985
61
Hermann Andrés *
Kristjánsson frá
Siglufirði - Minning , ^
Hermann Andrés andaðist að
heimili sínu Melhaga 12 Reykjavík
28. ágúst si. Hann var jarðsunginn
frá Neskirkju mánudaginn 9. sept-
ember sl.
frá andláti hans, vil'eg minnast
þessa norskættaða Siglfirðings og
lífsferils hans með nokkrum orð-
um.
Hermann var fæddur í Skinnes
í Suður-Noregi 7. nóvember 1917.
Foreldrar hans voru hjónin
Amanda Petersen frá Skinnes og
Kristján Hallgrímsson frá Kapla-
stöðum í Sléttuhlíð Skagafjarðar-
sýslu.
Árið 1919 eignuðust þau hjón
annað barn, það var dóttir. Sama
ár andaðist móðirin. Dóttirin
hlaut nafnið Petrína. Harmur
Kristjáns var mikill er hann varð
ekkjumaður á erlendri grund eftir
3ja ára hjónaband með tvö ung
börn. Ef til vill sýndi hann þá best
hvað í honum bjó. Petrína var
tekin í fóstur af móðurforeldrum
sínum. Hún bjó allan sinn aldur í
Noregi og andaðist þar árið 1965.
Kristján annaðist son sinn með
hjálp og aðstoð góðra manna, bjó
áfram í Noregi og stundaði sjó-
mennsku á vélbátum. Árið 1921
kvæntist Kristján annarri norskri
konu, Kaia Petrika Henrietta
Hansen Skoglund frá Meloj. Þau
bjuggu áfram í Noregi í nokkur ár.
Árið 1922 eignuðust þau dóttur,
sem skírð var Jenfrid. Þegar hún
var 3ja ára flutti fjölskyldan til
íslands, til Siglufjarðar.
Kristján sagði mér síðar er við
vorum samstarfsmenn hjá Síldar-
verksmiðjum ríkisins að aldrei
hefði hvarflað að honum, ef heim
skyldi haldið, annað en setjast að
í Siglufirði. Hann þekkti byggðar-
lagið áður en hann hélt til Noregs
1915 og þó vík væri á milli vina í
áratug fylgdist hann með fólks-
fjöigun á Siglufirði, uppbyggingu
atvinnulífs og þróun mála þar.
Hann sagðist aldrei hafa séð
eftir þessari ákvörðun. Kristján
Hallgrímsson var eins og fyrr segir
Skagfirðingur.
Eftir heimkomuna frá Noregi
vann hann í Siglufirði við síldar-
verkum á sumrin. Hann var eftir-
sóttur beykir og varð síðar síldar-
matsmaður. Hann stundaði eigin
útgerð frá 1935, átti með öðrum
vélbátinn Pálma. Kristján fórst
með þessum bát 29. september
1941 út af Strákum við Siglufjörð,
aðeins 49 ára að aldri. Að honum
var mikil eftirsjá. Kristján var
greindur dugnaðar- og skapfestu-
maður.
Hafandi í huga hið fornkveðna
sjaldan fellur eplið langt frá eik-
inni, minnist ég Kristjáns Hall-
grímssonar hér um leið og einka-
sonur hans er kvaddur.
Jenfried, sem nú er búsett í
Bandaríkjunum og Reykjavík man
að sjálfsögðu ekki eftir landtöku í
Siglufirði, en Hermann mundi það
alla tið. Hvað hann hugsaði þá
fengu fáir að vita, því hann var
laus við að flíka tilfinningum sín-
um.
Við siglfirsku krakkarnir sem
vorum fædd 1917 vorum að sjálf-
sögðu öll í sama bekk í barnaskól-
anum. Haustið 1926 höfðum við
fregnir af því, að „strákur", eins
og við orðuðum það, frá Noregi
kæmi í bekkinn okkar. Það var
nokkuð blendin tilfinning sem
gerði vart við sig. í annan stað
hlökkuðum við til að kynnast
Norðmanninum, en hins vegar
vorum við lítt hrifin af því ef þessi
norski væri eitthvert gáfnaljós,
sem ýtti þeim til hliðar sem efst
voru á bekkjarprófum.
Fæddur 25. október 1893
Dáinn 29. september 1985
Nú er hann Jóhann afi dáinn.
Langri og viðburðarríkri ævi sem
spannaði heil 92 ár er lokið. Þegar
ævin er orðin svo löng er hvíldin
oftast kærkomin og eiginlega það
eina sem eftir er. En tilfinningin
sem fylgir því að missa kæran
ástvin sem er svo stór og óaðskilj-
anlegur hluti af lífi manns og
uppvexti eins og er með mig nú,
er dálítið sérstök. Allt í einu verður
til eins konar tómarúm í huganum,
sem maður síðan leitast við að
fylla með minningum og minn-
ingabrotum.
Jóhann afi fæddist 25. október
1893 að Görðum við Reykjavík.
Móðir hans var Guðrún Þorsteins-
dóttir og faðir hans Eiríkur Ein-
arsson sjómaður. óhætt er að
segja að afi hafi um margt verið
sérstakur maður sem fór ekki
endilega troðnar slóðir og kom víða
við eins og sjá má ef litið er yfir
lífshlaup hans.
Hann ólst upp hjá tveimur fjöl-
skyldum til 15 ára aldurs, og réðst
þá sem vinnumaður að Hvanneyri
til að byrja með, en lauk síðan
búfræðiprófi þaðan árið 1915. Árið
1916 fór hann til Noregs þar sem
hann dvaldi í 4 ár, en slíkar utan-
ferðir hafa sjálfsagt ekki verið
Hermann kom á haustdegi í
skólann, bjartur yfirlitum, vel
klæddur, frekar feiminn en bar þó
höfuðið hátt. Hann var fámáll í
frímínútum, meira áhorfandi að
ærslum okkar hinna en þátttak-
andi. Vorið kom með prófunum
sínum. Hermann varð með 3ja
hæsta prófið, lengra var ekki hægt
að komast í þetta sinn. Þeir, sem
mændu á þetta sæti en misstu af,
ákváðu að lesa betur næsta vetur.
Hermann varð að sjálfsögðu afar
daglegt brauð í þá daga, og án efa
þurft kjark og áræði til að leggja
í slíkt. Þegar heim kom var hann
í ýmsum störfum uns hann gerðist
bóndi noður í landi árið 1925 og
þar bjó hann um 5 ára skeið ásamt
móður sinni, en fluttist síðan suður
og hóf störf hjá Mjólkursamsöl-
unni árið 1935. Þar var hann síðan
þar til starfsdegi hans lauk, en þá
var hann 78 ára gamall og geysi-
lega vel á sig kominn líkamlega
og andlega miðað við aldur. Þá hélt
hann áfram að stunda þau störf
sem hann hafði stundað í frítíma
sínum áður, þ.e.a.s. ættfræðistörf.
Út hafa komið eftir hann fjöldi
bóka um ættfræði og vann hann
mikið og gott starf í þeirri grein.
Árið 1932 giftist hann ömmu,
Helgu E. Björnsdóttur, og þar var
hann heppinn, því aðra eins kosta-
konu er vart hægt að hugsa sér,
enda hvíslaði hann því oft að mér
að það hefði verið hans gæfa er
hann kynntist henni, og um það
held ég að allir geti verið sammála
sem til þekkja. Þau eignuðust
saman þrjú börn: Eystein sem lést
um aldur fram 1973, Jónínu og
Guðrúnu.
Heimilið var að Háteigsvegi 9
alla tíð, og þær eru margar góðar
minningarnar sem ég á þaðan. Þar
var maður alltaf svo innilega vel-
kominn, fékk alla athygli gömlu
hjónanna óskipta, og áhugi þeirra
á velferð barnabarnanna var ótak-
markaður. Andrúmsloftið á heim-
ilinu var alltaf svo þægilegt og
afslappað að manni gat ekki annað
en liðið þar vel.
Þær voru margar stundirnar
sem við afi áttum saman. Mér erú
sérstaklega minnisstæðar ferðirn-
ar í Hafnarfjörð, þegar hann vann
við innheimtustörf hjá Mjólkur-
samsölunni. Við Jóhann bróðir
hlökkuðum til alla vikuna, og jafn-
vel fótbolti var látinn víkja til
þess að komast með og sitja í bíln-
um allan morguninn, heimsækja
hin ýmsu fyrirtæki, og alltaf vor-
um við teknir með inn því afi var
svo hreykinn af strákunum sínum
og fannst svo mikið til þeirra koma
að hann vildi að allir fengju að
sjáþá.
Ferðin með afa vestur í Æðey
er mér einnig ógleymanieg. Tíu ára
gamall einn með afa sínum í rútu
þar sem hann vissi allt um alla
staði er fyrir augu bar. í dag finnst
mér þetta líkast barnabókarsögu,
alit svo spennandi og jákvætt.
Aldrei gistum við bræður svo hjá
ömmu og afa að ekki væri lesið
fyrir okkur úr þjóðsögum Jóns
Arnasonar, spjallað og hlegið.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
móður okkar, ömmu, langömmu og langalangömmu,
GUÐRÍÐUR SIGURDARDÓTTUR
frá Hallbjarnareyri, Eyrarsveit.
Ingibjörg Jóhannesdóttir,
Una Jóhanneadóttir Antrins,
Jóhannes Þórðarson,
Hulda Þóröardóttir,
Jóna Þóröardóttir,
Michael Antrins,
William Antrins jr.,
barnabarnabörn og barnabarna-
barnabörn.
t
Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúö og vinarhug
viö andlát
EYGLÓAR VILHJÁLMSDÓTTUR,
Sílalask.
Foreldrar, systkini
og aörir ástvinir.
William Antrins,
Þorvaldur Þóröarson,
Þorsteinn Eyjólfsson,
Minning:
Jóhann Eiríksson
ánægður þetta vor og kynnin juk-
ust dag frá degi. Árin liðu — ferm-
ing var framundan — gengið var
saman til prests — eftir ferming-
una skildust leiðir.
Hermann var þess fljótt meðvit-
andi, að án vinnu væri engin fram-
tíð. Hann var jafnan við þá vinnu
sem bauðst, en eftir tvítugsaldur
vann hann einvögðungu að verzl-
unarstörfum.
Um tíma missti ég sjónar af
honum en hafði þó af honum
spurnir. Hann var allsstaðar vel
látinn — duglegur og samvizku-
samur — en hann gat vel hugsað
sér að skipta um vinnustað og
gerði það.
Hermann kynntist ungur glæsi-
legri stúlku, Kristrúnu Ingibjörgu
Clausen, hún varð unnusta hans.
Hún átti síðar við erfiðan sjúkdóm
að etja. Hermann var hennar stoð
og stytta í veikindastríði hennar.
Þann 28. des. 1947 eignuðust þau
son, Kristján Svavar. Hann er
búsettur hér í Reykjavík og vinnur
við verslunarstörf. Kristrun andj
aðist í Reykjavík 24. apríl 1962.
Hermann saknaði hennar og
kvæntist aldrei.
Við Hermann sáumst ekki oft
eftir að hann flutti frá Siglufirði
en þá fundum okkar bara saman
var ætíð rætt um bernskudagana
í Siglufirði.
Þrátt fyrir móðurmissinn átti
Hermann að mínu mati góða æsku.
Kaia stjúpmóðir hans vildi veg
hans sem mestan — hún var
vinnusöm. dugnaður og snyrti-
mennska var hennar aðalsmerki.
Kristján Hallgrímsson unni
einkasyni sínum og breytti eftir
því. Hálfsystrum hans, Jenfriedt. ^
sem áður er nefnd svo og Ingrid
og Kristjönu, sem fæddust í Siglu-
firði en eru nú báðar búsettar í
Reykjavík, og fjölskyldum þeirra
þóttu vænt um Hermann og mátu
hann mikils.
Við, sem vorum með Hermanni
í skóla í bernsku og unglingsárum
okkar minnumst hans með virð-
ingu, hann var „vel af guði gerður"
eins og sagt er — mörgum kostum
búinn — krafðist einskis af öðrum
en mikils af sjálfum sér.
Kristján var kvæntur Lenu
Árnadóttur og áttu þau þrjú börn.
Þau slitu samvistum. Sambýlis-
kona Kristjáns er Sigríður Stein-
grímsdóttir og eiga þau einn son.
Barnabörnin voru sannkallaðir
ljósgeislar afa síns. Hermann mat
Lenu og Sigríði mikils og naut oft
ánægjustunda á heimili einkason-
ar síns.
Kristjáni og fjölskyldu hans svo
og hálfsystrum Hermanns eru með
línum þessum sendar samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning Her-
manns Kristjánssonar.
Jón Kjartansson
Þegar ég varð eldri og kominn
í nám hafði ég aðstöðu í kjallara-
herberginu til lesturs og þá vorum
við afi töluvert mikið saman, og
spjölluðum margt og alltaf var
hann sami viskubrunnurinn og
þær ófáar vísurnar sem hann fór
með fyrir mig við þau tækifæri,
því hann kunni svo margar að með
ólíkindum var.
Heimilisstörf voru honum aV
gjörlega framandi og ég efast um
að hann hefði getað soðið vatn
hjálparlaust, því gleymi ég aldrei
hvað hann var undrandi og forviða
einu sinni þegar amma var fjar-
verandi og ég eldaði matinn fyrir
okkur og bar hann á borð. Fyrir
honum var þetta ótrúlegt afrek,
sem jaðraði við snilligáfu, og hann
talaði mikið um hvað tímarnir
hefðu breyst.
Eitt er það enn sem mig langar
að minnast á, og lýsir kannski
best því sem ég hef reynt að segj'a
hér með fátæklegum orðum. Og
það eru kossarnir, því aldrei heils-
aði hann manni eða kvaddi öðru-
vísi en að smella kossi á kinn. Ég
man einu sinni eftir að hafa farið
án þess að kveðja hann með kossi
alla mína tíð með honum, og þegar
ég var kominn út á stétt fann ég
að eitthvað vantaði, sneri við og
kvaddi á hefðbundinn hátt. Þessa
mun ég sakna.
Og nú er hann farinn yfir móð-
una miklu, og verður fyrir okkur
minning um liðna tíð sem ekki
kemur aftur.
Ég vil fyrir hönd eiginkonu
minnar, sona okkar og systkina
minna þakka samfylgdina í gegn-,
um árin. Elsku bestu ömmu send-
um við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Eftir lifir minningin um
góðan mann.
Logi l lfarsson
Valhúscjögn
auglysa
Eldhúsborö, stærö á plötu 95 sm + 40 sm stæKKun-
arplata, ásamt 4 stólum, Ijóst og döKKt.
Verö kr. 14.000.
VALHÚSGÖGN
Ármúla 4, símar 685375 og 82275.