Morgunblaðið - 15.10.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.10.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER1985 Aukafjárveiting í gegnum Framleiðnisjóð: „Fyrirgreiðslur sem ákveðnar eru á æðstu stöðum“ — segir Jóhannes Torfason, formaður Framleiðnisjóðs landbúnaðarins ALBERT GUÐMUNDSSON fjármálarádherra veitti sl. sumar tveggja millj- óna króna aukafjárveitingu til tveggja aðila í gegnum Framleiðnisjóð land- búnaðarins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fékk kartöfludreifingar- stöð í Þykkvabænum, Pökkunarstöðin hf., eina milljón króna og ísmat hf. eina milljón króna. Er það óvenjulegt að Framleiðni- sjóður landbúnaðarins fái þannig óumbeðið fé til þess eins að koma því áfram til aðila sem fjármála- ráðherra hefur ákveðið að skuli styrktir, því venjan er sú að Fram- leiðnisjóður hafi til ráðstöfunar ákveðna fjármuni, sem stjórn sjóðsins úthlutar síðan. Jóhannes Torfason á Torfalæk II, formaður Framleiðnisjóðs land- búnaðarins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi að Fram- leiðnisjóður hefði í júní í sumar verið beðinn um að lofa þessu fjár- magni að fara i gegn og koma því til skila. „Við gerðum bókun um það, að þetta væri í sjálfu sér okkur óviðkomandi, og við litum ekki á þetta sem beina úthlutun sjóðsins," sagði Jóhannes. Hann sagði að hér væri um fyrirgreiðslur til fyrir- tækja að ræða, sem ákveðnar væru á æðstu stöðum en ekki í stjórn Framleiðnisjóðsins. Einn heimild- armaður Morgunblaðsins sagði í gær um þetta mál að Framleiðni- sjóður hefði enga aukafjárveitingu fengið, því þetta fé hefði komið úr fjármálaráðuneytinu, eyrnamerkt til tveggja ákveðinna aðila. Fjár- málaráðherra hafi því einungis valið þá aðferð að nota Framleiðni- sjóðinn til þess að koma þessu fjár- magni áfram, þangað sem hann hafði ákveðið að það skyldi fara. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins kom þessi fjárveiting stjórnarmönnum Framleiðnisjóðs mjög á óvart, og einn viðmælandi Morgunblaðsins sagði í samtali við blaðamann að þeir í stjórninni hefðu ekkert skilið í því að verið væri að setja eyrnamerkt fjármagn í gegnum Framleiðnisjóðinn. Morgunblaðið sneri sér til Al- berts Guðmundssonar fjármálaráð- herra í gær og spurði hann hverjar hefðu verið ástæður fyrir því að svona var staðið að þessari fjárveit- ingu: Fjármálaráðherra sagði að þarna hefði verið um að ræða beiðn- ir um aukafjárveitingu, annars vegar hjá ísmat hf. og að höfðu samráði við forsætisráðherra hefði hann fallist á að veita fyrirtækinu eina milljón króna, og það lán hefði átt að fara I gegnum Iðnlánasjóð, og hins vegar, samkvæmt samtali við Eggert Haukdal, hefði verið farið fram á einnar milljón króna fjárveitingu til kartöfludreifingar- stöðvar í Þykkvabæ, til þess að koma upp aukabúnaði við vélbúnað- inn í stöðinni. Hefði sú fjárveiting verið látin fara í gegnum Fram- leiðnisjóð landbúnaðarins. Nokkrir forystumenn framhaldsskólanema færa Davíð Oddssyni áskorun sína um lægri fargjöld með strætis- vögnum Reykjavíkur. 11 þúsund krónur í strætó yfir skólaárið STJÓRNIR nemendafélaga fram- haldsskólanna í Reykjavík hafa skorað á borgaryfírvöld að beita sér fyrir því að nemendum mennta- og fjölbrautaskóla í Reykjavík verði gefinn kostur á ódýrari far- gjöldum með strætisvögnum en nú er. Samþykkt þar að lútandi var gerð á sameiginlegum fundi nem- endafélagastjórnanna í síðasta mánuði. í bréfi til borgaryfirvalda segir meðal annars að nemendur framhaldsskólanna séu einn stærsti notendahópur SVR. Þeir hafi yfirleitt engar tekjur yfir skólaárið og strætisvagnaferðir séu ótrúlega þungur fjárhags- baggi. Benda formenn nemenda- félaganna á, að skólanemi, sem taki strætisvagn úr og í skóla, verji til þess um ellefu þúsund krónum árlega. Aðeins 13,6%aðspurðra hlynntir áfengisstefnunni EINUNGIS 13,6%aðspurðra sögðust vera hlynntir áfengisstefnu bæjar- yfirvalda f Hafnarfirði í skoðana- könnun sem nokkrir einstaklingar gerðu síðdegis á föstudag. Tvær spurningar voru lagðar fyrir fólk á 250 G-bílum á tæpri klukkustund við fyrstu umferðarljósin í Hafnarfirði. Önnur spurningin hljóðaði svo: Eruð þið hlynnt þeirri áfengis- stefnu sem fylgt er í Hafnarfirði? 13,6% aðspurðra sögðu já, 76% sögðu nei og 10,4% náðu ekki að svara spurningunni. Hin spurning- in var á þessa leið: Ef þið kaupið áfengi í Reykjavík, gerið þið þá helgarinnkaupin I leiðinni? Þess- ari spurningu svöruðu 41,6% að- spurðra játandi, 42,4% sögðu nei en 16% náðu ekki að svara. Hrafnkell Marinósson, sem hafði forgöngu um þessa skoðana- könnun, sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins að fólk hefði tekið spyrlunum vel, jafnvel betur en hann átti von á. Hann sagði að tilgangurinn með skoð- anakönnuninni væri að reyna að koma af stað umræðu um þessi mál í bænum. Fólk væri orðið langþreytt. Staðan væri sú að ekki mætti setja upp áfengisútsölu í Hafnarfirði og enginn matsölu- staður þrifist þar vegna þess að veitingamennirnir fengju ekki leyfi til að selja vín með matnum sem annars staðar þætti sjálfsagð- ur hlutur. Ársfundur Alþjóöagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans í Seoul í Suður-Kóreu: Ástand og horfur í efnahags-, gengis- og gjaldeyrismálum aðalumræðuefnið Fulltrúar íslands á ársfundum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans sem haldnir voru f Seoul í Suður-Kóreu í síðustu viku. Frá vinstri: Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráðherra, Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri, Jón Sigurðsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar, Jóhannes Nordal seðlabankastjóri og Sigurður Þórðarson skrifstofustjóri. ÁRSFUNDIR Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins og Alþjóðabankans voru haldnir í Seoul í Suður-Kóreu í síðustu Viku og sátu þá fulltrúar 149 aðildarríkja. Af íslands hálfu sátu fundina Matthías Á. Mathie- sen viðskiptaráðherra, Jóhannes Nordal seðlabankastjóri, Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri, Jón Sigurðsson forstjóri Þjóðhagsstofn- unar, Sigurður Þórðarson skrif- stofustjóri og Sigurgeir Jónsson aðstoðarbankastjóri. Á sama tíma voru haldnir fundir í ýmsum nefndum sjóðs- ins og bankans og bar þar hæst fundi í Interim-nefnd sjóðsins og sameiginlegri þróunarnefnd bankans og sjóðsins (Develop- ment Committee). í þessum nefndum sitja 22 ráðherrar og seðlabankastjórar. Nokkur stærstu aðildarríkin eiga þar jafnan fulltrúa en önnur ríki skipa sér í hópa, svo sem Norð- urlönd, sem eiga sameiginlegan fulltrúa í nefndunum. í fréttatilkynningu frá við- skiptaráðuneytinu segir að aðal- umræðuefnið á ársfundunum hafi að venju verið ástand og horfur í alþjóðaefnahagsmálum, gengis- og gjaldeyrismálum og það hafi verið álit nær allra ræðumanna að þótt nokkuð hefði miðað í rétta átt í efnahagsmál- um heimsins undanfarin tvö ár væru nú ýmsar blikur á lofti. Hægt hefði á hagvexti á þessu ári, mikið misvægi væri í utan- ríkisviðskiptum og atvinnuleysi væri þrálátt vandamál í iðnrikj- unum. Ennfremur væri þung skuldabyrði og aðrir erfiðleikar í efnahag þróunarríkjanna mikið áhyggjuefni. Á fundinum kom fram að brýnt væri að efla starfsemi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans, einkum til stuðnings við þróunarríkin en einnig til þess að tryggja betra samræmi í efnahagsstefnu iðn- ríkjanna til þess að vega á móti vaxandi tilhneigingu til verndar- stefnu, en frekari hömlur á al- þjóðaviðskipti hlytu að leiða til samdráttar og aukins atvinnu- leysis. Nýleg lækkun á gengi Bandaríkjadollars var talin eðli- leg og æskileg, en nokkuð skiptar skoðanir voru um hvort gengi dollarans þyrfti að lækka meira. Fjármálaráðherra Bandaríkj- anna kynnti hugmyndir um al- þjóðlega hagvaxtaráætlun (Progam for Sustained Growth) á fundinum, sem fyrst og fremst á að takast á við skuldavanda þróunarríkjanna. Áætlunin skiptist í þrjú meginatriði. I fyrsta lagi er gert ráð fyrir að þessi ríki geri markvissar ráð- stafanir til að koma á jafnvægi í efnahagsmálum og örva hag- vöxt heima fyrir. í öðru lagi að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Al- þjóðabankinn og aðrar þróunar- lánastofnanir auki lánveitingar til þess að skuldugu ríkin geti gert ráðstafanir til að tryggja betra jafnvægi og hagvöxt sem byggðist á markaðsbúskap. í þriðja lagi að auka lánveitingar frá bönkum í einkaeign, sem stunda alþjóðalánaviðskipti, til stuðnings skipulegum efna- hagsáætlunum í þróunarríkjun- um, en að undanförnu hafa lán- veitingar bankanna til þessara ríkja dregist saman. Tillögur þessar verða til athugunar á næstu mánuðum. Það vakti vonir um árangur hversu afstaða Bandaríkja- manna til samstarfsins á vegum sjóðsins og bankans er nú virkari og jákvæðari en verið hefur undanfarin ár, ekki síst vegna þess að fjárframlög Bandaríkj- anna til starfseminnar eru lang- hæst einstakra ríkja. Á fundinum var ákveðið að stefna að því að ná samkomulagi um ný framlög til þróunarstofn- unar Alþjóðabankans (IDA) fyr- ir næsta ársfund. Þá var ákveðið að leggja fyrir til samþykktar nýjan alþjóðasamning um al- þj óðafj árfestingaráby rgðar- stofnun (Multilateral Invest- ment Guarantee Agency, MIGA) sem á að hafa það hlutverk að ábyrgjast fjárfestingarlán sem einkaaðilar veita til þróunar- ríkja og munu starfa í tengslum við Alþjóðabankann. íslendingar hafa ekki ákveðið að gerast aðil- ar að þessum samningi. Þá var samþykkt á fundinum að koma á sérstökum lánum á vildarkjörum til fátækustu aðild- arrikjanna innan Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. Ætlunin er að lán- in verði tilefni aukins samstarfs milli sjóðsins og bankans og styðji viðleitni þróunarríkjanna til þess að leggja grundvöll að varanlegum efnahagsframförum og komast úr skuldakreppu. Þau verði veitt af því fé sem fékkst við sölu gullforða sjóðsins á síð- asta áratug. Þetta mál og nýlegar skýrslur, sem samdar hafa verið á vegum tíu stærstu iðnríkjanna og samtaka þróunarríkja, um alþj óðagj aldeyriskerfið og geng- ismál verða helstu dagskrármál- in á fundum Interim- og þróun- arnefndarinnar næsta vor í Washington. íslendingar áttu að þessu sinni sæti í dagskrár- og ályktunar- nefnd ársfundar og var Jóhannes Nordal seðlabankastjóri fram- sögumaður fyrir áliti nefndar- innar á lokafundinum föstudag- inn 11. október sl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.