Morgunblaðið - 15.10.1985, Side 34

Morgunblaðið - 15.10.1985, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER1985 Vesturfarí var yfirfarinn jafnt að utan sem innan. 1 forgrunni gjitrt 249 nýbólstruð farþegasæti tilbúin fyrir næstu farþega. Vesturfari í bakgrunni. Mesta viögerð á flugvél á Islandi Flugvirki vinnur við nýja burðarbitaan iu f þjðlahúsi þotunnar. Annar flugvirki þarf að ganfa frá ytra byrði á skrokk eftir að burðarbitinn er kominn á sinn stað. „Langmikilvægasta þjónustan sem nokkurt flugfélag getur veitt farþegun- um er öryggið og þess vegna er haft mjög strangt eftirlit með ásigkomulagi flugvélanna sjálfra,“ sagði Henning Finnbogason, verkstjóri í tæknideild Flugleiða, þegar Morgunblaðsmenn hittu hann á Keflavíkurflugvelli, þar sem fram fór svokölluð C-skoðun á Vesturfara, einni DC-8-þotu félagsins. Þotuhreyfillinn í Vesturfara sem skipta varð um. Hann vegur á milli 2 og 3 tonn. Einn svona hreyfill eyðir 3 tonnum af eldsneyti fyrsta klukkutimann eftir flugtak. Tiltölulega einfalt mál að skipta um eitt stk. hreyfil, segja flugvirkjarnir. Tæknideild Flugleiða vinnur eftir ströngu skoðunarkerfi í þeim tilgangi, að reyna að fyrirbyggja tæknilegar bilanir þegar flugvélin’ er í notkun. „Það er svo einfalt mál, að ef flugvél bilar á flugi er ekki hægt að stoppa og gera við rétt eins og um bíl sé að ræða,“ benti Henning réttilega á. Skoðunarkerfi Flugleiða er þannig uppbyggt, að fyrir hverja brottför flugvélar er framkvæmd brottfararskoðun. Síðan er á hverjum degi gerð dagsskoðun ef þvi er hægt að koma við. Stærstu skoðanirnar sem Flugleiðavélar gangast undir eru: A-skoðun á 125 stunda fresti, B-skoðun á 400 tíma fresti, C-skoðun á 3.000 tíma fresti og E-skoðun eftir hverja 25.000 flugtíma. E-skoðunin er lang- stærst og er flugvélin þá tekin í gegn frá A til Z ef svo má segja og skipt um marga stóra hluti. Vesturfari í C-skoðun Flugvélin Vesturfari, sem nú er í C-skoðun í flugskýli í Keflavík kom frá Douglas-verksmiðjunum 25. nóvember 1969 og hefur vélin rúmlega 50.200 flugstundir að baki, og tæpar 15.700 lendingar. Flugléiðir keýptu hana af hol- lenska félaginu KLM og eftir að hún hóf flug undir merkjum Flugleiða hefur henni að meðaítali verið flogið 18—19 flugstundir á sólarhring og er sú nýting með því albesta sem þekkist í heiminum. Jlouglas-vélarnar eru miklir vinnuhestar, ganga alveg eins og klukkur," sagði Henning, „og það er lítið um bilanir miðað við þessa gífurlegu notkun." Undirbúningur fyrir skoðun sem þessa fer fram á skrifstofu tæknideildar í Reykjavík nokkru áður en flugvélin kemur inn í skýl- ið til Hennings og hans manna. Þá hefur verið skipulögð vinnuáætlun og athugað í sérstöku flugtíma- bókhaldi hvaða hluti þarf að taka til sérstakrar skoðunar eða hrein- lega að skipta um. Margir hlutir í flugvélinni mega nefnilega ekki fara yfir ákveðin tímatakmörk án þess að skipt sé um og svo er enn annað sem þarf að skipta um eftir því í hvaða ásigkomulagi það er. Undir stjórn Hennings vinna 40 flugvirkjar við skoðunina á Vest- urfara og sagði hann að reynt væri að haga verkum þannig að flugvirkjarnir gangi á milli ólíkra verka við hverja skoðun og kynn- ist þannig sem flestum hlutum. T.d. að þeir flugvirkjar, sem að þessu sinni vinna við hreyfla, gangi í næstu skoðun í að yfirfara t.d. hjólabúnað o.s.frv. Meiri sér- hæfing mannanna kallar á miklu fleiri viðhaldsverkefni, að sögn Hennings. Mesta viðgerð á flugvél hérlandis Strax á fyrstu dögum skoðunar- innar kom í ljós að sprunga var í einum burðarbita af fjórum, sem tengja skrokkinn við væng og hjólabúnað, og varð því að skipta um hann. Það verk er, að margra mati, mesta viðgerð sem fram hef- ur farið á flugvél hérlandis. Burð- arbitarnir fjórir eru með þeim mikilvægari í byggingarlagi flug- vélarinnar og samkv. heimildum Mbl. kemur fyrir að vart verði við einhvers konar sprungur í þeim. Má í því sambandi nefna að sér- fræðingur frá Douglas-verksmiðj- unum heldur héðan til Ítalíu þar sem hann aðstoðar við að skipta um tvo sprungna burðarbita í DC-8-þotu. Leikmenn kunna að halda að að- eins þessir fjórir burðarbitar haldi vængnum uppi, en því fer víðs fjarri. Þeir eru hluti af stærri heild í byggingarlagi vélarinnar. Eldsneytisgeymar DC-8-þotu eru í Morgunbladio/umilia F.h. Sveinbjörn E. Björnsson, framkvæmdastjóri hf. Ofnasmiðjunnar og sænski ráðgjafinn Áke Runmalm. í baksýn má sjá hluta af nfjr ■-,A!aMmstærtunni. Ofnasmiðjan: Ný vélasamstæða til med- höndlunar á málmhlutum HJÁ Hf. Ofnasmiðjunni í Hafnarflröi hefur nú verið sett upp ný vélasam- stæða til yfirborðsmeðhöndlunar á málmhlutum. í frétt frá Hf. Ofnasmiðjunni segir að fyrirtækið hafi nú í nær 30 ár framleitt allskonar hillubúnað úr stáli, og hafi hann verið málaður með bökunarlakki. Til að mæta samkeppni erlendis frá hafi reynst nauðsynlegt að endurbæta þær að- ferðir sem fyrirtækið hafi notast við til þessa. Því hafi verið leitað til sænsks ráðgjafa, Áke Runmalm, sem í nær 30 ár hafi unnið í þeim iðnaði sem sérhæfir sig í meðhöndl- un á yfirborði ýmissa efna, s.s. málms, plasts, tréefna o.fl. Hafi hann lagt til að keypt væru sjálfvirk tæki er noti svokallaða duftmáln- ingu og sé nú búið að taka vélasam- stæðuna í gagnið. f fréttinni er meðhöndlun málms- ins lýst þannig: Sett er á málminn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.