Morgunblaðið - 15.10.1985, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 15.10.1985, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER1985 "3 Nýkjörin stjórn Norræna félagsins ásamt framkvæmdastjóra og æskulýósfulitrúa. Morgunbla&ið/Sig. J6ns. Áhersla lögð á tengsl ungs fólks á Norðurlöndunum Selfonsi, 7. október. SAMBANDSÞING Norræna félagsins var haldið í Munaðarnesi dagana 4.—6. október sl. Þingið sóttu 62 fulltrúar 24 félagsdeilda víðs vegar af landinu. Á þinginu kom fram mikill áhugi fyrir því að þátttaka ungs fólks aukist í starfi Norræna félagsins og því sköpuð tækifæri til að stofna til tengsla við ungt fólk á hinum Norðurlöndunum. Á þinginu var Gylfi Þ. Gíslason kjörinn formaður félagsins. Sambandsþing Norræna fé- lagsins er haldið annað hvert ár og eru þá ræddir hinir ýmsu þættir í starfsemi félagsins. Starfsemi félagsdeilda NF er víða með miklum blóma og bygg- ir þá einkum á reglubundnum samskiptum við vinabæi á hin- um Norðurlöndunum. Samskipt- um þessum er í flestum tilfellum þannig háttað að vinabæirnir skiptast á um að halda vinabæj- armót þar sem fulltrúar frá hverjum vinabæ hittast. Á þeim stöðum þar sem þetta er með hvað mestum blóma er það fyrir- komulag að hinn almenni félags- maður félagsdeildarinnar hefur tækifæri til að fara á vinabæj- armót. Þessi vinabæjasamskipti eru á flestum stöðum í nánu samstarfi við sveitarstjórnir á hverjum stað. Sem dæmi um nýjar hugmyndir sem eru á döf- inni í starfi félagsdeildanna má nefna útvegun vinnupláss fyrir ungt fólk í vinabæjum, húsnæð- isskipti, útvegun sumarbústaða, málanámskeið og hópferðir. Norrænu félögin á Norður- löndunum gefa út í sameiningu félagsblaðið Vi i Norden sem sent hefur verið hverjum félags- manni. Á þinginu var samþykkt að gera ritið Norræn jól að árs- riti félagsins en félagsdeildin í Reykjavík hefur til þessa annast útgáfuna og dreift blaðinu til sinna félaga og þeirra félags- deilda annarra sem eftir því hafa sóst. Ferðamál hafa verið sá þáttur í starfi Norræna félagsins sem hvað mest aðdráttarafl hefur haft til að laða að nýja félaga. Á þinginu var samþykkt ályktun þess efnis að efnt verði til leigu- flugs til ákveðinna staða á Norð- urlöndunum. Reyndar var einnig samþykkt tillaga um að auglýst skyldi a.m.k. eitt flug. Vinabæjasamstarf er ríkur þáttur í starfseminni. Það er álit sambandsþingsins að þessi sam- skipti þyrfti að bæta t.d. með því að auka samskipti klúbba og fé- laga innan vinabæjanna og með því að fá það samþykkt að jafna ferðakostnaði á vinabæjamót niður þannig að jafndýrt sé á vinabæjamót frá hverjum vina- bæ. Einnig var lögð áhersla á það að leita eftir nýjum tengsl- um og þá jafnt fyrir sveita- hreppa sem kaupstaði. Miklar umræður urðu um æskulýðsmál á þinginu. Á vegum NF er starfandi æskulýðsfull- trúi. Því starfi gegnir Kristín Stefánsdóttir úr Reykjavík. Fram kom að þörf er virkar kynningar á Norðurlöndunum til að vekja áhuga ungs fólks fyrir samskiptum við fólk þaðan. Til að ná þessu markmiði var helst rætt um að koma á náms- eða kynnisdvöl fyrir ungt fólk 16—20 ára. Lögð var áhersla á að styðja þyrfti við bakið á íþrótta- samböndum sem taka þátt í Kalottkeppni í frjálsum íþrótt- um og sundi en hætt er við að þau samskipti leggist af vegna mikils kostnaðar. Til þess að marka æskulýðsstarf NF var kosin milliþinganefnd. Þingfulltrúar sambandsþings- ins sátu boð Matthíasar Á. Mathiesen ráðherra norrænna mála sem haldið var í Hótel Borgarnesi. Þar flutti Hjörtur Pálsson stutt ávarp kryddað gamanmálum. Á þinginu var kjörin ný stjórn fyrir næstu tvö starfsár. For- maður var kjörinn Gylfi Þ. Gíslason, meðstjórnendur Guð- laugur Þorvaldsson, Karl Jeppe- sen frá Reykjavík, Þorbjörg Bjarnadóttir ísafirði, Árni Sig- urðsson Blönduósi, Ólafur Guð- mundsson Egilsstöðum og Jóna Bjarkan Garðabæ. Sig. Jóns. „Víðsýni eflir vin- áttubönd“ Selfonsi, 7. október. GAMANMÁL og glettni ein- kenna oft samskipti félags- manna norrænu félagsdeild- anna jafnt milli samlanda sem annarra. Þegar umræðum lauk og kosningar voru afstaðnar varpaði Eiríkur Pálsson frá Ölduhrygg, búsettur í Hafnar- firði, fram eftirfarandi kveð- skap um leið og hann þakkaði fyrir sig og kvaddi: Kveðjuorð Norræn samvinna nú sem fyrrum huga lyftir að háleitu marki. Góðvild auka gagnmerk kynni. Víðsýni efla vináttubönd. Á sambandsþingið sóttu að víða konur og karlar er kunnu til verka. Afköst því eru eftir hætti, tillögur traustar og töluð orð. Þakka ber þessu liði störf góð og styrk í gleði. Heilla árnum hópnum fríða og velfarnaðar á vegum öllum. Sig. Jóns. Samtök aðstandenda vímuefnasjúkra: Vilja byggja hvfldarheimili SAMTÖK aðstandenda vímuefna- sjúkra, SAVES, voru stofnuð í vor og er kjörorð samtakanna „Eitur af eyju“. Forgangsverkefni beirra er að byggja hvíldarheimili fyrir þreytta aðstandendur og aðstöðu til fundahalda. Samtökin eru stofnuð á ári æskunnar í þeirri trú að uppvaxandi kynslóð verði betur á verði gegn alvarlegum afleiðingum vímufíknar. í fréttatilkynningu frá samtök- unum segir að stofnendur séu hóp- ur fólks á öllum aldri, sem þreytt eru orðin á að vera tvístruð í felu- leik með hugsanir sínar varðandi ýmsar úrbætur. Mælst er til þess að þeir sem hafi áhuga á að láta skrá sig í hópinn og starfa innan samtakanna, geri svo. Einnig óska samtökin eftir áheitum og er hægt að leggja inn á gríóreikning nr. 63890-0. Nánari upplýsingar fást með því að skrifa til: SAVES, póst- hólf 9062, R-9 Reykjavík. Listahátíð kvenna: Kammer- tónleikar í Norræna húsinu í FRETT frá Listahátíð kvenna segir, að Kammertónleikar verða í Nor- ræna húsinu í kvöld á vegum Listahá- tíðar kvenna og hefjast þeir kl. 20.30. Á efnisskránni verða verk eftir 9 konur, tvær íslenskar; Karólínu Eiríksdóttur og Mist Þorkelsdótt- ur, og sjö erlendar. Tónleikarnir hefjast á þremur lögum fyrir selló og píanó eftir Nadiu Boulanger, einn virtasta tónsmíðakennara þessarar aldar, en mörg tónskáld hafa lagt leið sína til Parísar til að stunda nám hjá henni. Á tón- leikunum verða einnig flutt verk eftir tvo nemendur Nadiu, þær Grazynu Bacewicz, sem var pólsk- ur fiðluleikari og meðal fremstu tónskálda Póllands á þesari öld og Theu Musgrave sem er án efa þekktust núlifandi kventónskálda. Auk þess verða svo flutt verk eftir Sylviu Bodorovu frá Tékkóslóvak- íu, Betsy Jolas frá Frakklandi, ísraelska tónskáldið Yardenu Alotin og síðast en ekki síst Clöru Schumann. Flytjendur á tónleikunum eru tíu. Þeir eru: Guðný Guðmunds- dóttir, fiðluleikari; Inga Rós Ing- ólfsdóttir, sellóleikari; Guðrún Birgisdóttir, flautuleikari; Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópransöngkona; píanóleikararnir Ánna Guðný Guðmundsdóttir, Selma Guð- mundsdóttir, Guðríður St. Sigurð- ardóttir og Þóra Fríða Sæmunds- dóttir; Jón Aðalsteinn Þorgeirs- son, klarinettleikari og Arnþór Jónsson, sellóleikari. VMSÍ: Ákvæði um 10 klst. samfellda hvíld afgerandi MORGUNBLAÐINU barst í gær svohlóðandi fréttatilkynning frá Verkamannasambandi Islands: „Að gefnu tilefni vill VMSÍ taka fram, að ákvæði laga nr. 46, 1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum um 10 klst. samfellda hvíld á sólarhring og vikulegan frídag er afgerandi og undantekningar einungis leyfðar ef um er að ræða hjúkrunar- og líknarstörf, vörslu dýra og gróðurs, sérstakar aðstæður við þjónustu- og framleiðslustörf og öryggisstörf og varðveislu verðmæta. I samkomulagi ASÍ við VSÍ og VMS frá 10. apríl 1981 er kveðið skýrt á um það í 7. gr. að sé vikið frá vikulegum frídegi, skuli vera frí 2 daga næstu helgi á eftir, þ.e. laugardag og sunnudag. Slík til- færsla á vikulegum frídegi er því aðeins heimil að um hana hafi verið gert sérstakt samkomulag við viðkomandi starfsmenn." Neskaupstaður: 21 stigs hiti og sumarsól Neskaupstað, 14. október. SANNKÖLLUÐ sumarblíða hefur ver- ið hér í dag. Hitinn fór í 21 gráðu í sólskininu. Þetta er kærkomin uppbót á kalda veðrið í sumar. Annars hefur haustið verið mjög gott hér eystra, miklar stillur og oft séð til sólar. Þrátt fyrir blíðviðrið hefur lítið borist af síld til söltunar hér. Hjá söltunarstöðinni Mána hefur verið saltað í um eitt þúsund tunnur en hjá söltunarstöð SVN mun minna. Síldin sem veiðist er mjög feit og góð. -Sigurbjörg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.