Morgunblaðið - 15.10.1985, Qupperneq 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER1985
• •
Oryggis- og mennt-
unarmál sjómanna
— eftir Bjöm Ólafsson
Kveikjan að þessum hugleiðing-
um, er ráðstefna um öryggismál
sjómanna, sem haldin var fyrir
milligöngu Rannsóknarnefndar
sjóslysa, Siglingamálastofnunar
ríkisins, í samvinnu við 14 aðrar
stofnanir, ráð
samtök og félög, sem láta sig þessi
mál nokkru varða.
Á ráðstefnu þessari voru flutt
27 erindi og umræðuhópar fjölluðu
þar um helstu málaflokka þessara
vandamála, og skiluðu síðan áliti
í loferáðstefnunnar.
Þar sem fram kom á ráðstefn-
unni, var síðan gefið út á prenti
hinn 20. mars 1985 í Reykjavík.
Ég tek mér það bessaleyfi, að
taka þaðan ýmsar tölur og upplýs-
ingar, og tilvitnanir, án frekari
skilgreiningar í hverju einstöku
tilfelli.
í ávarpi samgöngumálaráðherra
til ráðstefnugesta, kom fram
meðal annars: „Að lítiö eyland i
miðju Atlantshafi, er flestum öðr-
um löndum háðara um siglingar,
og þegar til viðbótar kemur, að
undirstöðuatvinnuvegur þjóðar-
innar er fiskveiðar, þá má öllum
ljóst vera, að öryggi sjómanna
okkar er ekkert einkamál þeirra,
heldur mikilvægur þáttur í efna-
hagsafkomu landsmanna. Þá á ég
ekki aðeins við, að útreikningar
hagfræðinga sýna, að hver slasað-
ur og hvert glatað mannslíf, er
milljóna vijrði í tekjutapi fyrir
þjóðina, heldur einnig það, að ef
fólk á að fást til starfa í sjó-
mennsku, verður að tryggja öryggi
þess.“
Þannig mælti sá vísi ráðherra,
sem fer með það ráðuneyti, sem
mest hefur slakað á um menntun
sjómanna, og gefið hefur flestar
undanþágur til skipsstjórnar og
vélgæzlu, og lagt hefur niður loft-
skeytamenntun í landinu, og leyft
Landssíma Islands, að leggja af
alla morse-þjónustu á 500 kc/s á
strandstöðvum landsins, nema
einni, en það er loftskeytastöðin
TFA í Gufunesi. Þó segir hann í
ávarpi sínu til ráðstefnunnar, sem
vitnað var í, að fjarskipti hafi verið
bætt.
Fjarskipti er stórt orð og 'abúð-
armikið, en fjarskipti á milli aðila
á slysstað, og fjarskipti við björg-
un í neyðartilfellum verða alltaf
nauðsynleg.
Ná þarf sambandi við skipið sem
er í neyð, finna þarf það með
miðun, eða björgunarbáta þess, og
ná þarf sambandi við leitar- og
björgunaraðila.
Fjarskiptaþörfin, þegar slys ber
að höndum, er ávallt mikil, enda
eru til neyðarþjónustu notaðar 14
mismunandi tíðnir og eru 500 kc/s
2182 kc/s 156,8 kc/s þar aðaltíðn-
irnar. Þau öryggistæki til fjar-
skipta og þau fyrirmæli, sem
kunna þarf og nota á neyðarstund,
eru því mikilvæg, sé vanrækt að
nota þau eða vanti kunnáttu eða
getu til þess, koma þau að litlu
gagni. Þarna hafa loftskeytamenn
til þessa dags komið að mestu
gagni með kunnáttu sinni og ár-
vekni.
Hin mannlega hlið fjarskipta,
sem að sjómönnum snýr, hefur
einnig verið forsómuð á skipum á
fjarlægum siglingaleiðum, sem
sigla án loftskeytamanns, og þann-
ig ekki fært að rækja tengsl sín
við fjölskylduna svo vikum skiptir,
það kalla ég ekki bætt fjarskipti
fyrir farmenn.
Nefnd var skipuð 2. apríl 1982
af þáverandi samgöngumálaráð-
herra til þess að endurskoða
ákvæði laga um mönnun stóru
togaranna. Nú kvað nefndin vera
að vinna sér það helst til frægðar,
að stuðla að því að loftskeyta-
mönnum á togurunum verði vísað
í land, og að það hefði nefndin
ætlað sér að framkvæma fyrir
síðustu áramót, en að það hafi
dregist vegna tregðu af hendi
togaraskipstjóranna á stærri skip-
unum, sem telji þá nauðsynlega
og ómissandi á stærri togurunum,
svo að enn eru þeir um borð, þrátt
fyrir skammsýni nefndarinnar,
fækkunarjarm útgerðarmanna, og
skilningsleysi samgöngumála-
ráðuneytisins.
Nú vinna útgerðarfélög dyggi-
lega að því að koma loftskeyta-
mönnum á farskipum i land af
skipunum með alls kyns brögðum
og tali um aukna tækni, en gleyma
því að slík tækni er enn ekki til
og verður ekki í náinni framtíð
fyrir hendi hér á landi.
Orð samgöngumálaráðherra um
bætt fjarskipti, öryggis- og mennt-
unarmál sjómanna, virðast því
vera innantómt orðaglamur, og
hugtök hjá ráðherranum án mein-
ingar, því að orð hans og athafnir
stangast þarna illilega á.
Undanþágur, hafa verið hömlu-
lausar, bæði til skipstjórnarstarfa,
vélgæzlu og til stýrimanna, þannig
að í hreint óefni er komið, þar sem
fjöldi undanþága er orðinn á milli
1600 og 1700 á ári. Þetta ófremdar-
ástand hefur sett niður sjómanna-
menntun í landinu og stöðu sjó-
mannastéttarinnar allrar. Sjó-
mannaskólinn er ekki einu sinni
hálfsetinn á móts við það sem áður
var.
Ungum mönnum á Islandi, sem
ætla að gera sjómennsku að ævi-
starfi fer fækkandi. Fækkun
manna á skipunum. Undanþágurn-
ar og skilningsleysi útgerðar-
manna og ráðamanna á kjörum,
öryggi, og menntun sjómanna eiga
þarna sína sök á.
Þessu til staðfestingar, vitna ég
hér í úrdrátt úr ályktun umræðu-
hóps ráðstefnunnar um öryggi
fiskiskipa: „Orsakir sjóslysa, eru
því miður oftast raktar til mann-
legra mistaka, þar af leiðandi er
brýn nauðsyn að auka menntun
og alla fræöslu hjá skipstjórnar-
mönnum og skylda þá til að fara
í endurmenntun með vissu milli-
bili. Miðlun á þekkingu frá eldri
skipstjórnarmönnum til þeirra
yngri, sem við skipsstjórn taka,
þarf að aukast frá því sem nú
tíðkast. Því miður er það að koma
áþreifanlega fram, að reynsla og
menntun skipstjórnarmanna fer
minnkandi.
Nýsamþykkt lög um atvinnu-
réttindi skipstjórnarmanna á ís-
lenskum skipum, þar sem m.a.
mönnum er gert auðvelt fyrir að
fá undanþágur til hinna ýmsu
ábyrgðarstarfa til sjós, mun verka
með auknum þunga til hins verra,
þegar fram í sækir.
Tíðni sjóslysa er alltof há hér
við land, og má telja, að stöðugt
minnkandi laun þeirra er á sjó
starfa eigi þar einnig stóran þátt,
og aðdraganda að mörgum slys-
um.“ Þetta skilja allir.
í beinu framhaldi af þessu, er
ekki úr vegi að beina athyglinni
að skipsströndum, sem orðið hafa
hér við land á seinni árum. Frá
1964 til 1973 urðu 34 strönd, en
frá 1974 til 1983 urðu þau 86 eða
120 skipsströnd frá 1964 til 1983,
og er því mjög að fjölga.
Við skipsströnd eru mannslíf
jafnan í verulega mikilli hættu.
óvíða í veröldinni, er eins stór
hluti heillar þjóðar sjómenn, eða
menn sem stunda sjómennsku
einhvern hluta ævi sinnar og hér,
og óvíða við verri aðstæður vegna
veðurfars og erfiðs sjólags við
strendur landsins og á Atlants-
hafinu. Þessu má ekki gleyma
þegar um þessi mál er rætt.
Það er líka staðreynd, að slysa-
tíðni er mjög há hér og því skiljan-
legt að einstaklingar, sem þjóðin
öll, láti sig öryggismál nokkru
skipta, og menn hafi áhuga á að
reyna að draga úr slysum á sjó,
skipstöpum og björgun mannslífa.
En það er óskiljanlegt, að þeir sem
Björn Ólafsson
„Krafa okkar loft-
skeytamanna og krafa
tímans er sú, að þegar í
stað verði hafin kennsla
í loftskeytafræðum og
tæknimenntun með
verklegri þjálfun við
Iðnskólann eða Tækni-
skólann, þannig að loft-
skeytamenn verði færir
um að svara þeim kröf-
um, er til þeirra verður
að gera í tæknivæddu
nútíma þjóðfélagi.“
eiga að sjá ráð fyrir okkur í þessum
efnum, svo sem samgöngumála-
ráðuneytið, menntamálaráðuneyt-
ið og Alþingi skuli ekki gæta vöku
sinnar og skyldu við sjómanna-
stéttina.
Slysavarnarfélag íslands var
stofnað 29. janúar 1928. Björgun-
arfélag Vestmannaeyja var braut-
ryðjandinn, en það félag var stofn-
að í ágústmánuði 1918. Það hóf
söfnun til kaupa á björgunarskipi.
Aðstoðar- og björgunarskipið Þór
sigldi í höfn þar í mars 1920. Það
varð síðar okkar fyrsta varðskip,
með stofnun Landhelgisgæzlunnar
1926.
Tilkynningarskyldan hófst í maí
1977, og hefur Slysavarnarfélagið
annast framkvæmd hennar.
í starfi Slysavarnarfélags ís-
lands, hefur auk björgunarstarfs-
ins á mannslífum verið lögð mikil
áherzla á fyrirbyggjandi aðgerðir,
svo sem með kennslu og þjálfun í
meðferð slasaðra, þjálfun í bruna-
og björgunaræfingum og alla
meðferð björgunartækja. Á Slysa-
varnarfélag Islands þarna miklar
þakkir skilið fyrir sitt fórnfúsa og
vel unna starf.
Fyrsti vísir að eftirliti með skip-
um hér við land, er rétt áttatíu
ára gamall, fyrstu lögin á því sviði
voru gefin út 1903 og eru þau núm-
er 25.
Næsta skrefið varð hinn 19. júní
1922 með lögum númer 37 þar sem
tilskipun um eftirlit með bátum,
skipum og búnaði er undirrituð af
Kristjáni tíunda í nóvember 1922.
Þá má segja að regluleg skipaskoð-
un hafi hafist hér á landi.
Skipaskoðun ríkisins, síðar Sigl-
ingamálastofnunin, var stofnsett
með lögum númer 58 hinn 14. júní
1929. Var ólaf Th. Sveinsson skip-
aður skoðunarstjóri frá 1. jan.
1930. ólaf Th. Sveinsson gegndi
því starfi í 24 ár með mikilli prýði.
Hjálmar R. Bárðarson tók við af
Ólaf og gegndi því starfi í 26 ár
eða til l.maí 1980, að Magnús Jó-
hannsson tekur við sem núverandi
sigl i ngamálastj óri.
Við Siglingamálastofnunina og
stjórnendur hennar eru að sjálf-
sögðu tengdar miklar vonir í ör-
yggismálum íslenskra sjómanna.
Á árinu 1976 komu út fyrstu
íslensku reglurnar um stöðug-
leika- ákvæði íslenskra fiskiskipa
og tilgreindar almennar varúðar-
reglur.
Hinn 28. apríl 1984 tóku gildi
erlend ákvæði alþjóðasamnings,
er var gerður á álþjóðlegri ráð-
stefnu í London 1978 umþjálfun,
atvinnuskírteini og varðstöður sjó-
manna. (International Concention
on standard of Training and
Watchkeeping for Seafarers 1978).
Þessi merkilegi samningur er sá
fyrsti á Alþjóðavettvangi, sem
fjallar um lágmarks menntun og
þjálfun áhafna. Allir aðrir al-
þjóðasamningar og reglugerðir á
þessum vettvangi, og varðað hafa
öryggismál sjómanna hafa fjallað
um skipin sjálf, búnað þeirra og
björgunartæki. Allt eru þetta
merkir áfangar, sem hér hafa verið
nefndir i öryggismálum, en þessi
síðastnefndi er kannski sá eftir-
tektarverðasti.
Þessi samningur gildir fyrir
áhafnir kaupskipa og setur fram
ákveðnar kröfur um lágmarks
menntun, þekkingu, þjálfun og
endurmenntun skipstjóra, stýri-
manna, vélstjóra, loftskeyta-
manna og háseta, og mat á hæfni
allra sjómanna í meðferð björgun-
artækja og björgunarbúnaðar
hverskonar.
Samningur þessi er ekki síst
athyglisverður fyrir sjómenn, sem
sigla á erfiðasta og hættulegasta
hafsvæði heims, en búa við undan-
þágur á undanþágur ofan, niður-
skráningur skipa sem komin eru í
algjöra vitleysu. Þar meina ég
skip, sem lesta 5.000 tonn, en eru
á mælibréfi skráð .1599 tonn til
þess að þurfa ekki að hafa loft-
skeytamenn, þrjá stýrimenn eða
fjóra vélstjóra, eins og því bæri
að hafa, ef allt væri með felldu.
Þannig er nú komið hjá okkur,
að enginn getur lengur áttað sig á
stærð skips, skipin lesta vörur og
farma, sem eru tvö- og þrefaldir
ísframleiðsluhús skreytt með
listaverki eftir Helga Gíslason
Húsavík:
Húsavík, 11. október.
ÍSFRAMLEIÐSLUHÚS hefur undanfarið verið í byggingu hjá Kiskiðjusam
lagi Húsavíkur. Það er þriggja hæða hús að grunnfleti 160 fm, gluggalaust,
svo útlit þess væri ekki glæsilegt ef ekkert væri gert til að fegra þessa stóru
fleti.
Strax við hönnun hússins var
ákveðið að fá listamann til að lífga
upp á þessa stóru fleti og varð
fyrir valinu ungur listamaður,
Helgi Gíslason, myndhöggvari í
Reykjavík og þykir mönnum hon-
um hafa vel tekist. Listaverkið er
úr ryðfríu stáli og hefur listamað-
urinn unnið það sjálfur, en ekki
látið vinna það í stálsmiðju eins
og oft er gert með slík verk.
Aðspurður lýsir listamaðurinn
verkinu þannig: „Verkin eru fjög-
ur að tölu. Eitt á hverri hlið húss-
ins og gerð úr ryðfríu, gljáandi
stáli, jafn kalt og ísinn sem húsið
geymir. Stærð myndanna er um
átta metrar á hæð og allt að þrem-
ur og hálfum metra að breidd og
heildar flatarmál u.þ.b. 60 fm.
Hvað varðar tákngildi verksins þá
er það óhlutlæg útfærsla. En þeg-
ar horft er á verkiö ofan af bakk-
anum þá má finna samsvörun með
því og fallegum borðstokki á báti í
Húsavíkurhöfn eða stórbrotnum
formum Kinnafjallanna. Jafnvel
form brimaldanna sem komu hér
inn flóann í vikunni. Svo ef grannt
er skoðað getur hver og einn fund-
ið sér eitthvað við hæfi í mynd-
inni.“
Þetta voru orð listamannsins,
en verkið mun vera með stærstu
listaverkum sem prýða hús hér á
landi.
Helgi Gíslason lauk námi við
Valands-listaháskólann í Gauta-
borg 1976. Hann hefur haldið
þrjár einkasýningar og tekið þátt í
fjölda samsýninga. í þessum mán-
uði opnar listamaðurinn einkasýn-
ingu í Berlín.
Isframleiðslan í þessu nýja húsi
eru um 45 tonn á sólarhring og
geymslur eru fyrir um 150—160
tonn. Togari eins og Kolbeinsey
notar 70—80 tonn af ís í veiðiferð
ef komið er með fullfermi.
Neðstu hæð hússins á að nota
fyrir móttöku fisks.
KréttariUri
Morgunblaðið/Silli
Tryggvi Finnsson forstjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur Lv. ásamt Helga
Gíslasyni myndhöggvara. í baksýn er hluti af listaverki Helga.