Morgunblaðið - 15.10.1985, Síða 59

Morgunblaðið - 15.10.1985, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER 1985 59 raHif f If AJV? r bwI' ATR 42 á Reykjavíkurflugvelli. Morgunblaðið/Bjarni. ATR 42 í kynnisflugi á íslandi: Virðist henta vel við íslenskar aðstæður — segja forsvarsmenn íslenskra flugmála Alain Brodein, fulltrúi framleiðenda ATR 42, Sigurftur Helgason for- stjóri Flugleifta og Kristjana Milla Thorsteinsson ræða saman um borð í vélinni í kynnisfluginu. „OKKUR líst vel á vélina. Hún er mjög fullkomin, þægileg og virðist henta vel við aðstæður hér á landi. Hins vegar er ekkert komið að því að taka ákvörðun um flugvélakaup eða endurnýjun og við munum fylgjast vel með þróuninni í þessum efnum á næstu árum“, sagði Sig- urður Helgason, forstjóri Flug- leiða, eftir reynsluflug með frönsk- ítölsku skrúfuþotunni ATR 42 í gærdag. Vélin kom hingað til lands á sunnudag á leið til Bandaríkj- anna, þar sem hún verður kynnt þarlendum flugfélögum. Vélinni var fyrst flogið í ágúst 1984 og hefur síðan farið f fjöl- margar flugprófanir, sem lofa tnjög góðu. Að sögn Alain Brodin, aðstoðarflugstjóra á markaðs- sviði, hefur vélin þegar vakið mikla athygli og fjölmargir aðilar sýnt henni áhuga. Fyrsta vélin verður afhent frönsku flugfélagi í nóvember næstkomandi. Síðar í vetur verður einni vél af þessari gerð reynsluflogið í Finnlandi við vetraraðstæður, og sagði Sigurður Helgason að þeir Flugleiðamenn myndu fylgjast vel með gengi vél- arinnar þar, enda um margt svip- aðar aðstæður í Finnlandi og hér á landi. Alain Brodin sagði að meðal helstu kosta vélarinnar væri mun minni eldsneytiskostn- aður, miðað við aðrar sambæri- legar vélar, sem stafaði meðal annars af því að hún væri léttari. Þá væri vélin búin mjög fullkomn- um tækjakosti í stjórnklefa, háv- aði frá hreyflum væri minni en i öðrum sambærilegum vélum auk þess sem þeir væru einfaldari að gerð, sem auðveldaði mjög viðhald og viðhaldskostnað. Þá nefndi hánn ennfremur hversu stutta braut vélin þarf til flugtaks og lendingar. Forráðamenn Flugleiða og full- trúar ísleskra flugmálayfirvalda fóru í reynsluflug með vélinni í jgær og bar þeim öllum saman um kosti vélarinnar. Pétur Einarsson flugmálastjóri sagði að sér virtist vélin henta mjög vel við islenskar aðstæður. „Þeir höfðu uppi stór orð þegar þeir hófu framleiðslu á þessari vél og mér virðist hún uppfylla öll þau fyrirheit sem þá voru gefin“, sagði flugmálastjóri. ATR 42 kostar um 7 milljónir Bandaríkjadala, eða um 300 millj- ónir íslenskra króna og að sögn Leifs Magnússonar, fram- kvæmdastjóra flugrekstrarsviðs Flugleiða, er það svipað verð og á sambærilegum vélum á þessum markaði, sem eru meðal annars hin kanadfska DASH 8 og hol- lenska vélin Fokker 50. Umfangsmikil fíkniefnaleit: Fjórir farþegar gegnumlýstir FJÓRIR farþegar með flugvél deildar lögreglunnar í Reykjavík. Arnarflugs frá Amsterdam voru Umfangsmikil leit var gerð í gegnumlýstir um helgina vegna flugvél Arnarflugs á Keflavíkur- gruns um að þeir geymdu fíknicfni flugvelli, vegna gruns um að innvortis. Svo var ekki, en atvikið farþegar hygðustflytja inn fíkni- var þáttur í rannsókn fíkniefna- efni en engin fundust. Stjórnarfundur Sambands ungra sjálfstæðismanna: Varar við hugmyndum um stórhækkun eignaskatts Stjórnarfundur SUS var haldinn á Akranesi 12. október sl. Friðrik Sopb- usson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins mætti á fundinn svo og Geir Haarde, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og fyrrum formaður SUS. Að sögn Vilhjálms Egilssonar formanns SUS, voru á fundinum reifaðar hugmyndir um niður- skurð ríkisútgjalda og kynntar ýmsar hugmyndir sem sérstök nefnd á vegum SUS hefur verið að vinna að um það mál. Ákveðið var að nefndin skyldi starfa áfram. Þá var rætt um stjórnmálavið- horfið og Friðrik Sophusson, skýrði frá niðurstöðum fundar miðstjórnar og þingflokks Sjálf- stæðisflokksins sem haldinn var á Stykkishólmi 28.-29. sept sl. Á stjórnarfundi SUS kom fram mikil gagnrýni á vinnubrögð Al- berts Guðmundssonar, fjármála- ráðherra, bæði vegna launasamn- inga og aukafjárveitinga. Á fundinum var samþykkt eftir- farandi ályktun: „Stjórn SUS fagnar því að for- maður Sjálfstæðisflokksins skuli nú taka sæti í ríkisstjórn. Ungir sjálfstæðismenn vænta mikils af starfi hans við þau erfiðu verkefni sem framundan eru. Niðurstaða sameiginlegs fundar þingflokks og miðstjórnar Sjálf- stæðisflokksins í Stykkishólmi 28. og 29. sept. sl. var sú að efnahagsá- ætlanir ríkisstjórnarinnar skyldu miðast við að utanríkisviðskipti verði sem næst hallalaus, að skuldasöfnun erlendis verði stöðv- uð, og jafnvægi í ríkisbúskapnum verði náð með niðurskurði ríkisút- gjalda, enda þegar of langt gengið í skattheimtu. Þetta er í samræmi við Verkefnaskrá Sjálfstæðis- flokksins sem samþykkt var á Landsfundi sl. vor. Stjórn SUS hvetur ráðherra og þingmenn Sjálfstæðisflokksins að hvika hvergi frá þessum áformum. Stjórn SUS varar sérstaklega við hugmyndum um stórhækkun eignaskatts sem þarf að leggjast almennt á heimilin f landinu til þess að skipta einhverju máli fyrir tekjuöflun ríkissjóðs". MorguobUAift/Jón Gunnlaugsson Frá stjórnarfundinum. Fyrir miðri mynd situr Vilhjálmur Egilsson, hag- fræðingur og formaður SUS og honum á vinstri hönd Friðrik Sophusson, varaformaóur Sjálfstæðisflokksins, Anna K. Jónsdóttir, lyfjafræðingur, Hreinn Loftsson, lögfræðingur og Sigurður Magnússon, kjarneðlisfræðingur. Vilhjálmi á hægri hönd situr Sigurbjörn Magnússon, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins, Arni M. Mathiesen, dýralæknir og Bjarni Arnason, gjaldkeri SUS. OSRAM fæst á bensínstöðvum 1007. MEIRI LYSING OSRAM halogen perur lýsa 100/. meira en venjulegar perur og endast tvöfalt lengur. Hinn velupplýsti maður O Q A II J| er með peruna í lagi 011 IVI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.