Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER1985 Landvari gerði tilboð í steinullarflutningana Steinull er ekki gámavara segja talsmenn flutningabflstjóra LANDVARI, félag vörubifreidaeigenda á flutningaleiöum, hefur gert Steinull- arverksmiðjunni á Sauðárkróki tilboö um flutninga á steinull frá fyrirtækinu fyrir lægra verö en opinber taxti Skipaútgerðar ríkisins gerir ráð fyrir. Aö sögn Ragnars Haraldssonar, formanns Landvara, og Stefáns Pálssonar, framkvæmdastjóra félagsins, var verksmiðjunni sent bréf í september síöast- liðnum en því heföi ekki verið svarað af hálfu verksmiðjunnar. „Við fórum síðan á fund Þor- steins Þorsteinssonar, fram- kvæmdastjóra verksmiðjunnar, og reifuðum þessi mál nánar og bjuggumst satt að segja við ein- hverri umræðu, en því miður hafa þeir ekki séð ástæðu til að ræða við okkur um þennan möguleika," sagði Stefán. „Þeir hafa frekar kosið viðskipti við Ríkisskip, þar sem þessir flutningar eru greiddir niður af almannafé." Ragnar Haraldsson sagði að Landvari hefði boðist til að sækja vöruna að dyrum verksmiðjunnar og aka henni að dyrum viðskipta- vinanna, en hins vegar fælu tilboð skipafélaganna aðeins í sér flutn- ing á vörunni frá hafnarbakka að hafnarbakka. Verksmiðjan hlyti siðan að þurfa að reikna með kostnaði við að setja steinullina í gámana, koma þeim niður að höfn og síðan til viðskiptavinanna frá hafnarbakkanum syðra. „Þessi gámaumræða skipafélaganna er einnig vafasöm að mínu mati, þar sem steinull er alls ekki dæmigerð Góð loðnuveiði norður af Horni GÓÐ loðnuveiði var í gær norður af Horni, en skipin fundu þar loðnu vestar og grynnra en hennar hefur áður orðið vart á vertíðinni. Á fimmtudag var veiðin léleg vegna veðurs. Á fimmtudag varð heildaraflinn aðeins 2.120 lestir af fimm skipum. Auk þeirra skipa, sem áður hefur verið getið í Morgunblaðinu, til- kynntu eftirtalin skip um afla á fimmtudag: Svanur RE, 650 og Magnús NK 130 lestir. Síðdegis í gær höfðu 9 skip tilkynnt um afla samtals 6.730 lestir: Huginn VE, 600, Víkurberg GK, 540, Víkingur AK, 1.350, Albert GK, 600, Hilmir II SU, 560, Keflvíkingur KE, 540, Harpa RE, 620 og Sigurður RE 1.400 lestir. gámavara. Gámarnir vega um 2 tonn og eru mun þyngri en varan sjálf. Eg held að miklu skynsam- legra væri að taka steinullina beint í bílana og nýta um leið flutningsgetu þeirra, en vitað er að bílar að norðan þurfa oft á tíðum að keyra hálftómir suður," sagði Ragnar. Þeir Ragnar og Stefán sögðust hafa upplýsingar um, að Ríkisskip hefði boðið verð, sem aðeins væri um 10 til 15% af opinberri gjald- skrá skipafélagsins, og fullyrtu að Landvari gæti boðið þessa flutn- inga frítt, ef þeir nytu sömu styrkja og Ríkisskip. „En á sama tíma og Ríkisskip er styrkt með um 2 milljónum króna á viku er skattheimta á landflutninga aukin um rúm 56%. Þetta steinullarmál er því aðeins angi af miklu stærra máli, sem vert væri að fara í saum- ana á, en það er hver sé tilgangur og markmið með rekstri Skipaút- gerðar ríkisins," sagði Stefán Páls- son, framkvæmdastjóri Landvara. Árni Guðmundsson, stjórnar- formaður Steinullarverksmiðj- unnar, sagði í samtali við Morgun- blaðið að tilboð Landvara hefði verið tekið til athugunar, en ekki þótt nógu hagstætt í samanburði við tilboð skipafélaganna. Hins vegar væri fullur áhugi á því af hálfu verksmiðjunnar að semja við Landvara um flutning á steinull á ákveðnum leiðum og nefndi Árni í því sambandi Borgarfjörð, Húna- vatnssýslur, Akureyri og fleiri staði fyrir norðan. 3 Þakplötur á Borgarleikhúsið Framkvæmdir við Borgarleikhúsið hafa gengið vel undanfarin misseri, enda stefnt að því að vígja leikhúsið á 200 ára afmæli Reykjavíkur næsta ár. Um þessar mundir vinna smiðir að því að setja plötur á þak hússins. Sjónvarpið: 10 sækja um tvær stöður 10 MANNS sækja nú um tvær stöður fréttamanna hjá Sjónvarpinu. Stöður þessar eru til afleysinga f eitt ár. Listi yfir umsækjendur hefur verið lagður fram f útvarpsráði, en afstaða til þeirra hefur ekki verið tekin. Eftirtaldir sækja um stöðurnar, einn óskaði nafnleyndar: Birna Þórðardóttir, Edda Andrésdóttir, Guðni Bragason, Helgi H. Jonsson, Hrafnildur Pálsdóttir, Páll H. Hannesson, Ingimar Ingimarsson, ólafur ó. Angantýsson, Sigurjón Bjarnason. NÚGETAALUR FARIÐÍ KJÓL OG HVflT -fierra- GARÐURINN A£VUSTWEri9 S:12234
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.