Morgunblaðið - 02.11.1985, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 02.11.1985, Qupperneq 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 2. NÓVEMBER1985 Verðlagning hrossakjöts og kartaflna: Allar for- sendur til frjálsræðis — segir formaður Neytendasamtakanna „ÞAÐ HEFUR sýnt sig aö undan- förnu að samkeppni er næg á mat- vörumarkaðnum, ekki síður í hrossa- kjöti og kartöflum en öðrum tegund- um. Það kemur skýrt í Ijós í mjög breytilegu verði þessara vörutegunda eftir verslunum. Því tel ég að allar forsendur séu til að gefa þær frjálsar í heildsölu, eins og gert hefur verið,“ sagði Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna þegar álits hans var leitað á þeirri ákvörðun verðlagsnefnda landbúnaðarins að gefa verðlagningu hrossakjöts og kartaflna frjálsa í heildsölu. Jóhannes taldi ástæðulaust að óttast að þessar vörur hækkuðu óeðlilega í verði. Hann sagðist vita til að verðlagsyfirvöld hefðu kann- að verðlagið áður en þær voru gefn- ar frjálsar og ef samkeppnin minnkaði og verð þeirra hækkaði óeðlilega gætu verðlagsyfirvöld auðveldlega gripið þar inn i. Jó- hannes taldi aðspurður að heild- söluverðlagning búvara ætti al- mennt að vera frjáls, eins og á öðrum matvörum, en undanskildi þó mjólkina. Morgunblaðið/Gmilía Ostameistari ’85 „Þetta er mjög skemmtilegt og hvetjandi,“ sagði Haukur Pálsson ostameistari mjólkursamlags KS á Sauðárkróki sem hlaut aðalverð- launin í ostasamkeppni Osta- og smjörsölunnar. í gær voru úrslit í samkeppninni tilkynnt og afhenti Jón Helgason landbúnaðarráð- herra ostameisturunum verölaun fyrir bestu ostana. Athöfnin mark- aði jafnframt upphaf að Ostadög- um ’85 sem verða fyrir almenning í húsakynnum Osta- og smjörsöl- unnar á Bitruhálsi í dag og á morgun. Haukur fékk verðlaunin fyrir kúmen/Maribo ost 45%. Sfldarsöltun: Þorlákshafnarbúar í sfld á Eyrarbakka Eyrarbakki 1. nóvcmber. Mikil vinna hefur verið hér á Eyrar- bakka megnið af þessu ári. í maí sl. tók Suðurvör hf. í Þorlákshöfn við rekstri Hraðfrystistöðvarinnar og síðan hefur verið þar stöðug vinnsla. Þessa dagana er unnið á tveimur 12 tíma vöktum við síldarsöltun. Síldin er flökuð hér og söltuð fyrir Svíþjóðarmarkað. Alls vinna 35 manns á hvorri vakt, en þar sem ekki hefur tekist að manna báðar vaktirnar með heimafólki hefur verið fengið fólk úr Þorlákshöfn. Það mun ekki hafa gerst áður að Þorlákshafnarbúar hafi sótt vinnu á Eyrarbakka. En hvað er það sem ekki skeður í síldinni? Óskar McDonald yfirflotaforingi herja Atlantehafsbandalagsins á Atlantshafi hér í heimsókn: Ræddi við forsætis- og utanríkisráðherra Morgunblaðið/Öl.K.M. McDonald yfirflotaforingi og Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra á fundi þeirra í utanríkisráðuneytinu í gær. YFIRFLOTAFORINGI herja Atl- antshafsbandalagsins á Atlantshafi, McDonald, er staddur hér á landi, í kveðjuheimsókn, en hann mun láta af starfl þann 1. desember nk. McDonald átti í gær fundi með Steingrími Hermannssyni forsætis- ráöherra og Geir Hallgrímssyni utan- ríkisráðherra. Geir Hallgrímsson sagði að loknum fundinum með McDonald yfirflotaforingja: „Þetta var kveðju- og kurteisisheimsókn flotaforingjans, og við ræddum ástand og horfur almennt.” Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi litillega við flotaforingjann að fundunum loknum: „Ég er hér í kveðjuheimsókn, en ég hef gegnt starfi yfirflotaforingja herja Atlantshafsbandalagsins sl. þrjú ár. 1. desember læt ég af starfi, og þá verður mínu starfssviði skipt þannig að annars vegar tekur flota- foringi við stjórn bandarísku herj- anna á Atlantshafi, og hins vegar mun annar flotaforingi stjórna flotanum sjálfum og þeim flota- stöðvun sem honum tengjast, á Atlantshafssvæðinu. Þeir sem taka við þessum störfum eru Trost flota- foringi, sem hefur reyndar nú þegar tekið við sínu starfi, og Bagget flotaforingi, sem mun hefja störf þann 27. þessa mánaðar." McDonald var spurður hvort hann hefði rætt við ráðherrana um atvik það sem átti sér stað á Kefla- víkurflugvelli, sl. þriðjudag, þegar bandarískar herþotur þurftu snögg- lega að lenda, og töfðu þar með brottför sovéska utanríkisráðherr- ans: „Nei, við ræddum þann atburð ekki sérstaklega, en ég tel að verið sé að gera úlfalda úr mýflugu í umfjöllun um þennan atburð. Ég hygg að vanþekking liggji þarna að baki, því ef skilningur er fyrir hendi, á því hvernig flugæfingum hersins er háttað, þá skilja menn jafnframt hversvegna það var nauðsynlegt að vélarnar lentu á þessum tíma.“ Dómkirkjan: Allra sálna messa Á MORGUN, sunnudaginn 3. nóv- ember kl. 2 e.h., verður í Dómkirkj- unni rainnst allra sálna messu, sem er hugsuö til fyrirbæna fyrir látnum ástvinum. Prédikunarefnið verður helgað hugsuninni um framhaldslífið og tónlagið er helgað þesum degi einnig, eins og verið hefur í Dóm- kirkjunni í áratugi. Svala Nielsen óperusöngkona syngur stólversið, hið fagra lag Schuberts, „Friður sé með öllum yður“. Síðast en ekki síst verður sameinast í bæn fyrir látnum ástvinum. Þessi messudag- ur, hinn fyrsti í nóvember, hefur lengi verið helgaður þessu málefni og guðsþjónustan jafnan verið fjölsótt. Vænti ég, að svo verði enn og að samstilling trúar, vonar og kærleika nái að samaeina kirkju- gesti í lofgjörð og bæn. Þórir Stephensen Kjötmiðstöðin Opiðídag tilkl. 16.00. Kostakaup Laugalæk 2, s. 686511 Hafnarfirði, s. 53100 Útbeinaöhangilæri 466 Útbeinaöur hangiframpartur 355 Kr. kg. Kr. kg. Nýegg 128 n Lambahakk 168n Dilkaskrokkar sagaöir 188i Hreinsuösviö Lambakarbonaöi Svínakótilettur 118® 178® 495 s. Nautaskrokkar útb. innpakkaöir 198 Kr. kg. VfSA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.