Morgunblaðið - 02.11.1985, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 02.11.1985, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER1985 19 Ljósmynd/ Morgunbladið Á ráðstefnunni um flugöryggismál verða m.a. kynntar niðurstöður athugunar á óhöppum og slysum er orðið hafa ( einkaflugi undanfarin fimmtán ár. Myndin sýnir eitt smá óhapp er varð við Innstavog á Akranesi fyrir röskum tveimur árum. Ráðstefna um rekstur og öryggi í einkaflugi ____________Flug______________ Gunnar Þorsteinsson í DAG, 2. nóvember, heldur Vclflug- félag Íslands ráðstefnu um flugörygg- ismál og rekstur og viðhald einkaflug- véla. Ráðstefnan verður haldin að Hótel Esju og hefst kl. 11.00 árdegis. Allir flugmenn og flugvélaeigendur eru velkomnir. Ráðstefnugestir fá í upphafi af- hent gögn og yfir hádegisverði ávarpar ðmar Ólafsson, flugrekstr- arstjóri Arnarflugs, gesti. Pétur Einarsson, flugmálastjóri, og Sigur- jón Ásbjörnsson, formaður Vélflug- félagsins, flytja setningarávörp. Fyrri dagskrárhlutinn snýst umflugöryggismál. Haukur Hauks- son, varaflugmálastjóri, kynnir Loran C flugleiðsögutæki og nota- gildi þeirra hérlendis. Ingvar Valdi- marsson, leitarstjóri Björgunarmið- stöðvar Flugmálastjórnar, ræðir um skipulag og stjórn leitar- og eftirlitsstarfa og hlutverk einka- flugvéla í því sambandi. Þessum hluta lýkur með því að Stefán Sæmundsson, flugmaður, kynnir niðurstöður könnunar Vélflugfé- lagsins á flugöryggi í einkaflugi árin 1970—1985. Auk þess kynnir hann niðurstöður athugunar á trygging- um einkaflugvéla. Síðari hluti ráðstefnunnar snýst um viðhaldsmál og reks flugvéla. Undir þessum málaflokki talar bandarískur tryggingafræð- ingur, Charles W. Hubbard, en hann kemur sérstaklega hingað til lands í boði Vélflugfélagsins. Bandaríski gesturinn fjallar um viðhorf þar- lendra tryggingarfélaga til trygg- inga einkaflugvéla og vægi flugör- yggis við ákvörðun iðgjalda. Af hálfu Loftferðaeftirlitsins kynnir Björn Björnsson, deildarstjóri, ákvæði um flugvélaskoðanir og við- hald flugvélahreyfla. Ráðstefnuslit verða laust upp úr kl. 17.00. Þátttökugjald er kr. 600.- en gegn framvísun AOPA meðlimakorts verður veittur 400.- kr. afsláttur. Gestir af landsbyggðinni fá sérstak- an afslátt á fargjöidum Arnarflugs og Flugleiða. Sigurjón Ásbjörnsson, formaður Vélflugfélags íslands, sagði í sam- tali við Mbl., að þetta væri í annað skipti sem svona stór ráðstefna um þessa málaflokka færi fram. Fyrri ráðstefnan þótti heppnast ákaflega vel, að sögn Sigurjóns. Að lokum sagði hann, „að búast mætti við fróðlegri og vandaðri umfjöllun fyrirlesaranna. Sérstak- tega má búast við athyglisverðri umfjöllun Stefáns Sæmundssonar, flugmanns, sem kynnir niðurstöður athugunar á öryggi í íslensku einka- flugi sl. fimmtán ár. Við buðum sérstaklega hingað til lands banda- rískum tryggingafræðingi sem ræðir tryggingamál þar í landi og fjallar jafnfamt almennt um þau mál. Ég tel mikinn feng að því að fá hlutlausan utanaðkomandi sér- fræðing til að ræða tryggingamál við íslenska einkaflugmenn. Oryggi og tryggingar eru ein brýnustu hagsmunamál einkaflugmanna svo ég vil hvetja sem flesta til að mæta á ráðstefnuna og sýna með þvi samstöðu." f framhaldi af ráðstefnunni verð- ur haldinn haustfagnaður nýstofn- aðs Flugklúbbs Reykjavfkur. Hefst hann kl. 21.30 að Hótel Esju. Ágúst Arnbjörnsson, formaður Flug- klúbbsins, sagði að í byrjun yrði boðið upp á veitingar en að öðru leyti yrði um almenna skemmtun að ræða. Troðið verður upp með skemmtiatriði, niðurstöður úr sam- keppni um klúbbmerki verða kynnt- ar, kosið verður „flugdýr“ ársins 1985 og síðan stiginn dans fram eftir nóttu. STARFSFÓLK SKULI RÁÐIÐ ALLT ÁRIÐ Ágæti félagi. I kröfugerðum St.Rv. að sérkj- arasamningum hefur um mörg undanfarin ár verið krafa um heilsársráðningu starfsmanna í skólum. f bókun með sérkjarasamningi dags. 14. desember 1984 segir: „Aðilar eru sammál um að kanna sameiginlega möguleika á því, að starfsfólk skóla, svo sem skólaritarar, bað-klefa- og gangaverðir fái heilsársráðn- ingu, þannig að dagvinnutími yfir starfstíma skólanna reikn- ist í hverju tilviki sem hlutfall af dagvinnutíma allt árið. Síðan verði starfið metið á ársgrund- velli í sama hlutfalli." Fundur var haldinn hinn 9. janúar 1985 með starfsmönnum í skólum, þar sem þessi bókun var skýrð og óskað eftir viðbrögðum félagsmanna. Af undirtektum félagsmanna á fundinum sjálfum, mátti hinsveg- ar ætla, að málið væri á réttri leið, og ekki hefur annað heyrst en skólaritarar séu ánægðir með samkomulagið. Hinn 8. ágúst sl. var samþykkt í starfskjaranefnd, að starfsfólk í skólum skyldi heilsársráðið. Vegna óánægju með þá samþykkt var kallaður saman fundur bað-klefa- og gangavarða hinn 8. október sl. A rúmlega 30 manna fundi var samþykkt að segja þessum „samn- ingi“ upp með 30 atkv. gegn 3. Á þessum fundi reyndi formaður St.Rv. að útskýra helstu kosti samningsins, en án árangurs, þar sem haldið var uppi stöðugum endurtekningum á „göllum“ hans. Okkur fulltrúum St.Rv. var full- Starfskjaranefnd Starfs- mannafélags Reykjavík- urborgar vegna heilsárs ráðningar starfsfólks í skólum borgarinnar hef- ur óskað eftir að birt verði eftirfarandi bréf nefndarmanna til starfs- manna í skólum: kunnugt um þann „galla“ sam- komulagsins, sem sneri að at- vinnuleysisbótum. Við töldum hinsvegar, að í ríkj- andi ástandi, þ.e. þegar allir fá vinnu, sem vilja, þá væri rétti tíminn til að ná fram öðrum fé- lagslegum úrbótum, sem hafa verið baráttumál launþega í ára- tugi. Þvi teljum við, að eftirfarandi skipti meginmáli. 1. Heilsársráðning í þrem hópum eftir orlofsrétti. 83.26% — 84.33% — 85.43%. Þessi tala var áður 77.25%. 2. Kaffitímar 0.5 klst. á dag reiknaðar til vinnutíma. (starfshlutf.). 3. Hraðara skrið til starfsaldurs. (á launaskrá allt árið) 4. Hraðara skrið til veikindarétt- ar. 5. Hraðara skrið til orlofs. 6. Fyrirframgreiðsla launa. (ef óskað er). 7. Sólarhringsslysatrygging. (eins og aðrir borgarstarfs- menn). 8. Gleggri skipting milli frídaga á skólatíma. 9. Fæðingarorlof. (án uppsagn- ar). 10. Aukinn réttur til lífeyris. (hækkað % ). 11. Hækkun á yfirvinnugreiðslum v/íþróttafélaga. Auk þess leiðir hærra starfs- hlutfall til þess, að launamun- ur frá mánuði til mánuði til mánaðar allt árið, reiknaður með 22% vöxtum veldur + tölu kr. 52.71 að meðaltali pr. mán- uð. Með tilliti til alls þessa, en einn- ig vegna þess, hve fáir mættu á fundinum, höfðum við fulltrúar Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar í starfskjaranefnd ákveðið að senda þér skýringar á samning- unum ásamt spurningalista, sem við biðjum þig að svara. Við vonum, að þér sé það ljóst, að þetta samkomulag var gert í þeirri góðu trú, að um áfanga að bættum kjörum væri að ræða, jafnvel svo góðri trú, að okkur finnst óhugsandi að „sleppa“ þessu án þess að vita vilja þinn. Við biðjum þig því um að svara meðfylgjandi spurningum okkar og leggja þær án undirskriftar þinn- ar í póst merkt, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, Grettisgötu 89, Reykjavík. Fulltrúar St.Rv. ístarfskjaranefnd. Haraldur Hannesson. Sjöfn Ingólfsdóttir. Pétur Kr. Pétursson. 0f dj##- Nýjar umbúðír...

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.