Morgunblaðið - 02.11.1985, Page 26

Morgunblaðið - 02.11.1985, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER1985 Eistland: Prestur dæmdur í þrælkunarbúðir London, 1. nóvember. AP. Eistneskur prestur hefur verið dæmdur til þriggja ára fangavistar í þrælkunarbúðum fyrir „andsovéskan áróður" í predikunum sínum. Keston, stofnun í London sem sérhæHr sig í rannsóknum trúarbragðamálefna í kommúnistaríkjum, scgir í fréttabréfí að eistneski presturinn Harri Motsnik hafí hlotið dóm hinn 5 október sl. Predikunum Motsniks hefur verið dreift á laun í Eistlandi og þær hafa einnig verið gefnar út í blöðum eistneskra útflytjenda. Mikil fjöldi Eistlendinga flúði land eftir að Eistland var innlimað í Sovétríkin árið 1940. í einni predikun sinni segir Motsnik: „Erlend stjórnvöld hafa kúað þjóð vora. Innrásarmenn- irnir hafa sannleikann að engu og syndga gegn guði.“ Motsnik var prestur við kirkju í Urvaste í Suð- ur—Eistlandi þar til kirkjuyfirvöld viku honum úr embætti 1984, en hann hélt þó prestsstarfi sínu áfram óformlega. Portúgal Silva lýsir yfir nýrri ríkisstjórn Lissabon, 1. nóvember. AP. ANIBAL Cavaco Silva tilkynnti í dag að komist hefði verið að sam- komulagi um nýja ríkisstjórn í Portúgal, sem tæki við sjötta nóv- ember. Þrettán ráðherrar munu sitja í stjórninni. Sjötta nóvember er einn mán- uður liðinn frá því að kosið var í Portúgal. Eftir kosningarnar kom í ljós að flokkur Silva, sós- íaldemókratar, nýtur mests fylg- is, en hann náði þó ekki meiri- hluta atkvæða. Silva tilkynnti ríkisstjórnina er hann lagði ráðherralista fyrir forseta landsins, Antonio Ramal- ho Eanes. Eanes samþykkti til- lögu Silva. Þrettán ráðherrar munu sitja í stjórninni, 10 fyrir hönd Sósíaldemókrataflokksins og 3 ráðherrar óháðra. „Þetta er fyrsta framlag okkar til þess að draga úr óráðsíu í fjár- málum og merki um það hvernig þessi stjórn ætlar að draga úr eyðslu til félagsmála," sagði Cavaco Silva þegar hann kynnti stjórnina. Stjórnin nýtur stuðn- ings minnihluta þingheims og hefur engin stjórn haft svo lítið fylgi á portúgalska þinginu, sem þessi frá því að herinn steypti herstjórninni af stóli 1974. 16 Anibal Cavaco Silva, leiðtogi Sósíal- demókrata. ríkisstjórnir hafa setið í Portú- gal á þeim tíma. Fjórir flokkar aðrir eiga sæti á þinginu: Sósíalistar, Kristilegir demókratar, Kommúnistar og lýðræðislegi endurnýjunarflokk- urinn, sem styður Eanes, forseta. Leiðtogar þessara flokka vildu ekki sitja í ríkisstjórn með flokki Silva. Fréttaskýrendur hafa leitt að því getum að minnihlutastjórn Silva sitji ekki lengi við stjórn- völinn og spá henni falli upp úr næstu forsetakosningum, sem fram fara snemma á næsta ári. Þrír ráðherrar úr fráfarandi stjórn halda stólum sínum og aðeins tveir ráðherrar sósíal- demókrata hafa aldrei áður setið í ráðherrastóli. „Náttfari“ vill fá nýja lögfræðinga AP/Simamynd Richard Ramirez, sem ákærður hefur verið um 14 morð, hefur nú farið fram á nýjan lögfræðing. Ramirez gengur undir viðurnefninu „náttfari". Hann er fyrir miðju hér á myndinni og lögfræðingarnir Daniel Hern- andez (Lv.) og bróðir hans Arturo, standa beggja vegna við hann. Ramirez vill fá þá til að flytja mál sitt í stað núverandi lögfræðings síns, Josephs Galligos. Dómarinn í málinu hefur ráðlagt Ramirez að skipta ekki um lögfræðinga að óhugsuðu máli og gæti það skýrt ygglibrún hins ákærða. Drápu lögregluþjón og flýðu með tvo gísla Bankaræningjarnir þrír í Luxemborg handteknir eftir harðan skotbardaga Lúxemborg, 1. nóvember. AP. LÖGREGLUYFIRVÖLD í Lúxem- borg skýrðu svo frá í gær, að þrír menn, sem rændu banka og drápu einn lögreglumann, en særðu átta til viðbótar og tvo gísla, hefðu verið handteknir eftir harðan skotbar- daga. Einn bankaræninginn var hand- tekinn í skógi rétt fyrir utan Lúx- emborg, en hinir tveir voru gripnir á krá einni 20 km fyrir austan borgina. Ekki hefur verið skýrt frá því, hverjir mennirnir eru. Vitað er þó, að einn þeirra er eftir- lýstur í Vestur-Þýzkalandi og að annar hefur áður setið í fangelsi í Lúxemborg. Mennirnir þrír réðust inn í banka í miðborg Lúxemborgar, en hlupu síðan beint í flasið á íög- reglumönnum, sem voru þarna á eftirlitsferð. Hófu ræningjarnir skothríð á lögreglumennina og drápu einn þeirra. Síðan gripu þeir karlmann og konu sem gísla og flýðu með þau í stolinni bifreið. Um 10 lögreglubílar eltu bófana, sem köstuðu konunni út úr bílnum. Fannst hún síðar særð við vegar- brúnina. Hafði hún verið skotin í bakið. Bíll bófanna lenti síðan í árekstri við dráttarvél rétt fyrir utan borgina. Þar hófst mikill skotbardagi milli þeirra og lög- reglunnar og særðust þar átta lögreglumenn og hinn gíslinn, sem var einn af viðskiptavinum bank- ans, er ræningjarnir rændu. Lögreglan vildi ekkert segja um það, hve miklu fé ræningjarnir hefðu náð annað en að það hefði verið veruleg fjárhæð. Grænland: Rækjukvótar að verða uppurnir Kaupmannahöfn, 31. okL Frá Nils Jörgun RÆKJUVEIÐUM er um það bil að Ijúka við Grænland, að sögn græn- lenska útvarpsins. Kvótarnir eru brátt uppurnir. Samkvæmt upplýsingum stofn- unar þeirrar, er annast leyfisveit- ingar, eiga útgerðir í einkaeign nú eftir u.þ.b. 4 þúsund tonn af 24 þúsund tonna árskvóta sínum. Grænlenska heimastjórnin hef- ur boðið útgerðum stórra rækju- togara að taka þátt í tilraunaveið- um úti fyrir norðausturströndinni, en ein slík tilraun, sem gerð var í ágúst, bar ekki góðan árangur. Áskorendamótið: Tal tapaði í næstsíðustu umferð Skák Margeir Pétursson ÞEGAR aðeins ein umferð er eftir á millisvæðamótinu í Montpellier f Frakklandi er enginn skákmaður enn öruggur með að hreppa eitt af efstu sætunum fjórum, sem veita rétt til að tefla í áskorendaein- vígjunum á næsta ári. Tíu skák- menn af þátttakendunum sextán eiga enn möguleika á að komast áfram. Það bar helst til tíðinda í næstsíðustu umferðinni að Mikhail Tai, fyrrum heimsmeistari, sem leitt hefur mótið lengi, beið sinn fyrsta ósigur og féll þar með niður í 3.-4. sæti. Löndum hans gekk aftur á móti betur. Hinn 22ja ára gamli Andrei Sokolov komst upp í efsta sætið með því að sigra Ung- verjann Ribli í stuttri skák og Rafael Vaganjan vann Spraggett frá Kanada og jók þar með mögu- leika sína verulega. önnur úrslit i fjórtándu um- ferð urðu þau að Rússinn Alex- ander Beljavsky vann Nigel Short, yngsta þátttakandann, jafntefli gerðu hins vegar Port- isch og Jusupov, Nogueiras og Timman, Smyslov og Korchnoi, Chernin og Spassky. Staðan fyrir síðustu umferðina í dag er þannig, þegar aðeins er ótefld ein biðskák, á milli þeirra Vaganjan og Seirawan: 1.-2. Sokolov og Jusupov (báðir Sovétríkjunum)8tá v. 3.-4. Tal (Sovétr.) og Timman (Hollandi) 8 v. 5. Vaganjan (Sovétríkjunum) 7 xh v. ogbiðskák. 6. -7. Spassky (Frakklandi) og Beljavsky (Sovétr.) 7 lÆ v. 8.-10. Smyslov, Chernin (báðir Sovétr.) og Portisch (Ungverjal.) 7 v. 11. Seirawan (Bandaríkjunum) 6 v. og biðskák. 12. -15. Korchnoi (Sviss), Nogu- eiras (Kúbu, Short (Englandi) og Ribli (Ungverjalandi) 6 v. 16. Spraggett (Kanada) 4‘A v. Timman tapaði klaufalega fyrir Spraggett í 13. umferð og er því ekki eins öruggur og áður. Vaganjan hefur hins vegar tekið mikinn sprett og ljóst er að allt getur gerst. Taugastrekkingur- inn í síðustu umferð hlýtur að verða mikill en þá tefla: Jusupov-Seirawan, Tal-Sprag- gett, Vaganjan-Nogueiras, Tim- man-Sokolov, Ribli-Smyslov, Korchnoi-Chernin, Spassky- Beljavsky og Short-Portisch. Viktor Korchnoi hefur oft tekist að leika Mikhail Tal grátt. Það er eins og fléttustíll Tals nái ekki að bíta á Korchnoi, sem er afar þrautseigur og úrræðagóður í vörn. Gegnum árin hefur seigl- an nærri alltaf sigrað sókn- dirfskuna, en í Montpellier náði Tal að mjókka muninn. Þar ger- sigraði hann Korchoni í aðeins 241eikjum. Bruun, fréttaritara MorjfunblaAsin.s. Rækjukvóti heimastjórnar- togaranna við Austur- og Vestur- Grænland er alls um 13.000 tonn. A uppgjörsdaginn, 8. október, áttu þeir eftir um 3.000 tonn af þessum kvóta. A miðunum við Grænland veiða, auk Grænlendinga sjálfra, Færey- ingar, Norðmenn og togarar frá Evrópubandalaginu. Færeyingar eru með 1.100 tonna kvóta og hafa þegar veitt 800 tonn. Norðmenn hafa þegar veitt upp í kvótann, sem þeir fengu úthlutað, 2.500 tonn. Kvóti EB-togaranna er um 1.100 tonn og hafa þeir þegar veitt um 1.300 tonn. Englandsdrottn- ing í Grenada St. George’s, Grenmda, 1. nóv. AP. Elísabetu Englandsdrottningu II var í dag fagnað með 21 fallbyssu- skoti, er konungsskipið Brittania varpaði akkcrum á ytri höfninni í St. George’s á Grenada, fyrrum nýlendu Breta. Fánar Bretlands og Grenada blöktu víða við hún og 560 manna lögreglulið stóð heiðurs- vörð. Meðal þeirra, sem tóku á móti drottningu, er hún sté á land ásamt eiginmanni sínum, Filip- usi prins, voru sir Paul Scoon landstjóri og Herbert Blaize forsætisráðherra. Elísabet drottning heldur í kvöld til Trinidad og er það síð- asti viðkomustaðurinn á ferð hennar til átta landa við Karíba- haf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.