Morgunblaðið - 07.11.1985, Qupperneq 14
MARTIN
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR7. NÓVEMBER1985
+
13111®*
VINETTA
Vinetta nærbuxur. Mjúkar, þægilegar
og falla vel aö líkamanum.
Framleiddar úr 65% bómull, 32%
polyamid og 3% Elastan.
Bómull snýr að húðinni og bómullarfrotté í skrefbót.
Fást í hvítu og húðlit.
Mini - Midi - Maxi.
Stærðir 36/38 - 40/42 - 44/46 - 46/48.
Heildsölubirgðir:
Sambandið verslunardeild.
Fatadeild.
Viggó Magnússon útvarpsstjóri RÚVSKA önnum kafinn við kynningar.
Skagaströnd:
Vinnuvika í skólanum
Skagaströnd, 31. október.
ÞESSA viku sem nú er að líða hefur skólahald hér verið með nokkuð
óvenjulegum hætti. Öli venjuleg kennsla hefur verið felld niður og í stað
þess er svokölluð vinnuvika. I vinnuvikunni starfa kennarar og nemendur
saman að ákveðnum verkefnum í þágu skólans. Fer þetta þannig fram að
nemendurnir velja sér stað í tveim hópum af fimm til að vinna í að áhuga-
málum sínum. Hóparnir sem í gangi eru kallast: smíðar, saumar, skreyting-
ar, bakstur og fjölmiðlar.
í smíðahópnum er unnið að því
að smíða húsgögn á ganga skólans
þar sem nemendur og annað
starfsfólk skolans ætla að láta sér
líða vel, þegar stund gefst á milli
stríða í framtíðinni.
Saumahópurinn saumar glugga-
tjöld fyrir glugga á göngum, saum-
ar utan um sessur i stóla sem koma
frá smíðahóp, púða og fleira.
Skreytingahópurinn vinnur að
gerð myndverka til að hengja upp
í skólanum, nemendum og öðrum
til augnayndis. Koma daglega
fram margir listamenn í skreyt-
ingahópnum sem enginn vissi um
og allra síst þeir sjálfir.
Baksturshópurinn sér um að
allir sem í skólanum starfa fái
næringu því hópurinn bakar á
hverjum degi og hefur til kaffi
handa öllum.
Fjölmiðlahópurinn gefur út
dagblað sem dreift er I hvert hús
í kauptúninu. Auk dagblaðsins
rekur hópurinn útvarpsstöð sem
nýtur mikilla vinsælda, ekki að-
Léttir Skermaveggir
á skrifstofuna og fleiri staöi
Hönnuður: Sturla Már Jónsson innanhússhönnuður.
Leitið nánari uppl. og þær verða veittar góðfúslega.
Einnig allar gerðir skrifstofuhúsgagna.
Sendum um allt land.
Sérverslun með skrifstofuhúsgögn.
Á. GUÐMUNDSSON
Húsgagnaverksmiðja, Skemmuvegi 4, Kópavogi, Sími 73100
Stykkishélmur:
Kynningar-
dagur í Grunn-
skólanum
StykkÍHhólmi, 3. nóvember.
KENNSLA var á laugardag í Grunn-
skólanum í Stykkishólmi og var þaö
um leið kynning á grunnskólastarfi
og öllum boðið að koma og kynna
sér starf skólans og vinnu nemenda.
Þetta tækifæri nýttu margir sér
og komu foreldrar með börnum
sínum og fylgdust með. Voru menn
að koma meðan skóladagur var. Ég
kom þarna og fylgdist með og átti
tal við kennara og skólastjóra, sem
sögðu að vel hefði tii tekist. Gest-
um voru boðnar veitingar; kaffi
og kökur. Skólinn starfar nú í 9
bekkjardeildum auk framhalds-
deildar. Þá fer fram í skólanum
kennsla í stýrimanna- og vél-
stjórafræðum og stunda það nám
24. Þetta nám stendur fram yfir
áramót.
Þá fara nú fram námskeið á
vegum námsflokka Stykkishólms
sem á þessum vetri hafa boðið fólki
nám í mörgum greinum. Einnig
stendur yfir í Grunnskólanum
danskennsla að ógleymdu því að
margir nemendur taka þátt í tón-
listarskólanum og nokkrir eru fé-
lagar i lúðrasveit Stykkishólms.
Það er því nóg að gera hjá
nemendum Grunnskólans í Stykk-
ishólmi.
Skólastjóri sagði að nú væru
nemendur 270 talsins og 18 kenn-
arar. Helgafellssveit er aðili að
Grunnskólanum.
Árni
Þú svalar lestraifxkf dagsins
4 Qirfoim ✓
i