Morgunblaðið - 07.11.1985, Síða 15

Morgunblaðið - 07.11.1985, Síða 15
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1985 Handagangnr í öskjunni við pönnukökubaksturinn í eldhúsinu. Baka þurfti handa u.þ.b. 100 manns. Örlítill hluti skreytingahópsins. „Æóislega er hún mjúk.“ ... „Vá, mar, svakalega er hún falleg.“ Yngstu krakkarnir skoða angórakanínu hjá Hallgrími bónda á Skeggjastöóum. Smíðað á mörgum hæðum. eins innan skólans heldur einnig um allan bæinn en útvarpið heyr- ist á Skagaströnd og í næsta ná- grenni. Þá var farið með fjóra yngstu bekki skólans í heimsókn á sveitabæ í nágrenninu. Þar sáu krakkarnir angóra-kaninur, svo vöktu mikla hrifningu, tamdar endur og gæsir, geitur, dúfur og dverghænur auk hinna venjulegu vísitölubús-húsdýra. Vegna væntanlegs kynningar- dags í skólum eru foreldrar og aðrir velkomnir í skolann alla þessa viku. Hafa margir foreldrar notað tækifærið og komið i skól- ann þessa daga. Sumir hverjir hafa meira að segja verið staðnir G—MMU v&r ekkert &llt of hrifin af allri athyglinni. að þvi að taka þátt i starfi barna sinna, kennurunum til mikillar ánægju. Kennarar og nemendur eru mjög ánægðir með þessa nýbreytni i skolastarfinu og allt „tímastress“ gleymist vegna vinnugleði og starfsáhuga. Þess má til gamans geta að Fræðsluráð Norðurlands vestra hélt fund sinn i skólanum á þriðju- daginn i vinnuviku og hefur það líklega verið ónæðissamasti fund- ur ráðsins til þessa þvi unnið er um allan skólann með glaðværð og hressileik sem ávallt er þar sem krakkarnir sinna áhugamálum sínum. ÓB. ______________________15 IBM á íslandi: Samkeppni um hugbúnað IBM á íslandi hefur ákveðið að gangast fyrir hugbúnaðarsamkeppni meðal skólanema og kennara þeirra og er markmiðið með keppninni að hvetja til aukins framboðs af íslensk- um hugbúnaði í IBM PC sem hentar til náms í íslenskum skólum. Þetta kemur fram i fréttatil- kynningu, sem Morgunblaðinu hef- ur borist frá IBM á Islandi, þar sem ennfremur segir að leitað sé eftir námsefni sem kenni ákveðin atriði eða hugtök í námskrá og nýti einka- tölvuna á frumlegan og skapandi hátt. Ennfremur segir að allir skól- ar sem aðgang hafi að IBM PC geti tekið þátt í keppninni og fleiri en eina úrlausn megi senda frá hverj- um skóla, þátttakendur mega ekki vera orðnir 20 ára 1. september 1986. Skilafrestur er til 15. september 1986 og nánari upplýsinga má leita hjá IBM á tslandi. Námskeið í notk- un áttavita HJÁLPARSVEIT skáta f Reykjavík hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hún minnir rjúpnaskyttur og annað útivistarfólk á nauðsyn þess að kunna með kort og áttavita að fara. Orðrétt í tilkynningunni segir: „Það er ekki nóg að hafa þessa hluti meðferðis, heldur þarf að kunna að nota hvort tveggja áður en lagt er af staö í ferð. Ennfremur ber að hafa hugfast, að réttur klæðnaður og ferðabúnað- ur skiptir höfuðmáli þegar um er að ræða að komast af, þegar veður skipast í lofti.“ I sömu tilkynningu greinir frá námskeiði í notkun áttavita, sem Hjálparsveit skáta í Reykjavík efnir til og hefst 13. nóvember næstkomandi kl. 20 í Skátahúsinu að Snorrabraut 60. Námskeiðinu er skipt í bóklegan og verklegan hluta og í verklega hlutanum verður ekið með þátttakendur út fyrir borgina og þeim gefinn kostur á að æfa notkun áttavita í léttri gönguferð. Þátttökugjald er 500 krónur en nánari upplýsinga má leita hjá Skátabúðinni við Snorrabraut. /M10IG1 Þurrkarar Hreinfjárfesting. Hrein ánægja. MÉele annað er mála- miðlun. JÓHANN ÓLAFSS0N & C0 43 SuntUboci • 104 RtyMvik Sfmi 82044 í .Míele. Þvottavélar Hreinfjárfesting. Hreinánægja. Míele annað er mála- miðlun. l HT JÓHANN ÚLAFSS0N & C0 a 41 Sundaborg 104 Reyhtavlli Slmi 82044 PRJÓNASTOFAN ntu HF SKERJABRAUT 1, 170 SELTJARNARNES Sænska Feminavaldi þessar peysur á tískusíöur sínar. Þær fást í verslun okkar á Seltjarnarnesi svo og í verslunum víöaum land. ‘•M'.V.V KS *'» i.S'.'.S • • ' London-Kaupmannahöfn-Stokkhólmur-Osló-Helsinki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.