Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1985 Handagangnr í öskjunni við pönnukökubaksturinn í eldhúsinu. Baka þurfti handa u.þ.b. 100 manns. Örlítill hluti skreytingahópsins. „Æóislega er hún mjúk.“ ... „Vá, mar, svakalega er hún falleg.“ Yngstu krakkarnir skoða angórakanínu hjá Hallgrími bónda á Skeggjastöóum. Smíðað á mörgum hæðum. eins innan skólans heldur einnig um allan bæinn en útvarpið heyr- ist á Skagaströnd og í næsta ná- grenni. Þá var farið með fjóra yngstu bekki skólans í heimsókn á sveitabæ í nágrenninu. Þar sáu krakkarnir angóra-kaninur, svo vöktu mikla hrifningu, tamdar endur og gæsir, geitur, dúfur og dverghænur auk hinna venjulegu vísitölubús-húsdýra. Vegna væntanlegs kynningar- dags í skólum eru foreldrar og aðrir velkomnir í skolann alla þessa viku. Hafa margir foreldrar notað tækifærið og komið i skól- ann þessa daga. Sumir hverjir hafa meira að segja verið staðnir G—MMU v&r ekkert &llt of hrifin af allri athyglinni. að þvi að taka þátt i starfi barna sinna, kennurunum til mikillar ánægju. Kennarar og nemendur eru mjög ánægðir með þessa nýbreytni i skolastarfinu og allt „tímastress“ gleymist vegna vinnugleði og starfsáhuga. Þess má til gamans geta að Fræðsluráð Norðurlands vestra hélt fund sinn i skólanum á þriðju- daginn i vinnuviku og hefur það líklega verið ónæðissamasti fund- ur ráðsins til þessa þvi unnið er um allan skólann með glaðværð og hressileik sem ávallt er þar sem krakkarnir sinna áhugamálum sínum. ÓB. ______________________15 IBM á íslandi: Samkeppni um hugbúnað IBM á íslandi hefur ákveðið að gangast fyrir hugbúnaðarsamkeppni meðal skólanema og kennara þeirra og er markmiðið með keppninni að hvetja til aukins framboðs af íslensk- um hugbúnaði í IBM PC sem hentar til náms í íslenskum skólum. Þetta kemur fram i fréttatil- kynningu, sem Morgunblaðinu hef- ur borist frá IBM á Islandi, þar sem ennfremur segir að leitað sé eftir námsefni sem kenni ákveðin atriði eða hugtök í námskrá og nýti einka- tölvuna á frumlegan og skapandi hátt. Ennfremur segir að allir skól- ar sem aðgang hafi að IBM PC geti tekið þátt í keppninni og fleiri en eina úrlausn megi senda frá hverj- um skóla, þátttakendur mega ekki vera orðnir 20 ára 1. september 1986. Skilafrestur er til 15. september 1986 og nánari upplýsinga má leita hjá IBM á tslandi. Námskeið í notk- un áttavita HJÁLPARSVEIT skáta f Reykjavík hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hún minnir rjúpnaskyttur og annað útivistarfólk á nauðsyn þess að kunna með kort og áttavita að fara. Orðrétt í tilkynningunni segir: „Það er ekki nóg að hafa þessa hluti meðferðis, heldur þarf að kunna að nota hvort tveggja áður en lagt er af staö í ferð. Ennfremur ber að hafa hugfast, að réttur klæðnaður og ferðabúnað- ur skiptir höfuðmáli þegar um er að ræða að komast af, þegar veður skipast í lofti.“ I sömu tilkynningu greinir frá námskeiði í notkun áttavita, sem Hjálparsveit skáta í Reykjavík efnir til og hefst 13. nóvember næstkomandi kl. 20 í Skátahúsinu að Snorrabraut 60. Námskeiðinu er skipt í bóklegan og verklegan hluta og í verklega hlutanum verður ekið með þátttakendur út fyrir borgina og þeim gefinn kostur á að æfa notkun áttavita í léttri gönguferð. Þátttökugjald er 500 krónur en nánari upplýsinga má leita hjá Skátabúðinni við Snorrabraut. /M10IG1 Þurrkarar Hreinfjárfesting. Hrein ánægja. MÉele annað er mála- miðlun. JÓHANN ÓLAFSS0N & C0 43 SuntUboci • 104 RtyMvik Sfmi 82044 í .Míele. Þvottavélar Hreinfjárfesting. Hreinánægja. Míele annað er mála- miðlun. l HT JÓHANN ÚLAFSS0N & C0 a 41 Sundaborg 104 Reyhtavlli Slmi 82044 PRJÓNASTOFAN ntu HF SKERJABRAUT 1, 170 SELTJARNARNES Sænska Feminavaldi þessar peysur á tískusíöur sínar. Þær fást í verslun okkar á Seltjarnarnesi svo og í verslunum víöaum land. ‘•M'.V.V KS *'» i.S'.'.S • • ' London-Kaupmannahöfn-Stokkhólmur-Osló-Helsinki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.