Morgunblaðið - 07.11.1985, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1985
Á ákveðnum tímum árs lekur vatn nidur f kjallara Gunnar Guðmundsson lögreglumaður í einum Stigagangur hússins er afar illa farinn af steypu-
hússins og inn f fangaklefana og hafa lögreglu- fangaklefanum. skemmdum. Morgunblaftið/HBj
mennirnir þá srinn starfa við að bera vatnið út úr
húsinu í fötum.
Erlingur Óskarsson bæjarfógeti á Siglufirði:
„Ekki hægt að halda uppi eðlilegri
löggæslu með þessari aðstöðu44
— Undirbúningur hafinn aÖ byggingu
nýrrar lögreglustöðvar
— Rætt um að innrétta fangelsi til bráöa-
birgða á 2. hæö lögreglustöðvarinnar
Dómsmálaráðuneytið hefur falið
b»jarfógetanum á Siglufirði að at-
huga hvort hægt sé að útbúa fanga-
geymslur á 2. hæð lögreglustöðvar-
innar á Siglufirði í stað fangaklefa
í kjallara hússins sem dæmdir hafa
verið óhæfir af heilbrigðisfulltrúa á
Norðurlandi vestra. Lýsti heUbrigðis-
fulltrúinn fangelsinu við dýflissuna
sem lýst er í greifanum af Monte
Cristo í samtali við Morgunblaðið á
dögunum.
Lögreglustöðin og fangageymsl-
urnar eru að Gránugötu 18, í 60
ára gömlu húsi. Lögreglan er í
þremur herbergjum á 1. hæð húss-
ins. Er húsnæðið lélegt og vinnuað-
staða lögreglunnar ófullnægjandi
að sögn lögreglumanna. Fanga-
klefarnir eru I kjallara. Samtals
eru þar 10 klefar en aðeins 3 enn
í notkun, og þó aðallega tveir þeir
skástu. Þegar blaðamaður skoðaði
aðstöðuna á dögunum var vatn á
gólfi kjallarans og seytlaði það inn
í klefana. Jóhannes Þórðarson
yfirlögregluþjónn sagði að vatn
hefði lengið runnið inn í kjallar-
ann, en það hefði þó versnað um
allan helming þegar byggður var
stigagangur við húsið fyrir um 20
árum. Þessi stigagangur er mjög
illa farinn af steypuskemmdum,
mun verr en húsið sjálft sem þó
er þrisvar sinnum eldra. Sagði
Jóhannes að vatnið kæmi yfirleitt
bara inn í vorleysingum og haust-
rigningum. Hann sagðist ausa
vatninu upp á hverjum degi þegar
svo væri og í haust hefði hann
mest ausið 52 fötum (520 lítrum)
á dag, en aðra daga minna. Hann
sagði að vatnsaginn stæði yfirleitt
ekki i langan tlma og þornaði
kjallarinn upp á milli. Klefarnir
eru þröngir, en þó með hita, loft-
ræstingu og dýnum.
„Það er ekki hægt að halda uppi
eðlilegri löggæslu hérna með þess-
ari aðstöðu. Menn vita að þeir
verða ekki settir inn nema i algerri
neyð og geta því hagað sér eins
og þeir vilja,“ sagði Erlingur
óskarsson bæjarfógeti á Siglufirði
í samtali við Morgunblaðið þegar
rætt var við hann um fangelsis-
málin. Sagði hann að þetta væri
auðvitað ekki forsvaranlegt, enda
margbúið að skýra ráðuneytinu
frá því að menn væru ekki settir
þarna inn nema í algerri neyð, það
er að segja ef menn væru dýróðir
- sjálfum sér og öðrum hættulegir.
í staðinn væri reynt að fara með
menn heim til sín eða um borð í
skipin, en það væri oft á tíðum
stórhættulegt.
Erlingur sagði að húsnæðið
hefði verið dæmt ónýtt fyrir 7-8
árum, og hefði enn versnað síðan
vegna þess að ekki þætti borga sig
að henda peningum í viðhald á
ónýtu húsnæði. „Svona var þetta
fyrir þremur árum þegar ég kom
hingað. Það má ef til vill segja að
ég hafi verið allt of linur við að
fá úr þessu bætt, en ég hef talið
það svo augljóst að úr þessu yrði
bætt þegar menn hefðu skoðað
aðstöðuna. Mér finnst að raða eigi
cristal
vönduðu bresku
vegg-og gólfílísarnar
Steinprýði hf. hefur tekið við
umboði John Lindsay hf. á
Islandi fyrir hinar þekktu
framleiðsluvörur breska fyrir-
tækisins H & R Johnson
Tiles, og fyrirtækjanna A G
Tiles og Maw & Co.
Fyrirtækin eru þekkt fyrir
vandaða og fjölbreytta fram-
leiðslu á CRISTAL vegg- og
gólfflísum, auk fylgihluta og
margvíslegrar gjafavöru úr
gleri.
Verðið er hagstætt og í
sumum tilvikum lægra, en
áður hefur þekkst hér á landi.
Steinprýði hefur fyrirliggj-
andi sýnishom ásamt öllum
nánari upplýsingum, og
býður nýja viðskiptavini og
að sjálfsögðu gamla viðskipta-
menn velkomna.
Nýr umboðsmaður á Islandi
UmboAsmaður á Akureyri:
i: steinpryði hf.
I Stórhöföa 16 simi 83340-84780
Foreldra- og kennarafélag Réttarholtsskóla:
Vinstri beygja af
Reykjanesbraut á Bú-
staðaveg verði bönnuð
— Tæplega 14 þúsund bflar aka Bústaðaveg á dag
Morgunblaðinu hefur borist eftir-
farandi fréttatilkynning frá Foreldra-
og kennarafélagi Réttarholtsskóla:
„Á aðalfundi Foreldra- og kenn-
arafélags Réttarholtsskóla, sem
haldinn var í skólanum 28. október
síðastliðinn, urðu miklar umræður
um umferðarmál i skólahverfinu,
en auk venjulegra aðalfundarstarfa
voru umferðarmálin megin við-
fangsefni fundarins, einkum þær
breytingar er verða með tilkomu
Bústaðavegsbrúar yfir Kringlu-
mýrarbraut.
Fram kom á fundinum, að umferð
um Bústaðaveg hefur farið vaxandi
að undanförnu og er nú næstum
fjórtán þúsund bílar á dag við versl-
unarhúsið Grímsbæ, en var fyrir
fimm árum rösklega tiu þúsund
bílar á dag. Nemendur skólans
könnuðu umferð á Bústaðavegi 24.
október sl. og kom þá i ljós að á tíu
mínútum kl. 7.55 til 8.05 fóru 200
bílar um Bústaðaveg, eða 10 bílar
á mínútu. Bústaðavegur er mjó gata
með einni akrein í hvora átt.
Á fundinum var samþykkt svo-
hljóðandi tillaga:
„Aðalfundur Foreldra- og kenn-
arafélags Réttarholtsskóla, haldinn
28. október 1985, lýsir áhyggjum
vegna fyrirsjáanlegrar stóraukn-
ingar umferðar á Bústaðavegi með
tilkomu brúar yfir Kringlumýrar-
braut. Fundurinn bendir á, að gíf-
urleg umferð er nú um Bústaðaveg,
allt að fjórtán þúsund bílar á dag,
og er þar alls ekki á bætandi. Tekur
fundurinn undir þá tillögu Um-
ferðarnefndar Reykjavíkur, að
banna beri vinstri beyju af Reykja-
nesbraut (Beiðholtsbraut) inn á
Bústaðaveg."
Mörg önnur atriði í tengslum við
umferðarmál voru rædd á fundin-
um, m.a. aðkoman að skólanum frá
Réttarholtsvegi, þar sem lagfær-
inga er þörf. Valgarð Briem for-
maður Umferðarnefndar Reykja-
víkur kom á fundinn og svaraði
fjölmörgum spurningum fundar-
manna. Einnig komu til fundarins
fulltrúar Foreldrafélaga i Breiða-
gerðisskóla og Fossvogsskóla. Á
fundinum voru einnig ítrekuð til-
mæli Foreldrafélagsins til borgar-
yfirvalda, um að viðhaldi skólans
verði betur sinnt en verið hefur, en
skólahúsið er hriplekt, og liggur
undir skemmdum af þeim sökum.
Aðalfundinum var flutt skýrsla
stjórnar og ný stjórn kjörin, en
hana skipa: Eiður Guðnason. for-
maður, Þórdís Bjarnadóttir, óli H.
Þórðarson, Ragnhildur Jóhannes-
dóttir, ólafur Þorsteinsson og
Sveinn G. Sigurjónsson. Af hálfu
kennara sitja i stjórn félagsins
Haraldur Finnsson, skólastjóri og
kennararnir Frfða Ásbjörnsdóttir
og Gunnar Páll Jóakimsson."
Borgarnes:
Grohe-skákmótið
hefst á morgun
Hið árlega Grohe-skákmót í Bor-
garnesi verður haldið sunnudaginn
10. nóvember nk. í Hótel Borgarnesi.
Mótið hefst klukkan 13 og lýkur
um klukkan 21. Tefldar verða 11
umferðir og er umhugsunartími 15
mínútur á skák fyrir hvorn kepp-
anda.
Þátttaka er öllum heimil. Þátt-
tðkugjald er krónur 250 og er þá
innifalið miðdegiskaffi.
Þýsk-íslenska verslunarfélagið
gefur verðlaun á mót þetta, bæði
bikar og verðlaunapeninga.
(Fréttatilkynning)