Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 17
28G t saaMa/OM .v auoAauTMMia .oiaAjavruofloi/ 91 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1985................................... ^7 Morgunblaöið/HBj Lögreglustöðin á Siglufirði. Fangaklefarnir eru i kjallaranum og eru hlerar fyrir gluggum þeirra eins og sjá má. Lögreglustöðin er á 1. hsðinni. Fyrir- i hugað er að innrétta 2. hæðina til bráðabirgða fyrir fangageymslur. •li" ðs i ' verkefnum á þessu sviði eftir þörf m! en ekki pólitík. Bæjarfógetar og sýslumenn eiga ekki að þurfa að fara þá leiðina til að fá byggðar ðiC lögreglustöðvar og embættisskrif- 8-Y stofur,“ sagði Erlingur. ns' sif Sagði Erlingur að undanfarin ár i> hefði staðið til að hús fyrir starf- s? semina yrði byggt við bæjarskrif- stofurnar en það hefði ekki verið fyrr en nýlega að endanlega varð ljóst að það fengist ekki samþykkt. Hefðu orðið tafir á framkvæmdum ió- þess vegna. Sagðist Erlingur von- ös ast til að þessi mál stæðu nú til bj. bóta. Embættið væri búið að fá lóð að Gránugötu 4-6 og yrði byrjað að teikna húsið á næstunni. Hann sagði að þar væri gert ráð fyrir 200 fermetra húsi á tveimur hæð- um, fyrir lögreglustöð, bifreiðaeft- irlit og tollgæslu á neðri hæðinni og skrifstofu embættisins, skjala- geymslur og fleira á efri hæðinni. Sagði hann stefnt að því að teikn- ingar yrðu til fyrir vorið þannig að hægt yrði að bjóða verkið út og hefja framkvæmdir á næsta ári. Hann sagði þó að fjármögnun væri ekki tryggð og óvíst hvernig þau mál skipuðust. Hann sagði að mögulegt ætti að vera að ljúka neðri hæðinni fyrst, vegna þess að þörfin þar væri brýnust, enda væri þetta ekki dýrt hús. Skólabörn nm allt land munu um næstu helgi ganga ( hús og selja hvfta penna og verður ágóðanum ráðstafað f þágu aldraðra. Alls verður hundrað þúsund pennum dreift um landið og verður hver þeirra seldur á eitt hundrað krónur. „Æskan þakkar öldruðum“: Skólabörn um allt land selja penna til styrktar öldruðum SKÓLABÖRN um allt land munu um næstu helgi ganga í hús og selja penna undir kjörorðinu „Æskan þakkar öldruðum", en ágóða af sölu pennanna verður varið í þágu aldraðra i landinu. „Takmarkið er að selja 100.000 penna á 100 krónur stykkið, og safna þannig tíu milljónum," sagði Guðmundur Einarsson fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar á blaðamannafundi sem boðað var til nú í vikunni. Sagði Guðmundur, að átta fram- kvæmdanefndir hefðu verið settar á laggirnar, sin í hverjum lands- hluta og að í hverri nefnd ætti sæti einn fulltrúi frá ASÍ, einn frá Stéttarsambandi bænda og einn frá Þjóðkirkjunni. Hjálparstofnun kirkjunnar hef- ur séð um skipulagningu þessa átaks og gerði það að beiðni ASÍ, Lífeyrisþegadeildar BSRB, Sjó- mannasamtakanna, Stéttarfélaga bænda og þjóðkirkjunnar. Guðmundur Einarsson sagði að pennunum hefði þegar verið dreift í skóla á landsbyggðinni en dreif- ing á Stór-Reykjavíkursvæðinu færi fram á föstudag. „Undirtektir hafa hvarvetna verið mjög góðar,“ sagði Guðmundur, „en fram- kvæmdanefndirnar skipuleggja sölu pennanna með skólastjórum og fræðslustjórum á hverju svæði og sjá síðan um ráðstöfun söfnun- arfjár á viðkomandi svæði í þágu aldraðra. Þess má geta að þegar hefur verið ákveðið að það sem safnast í Reykjavík mun renna til Hjúkrunarheimilis aldraðra sem samtökin Skjól standa fyrir bygg- ingu á að Kleppsvegi 64. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadótt- ir, tók fyrstu skólfustunguna að hjúkrunarheimilinu 23. ágúst síð- astliðinn. Pennar þeir sem hér um ræðir eru hvítir að lit og eru ekki fáan- legir í verslunum, en í næstu viku verður hafist handa við að selja þá í fyrirtækjum. „Auk þess að vera gagnlegir, eru þessir pennar táknrænir og hver sá sem ber slík- an penna sýnir stuðning við aldr- aða í þjóðfélaginu,“ sagði Guð- mundur Einarsson framkvæmda- stjóri Hjálparstofnunar kirkjunn- ar að endingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.