Morgunblaðið - 07.11.1985, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1985
21
BAB:
Nýtt bindi
í Sögu
mannkyns
BÓKAKLÚBBUR Almenna bókafé-
lagsins hefur sent frá sér 6. bindié
af Sögu mannkyns. Þad fjallar um
síðmiðaldir í Evrópu, tímabilið
1300—1500 og ber heitið Evrópa við
tímamót. Höfundurinn er Kire
Lunden, prófessor við hiskólann I
Osló, og þýðandi Snæbjörn Jóhanns-
son, cand. mag.
í fréttatilkynningu frá utgef-
anda segir:
„Þetta tímabil síðast á miðöld-
um er eitt hið einkennilegasta sem
yfir Evrópu hefur gengið. Léns-
skipulagið var að hrynja til grunna
sem stafaði af því að lénsmanna-
stéttin kaus að leggja fjármagn
sitt i stríðsrekstur til að efla
samfélagsstöðu sína í stað þess að
leggja það í atvinnutækin. Bændur
voru félausir og áhugalausir vegna
þess hve lítið þeir báru úr býtum.
Afleiðingin var einhver harðasta
kreppa sem yfir Evrópu hefur
dunið og fólksfækkun um 50—
60%.
Minnkandi tekjur lénsmann-
anna leiddi til innbyrðis ófriðar
sem gerði þesssa stétt máttlitla.
Konungsvaldið styrkist við það og
samfara auknum samskiptum
milli þjóða og við aðrar heimsálfur
kom ný stétt til sögunnar, borgara-
stéttin (kaupmenn og iðnaðar-
menn) og bendir fram til þess sem
koma skal.
Samfara þessu þróuðust listir í
Evrópu ekki síst byggingar- og
myndlist eins og glöggt kemur
fram í myndaefni bókarinnar.
Þetta bindi Sögu mannkyns
byggir mjög á nýjustu rannsókn-
um bæði varðandi mannfjölda og
efnahagsslíf og tengir þær síðari
tíma rannsóknum á öðrum svið-
um.“
Þetta 6. bindi af Sögu mannkyns
er með bóka- og nafnaskrá 272
bls. að stærð. Bókin er sett og
filmutekin í Prentsmiðjunni Odda,
en prentuð og bundið í Belgíu.
Ákæra á hendur
útvarpsmönnum:
BÍ lýsir
andstöðu
við mála-
tilbúnaðinn
Á FUNDI í stjórn Blaðamannafélags
íslands sem haldinn var 31. október
sl. var gerð eftirfarandi samþykkt:
„Stjórn Blaðamannafélags ís-
lands harmar að málarekstur gegn
forystumönnum starfsmannafé-
laga Ríkisútvarpsins hafi gengið
svo langt, að gefnar hafa verið út
opinberar ákærur á hendur þeim
fyrir að grípa til mótmælaaðgerða,
eftir lýðræðislega ákvörðun starfs-
mannafélaganna í kjaradeilu sinni
i október á síðasta ári. Stjórnin
lýsir andstöðu sinni við þennan
málatilbúnað frá upphafi og dreg-
ur mjög í efa réttmæti þess að láta
ágreiningsmál í kjaradeilu sæta
meðferð af þessu tagi.“
Cterkurog
hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Þorskalýsi eða ufsalýsi frá Lýsi hf.
- - - hesilsainnar veema
ARGUS«€>
YSI
Lýsi hf. Grandavegi 42, Reykjavik
PÓSTSENDUM
140 cm. — 152 cm. Kr. 3.995.- 164 cm. — 176 cm. Kr. 4.550.- S — XL kr. 4.988.-
VENDIÚLPUR
2 litir í einni!
sem gefur 6 möguleika.
(T.d. hægt að taka ermar af!)
« hununel
ÁRMÚLA 38
SfMI 83555.