Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1985 21 BAB: Nýtt bindi í Sögu mannkyns BÓKAKLÚBBUR Almenna bókafé- lagsins hefur sent frá sér 6. bindié af Sögu mannkyns. Þad fjallar um síðmiðaldir í Evrópu, tímabilið 1300—1500 og ber heitið Evrópa við tímamót. Höfundurinn er Kire Lunden, prófessor við hiskólann I Osló, og þýðandi Snæbjörn Jóhanns- son, cand. mag. í fréttatilkynningu frá utgef- anda segir: „Þetta tímabil síðast á miðöld- um er eitt hið einkennilegasta sem yfir Evrópu hefur gengið. Léns- skipulagið var að hrynja til grunna sem stafaði af því að lénsmanna- stéttin kaus að leggja fjármagn sitt i stríðsrekstur til að efla samfélagsstöðu sína í stað þess að leggja það í atvinnutækin. Bændur voru félausir og áhugalausir vegna þess hve lítið þeir báru úr býtum. Afleiðingin var einhver harðasta kreppa sem yfir Evrópu hefur dunið og fólksfækkun um 50— 60%. Minnkandi tekjur lénsmann- anna leiddi til innbyrðis ófriðar sem gerði þesssa stétt máttlitla. Konungsvaldið styrkist við það og samfara auknum samskiptum milli þjóða og við aðrar heimsálfur kom ný stétt til sögunnar, borgara- stéttin (kaupmenn og iðnaðar- menn) og bendir fram til þess sem koma skal. Samfara þessu þróuðust listir í Evrópu ekki síst byggingar- og myndlist eins og glöggt kemur fram í myndaefni bókarinnar. Þetta bindi Sögu mannkyns byggir mjög á nýjustu rannsókn- um bæði varðandi mannfjölda og efnahagsslíf og tengir þær síðari tíma rannsóknum á öðrum svið- um.“ Þetta 6. bindi af Sögu mannkyns er með bóka- og nafnaskrá 272 bls. að stærð. Bókin er sett og filmutekin í Prentsmiðjunni Odda, en prentuð og bundið í Belgíu. Ákæra á hendur útvarpsmönnum: BÍ lýsir andstöðu við mála- tilbúnaðinn Á FUNDI í stjórn Blaðamannafélags íslands sem haldinn var 31. október sl. var gerð eftirfarandi samþykkt: „Stjórn Blaðamannafélags ís- lands harmar að málarekstur gegn forystumönnum starfsmannafé- laga Ríkisútvarpsins hafi gengið svo langt, að gefnar hafa verið út opinberar ákærur á hendur þeim fyrir að grípa til mótmælaaðgerða, eftir lýðræðislega ákvörðun starfs- mannafélaganna í kjaradeilu sinni i október á síðasta ári. Stjórnin lýsir andstöðu sinni við þennan málatilbúnað frá upphafi og dreg- ur mjög í efa réttmæti þess að láta ágreiningsmál í kjaradeilu sæta meðferð af þessu tagi.“ Cterkurog hagkvæmur auglýsingamiðill! Þorskalýsi eða ufsalýsi frá Lýsi hf. - - - hesilsainnar veema ARGUS«€> YSI Lýsi hf. Grandavegi 42, Reykjavik PÓSTSENDUM 140 cm. — 152 cm. Kr. 3.995.- 164 cm. — 176 cm. Kr. 4.550.- S — XL kr. 4.988.- VENDIÚLPUR 2 litir í einni! sem gefur 6 möguleika. (T.d. hægt að taka ermar af!) « hununel ÁRMÚLA 38 SfMI 83555.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.