Morgunblaðið - 07.11.1985, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1985
29
Finnum svar
við geim-
vopnum Banda-
ríkjamanna
— segir Sokolov
MoHkvu, 6. uóvember. AP.
SERGEI L Sokolov marskálkur,
varnarmálaráðherra Sovétríkjanna,
hélt því fram í gær, að Bandaríkja-
menn gerðu sig seka um brot á
svonefndum SALT II-samningi um
takmarkanir á vígbúnaði, ef þeir létu
verða af því að framleiða tvær nýjar
tegundir kjarnorkuflauga, það er
MX og Midgetman.
Þetta kom fram í grein, sem
Sokolov skrifaði i Pravda, málgagn
sovézka kommúnistaflokksins. Þar
hélt hann því fram, að með því að
búa til “geimárásarvopn", væru
Bandaríkin að draga úr “eigin
öryggi" og auka á hættuna á styrj-
öld. Itrekaði hann fyrri yfirlýsing-
ar Sovétmanna um að “finna full-
nægjandi svar“.
Svo virtist sem tilgangurinn
með grein Sokolovs væri að svara
staðhæfingum Caspars Weinberg-
er, varnarmálaráðherra Banda-
ríkjanna frá því 22. október sl. um,
að Sovétríkin væru að brjóta
ákvæði SALT II samningsins með
því að setja upp nýjar kjarnorku-
flaugar af tegundinni SS-25.
Líbería:
AP/Símamynd
Bjargað úr bálinu
Fyrir nokkrum dögum kom eldur upp í húsi, sem notað hefur verið sem kvennaathvarf, í Boston í Bandaríkj-
unum og brunnu inni kona og barn. Slökkviliðsmönnum tókst að bjarga mörgum og þar á meðal þessu barni,
sem hér er verið að blása lífi (.
Noregur:
Gengur hvorki
né rekur í
fiskveiðiviðræð-
um við EB
Osló. 6. nóvember. Frá Jan Erik Uure,
frétUríUra Morgunblaósins.
SÍLDAR- og makríl-kvóti Norð-
manna veldur því, að erfitt getur
reynst að ná saman endum í fisk-
veiðisamningunum við Evrópu-
bandalagið. Fyrsta fundinum, sem
haldinn var í Osló, lauk án þess að
nokkuð miðaði, og munu samninga-
nefndirnar koma saman á nýjan leik
í Briissel 27. og 28. þ.m.
Síldarkvótinn er ásteytingar-
steinninn — eins og vanalega.
Heildaraflakvótinn hefur enn ekki
verið ákveðinn, en í samningavið-
ræðunum var miðað við 450—
500.000 tonn fyrir allt Norðursjáv-
ar-svæðið og Ermarsund. í fyrra
var kvótinn 400.000 tonn.
Tilboð EB Norðmönnum til
handa hljóðaði upp á 20% af kvót-
anum, en því var hafnað. Er búist
við, að Norðmenn fari fram á
30—40%, eða sama og í fyrra.
Neita að taka
sæti á þingi
— deilt um misferli í kosningum
Monrovia, Líberiu, 5. nóvember. AP.
ALLIR þrfr stjórnarandstöðuflokk-
arnir í Líberíu hafa neitað að taka
sæti á þinginu vegna misferlis í nýaf-
stöðnum kosningum. Kosningarnar
stóðu yfir frá 15. til 19. október.
Kosninganefndin tilkynnti þá að
Samuel K. Doe hefði verið kosinn
forseti með 50,9 prósentum atkvæða
og þjóðernisflokkur hans hefði hlotið
72 af 90 þingsætum á löggjafar-
þinginu.
Formaður eins stjórnarand-
3töðuflokkanna, sameiningar-
flokks Líberíu, Lesli Green, krafð-
ist þess í tilkynningu til frétta-
manna að kosninganefndin drægi
kosninganiðurstöður sinar til baka
og efndi til nýrra kosninga innan
fjögurra vikna. Hann fór einnig
fram á að erlendir aðilar fengju
að fylgjast með framgangi þeirra
kosninga.
Réð misheppnað ást-
arævintýri ákvörð-
un Yurchenkos?
Washington, 6. nóvember. AP.
VERA kann, að sovézki KGB-maö-
urinn Vitaly Yurchenko hafi í raun
beiðst hælis á Vesturlöndum til
þess að vera í nágrenni við vinkonu
sína í Kanada og hafi síðan ákveðið
að snúa aftur heim til Sovétríkj-
anna, er ástarævintýrið fór út um
þúfur.
Kona þessi var eiginkona
sovézks sendistarfsmanns, sem
hafði aðsetur í Kanada. Ekki er
vitað, hvort Yurchenko kynntist
konunni heima í Moskvu eða þá
fyrst, er hann var orðinn yfir-
maður KGB í Bandaríkjunum og
Kanada. „Hún var hrifin af
honum sem njósnara en ekki sem
landflótta Sovétmanni," var haft
eftir leyniþjónustumanni í dag.
Er talið, að það hafi að minnsta
kosti átt verulegan þátt í þeirri
ákvörðun Yurchenkos að snúa
heim, er konan sneri við honum
bakinu. Sjálfur á Yurchenko
eiginkonu og son í Sovétríkjun-
um.
Yurchenko lýsti því yfir í dag
í návist bandarískra embættis-
manna, að hann væri ekki neydd-
ur til þess að snúa heim af
sovézkum erindrekum í Banda-
ríkjunum. Rétti hann upp hönd-
ina líkt og sigursæll hnefaleika-
maður, þegar hann gekk út úr
bandaríska utanríkisráðuneyt-
inu í Washington og hrópaði til
fréttamanna, sem þar biðu: „Já,
ég fer heim.“
Charles Redman, talsmaður
utanríkisráðuneytisins, sagði, að
ákvörðun Yurchenkos hefði virzt
„afar persónuleg". Er hann kom
í ráðuneytið, voru fjórir sovézkir
sendistarfsmenn með honum,
þeirra á meðal læknir. Að við-
talinu loknu lýsti utanríkisráðu-
neytið því yfir, að Yurchenko
væri frjálst að halda heim til
Sovétríkjanna.
“Markmiðið með þessum fundi
var aö fá fullvissu um, að það
væri í raun og veru vilji Yur-
chenkos að snúa aftur heim til
Sovétríkjanna og að hann tæki
þá ákvörðun af fúsum og frjáls-
um vilja,“ sagði Redman.
ÚRVALS AMERÍSK HEIMILISTÆKl
ELECTRIC
BRAUÐRIST
íSÁWARNýJJ^
ICJÖTHNÍFUR
rafmagns
/fiitaiVrís^
Fullkomin varahluta-
og vidgerðaþjónusta
HEIMILIS- OG RAFTÆKIADEILD
IhIHEKLAHF
*■ LAUGAVEGI 170- 172 SÍMAR 1168> 21240
CÓSAHNÍFUR