Morgunblaðið - 07.11.1985, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1985
31
AP/Slmamynd
Létt í spori
Karl Bretaprins og Diana prinsessa sjást hér stíga dans í Melbourne
í Ástralíu. Mynd þessi var tekin fyrir nokkrum dögum I veizlu, sem
haldin var þeim til heidurs.
Noregur:
Suður-Afríka:
Botha virðir úrskurð
dómstóla að vettugi
Neitar að afhenda Bösak vegabréf hans
Jóhannesarborg, 5. nóvember. AP.
STOFFEL Botha, innanríkisráö-
herra, virti úrskurði dómstóla að
vettugi í dag og neitaði að afhenda
kunnum stjórnarandstzeðingi, prest-
inum Allan Bösak, vegabréf sitt, að
sögn rikisútvarpsins.
Dómstóll í Malmesbury úrskurð-
aði að Bösak mætti fara til Sví-
þjóðar og Bandaríkjanna, en Botha
ákvað að hundsa dómstólinn. Bös-
ak hugðist taka á móti sérstakri
viðurkenningu i Bandaríkjunum,
sem kennd er við Robert Kennedy,
og veitt er fyrir störf að mann-
réttindamálum.
Bösak var handtekinn 27. ágúst,
kvöldið fyrir fyrirhugaða mót-
mælagöngu, sem hann skipulagði
um götur Höfðaborgar. Ætlan
göngumanna var að krefjast frels-
is Nelsons Mandela, blökkumanna-
leiðtoga. í gær felídi dómstóllinn
ANATOLY Karpov sigraði í 22. skák-
inni I heimsmeistaraeinvíginu við
Garri Kasparov. Gaf sá síðarnefndi
skákina í morgun, án þess að tefla
hana frekar.
Kasparov hefur þó enn forystu
í einvíginu með 11% vinning, en
Karpov er með 10%. Kasparov
þarf að ná tveimur jafnteflum eða
að fá einn vinning í þeim tveimur
skákum, sem eftir eru af einvíginu
í Malmesbury niður ýmis ákvæði
úr ákæru á hendur Bösak svo hann
gæti skroppið til Bandaríkjanna
þar sem fyrir lágu loforð um að
hann mundi snúa heim aftur áður
en mál hans yrði tekið fyrir.
Stjórn Suður-Afríku ákvað í dag
rannsókn á meintum brotum
blaðsins The Cape Times á banni
við fréttaflutningi af óeirðum í
landinu. Viðtal blaðsins í gær við
Oliver Tambo, leiðtoga skæruliða,
sem berjast gegn stjórninni, fellur
þar undir, að sögn embættis-
manna. Stjórnin sætir mikilli
gagnrýni heima fyrir og í útlönd-
um fyrir fréttabann sitt. Ritstjóri
The Cape Times segir viðtalið birt
þar sem það var mat hans að birt-
ingin væri í þágu friðarumleitana
til þess að sigra og hljóta heims-
meistaratitilinn. Karpov þarf hins
vegar að fá 1 % vinning og myndi
þá halda heimsmeistaratitlinum á
jöfnu.
Áformað var að tefla 23. skákina
á morgun, fimmtudag. Talið var
þó í dag, að sovézka skáksamband-
ið kynni að fresta henni, sökum
þess að á morgun, 7. nóvember, er
þjóðhátíðardagur Sovétríkjanna.
Afríku síðustu daga. f morgun
sagðist lögreglan hafa fellt tvo
blökkumenn, sem voru í hópi
manna, sem gerðu árás að lög-
reglubifreiðum í gærkvöldi.
UNESCO.
Deilt um
áheyrnar-
fulltrúa
Parifl, 5. nóvember. AP.
FULLTRUAR Búlgaríu hafa ákveðiö
að láta framkvsmdastjórn UNESCO
skera úr um það hvort þjóðir sem
hafa dregið sig út úr samtökunum
skuli hafa áheyrnarfulltrúa á ráð-
stefnu Menningar- og vísindastofn-
unar Sameinuöu þjóðanna (UNES-
CO) sem nú fer fram í Soffu.
Ákvörðun þessi er tekin með
tilliti til Bandaríkjanna, sem
gengu úr UNESCO í lok ársins
1984, en gæti einnig haft áhrif á
afstöðu Bretlands sem hefur hótað
að segja sig úr samtökunum í lok
þessa árs nema gerðar verði breyt-
ingar á verkefnastjórn samtak-
anna og aðalstjórn. Nokkrar þjóðir
þriðja heimsins, en þriðjaheims-
þjóðir hafa meirihluta í stjórn
UNESCO, hafa lýst sig andvígar
því að þjóðir er hafa dregið sig út
úr samtökunum hafi þar áheyrn-
arfulltrúa.
í Suður-Afríku.
Róstusamt hefur verið í Suður-
Kasparov gaf skákina
Moskvu, 6. nóvember. AP.
*
Utgerðarmenn ugg-
andi um að missa
S-Afríku-flutninga
Osló, 6. nóvember. Frá !»■> Krik Laure, fréCUriUra Moripinblaósins.
NORSKIR útgerðarmenn skjálfa nú
á beinunum af hræðslu við að stjórn-
in geri alvöni úr ráðagerðum um
skráningu norskra flutningaskipa
sem hafa viðkomu í Suður-Afríku.
Fyrirmæli um skráningu mundu
hafa svipuð áhrif og bann við komu
skipanna til Iandsins. Mundi þetta
koma sér enn verr en bann á olíu-
flutninga þangað og hafa í för með
sér um 10% samdrátt í vöruflutn-
ingum norskra skipa, að sögn
David Vikören, forstjóra sam-
bands skipafélaganna.
Samkvæmt bandarískri skýrslu,
sem sambandið lét gera, mun beint
tjón norsku skipafélaganna nema
milli 700 og 900 milljónum n. kr.,
verði þau af flutningunum til
Suður-Afríku. En óbeint munu þau
tapa mun stærri fjárhæðum, þar
sem við bætast flutningar til Jap-
ans og Bandaríkjanna, sem tengj-
ast þessum siglingum. Kann tjónið
því að verða u.þ.b. þrefalt meira
en fyrrnefndar tölur segja til um.
Norskir útgerðarmenn hafa svo
sem ekkert á móti skráningu skip-
anna einni saman. Það er hins
vegar talið víst, að skýrt verði frá
því opinberlega, hvaða skip stunda
Suðnr-Afrlku-siglingarnar, og það
getur komið sér illa, þar sem menn
vilja ekkert við þetta land kannast
eða „vini“ þess. Gæti það t.d. haft
það í för með sér, að norsk olíu-
flutningaskip yrðu af olíuflutning-
um frá Persaflóaríkjunum og öðr-
um ríkjum í þeim heimshluta.
Vikören forstjóri hefur bent á,
að kreppuástand ríki nú hjá norsk-
um skipafélögum. Á þessu ári einu
saman hafi 56 skip verið seld úr
landi eða skráð erlendis, og þar
hafi norska ríkinu tapast drjúgar
skattatekjur.
ísraelar á förum
frá Líbanon?
Tel Aviv, 5. névember. AP.
ANTOINE Lahd, leiðtogi herskás flokks Líbana, sem ísraelar styðja að
málum, sagði í dag að verið gæti að ísraelar fari frá suðurhluta Líbanon,
landamærum Líbanon og ísraels á
ef allt verður með kyrrum kjörum a
næstunni.
Lahd sagði ekkert um hvenær
ísraelar hygðust kalla liðsafla sinn
burt, en það væri undir Sýrlend-
ingum komið.
Hussein, Jórdaníukonungur,
lýsti yfir því í dag að ísraelar og
Bandaríkjamenn hefðu staðið í
vegi fyrir því að tilraunir sínar til
að miðla málum fyrir botni Mið-
jarðarhafs bæru árangur. Hussein
er í opinberri heimsókn í Lúxem-
borg og flutti ræðu fyrir þinginu
þar í dag.
í ræðunni sagði Hussein að
ógjörningur væri að koma á friði
í Miðausturlöndum, svo lengi sem
þessi tvö ríki neituðu að viður-
kenna að Frelsissamtök Palestínu
(PLO) væru lögmætur fulltrúi
Palestínumanna.
Verðsamanburður
á Subaru-
varahlutum
NP-varahlutir Ingvar Helgason hf.
Kúplingspressa Bílvangur - umboðið - Mismunur
í 1600 og 1800 Kúplingsdiskur kr. 4.725,-* kr. 2.282,- kr. 2.443,-
í1600 ' Kúplingsdiskur kr. 2.152,- kr. 1.551,- kr. 601,-
í 1800 Kúplingslega kr. 2.915,- kr. 1.869,- kr. 1.046,-
í 1600 og 1800 kr. 487,- kr. 460,- kr. 27,-
*Auglýst verö kr. 2.475,- er í Subaru 1300, en sá bíll er
ekki og hefur aldrei veriö fluttur til landsins.
Þad er tveggja ára ábyrgö á Subaru. Ábyrgðin fellur
þó niöur séu ekki einvörðungu notaöir Subaru-vara-
hlutir. Foröist eftirlíkingar. Það tryggir hámarksend-
ingu og örugga endursölu.
INGVAR HELGASON HF.
Varahlutaverslunín Rauöageröi, sími 84510-11