Morgunblaðið - 07.11.1985, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 07.11.1985, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1985 31 AP/Slmamynd Létt í spori Karl Bretaprins og Diana prinsessa sjást hér stíga dans í Melbourne í Ástralíu. Mynd þessi var tekin fyrir nokkrum dögum I veizlu, sem haldin var þeim til heidurs. Noregur: Suður-Afríka: Botha virðir úrskurð dómstóla að vettugi Neitar að afhenda Bösak vegabréf hans Jóhannesarborg, 5. nóvember. AP. STOFFEL Botha, innanríkisráö- herra, virti úrskurði dómstóla að vettugi í dag og neitaði að afhenda kunnum stjórnarandstzeðingi, prest- inum Allan Bösak, vegabréf sitt, að sögn rikisútvarpsins. Dómstóll í Malmesbury úrskurð- aði að Bösak mætti fara til Sví- þjóðar og Bandaríkjanna, en Botha ákvað að hundsa dómstólinn. Bös- ak hugðist taka á móti sérstakri viðurkenningu i Bandaríkjunum, sem kennd er við Robert Kennedy, og veitt er fyrir störf að mann- réttindamálum. Bösak var handtekinn 27. ágúst, kvöldið fyrir fyrirhugaða mót- mælagöngu, sem hann skipulagði um götur Höfðaborgar. Ætlan göngumanna var að krefjast frels- is Nelsons Mandela, blökkumanna- leiðtoga. í gær felídi dómstóllinn ANATOLY Karpov sigraði í 22. skák- inni I heimsmeistaraeinvíginu við Garri Kasparov. Gaf sá síðarnefndi skákina í morgun, án þess að tefla hana frekar. Kasparov hefur þó enn forystu í einvíginu með 11% vinning, en Karpov er með 10%. Kasparov þarf að ná tveimur jafnteflum eða að fá einn vinning í þeim tveimur skákum, sem eftir eru af einvíginu í Malmesbury niður ýmis ákvæði úr ákæru á hendur Bösak svo hann gæti skroppið til Bandaríkjanna þar sem fyrir lágu loforð um að hann mundi snúa heim aftur áður en mál hans yrði tekið fyrir. Stjórn Suður-Afríku ákvað í dag rannsókn á meintum brotum blaðsins The Cape Times á banni við fréttaflutningi af óeirðum í landinu. Viðtal blaðsins í gær við Oliver Tambo, leiðtoga skæruliða, sem berjast gegn stjórninni, fellur þar undir, að sögn embættis- manna. Stjórnin sætir mikilli gagnrýni heima fyrir og í útlönd- um fyrir fréttabann sitt. Ritstjóri The Cape Times segir viðtalið birt þar sem það var mat hans að birt- ingin væri í þágu friðarumleitana til þess að sigra og hljóta heims- meistaratitilinn. Karpov þarf hins vegar að fá 1 % vinning og myndi þá halda heimsmeistaratitlinum á jöfnu. Áformað var að tefla 23. skákina á morgun, fimmtudag. Talið var þó í dag, að sovézka skáksamband- ið kynni að fresta henni, sökum þess að á morgun, 7. nóvember, er þjóðhátíðardagur Sovétríkjanna. Afríku síðustu daga. f morgun sagðist lögreglan hafa fellt tvo blökkumenn, sem voru í hópi manna, sem gerðu árás að lög- reglubifreiðum í gærkvöldi. UNESCO. Deilt um áheyrnar- fulltrúa Parifl, 5. nóvember. AP. FULLTRUAR Búlgaríu hafa ákveðiö að láta framkvsmdastjórn UNESCO skera úr um það hvort þjóðir sem hafa dregið sig út úr samtökunum skuli hafa áheyrnarfulltrúa á ráð- stefnu Menningar- og vísindastofn- unar Sameinuöu þjóðanna (UNES- CO) sem nú fer fram í Soffu. Ákvörðun þessi er tekin með tilliti til Bandaríkjanna, sem gengu úr UNESCO í lok ársins 1984, en gæti einnig haft áhrif á afstöðu Bretlands sem hefur hótað að segja sig úr samtökunum í lok þessa árs nema gerðar verði breyt- ingar á verkefnastjórn samtak- anna og aðalstjórn. Nokkrar þjóðir þriðja heimsins, en þriðjaheims- þjóðir hafa meirihluta í stjórn UNESCO, hafa lýst sig andvígar því að þjóðir er hafa dregið sig út úr samtökunum hafi þar áheyrn- arfulltrúa. í Suður-Afríku. Róstusamt hefur verið í Suður- Kasparov gaf skákina Moskvu, 6. nóvember. AP. * Utgerðarmenn ugg- andi um að missa S-Afríku-flutninga Osló, 6. nóvember. Frá !»■> Krik Laure, fréCUriUra Moripinblaósins. NORSKIR útgerðarmenn skjálfa nú á beinunum af hræðslu við að stjórn- in geri alvöni úr ráðagerðum um skráningu norskra flutningaskipa sem hafa viðkomu í Suður-Afríku. Fyrirmæli um skráningu mundu hafa svipuð áhrif og bann við komu skipanna til Iandsins. Mundi þetta koma sér enn verr en bann á olíu- flutninga þangað og hafa í för með sér um 10% samdrátt í vöruflutn- ingum norskra skipa, að sögn David Vikören, forstjóra sam- bands skipafélaganna. Samkvæmt bandarískri skýrslu, sem sambandið lét gera, mun beint tjón norsku skipafélaganna nema milli 700 og 900 milljónum n. kr., verði þau af flutningunum til Suður-Afríku. En óbeint munu þau tapa mun stærri fjárhæðum, þar sem við bætast flutningar til Jap- ans og Bandaríkjanna, sem tengj- ast þessum siglingum. Kann tjónið því að verða u.þ.b. þrefalt meira en fyrrnefndar tölur segja til um. Norskir útgerðarmenn hafa svo sem ekkert á móti skráningu skip- anna einni saman. Það er hins vegar talið víst, að skýrt verði frá því opinberlega, hvaða skip stunda Suðnr-Afrlku-siglingarnar, og það getur komið sér illa, þar sem menn vilja ekkert við þetta land kannast eða „vini“ þess. Gæti það t.d. haft það í för með sér, að norsk olíu- flutningaskip yrðu af olíuflutning- um frá Persaflóaríkjunum og öðr- um ríkjum í þeim heimshluta. Vikören forstjóri hefur bent á, að kreppuástand ríki nú hjá norsk- um skipafélögum. Á þessu ári einu saman hafi 56 skip verið seld úr landi eða skráð erlendis, og þar hafi norska ríkinu tapast drjúgar skattatekjur. ísraelar á förum frá Líbanon? Tel Aviv, 5. névember. AP. ANTOINE Lahd, leiðtogi herskás flokks Líbana, sem ísraelar styðja að málum, sagði í dag að verið gæti að ísraelar fari frá suðurhluta Líbanon, landamærum Líbanon og ísraels á ef allt verður með kyrrum kjörum a næstunni. Lahd sagði ekkert um hvenær ísraelar hygðust kalla liðsafla sinn burt, en það væri undir Sýrlend- ingum komið. Hussein, Jórdaníukonungur, lýsti yfir því í dag að ísraelar og Bandaríkjamenn hefðu staðið í vegi fyrir því að tilraunir sínar til að miðla málum fyrir botni Mið- jarðarhafs bæru árangur. Hussein er í opinberri heimsókn í Lúxem- borg og flutti ræðu fyrir þinginu þar í dag. í ræðunni sagði Hussein að ógjörningur væri að koma á friði í Miðausturlöndum, svo lengi sem þessi tvö ríki neituðu að viður- kenna að Frelsissamtök Palestínu (PLO) væru lögmætur fulltrúi Palestínumanna. Verðsamanburður á Subaru- varahlutum NP-varahlutir Ingvar Helgason hf. Kúplingspressa Bílvangur - umboðið - Mismunur í 1600 og 1800 Kúplingsdiskur kr. 4.725,-* kr. 2.282,- kr. 2.443,- í1600 ' Kúplingsdiskur kr. 2.152,- kr. 1.551,- kr. 601,- í 1800 Kúplingslega kr. 2.915,- kr. 1.869,- kr. 1.046,- í 1600 og 1800 kr. 487,- kr. 460,- kr. 27,- *Auglýst verö kr. 2.475,- er í Subaru 1300, en sá bíll er ekki og hefur aldrei veriö fluttur til landsins. Þad er tveggja ára ábyrgö á Subaru. Ábyrgðin fellur þó niöur séu ekki einvörðungu notaöir Subaru-vara- hlutir. Foröist eftirlíkingar. Það tryggir hámarksend- ingu og örugga endursölu. INGVAR HELGASON HF. Varahlutaverslunín Rauöageröi, sími 84510-11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.