Morgunblaðið - 07.11.1985, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1985
33
ofn-
veiflur
Þetta er atvinnustarfsemi sem
hlýtur að verða aukin, þótt henni
séu einhver takmörk sett. Nýting
fjárfestingarinnar er til mikilla
muna betri en í venjulegu frysti-
húsi.
Meðan skortur er á fólki til fisk-
vinnslu og leiðir opnast til aukinn-
ar sölu á ferskum fiski erlendis
og frystitogarar sýna slíka yfir-
burði sem raun er á, getur frysti-
iðnaðurinn hér á landi staðið
frammi fyrir nýjum og áður
óþekktum vandamálum sem hann
verður að finna lausn á.
Ekki hafa verið færðar sönnur
á þær fullyrðingar, að allur fiskur
sé ekki nýttur um borð í þessum
skipum, en að sjálfsögðu verður
að gera sömu kröfur til áhafna
þessara skipa og annarra um að
nýta allan afla.
Ástæða er til þess að leggja
áherslu á, þótt sagt sé að afkoma
sé betri en undanfarin ár, að hún
er ekki viðunandi og þessa dagana
hefur afkoman versnað vegna
kostnaðarhækkana eins og t.d. á
olíu. Vegna hins mikla tapreksturs
undanfarin ár þyrfti útgerðin að
vera rekin með umtalsverðum
hagnaði til þess að geta staðið
undir skuldbindingum á greiðslu
skuldbreytingalána og lagt til hlið-
ar fjármuni til endurnýjunar á
fiskiskipaflotanum.
Mjög mikilvægt er, að heimildir
til aukins aflakvóta verði notaðar
til þess að bæta rekstrarafkomu
sjávarútvegsins, en ávinningurinn
ekki af honum tekinn eins og gert
var á aflaárunum 1980—1982.
Skuldbreyting og lenging lána í
Fiskveiðasjóði hafa skipt útgerð-
ina miklu máli. Alls var skuld-
breytt 4.840 milljónum króna og
lánskjör samræmd. Samið var við
útgerðarmenn um greiðslu hluta
af aflaandvirði til að standa undir
afborgunum af hinum nýju lánum.
Hefur verið staðið við þessar
skuldbindingar og þann 1. október
voru vanskil vegna skipalána hjá
Fiskveiðasjóði aðeins 62 milljónir
króna á móti 800 milljónúm króna
á sl. ári. Þá eru ekki meðtalin
vanskil þeirra fjögurra skipa sem
Fiskveiðasjóður hefur keypt á
uppboði, en ekki reyndist unnt að
skuldbreyta lánum vegna slæmrar
fjárhagsstöðu þeirra. Gert er ráð
fyrir að safnist vanskil að nýju
hjá einhverjum skipum muni sama
yfir þau ganga og þau sem seld
hafa verið á uppboði. Frá sjónar-
miði útgerðarinnar í heild verður
að vera tryggt að ekki sé um mis-
munun að ræða milli útgerðarfyr-
irtækja.
Hætt er við að þessar ströngu
greiðsluskuldbindingar hafi valdið
skuldasöfnun hjá öðrum aðilum.
Ljóst er, að ekki hefur verið staðið
við greiðslu skuldbreytingalána,
sem veitt voru á viðskiptaskuldum
í sama mæli. Það er fróðlegt að
athuga yfirlit Þjóðhagsstofnunar
um afkomu útgerðarinnar á und-
anförnum árum. Þá kemur í ljós
að afkoman var verst á aflaárun-
um miklu 1981 og 1982 en þá fisk-
uðum við 461 þús. lest af þorski
annað árið og 383 þús. lestir hitt
árið. Þá var afrakstri betri afla-
bragða ráðstafað af ríkisstjórn til
annarra þegna þjóðfélagsins og
enn lengra var gengið á hlut út-
gerðarinnar því hallareksturinn
varð aldrei meiri, samfara aukinni
skuldasöfnun, sem stórlega rýrði
eigið fé útgerðarinnar.
Afnám kerfisins
Mjög miklu máli um afkomu
útgerðarinnar hafa skipt þær
greiðslur sem koma úr verðjöfnun-
ardeild og almennudeild Afla-
tryggingasjóðs og vaxtaafsláttur
af lánum Fiskveiðasjóðs. Tekjur
til þess að standa undir þessum
greiðslum koma þó allar úr sjávar-
útveginum með einum eða öðrum
hætti. Við búum við tiltölulega
flókið verðmyndunarkerfi þar sem
eru lögbundnar greiðslur umfram
hið ákveðna fiskverð. Er þar hægt
að nefna greiðslur í Stofnfjársjóð,
sem ekki koma til hlutaskipta,
kostnaðarhlutdeild, þar sem
mismikið kemur til skipta eftir
stærð skipa, misháar greiðslur á
einstakar fisktegundir úr verð-
jöfnunardeild Aflatryggingasjóðs
sem koma til hlutaskipta, greiðsl-
ur úr almennudeild Aflatrygginga-
sjóði sem ekki koma til hlutskipta.
Einnig má nefna vaxtaafslátt úr
Fiskveiðasjóði, en á móti honum
kemur greiðsla útflutningsgjalds í
sjóðinn.
Æskilegt væri að fella allt þetta
kerfi niður og einnig það sem eftir
er af sjóðakerfi sjávarútvegsins
og þær millifærslur milli manna
sem það hefur í för með sér. Væri
það gert, yrði unnt að taka þetta
allt inn í fiskverðið, jafnframt
því, að hlutaskiptum yrði breytt,
þannig að sjómenn og útgerð hefðu
að meðaltali það sama, sem hvor
hefur í dag. Breyting af þessu tagi
myndi draga úr tortryggni sem er
í garð þessa kerfis og gera hvern
og einn ábyrgari fyrir sínum
rekstri. Þessi atriði eru öll lög-
bundin og verður því ekki breytt
nema fyrir atbeina Alþingis.
Frjálst fiskverð
Á síðasta Alþingi var lögum um
Verðlagsráð sjávarútvegsins
breytt á þann veg, að nú heimilast
ráðinu að ákveða, að frjálst verð
skuli vera á einhverri tiltekinni
fisktegund, ef um það er algjört
samkomulag i ráðinu. Þetta er
merk breyting og á að geta stuðlað
að opnara verðkerfi en því sem við
höfum búið við. Fyrstu tilraunir í
þessa átt hafa þó ekki náð fram
að ganga vegna andstöðu fiskkaup-
enda, sem óttast að samkeppnin
muni leiða til óraunhæfs verðs.
Ástæða er til að leggja áherslu á,
að ekki getur orðið um frjálst verð
að ræða nema í þeim tilfellum að
samkeppni tryggi eðlilegt verð og
þar sem tengsl útgerðar og fisk-
vinnslu eru takmörkuð. Þessi
breyting nær aldrei fram að ganga
nema sjómenn og útvegsmenn séu
sáttir við hana og sjái sér hag í
henni, sem m.a. á að geta komið
fram með hærra verði vegna auk-
inna fiskgæða. Það verður aldrei
frjálst verð þar sem einn fiskkaup-
andi er til staðar eins og svo víða
háttar til hér á landi. Þeir sem
gagnrýna hvað mest núverandi
verðkerfi þekkja þó venjulega
minnst til þess. Þeir virðast ekki
gera sér grein fyrir, að útvegs-
menn, sjómenn og fiskkaupendur
leggja deilur sínar I gerðardóm og
hlíta niðurstöðum hans í stað þess
að takast á með verkföllum og
verkbönnum. Mættu fleiri þjóð-
félagshópar taka sér þetta til fyr-
irmyndar.
Leggja niður
ríkismat
Hluti af ákvörðun fiskverðs er
mat á gæðum fisks. Hluti af frjálsu
fiskverði gæti verið, að kaupendur
og seljendur semdu um þennan
þátt fiskverðsins, sem vafalítið
myndi skerpa mat manna á gæðum
fisks. Það er viðurkennt, þótt óeðli-
legt sé, að betur er gengið frá fiski
í skipum, þegar sigla á með aflann
á erlendan markað, þar sem verð
ræðst að mestu af gæðum hans.
Með þessari breytingu væri unnt
að minnka afskipti hins opinbera
af þessari atvinnugrein til muna
og spara ríkissjóði hluta af því
mikla fjármagni sem varið er til
Ríkismats sjávarafurða en það er
áætlað 65 milljónir króna á næsta
ári. Rétt er að minna á í þessu
sambandi, að í verkfalli opinberra
starfsmanna á sl. ári sömdu menn
sjálfir um fiskmat án árekstra.
Slík breyting getur leitt til átaka
og erfiðleika, en engan veginn svo
mikilla, að ekki sé rétt að láta á
reyna.
Endurnýjun flotans
Nýlega ákvað stjórn Fiskveiða-
sjóðs að leggja til við ríkisstjórn-
ina að heimiluð verði smíði á fiski-
skipum á ný og gerð var tillaga
um lánskjör ogskilyrði fyrir heim-
ild til nýsmíði, þær heimildir yrðu
mjög takmarkaðar af ástæðum
sem eru okkur kunnar. Meðan þörf
er á að takmarka sóknina og
skammta aflann er fjarri lagi að
stækka fiskiskipaflotann og af
þeim ástæðum þyrfti hann frekar
að minnka. Langt stopp á end-
urnýjun mun hinsvegar valda því
að við fylgjumst ekki með tækni-
framförum.
Tillögur stjórnar Fiskveiðasjóðs
gera ráð fyrir að lánað verði 60%
af kostnaðarverði þegar skip er
smíðað erlendis, en 65% ef skip
er smíðað hér á landi. Ekki verði
heimilaðar frekari erlendar lán-
tökur en Fiskveiðasjóður lánar og
eldra skip, sambærilegt að stærð,
verði að víkja úr rekstri. Ekki er
líklegt að þessar reglur, ef sam-
þykktar verða, muni hrinda af stað
bylgju nýsmlða, vegna þess hve
þröngar þær eru.
Um nokkurn tíma hafa fjögur
skip verið í smíðum I Islenskum
skipasmíðastöðvum. Smíði þeirra
var hafin í tíð fyrri rikisstjórnar
og með fjárútvegun á hennar veg-
um. Áttu þetta að teljast rað-
smíðaskip, þótt þau séu nú öll
orðin að sérsmíði, og verð þeirra
eftir því. Þegar núverandi stjórnun
fiskveiðanna hófst í ársbyrjun
1984 var ákveðið að þessi skip
fengju ekki aflakvóta, nema þau
kæmu í stað skipa, sem hyrfu úr
rekstri og er gert ráð fyrir því að
svo verði áfram í því frumvarpi
að lögum, sem sjávarútvegsráð-
herra hyggst flytja um stjórnun
veiðanna fyrir næstu 3 ár. Við
hljótum að styðja þessi sjónarmið
og gera kröfu til þess, að við þau
verði staðið. Framlag hins opin-
bera til framkvæmda á fiskveiði-
stefnunni getur ekki verið minna
en sjá til þess að flotinn stækki
ekki með tilkomu þessara skipa.
Þegar stjórnendur landsins loks
gerðu sér ljóst, að flotinn væri
orðinn of stór, gagnrýndu eigendur
íslensku skipasmíðastöðvanna
mjög þessa stefnu og reiknuðu með
ýmsum sérkennilegum aðferðum,
ímyndaða endurnýjunarþörf og
spáðu fyrir um mikinn verkefna-
skort í skipasmíðastöðvunum.
Hafa þetta reynst hinar mestu
hrakspár, og verkefni skipasmíða-
stöðvanna verið ærin við að sinna
viðhaldsverkefnum. Er nú svo
komið, að Islenskar stöðvar, eða
þær þeirra sem tekið er mark á
um afhendingartíma, geta ekki
tekið þátt í að sinna útboðum á
viðgerðum og breytingarverkefn-
um fyrir fiskiskipaflotann.
Frjálst olíuverð
Okkur hefur oft orðið tíðrætt
um verð á olíu hér á landi og fyrir-
komulag á olíudreifingu og inn-
kaupum. Á þessu ári hefur álagn-
ing oliufélaganna hækkað i tveim-
ur áföngum um 61% eftir ákvörð-
un Verðlagsráðs. 1 hvorugu tilfell-
inu var skýrt frá þessum ákvörð-
unum vegna þess að þær höfðu
ekki áhrif á útsöluverð á olíu,
þegar ákvörðun var tekin. f fyrra
tilfellinu var álagningin hækkuð
um 48% þegar niðurfelling opin-
berra gjalda á olíu var færð inn í
álagningu olíufélaganna og í síð-
ara skiptið var hluta af greiðslu á
innkaupajöfnunarreikningi færð
yfir I álagninguna, og hún hækkuð
um 9%. Svo langt hafa þessi verð-
lagningarmál á olíu gengið, að
ákvörðun um hækkaða álagningu
hefur verið gerð afturvirk á kostn-
að innkaupajöfnunarreiknings,
sem útgerðinni var síðan gert að
greiða, og hefur nú verið greiddur
að fullu á gasolíu. Á sama tima
og Verðlagsnefnd hækkar álagn-
ingu olíufélaganna með þessum
hætti hefur hún ekki í 4 mánuði
svarað erindi frá samtökunum um,
að ákveðið verði staðgreiðsluverð
á olíu, þannig að þeir, sem stað-
greiða oliu, séu ekki að greiða
kostnað af lánsviðskiptum.
Vegna óhagstæðra innkaupa
hafa oliufélögin setið uppi með
birgðir af svartolíu, sem þau hafa
ekki getað selt. Með þessum röngu
innkaupum hafa þau haft af út-
gerðinni ótalda fjármuni, með þvi
að hún hefur ekki getað fengið
olíu á markaðsverði.
Síðastliðið haust lækkaði Verð-
lagsráð álagningu olíufélaganna
um upphæð, sem nam vaxtakostn-
aði af 45 daga lánsviðskiptum og
ætlaði olíufélögunum að inn-
heimta vextina hjá þeim sem þau
lánuðu. Þetta treystu oliufélögin
sér ekki til að framkvæma vegna
þeirrar takmörkuðu samkeppni,
sem þessi ákvörðun fól í sér. Verð-
lagsráð varð við bón þeirra um að
setja vextina aftur inn í verðið, svo
þau þyrftu ekki að framkvæma
þetta óvinsæla verk.
Höfum við ekki haft of mikla
trú á verðjöfnun og verðlagskerfi,
eins og því sem ákveðið hefur verið
á olíu? Er ekki kominn timi til að
reyna einhverjar nýjar leiðir í
þessu efni? Er ekki líklegt að frjáls
verðmyndun muni leiða til sam-
keppni, er geti lækkað olíuverð? Ég
bið menn að hafa i huga, að í dag
skiptir olíufélögin engu, hvað olían
kostar, hvar hún er keypt, eða
hvenær innkaup eru gerð. Eg tel
til dæmis, að það skipti olíufélögin
meira máli að hafa birgðageymsl-
ur fullar um áramót af skattaleg-
um ástæðum en hvenær hagkvæmt
er að kaupa olíu.
Átök á vinnumarkaði
Framundan virðast vera átök á
vinnumarkaði, sem leitt geta til
aukinnar verðbólgu á ný. Þótt allir
hafi gert sér ljóst, að 3% launa-
hækkun fyrrverandi fjármálaráð-
herra hafi engra laun bætt, vegna
þess að fyrir henni var engin inni-
stæða, virðist enn eiga að knýja á
um þessháttar sýndarlausn.
Hvernig má það vera, að allir eru
svo ósáttir við sitt hlutskipti, þótt
staðfest sé, að einkaneysla er hér
hærri en á öllum Norðurlöndun-
um? Það er eitthvað alvarlegt að
þegar svo er komið, að við erum
skuldugasta þjóð í Evrópu og jafn-
ingjar finnast ekki nema í Suður-
Ameríku og þeir fáir.
Stóriðja
Mikið hefur verið um það rætt
að undanförnu að æskilegt sé að
koma á fót öflugri atyinnustarf-
semi við hlið sjávarútvegsins til
þess að tryggja betur en nú er
hagsæld þjóðarinnar. I þessu efni
hefur oftast borið á góma, að stór-
iðja í einhverju formi væri hag-
kvæmasti kosturinn.
Það virðist sem svo illa hafi
tekist til með virkjanir og raf-
magnsframleiðslu að erfitt muni
verða að fá kaupendur að orkunni.
Nú er svo komið að stóriðjan
okkar, fiskiðnaðurinn, verður að
greiða mun hærra verð, allt að
tvöfalt hærra, en sambærilegur
iðnaður í nágrannalöndunum, þar
sem rafmagn er framleitt með olíu.
Nýlegt dæmi í þessu efni má nefna.
Stóru fiskiðnaðarfyrirtæki var
neitað um leyfi til þess að fram-
leiða rafmagn með oliu til eigin
þarfa, en það hefði orðið umtals-
vert ódýrara. Skip nýta sér ekki
tengingu við land vegna þess að
ódýrara er að framleiða rafmagn
með olíu um borð í skipunum.
Er nema von, að svona sé komið
þegar að málum er staðið með
þeim hætti, sem gert hefur verið?
Tekin eru erlend lán fyrir hönnun-
arkostnaði, sem nálgast einn millj-
arð króna, fyrir virkjun sem ekki
er vitað, hvenær eða hvort byggð
verður. Virkjunarfyrirtæki leggja
vegi og byggja gangnakofa fyrir
bændur, greiða hærra kaup en
almennur vinnumarkaður, leggja
byggðalínur, byggja kröflur og
kosta svo miklu til við virkjanir
að það er ekki hægt að selja ork-
una. Þetta eru aðilarnir sem hafa
verið að taka erlend lán og eiga
stærstan þátt í þenslunni. Hvenær
fara þeir að líta i eigin barm og
kanna grundvöll sinna eigin
ákvarðana?
Viöhorf almennings
Ég hef oft haft það hlutskipti
að koma fram fyrir þjóðina og lýsa
miklum rekstrarvanda í sjávarút-
vegi. Oft höfum við haft áhyggjur
af, að þetta hafi verið gert með
of neikvæðum hætti, sem hafi
valdið vantrú almennings á at-
vinnugreininni. Með þetta í huga
stóðu samtök okkar með öðrum
samtökum í sjávarútvegi fyrir
viðhorfskönnun hjá almenningi,
sem frakvæmd var af Hagvangi
sl. vetur. í könnun þessari kom
fram mjög jákvætt álit hjá al-
menningi i garð sjávarútvegsins
og almenningur var sér þess mjög
vel meðvitaður, hve stóran hlut
sjávarútvegurinn á í velferð þjóð-
arinnar. Þessi niðurstaða má þó
ekki hafa þau áhrif, að við fyllumst
sjálfumgleði og vanrækjum að
kynna fyrir almenningi helstu mál
sem upp koma innan sjávarútvegs-
ins á hverjum tíma.
Það hlýtur alltaf að verða svo,
að það skiptast á skin og skúrir
og almenningur á rétt á að fá rétt-
ar upplýsingar á hverjum tíma um
atvinnuveg, sem er jafn þýðingar-
mikill og raun ber vitni.
Að lokum þakka ég samstarfs-
mönnum í stjórn LÍÚ fyrir
ánægjulegt samstarf og starfsfólki
fyrir vel unnin störf. Nú lætur af
störfum hjá samtökunum Ágúst
Einarsson, viðskiptafræðingur,
eftir 12 ára árangursríkt starf. Um
leið og við færum honum bestu
þakkir fyrir vel unnin störf og
ámum honum heilla á nýjum
starfsvettvangi, bjóðum við Svein
Hjört Hjartarson, hagfræðing,
velkominn til starfa.
Ég segi þennan 46. aðalfund
LÍÚ settan.