Morgunblaðið - 07.11.1985, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 07.11.1985, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1985 41 ÆskanaAsUrfi MorgunblaAiö/Jón Sig. Opinn skóli á Blönduósi BlönduÓHÍ, 4. nóvember. GRUNNSKÓLI Blönduóss var öllum opinn laugardaginn 2. nóv. Fjöldi manns, aöallega foreldrar barna í grunnskólanum, notfærði sér þetta tækifæri og fylgdist með starfi barna sinna og kennara þeirra. Þessi nýbreytni í skólastarfinu virtist mælast vel fyrir hjá for- ráðamönnum barnanna svo og hjá nemendunum sjálfum og kennur- um. Viðmælendur Morgunblaðsins úr kennarastétt sögðu að þessi nýbreytni í skólastarfinu hefði ekki haft truflandi áhrif á hið hefðbundna skólastarf svo neinu næmi. Má þvi segja að foreldrar hafi fengið allgóða mynd af því sem er að gerast í skólanum, þess- um stóra vinnustað sem börnin þeirra sækja mestan hluta ársins. Jón Sig. Morgunblaðið/Emilta Verslunin METRA opnuð Selur vefnaðarvörur og sniðinn fatnað VERSLUNIN Metra opnaði 1. nóv- ember sl. eftir gagngerar breytingar á húsnæði að Ingólfsstræti 6 þar sem áður var til húsa fornbókaverslun og Furubær. í Metru verða á boðstól- um vefnaðarvörur og margvíslegur varningur, sem tengist saumaskap. Til viðbótar almennri efnissölu til fatagerðar verður einnig fáan- legur sniðinn fatnaður svo sem pils, blússur, jakkar og buxur. Ef um sérstakar óskir er að ræða varðandi snið, yfirstærðir eða þvíumlíkt þá mun sérfræðingur verða í versluninni tvisvar í viku til að ræða fyrirspurnir, leiðbeina og greiða úr málum. Unnt verður að kaupa snið á staðnum, ef fólk vill sjá um þá hliðina sjálft. Eigendur Metru sf. eru Hrafn- hildur Hannesdóttir og ólafía Sveinsdóttir. Áfengisvamaráð: Afengisvarna- nefndir efla bindindi Vegna umræðna um stöðu áfengisvarnanefnda og kjörs í þær vill Afengisvarnaráð vekja athygli á nokkrum atriðum varðandi starfssvið þeirra og stöðu: 1. Umsagnir um hvort veita beri vínveitingaleyfi eru ekki eina atriðið sem áfengisvarnanefnd- ir eiga að fjalla um og þvi síður meginverkefni þeirra. 2. Samkvæmt lögum ber nefndun- um að „vera ráðgefandi um öll bindindis- og áfengismál fyrir sveitarstjórnir, lögreglustjóra, áfengisvarnaráð, ríkisstjórn og aðra þá aðila sem komið geta til greina í því sambandi". 3. í reglugerð eru nánari ákvæði um störf nefndanna. Aðalatrið- ið er samkvæmt reglugerðinni að „leitast við að efla bindindi í hverjum þeim kaupstað eða hreppi, er hún starfar í, með því: a. að styðja bindindisstarf- semi, þar sem hún er fyrir, og vinna að því, að slík starfsemi sé hafin, þar sem hún hefur ekki átt sér stað.“ — Síðan eru talin upp fjölmörg fleiri verk- efni. 4. Sú er raunin að sveitarstjórnir hafa jafnan kosið í áfengis- varnanefndir fóLk sem áhuga hefur á að „vinna gegn neyslu áfengra drykkja og leitast við að draga úr skaðlegum afleið- ingum hennar" eins og segir í reglugerðinni. 5. Rétt er enn einu sinni að minna á að áfengislögin íslensku eru sjálfsagt betri smíð en áfengis- lög flestra annarra þjóða enda samin undir handarjaðri manns, sem talinn hefur verið einn hæfasti lagasmiður sem þjóð vor hefur alið, Bjarna Benediktssonar. Hitt er svo annað mál að ýmis bestu ákvæði laganna hafa ve- rið brotin eins og mörg önnur ágæt lög. En þar er ekki við lögin sjálf að sakast heldur framkvæmd þeirra. < ÁfenKwnmriuráb) „Þú getur notað þau sem eftir Önnu Kristjánsdóttur „Þú getur notað þau sem reiðufé." Þetta er hluti úr texta úr auglýs- ingu ríkissjóðs sem hljómar þessa dagana í fjölmiðlum og er þar beitt allri hugsanlegri nútímatækni til að fá neytandann til að kaupa auglýsta vöru. Eg verð að viðurkenna að ég er ekki alveg með á nótunum. Ég skil ekki hvernig það er í framkvæmd að nota skuldabréf sem reiðufé. Ég vil því beina eftirfarandi spurningum til aðstandenda um- ræddra skuldabréfa: Hvað merkir það að geta notað skuldabréf sem reiðufé? Getur húsbyggjandi sem hugs- anlega fær svona bréf í jólagjöf frá tengdaforeldrunum farið á fjórðu hæðina á Laugavegi 77 og greitt af láninu sínu? Getur hann kannske líka lagt bréf sem ekki eru komin á gjald- daga inn á verðtryggðan banka- reikning ef hann skyldi vilja minnka pappírsflóðið sem hann verður að burðast með daglega? reiðufé“ „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki alveg með á nótunum. Ég skil ekki hvernig það er í fram- kvæmd að nota skulda- bréf sem reiðufé.“ Eða getur hann greitt matar- reikninginn sinn hjá kaupmannin- um á horninu með bréfunum og myndi þá kaupmaðurinn reikna út vexti og verðtryggingu bréfanna? „Þau er auðvelt að selja," segir á öðrum stað í sömu auglýsingu. Það er nú það. Hvernig skyldi það nú ganga fyrir sig? Jú, húsbyggjandinn fer með bréfin á verðbréfasölu sem tekur þau í umboðssölu. Verum nú bjartsýn eins og ís- lenskum húsbyggjendum er tamt og reiknum með því að kaupandi finnist, þá tekur verðbréfasalan 2% í sölulaun eða þóknun eftir því hvort orðið hljómar betur það og það sinnið. — Afföll eru víst ekki notuð í þessu tilfelli. En ef enginn kaupandi finnst? Ekki er annað að skilja af aug- lýsingunum en lagerinn sé nægur svo líklegt verður að telja að nýir skuldabréfakaupendur snúi sér ^ beint til þeirra söluaðila sem aug- lýsa en láti verðbréfasölur eiga sig. Þarna hlýtur eitthvað að vanta inn í myndina. Svo þess vegna spyr ég: Kaupir ríkissjóður bréf — sem ekki eru komin ágjalddaga — fullu verði aftur, þ.e. með öllu tilheyr- andi — 9,23% vöxtum, verðtrygg- ingu og óskertum höfuðstól, án þóknunar? Ef ekki er auglýsingin villandi og til þess gerð að blekkja fólk. Svo er annað. Skýtur það ekki skökku við að á sama tíma og * ríkisstjórn Islands telur sig hafa „náð niður verðbólgu" (eins og þeir orða það í fjölmiðlum) og segja kjósendum stöðugt að þeir séu að „kveða niður verðbólgudrauginn (eins og þeir orða það á Alþingi) þá auglýsir ríkissjóður sín skulda- bréf með loforði milli línanna um hækkandi verðbólgu og bullandi gróða til handa þeim sem hafa fjármagn til að kaupa umrædd skuldabréf og eiga þau? Ég leyfi mér að óska opinberra svara við ofangreindum spurning- um og athugasemdum. Höíundur er formaður Lögrerndar. BORGAR SIG BOS hugbúnaöur er ekki háður einni tölvutegund, heldur gengur á margar tölvutegundir þ.m.t. IBM XT/AT, DEC MICRO PDRll, STRIDE, ISLAND XT/AT og ADVANCE. BOS hugbunaður er fjölnotenda með allt að 20 skjái eða einnotenda með möguleika á að vinna í 4 kerfum samtímis. BOS hugbúnaður gerir kleift að byrja smátt og stækka stig af stigi. BOS hugbúnaöur er margreyndur og í stöðugri sókn. Kerfin, sem boðið er upp á eru m.a.: Fjárhagsbókhald, viðskiptamannabókhald, sölu- og pantanakerfi, birgðabókhald og birgðastýring, greiðslubókhald, launabókhald, verkbókhald, tollskýrslu- og verðútreiknmgar, uppgjörskerfi og tima- bókhald fyrir endurskoðendur, framleiðslustýring, ritvinnsla, gagna- grunnur, skyrslugerð. áætlanagerð ásamt tugum sérhannaðra forrita. Söluaöilar BOS hugbúnaöar Gísli J. Johnsen hf., Skrifstofuvélar hf., Aco hf., Kristján Skagfjörð hf., Hugur sf., Almenna kerfisfræðistofan, Tölvutæki sf. Akureyn. Tölvumiðstöðin hf F Höföabakka 9 — Sími 685933
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.