Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1985 4 Staða loftskeyta- manna á kaupskipum — eftir Einar Hermannsson Björn ólafsson, loftskeytamað- ur ritaði grein í Morgunblaðið þ. 15. þessa mánaðar, undir fyrir- sögninni „öryggis- og menntunar- mál sjómanna". Greinarhöfundur kom víða við í grein sinni, en undirritaður vill gera nokkrar athugasemdir við ýmsar staðhæf- ^ingar greinarhöfundar, um stöðu loftskeytamanna á kaupskipum og skyld atriði. Kjarni málsins Kjarni greinarinnar er reyndar tilraun til að réttlæta áframhald- andi stöðu loftskeytamanna á kaupskipum og stærri fiskiskipum, þrátt fyrir hina gífurlegu tækni- byltingu sem orðið hefur á síðustu árum í fjarskiptum skipa og einnig alþjóðlegrar þróunar í þá átt að sérhæfðir loftskeytamenn á skip- um munu innan tiðar tilheyra fortíðinni. Við það að sérhæfðir loftskeytamenn hverfa úr áhöfn- .-■'um skipa, munu fjarskipti þeirra skipa færast i hendur skipstjórn- armanna, en það fyrirkomulag ríkir reyndar þegar á þorra ís- lenska skipastólsins. Það er skiljanlegt frá félagsleg- um sjónarmiðum, að stétt loft- skeytamanna á skipum skuli vera uggandi um hag sinn, en samtímis ber að hafa í huga að staða loft- skeytamanna er ekki önnur en ót- eljandi annarra starfsstétta, bæði til sjós og lands (og jafnvel í lofti), sem hafa orðið að horfast í augu við að hin öra tækniþróun, gerir mögulegan tækjabúnað sem er undantekningalítið hæfari og ör- uggari til að sinna starfsþáttum sem áður voru í mannlegum hönd- um. Því miður er annað óhjá- kvæmilegt fyrir eigendur atvinnu- tækjanna, eins og t.d. útgerðanna, að búa og reka skip sin á sem hagkvæmastan hátt, að meðtöld- um sparnaði í mannahaldi. Ef eigendur atvinnutækja fylgja ekki slíkum hagkvæmissjónarmiðum, þá glata þeir samkeppnishæfni sinni og atvinnutækifærin, þótt færri séu, glatast alfarið. Hið síð- astnefnda á ekki sfst við kaupskip, sem eru í beinni samkeppni á ■'fc alþjóðlegum markaði og eru kaup- siglingar öllum frjálsar. Það er mikil skammsýni að ætla, að kaup- skipaútgerð íslendinga sé einangr- uð frá umheiminum, né að halda að við getum verndað eigin kaup- skipaútgerð frá erlendum sam- keppnisaðilum, því ísland umfram öll önnur lönd, verður að eiga kost á sem hagkvæmustum kaupsigl- ingum, til að vega upp á móti landfræðilegri einangrun og koma afurðum okkar á fjarlæga markaði á sem hagkvæmustu verði, í sam- keppni við önnur lönd sem liggja mikið nær mörkuðunum. Alþjódlegar reglur Núverandi alþjóðareglur um öryggisbúnað skipa (SOLAS 1974, Kafli IV) krefjast loftskeyta- manna á stærri flutningaskipum (yfir 1600 brl.), sem afleiðingu af kröfum i sömu alþjóðareglum um loftskeytastöðvar (radio-tele- graphy). Greinarhöfundur, annað hvort af vankunnáttu, eða til þess að komast hjá því að segja alian sannleikann, minnist ekki á að Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) og öryggismálanefnd (MSC) stofnunarinnar hafa þá þegar endurskoðað núverandi Kafla IV, 1974 SOLAS samþykkt- arinnar með þeirri veigamiklu breytingu, að „morse“-tíðnin og sendingar falla alfarið út úr fram- tíðar fjarskiptum skipa og þar með núverandi starf loftskeytamanna til sjós. Fyrrnefndar breytingar á fjarskiptum skipa taka alþjóðlega gildi fyrst 1990 fyrir ný skip og síðan stig af stigi fyrir önnur skip eftir aldri, þannig að 1996 verða öll kaupskip komin yfir á hin nýju fjarskiptakerfi og verða án loft- skeytamanna í núverandi mynd. Aðdróttanir greinarhöfundar á hendur samgönguráðherra um að hafa lagt niður strandþjónustu á „morse“-tíðni eru þvi út í hött, því með þeirri framkvæmd er einungis verið að aðlaga fjarskiptakerfið að alþjóðlegri þróun sem býður upp á stórkostlegar framfarir í fjarskiptum og þar með aukið öryggi sjófarenda. Það framtíðar fjarskiptakerfi (Kafli IV. SOLAS 1974) sem al- þjóðasiglingamálastofnunin er þegar búin að samþykkja, gerir ráð fyrir að öllum alþjóðlegum sigl- ingasvæðum heimsins verði skipt niður í fjóra flokka, þ.e.a.s. (i) Strandsiglingar sem metra- bylgju (VHF) samskipti ná yfir. (ii) Siglingasvæði sem milli- bylgju (MF) samskipti ná yfir. (iii) Siglingasvæði þar sem gervitunglafjarskipti (Inmar- sats) ná yfir. (iv) önnur sigl- ingasvæði (núverandi aðallega á heimskautasvæðum). „Loftskeytamenn verða að horfast í augu við þá staðreynd, sem margar aðrar starfsstéttir hafa þegar gert, að störf þeirra á kaupskipum til- heyra brátt fortíð- í nánum tengslum við hina nýju alþjóðlegu fjarskiptareglugerð, er tiltölulega ný alþjóðleg reglugerð um leit og björgun í hafi (Internat- ional Convention on Maritime Search and Rescue, 1979), en sú reglugerð tók alþjóðlegt gildi 22. júni siðastliðinn og væntanlega verður ísland aðili að þessari samþykkt, nú innan tíðar. Þessi siðastnefnda reglugerð i tengslum við nýja fjarskiptakerfið, mun mjög bæta allt fyrirkomulag og framkvæmd björgunarmála á hafi úti og þar með verða stórt skref til aukins öryggis sjófarenda. Loftskeytamenn á kaupskipum Greinarhöfundur vænir kaup- skipaútgerðir um að vera að reyna „að koma loftskeytamönnum á kaupskipum i land með alls kyns tali um aukna tækni“, en segir þær „gleyma þvi að slik tækni er enn ekki til og verður ekki i náinni framtið fyrir hendi hér á landi.“ Annað tveggja, er greinarhöfund- ur að reyna að fela sannleikann, eða hann er vart starfi sinu vaxinn sem loftskeytamaður, þar sem hann virðist ekki hafa fylgst með þeirri þróun sem átt hefur sér stað í fjarskiptum skipa. Veit greinar- höfundur t.d. ekki, að þúsundir skipa eru nú búin gerfitunglafjar- skiptastöðvum (Inmarsats), þar sem skipin eru í beinu símasam- bandi við heimaland sitt hvar sem er í heiminum, allt frá 75 gráðum norðlægrar til 70 gráðum suðlægr- ar breiddar? Það er hvorki meira né minna mál að hringja frá, eða til, slikra skipa en að hringja á milli landa með sjálfvirku sima- sambandi. Nágrannalönd okkar, t.d. Noreg- ur og Svíþjóð, eru þekkt á alþjóða- vettvangi fyrir að vera leiðandi þjóðir í kröfum um öryggi í búnaði kaupskipa og i menntun áhafna þeirra. Þessar fyrrnefndu þjóðir, Fyrirliggjandi í birgðastöð SVARTAR OG GALVANISERAÐAR PÍPUR Samkv.:Din 2440 OQO° oc o O O 0 3 O ^ Sverleikar: svart, 3/8 - 5“ galv., 3/8 - 4“ Lengdir: 6 metrar SINDRAi rM .STÁLHF Borgartúni 31 sími 27222 ásamt mörgum öðrum, hafa fyrir nokkrum árum þá þegar hrundið í framkvæmd hinu nýja fjar- skiptakerfi skipa, bæði á afmörk- uðum siglingasvæðum og einnig i heimssiglingum. Ástæður ákvörð- una, siglingayfirvalda þessara þjóða að taka í notkun nýja fjar- skiptakerfið, áður en það tekur alþjóðlegt gildi, eru fyrst og fremst að þau gera sér grein fyrir hinum miklu yfirburðum hins nýja fjar- skiptakerfis hvað viðvíkur öryggi skipa og sjófarenda. Einnig er fullur skilningur hjá siglinga- og stjórnvöldum í þessum löndum, að ef þróuðu þjóðirnar (ísland þar með talið) eiga að halda hlutdeild sinni i kaupsiglingum i harðri samkeppni við þróunar og aust- antjaldslöndin, sem búa við mjög lágan launakostnað, þá verður það einungis gert með þvi að nýta sér tækniþróun búnaðar og tæknilega yfirburði áhafna þeirra á sem hagkvæmastan hátt. í Sviþjóð og Noregi er nú svo komið að kaup- skip yfir 1600 brl. á siglingasvæð- um í Evrópu (að meðtöldu Islandi) allt suður að norð-vesturhorni Portúgal eru undanskilin skyldum um loftskeytamenn, að uppfylltum vissum kröfum um tæknibúnað (Navtex móttakara, Martex-fjar- rita o.s.frv.) og menntun skip- stjórnarmanna (5 daga viðbótar- námskeið). Á sama hátt eru norsk skip i heimssiglingum undanþegin skyldu um loftskeytamann, að uppfylltum kröfum um búnað (In- marsats/gerf itunglafj arskipta- stöð) og menntun skipstjórnar- manna. íslensku kaupskipaútgerð- irnar hafa i ljósi fyrrnefndrar margra ára reynslu nágranna- þjóða okkar i þessum málum, hafið viðræður við stjórnvöld um þær breytingar sem þegar hafa átt sér stað og eru væntanlegar í fjar- skiptum kaupskipa, með það að markmiði að koma á samskonar fyrirkomulagi hérlendis i fjar- skiptum kaupskipa og tiðkast i nágrannalöndum okkar. í tengsl- um við slíkar viðræður er augljós- lega eðlilegt að kaupskipaútgerð- irnar og stéttarfélag loftskeyta- manna eigi viðræður um þær breytingar sem verða á félagsleg- um og starfslegum högum starf- andi loftskeytamanna á kaupskip- um og hafa slfkar óformlegar við- ræður þá þegar hafist. Siglingamálastofnun og mælingar skipa Greinarhöfundur ávítar Sigl- ingamálastofnun fyrir að ráðskast með mælingar skipa og segir stofn- unina endalaust sinna óskum út- gerða um lægri mælingar. Slikar staðhæfingar gera ekkert annað en að upplýsa þá sem þekkja betur til um þekkingarleysi greinar- höfundar á málefnum, s.s. skipa- mælingum, sem hanri sem sjómað- ur ætti að vera betur upplýstur um. Brúttólestir segja því ltið um burðargetu skipa, þótt greinar- höfundur virðist ætlast til þess að það eigi að vera samasemmerki milli brúttólesta og þyngdar burð- argetu skipa. ísland er aðili að alþjóðasamþykkt um mælingar skipa, svo nefndi Oslóar- samþykkt, sem flest lönd Norður- Evrópu eru aðilar að. Siglinga- málastofnun framfylgir einungis reglum þessarar alþjóðasam- þykktar við mælingu íslenskra skipa og er ómaklega verið að vega að Siglingamálastofnun með að- dróttunum greinarhöfundar. Störf loftskeytamanna á kaupskipum Greinarhöfundur gerir itrekað- ar tilraunir til að tengja störf annarra yfirmanna á kaupskipum við störf loftskeytamanna og virð- ist telja að með því megi tryggja stöðu loftskeytamanna. Fyrrnefnd samtengins greinarhöfundar, und- irstrikar hversu eðlileg yfirtaka annarra yfirmanna á störfum loft- skeytamannsins er. Sá búnaður sem fyrirsjáanlegur er á íslenskum kaupskipum yfir 1600 brl. í Evr- ópusiglingum, við að loftskeyta- menn hverfi úr áhöfn með sírita sem tekur á móti sérstökum upp- söfnuðum sendingum strand- stöðva um siglingahættur og að- varanir til sjófarenda, s.s. „vitabil- anir, baujubreytingar, veður og ístilkynningar o.s.frv.” Strand- stöðvar sem benda út á Navtex tíðni eru nú um alla Norður- Evrópu, að meðtöldu íslandi. Slfkir móttakarar eru fremri loftskeyta- manninum við þessi störf að þvi leyti að þeir eru i gangi allan sólar- hringinn, en ekki aðeins þá átta tima sem vaktstaða loftskeyta- mannsins er. Einnig er hluti slíks búnaðar fjjtrriti (telex) á milli- bylgju og geta skipstjórnarmenn haft beint samband um slikan fjarrita við hefðbundna fjarrita í landi hvenær sem er sólarhrings- ins og án milligöngu loftskeyta- manns. Fyrrnefndum búnaði til viðbótar eru einnig frekari kröfur um búnað, að viðbættum þeim fjarskiptabúnaði sem þegar er í öllum þorra íslenskra kaupskipa, s.s. stutt og miðbylgjustöðva, neyð- armóttökurum, veðurkortamót- tökurum, gerfitungla eða Loran staðsetningartækjum, miðunar- stöðvum o.s.frv. og hefur reynslan sýnt að á íslenskum skipum undir 1600 brl. i Evrópusiglingum eru fjarskipti sist verri, né samband áhafnar við fjölskyldur sinar, en á þeim skipum sem mönnuð eru loftskeytamönnum, nema að sfður sé. Nidurlag að lokum vill undirritaður árétta að störf loftskeytamanna á skipum á fyrri tímum, áður en hinar miklu tækniframfarir i fjarskiptum áttu sér stað og nú eru orðnar að raun- veruleika, voru nauðsynleg öryggi skipa og sjófarenda og i óteljandi tilfellum bæði björguðu mannslíf- um og sköpuðu eðlileg samskipti milli skipa og lands. En eins og áður var drepið á, þá er tilgangs- laust að berjast á móti tækniþróun sem felur í sér aukið öryggi skipa og sjófarenda og sist af öllu með aðfinnslum á störf þeirra aðila sem vinna að því að tryggja öryggi sjómanna. Loftskeytamenn verða að horfast i augu við þá staðreynd, sem margir aðrar starfsstéttir hafa þegar gert, að störf þeirra á kaupskipum tilheyra brátt fortíð- inni og vænlegra sé að eiga viðræð- ur við aðra hagsmunaaðila og yfir- völd, um hvernig starfandi loft- skeytamenn geti aðlagast öðrum skyldum störfum. Það að krefjast endurvakningar á menntun starfs- stéttar sem þegar er orðin undir i tækniþróuninni, eins og greinar- höfundur gerir, er ótrúleg skamm- sýni og ábyrgðarleysi og myndi leiða af sér að ungir menn og konur væru tældir út i nám sem ekki gæfu þeim neina starfsmöguleika. Höfundur er fulltrúi Sambands íslenskra kaupskipaútgerða. Forstjóri einnar stærstu snyrti- stofu Parísar- borgar með nám- skeið á íslandi SILVIE DelMas, forstjóri einnar stærstu snyrtistofu Parísarborgar, var stödd hér 4 landi í síðustu viku og hélt þá námskeió fyrir snyrtifreóinga og umboósaóila Sothys snyrtivara. Snyrtivörur frá Sothys eru unnar úr lífrænum efnum á rannsóknar- stofum og eru vörurnar miðaðar við ýmsar meðferðir sem fram fara á snyrtistofum t.d. meðferðir á aug- um, hálsi, brjóstum, til grenningar, alhliða líkamsmeðferðir og til lag- færinga á ósléttri húð. Sérfræðing- ar Sothys bjóða upp á andlitslyft- ingu með vörum frá fyrirtækinu án þess að til skurðaðgerðar komi. Þessi tegund meðferðar hjálpar húðinni við að halda sínum upp- haflegu eiginleikum lengur því húð- in geymir efnin og endurnýtir þau til lengri tíma þannig að ef hrukka er komin í undirhúð, hverfur hún á yfirborðinu. Vörurnar frá Sothys eru allar alkohólfríar og hafa þann eiginleika fram yfir gerviefnaframleiddar snyrtivörur. +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.