Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1985
45
Réttur
dagsins
Margrét Þorvaldsdóttir
Nú er fondue-tími. llmur af osta-
fondue i köldu vetrarkveldi vekur etiö
eftirvæntingu. Það er svissneskur siður
að hafa osta-fondue til málsverðar um
helgar. llppskriftir af svissnesku osta-
fondue eru sagðar jafnmargar þeim er
það matreiða, þar sem hver hefur sína
sérstöku aðferð, en Svisslendingar hafa
góöa grunnuppskrift og fylgir hún hér.
Ostar sem þar eru notaðir mest 1
fondue eru Gruyére og Emmenthal.
Við getum náð svo til sama bragði
með því að nota Tilsitter og Gouda.
Osta-Fondue
Fyrir 4—5
(Neuenburger fondue)
300 gr Gouda-ostur (26%)
300 gr Tilsitter-ostur (26%)
3 dl hvitvfn (óáfengt)
2 matsk. kartöflumjöl (sléttfullar)
1 matsk. sítrónusafi
malaður pipar og múskat eða paprika
'k hvftlauksrif
(1 snafsKirsch)
Notaður er caquelon, þ.e. leirpottur
með haldi og gljábrenndu yfirborði
að innan. Einnig má nota emaleraðan
pott eða eldfasta diska með háum
börmum.
1. Fondue-potturinn er nuddaður vel
að innan með V4 hvítlauksrifi. Óá-
fengt hvftvin nota ég gjarnan. Það
er sett f pottinn, kartöflumjölið er
látið út í og hrært vel saman við.
2. Osturinn er rifinn niður, ekki mjög
gróft. Hlutföll þyndgar á milli
Tilsitter og Gouda mega skarðast
en heildarmagnið verður að vera
600 gr.
3. Vfnið blandað kartöflumjölinu og
hitað, þeytt er vel í um leið með
vírþeytara. Osturinn ásamt sitr-
ónusafanum er settur útí og hrært
er stöðugt f á meðan osturinn er
að bráðna og ostabráðin nær því
að verða jöfn og mjúk. Það tekur
nokkrar minútur. (Þá er Kirsch
sett út í, þvi má vel sleppa.) Bætið
sfðan pipar og kryddinu saman við.
Fondue er nú tilbúið og er það borið
fram strax. Það er látið standa yfir
sprittloga á borði og gætt vel að það
sjóði ekki, heldur létt kraumi. Með
fondue er borið fram brauð skorið í
hæfilega stóra teninga. Brauðið má
gjarnan vera frá deginum áður. Menn
taka góðan skammt af þvi á diskinn
sinn, fondue-gaffli er stungið f einn
brauðtening i einu og honum dyfið f
heitt fondue, og um leið er honum
rennt einn hring frá miðju pottsins
er hann þá umlukinn ostabráð. Lyftið
honum sfðan faglega upp og að munni
og gætið þess að ekki drjúpi af eða
dúkurinn verði skreyttur ostataum-
um.
Hafíð hugföst nokkur
mikilvæg atriði
1. Á meðan fondue er á borði verður
hitinn undir þvf að vera hæfileg
mikill — ostabráðin á aðeins að
krauma.
2. Það er mikilvægt að sérhver
fondue-njótandi við borðið hræri
i ostabráðinni með brauðinu á
gafflinum — það heldur ostabráð-
inni jafnri og kemur l veg fyrir
að hún aðskiljist.
3. Aðskiljist hún — þá hafið snör
handtök og hrærið saman 1 matsk.
af kartöflumjöli og lítið eitt af
hvitvini ásamt nokkrum dropum
af sitrónusafa. Setjið saman við
ostabráðina og þeytið sfðan kröft-
uglega þar til hún er orðin jöfn á
ný.
Þegar útbúið er fondue getur það
komið fyrir að ostabráðin verði of
þykk. Þá er ráð að hita örlítið hvítvín
og bæta útíogþeyta vei.
Fondue getur lika orðið of þunnt.
Þá er ráð að láta ostabráðina sjóða
og hræra vel í á meðan osti er bætt
út íeða kartöflumjöli eða hveiti hrært
út með hvítvíni.
Með þessi atríði hugföst getur
fonduegerð ekki mistekist.
Verð á hráefni:
Tilsitter
Gouda
Hvítvín (óáf.)
Sftróna
kr. 96,25
kr. 93,20
kr. 126,00
kr. 11,00
rrésmiðja Stykkishólms hf.
Stykkishólmur:
Trésmiðjan fjörutíu ára
Stykktahólmi, 28. október.
f ÞESSUM mánuði minntist Tré-
smiðja Stykkishólms hf. þess að
fjörutíu ár eru frá því hún byrjaði
starfrækslu, en það var í október
1945 að Ágúst Bjartmars og Bene-
dikt Lárusson keyptu trésmíða-
verkstæði af Siggeir Ólafssyni og
hófu sjálfstæðan rekstur sem síðar
var breytt f hlutafélag.
Eftir nokkur ár gekk Benedikt
Lárusson úr fyrirtækinu og
Bjarni Lárentinusson tók við
hans hlut. Síðar var svo þeim sem
unnu hjá Trésmiðjunni gefinn
kostur á að eignast hluti og með
vaxandi verkefnum var ráðinn
framkvæmdastjóri og hefir sú
skipan haldist fram á þennan
dag. f tilefni afmælisins buðu
eigendur bæjarbúum og velunn-
urum til fagnaðar í húsakynnum
félagsins, þar sem Ellert Krist-
insson sem lengst hefir gegnt
framkvæmdastjórn, ávarpaði
gesti og um leið og hann þakkaði
bæjarbúum og öðrum góða og
farsæla samfylgd, minntist hann
nokkurra áfanga í starfinu,
meðal annars ýmissa mann-
virkja sem Trésmiðjan hefði
staðið að, skólamannvirkja,
verksmiðjubygginga, opinberra
mannvirkja, fjölmargra íbúðar-
húsa o.fl., o.fl., bæði innanbæjar
og utan.
Fyrstu árin bjó Trésmðjan við
þröngan kost og brátt varð ekki
hjá því komist að auka hann og
var þá hafist handa um stór-
byggingu utan við bæinn sem þá
var, en nú nálgast miðjan bæ,
og ekki leið langur tími þar tií
það húsnæði varð of lítið vegna
aukinna verkefna og var þá bætt
við og hefir sú viðbygging einnig
nýst vel og komið að góðu haldi.
Trésmiðja Stykkishólms hefir
verið bænum mikil stoð í hröðum
uppvexti hans og á hún stóran
þátt í aukinni velmegun hér.
Starfsmenn Trésmiðjunnar
hafa komist upp í 30 þegar mest
hefir verið um athafnir. Fram-
kvæmdastjóri nú er Sigurður
Kristinsson. Stjórnina skipa
Gunnlaugur Lárusson, Gísli
Birgir Jónsson og Ellert Krist-
insson.
ÁrnL
9
STÓRHIARKADUR
Sindra-Stál rekur stærstu birgðastöð
fyrir íslenskan málmiðnað. Víðtæk þjón-
usta fyrirtækisins við málmiðnaðinn er lip-
ur og traust en auk þessa býður Sindra-
Stál ýmsar vörur fyrir byggingariðnaðinn.
SINDRA
í birgðastöð er ávallt gnægð alls konar
efnis, véla og tækja sem sérþjálfaðir sölu-
menn okkar leiðbeina um val á, auk þess
að veita tæknilega aðstoð og upplýsingar.
Málmur er okkar mál
STALHF
BORGARTÚNI31, SÍMAR 27222 & 21684
Kr. 326,45