Morgunblaðið - 07.11.1985, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 07.11.1985, Qupperneq 59
M0RGUNT3LÁÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1985 59 'H ~ jji VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Úr félagsbeimili Cove Rangers FC. Styrktarfélag aldraðra á Suðurnesjum Kanaríeyjarferð Fyrirhugaö er á vegum styrktarfélags aldraðra á Suöurnesjum 3ja vikna ferö til Kanaríeyja 28. janúar 1986 ef næg þátttaka fæst meö Samvinnuferöum Landsýn. Nánari uppl. veitir: Sólveig Þóröardóttir í síma 92-1948 og Soffía Magnúsdóttir í síma 92-1709. 6502 Hnitmiðað námskeið í notkun vél- armálsins6502 LeiAbeinandi: Tilvaliö námskeiö fyrir Apple II og KjartanJóna*»on Commodore 64 eigendur sem vilja nýta möguleika tölvanna til fulls. FJÖLSKYLDUSTEMMNING ÍÞRÓTTAFULLTRÚANS Er það álit íþróttafulltrúans á Akranesi eins og fram kemur í viðtali á íþróttasíðu Morgunblaðs- ins 17. okt. sl. að æskilegt sé fyrir íslensk íþróttalið að tileinka sér að öllu leiti það „fjölskylduand- rúmsloft“ sem ríkir hjá skoska knattspyrnufélaginu „Cove Ran- ger FC“ en orðrétt segir, íþrótta- fulltrúinn: „Við Skagamenn gæt- um mikið íært af þessu félagi. (Eflaust á knattspyrnuvellinum. Innskot mitt.) Við þurfum einmitt að skapa svona „fjölskylduand- rúmsloft í kring um liðið okkar." En hvernig er slíkt andrúmsloft eins og í félagsheimili Cove Ranger í Skotlandi og víðar annarsstaðar erlendis þar sem, eins og fram kemur í greininni, er opinn „Bar“ (samanber mynd) þar sem boðið er uppá bjór og jafnvel sterkari drykki? Það er ekki að ófyrirsynju að ég minnist á þessi mál. Eg hef átt ungmenni, sem náði mjög langt í sinni grein en hætti m.a. vegna strangrar skólagöngu en einnig vegna þess að það samrýmdist ekki þeim lífsvenjum, sem því miður alltof margt íþróttafólk, sem virkilega ætlar að ná árangri, temur sér þ.e.a.s. einhver sam- skipti við Bakkus. Ég hef áður gagnrýnt blöðin fyrir að birta á íþróttasiðum blaðanna myndir af íþróttamönnum fagnandi sigrum með bjór eða vínneyslu, en í lok greinar minnar er birtist fyrir nokkru segir: „Er þetta æskileg fyrirmynd fyrir yngsta íþrótta- fólkið okkar, sem er að byrja iþróttaferil sinn og kannski á eftir að taka við af „köppunum", sem eru á „toppnum" i dag?“ Fram- kvæmdastjórn Iþróttasambands islands svaraði þessari grein minni á mjög jákvæðan hátt með fyrir- sögninni „Áfengi og íþróttir fara ekki saman“. Þeir kváðust þá fyrir nokkru hafa skrifað öllum sam- bandsaðilum sínum umburðarbréf, þar sem þvi er beint til þeirra að hlutast til um að hamlað verði gegn þeim ósið að fagna sigri með víndrykkju." Enn er öllum i fersku minni hinir átakanlegu og sorglegu at- burðir sem gerðust á iþróttaleik- vöngunum i Bretlandi og Belgiu. Ekki ætla ég að ræða þá frekar hér. Allir þekkja þá af fréttum fjölmiðla, en þá loksins sáu yfir- völd og íþróttahreyfingin i þessum löndum, að þörf væri róttækra aðgerða. Við íslendingar eigum afburða duglegt og efnilegt íþróttafólk sem áreiðanlega á eftir að ná mjög langt, en til þess að það takist hverju sinni kostar það reglusemi, sjálfsögun og stöðuga og stranga þjálfun. Þetta þrennt fæst m.a. að kjörorðið sé „Heilbrigð sál í hraust- um líkama“. Alltof stór hluti þjóðarinnar heyr nú harða baráttu við hættulegan og óvæginn mótherja þar sem Bakkus er, en nú er hugur í þjóðinni að veita viðnám í þeirri hörðu keppni. SÁÁ hefur gert lofsvert átak, sem sannar- lega ber að þakka og nýlega boðaði kirkjan aðgerðir í þessu mikla vanda- máli þjóðarinnar. Allt þetta lofar góðu. Ég vona að íslensk íþróttaæska og forráðamenn hennar megi bera gæfu til að standa saman í þessari hörðu baráttu við hlið annara félaga- samtaka og vinna sigra þar, ekki síður en á íþróttavellinum. Með þvi er hún ekki einungis að vinna sjálfri sér gagn, heldur þjóðinni allri. Gamall íþróttaáhugamaður Þessir hringdu . . . Heinrich Schtitz gleymdist ekki Hringt var frá Akureyri í sambandi við grein Sigurðar Þórs Guðjónssonar í blaðinu 20. október þar sem segir að Heinrich Schötz hafi gleymst á ári tónlistarinnar. Þetta segir Akureyringur- inn að sé ekki rétt, því Kirkju- kórasamband Eyjafjarðar- prófastsdæmis hélt söngmót í Akureyrarkirkju 15. júní, þar sem Kirkjukór Akureyrar undir stjórn Jakobs Tryggva- sonar flutti verk eftir Schiitz einmitt til þess að minnast 400 ára afmælis hans og Kirkjukór Stærra-Árskógar- kirkju undir stjórn Guð- mundar Þorsteinssonar flutti einnig verk eftir Heinrich Schutz. „Við á Norðurlandi gleymdum honum ekki,“ sagði Akureyringurinn, „þótt hann hafi ef til vill gleymst sunnan fjalla.“ Tími: 18., 20., 26. og 28. nóvember. Klukkan 20—23. Innritun í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Ármúla36, Reykjavik. nóv.) Nú semfyrr bjódum við þjónustu vel þjálfaðs, sérhæfðs starfsfólks Birna Sveinsdóttir, snyrtifræðingur. Sigríður Gunnarsd., snýrti- fræðingur og „electrologist“ Undína Sigmundsdóttir, Ingunn Þórard., snyrtifræðingur. snyrtifræðingur og „electrologist". „Electrologist" þýðir sérmenntuð í varanlegri háreyðingu (diathermy). í tilefni dagsins bjóðum við viðskipta- vinum okkar að líta inn og fá ókeypis förðun og leiðbeiningar um förðun og litaval, milli kl. 1 og 6. Veriö velkomin! r
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.