Morgunblaðið - 17.11.1985, Page 2

Morgunblaðið - 17.11.1985, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 Sundlaugarnar í Laugardal: Leki í nýju búnings- klefunum VATNSLEKI hefur komiö fram í nýjum búningsklefum viö sund- laugarnar í Laugardal og hefur byggingardeild borgarverkfræð- ings verið falið aö annast rann- sókn á orsökum lekans. Að sögn Guömundar Pálma Kristinsson- ar, forstöðumanns byggingar- deildar, hafa starfsmenn bygg- ingardeildar skoðað lekann og beinist rannsóknin að viðloðun- arhæfni kíttis á gleri búnings- klefanna. í umsögn byggingardeildar borgarverkfræðings, sem lögð hefur verið fram á fundi borgar- ráðs, kemur meðal annars fram, að rannsóknin hafi leitt í ljós leka með gluggum niður útveggi svo og leka með þakniðurföllum. Við könnun starfsmanna byggingar- deildar á orsökum lekans hafi komið í ljós að toppfyllingar með gleri í húsinu séu gallaðar og viðloðun þéttiefnisins við glerið sé engin. Hafi þetta verið staðfest með prófun. I framhaldi af þessari rann- sókn hefur verið leitað aðstoðar Rannsóknarstofnunar bygging- ariðnaðarins og Iðntæknistofn- unar íslands varðandi nánari rannsókn á umræddu kítti og jafnframt hvort um hugsanlegan hönnunargalla geti verið að ræða. Morgunblaðift/Friðþjófur Mistókst að ná Urriðafossi á fiot EKKI tókst að ná Urriðafossi, skipi Eimskipafélagsins, á flot í gærmorgun, en líklega verður gerð önnur tilraun á háflóði í dag, milli kl. 8 og 9 f.h. Varðskipið Óðinn og drátUrbáturinn Magni settu Uug í skipið og reyndu að draga það á flot, en skipið haggaðist ekki og svo fór á endanum að Uugin slitnaði. Urriðafoss slitaði sem kunnugt er frá bryggju á Grundartanga í óveðrinu á föstudagsmorguninn og rak upp í fjöru. Töluverðar skemmdir urðu á botni skipsins. Sjö skipverjar voru um borð og voru enn um hádegisbilið í gær. Á föstudaginn fór olía að leka úr skipinu og sjór flæddi inn í vélarúm. Ekki var vitað í gær til þess að frekari skemmdir hefðu orðið á skipinu. Myndin er tekin á Grundartanga i gærmorgun, rétt áður en taugin slitnaði milli Urriðafoss og dráttarskipanna. Fiskiþing samþykkir kvóta til tveggja ára — leggur til breytingar á friimvarpinu í 7 liðum Víða varð tjón í óveðrinu. IDAG Meðal efnis í blaðinu í dager: Útvarp/sjónvarp 6 Dagbók 8 Fasteignir . 10-21 Leiðari 32 Reykjavíkurbréf ... 32/33 Myndasögur ... 35/36 Peningamarkaður 38 Raðauglýsingar ...46-53 Fólkífréttum ..26/27b Dans/bíó/leikhús 28b—31b Velvakandi 32b/33b Menning/listir lc—12c Morgunblaðið/Árni Sæberg Eyjafjöll: Tveir bflar fuku af veginum Holti, 16. nóvember. HÉR undir Eyjafjöllum var mjög mishvasst í þeim veðurham er var í gær. Óveðursstrengir lágu með fjöllunum. Ófært var um tíma og fuku tveir bílar út af þjóðveginum í Dalshverfi. Að Moldnúpi hjá Jó- hannesi Árnasyni fauk helmingur af hlöðuþaki og einnig fauk þar af þaki gamla íbúðarhússins og víðar urðu skemmdir. Fréttaritari. FISKIÞING samþykkti á fundi sínum á föstudag fiskveiðistefnu, sem í megindráttum byggist á framkomnu frumvarpi um stjórnun fiskveiða. 23 þingfulltrúa voru fylgjandi þessu en 10 á móti. Ekki kom til þess, að atkvæði yrðu greidd um tvær aðrar tillögur, sem fram komu á þinginu um stjórnun fiskveiða, tegundamark og frjálsar veiðar með sóknarstöðvun og veiðistýringu í aðrar físktegundir en þorsk. Athugasemdir og eða breytingar í 7 liðum við framkomið frumvarp um stjórnun fiskveiða voru jafn- framt samþykktar á þinginu og fara þær hér á eftir: Gildistími verði tvö ár í stað þriggja. I 9. grein er gert ráð fyrir veiði- stöðvun smábáta á línu- og hand- færaveiðum frá 15. nóvember til 9. febrúar. í stað þess komi stöðvun frá 15. desember til 15. janúar. Sama regla um veiðileyfi nýrra fiskiskipa verði látin gilda jafnt um fiskiskip undir 10 lestsum og yfir 10 lestum, hafi skipið ekki verið afhent kaupanda fyrir gildistöku laganna. Gæzluvarðhald íslendings framlengt um átta vikur f Noregi: Sakaður um morðhótanir auk tilræðis við lögreglumann 6sló, 16. nóvember. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblatains. GÆSLUVARÐHALD íslendingsins, sem situr í fangelsi í Ósló sakaður um morðtiiræði við lögregluþjón, hefur nú verið framlengt um átta vikur. Neitar hann enn að segja nokkuð við lögregluna, sem grunar hann um að hafa framið fleiri alvarlega glæpi. íslendingurinn var handtekinn 7. október sl. og settur í gæsluvarð- hald í átta vikur og þegar það rann út 12. nóvember sl. var það fram- lengt um átta vikur að auki. Það voru tveir lögreglumenn, sem komu að íslendingnum við innbrot og þegar annar þeirra ætlaði að taka hann, dró hann upp byssu og reyndi tvisvar að skjóta á lögreglu- manninn. Var byssan hlaðin en af einhverjum ástæðum riðu skotin ekki af. Að sögn Per Carlssons, lögregluforingja í Ósló, er enn ekki ljóst hvernig á því stóð. íslendingurinn er sakaður um marga glæpi, morðtilraun, morð- hótanir við margt fólk, ólöglegan vopnaburð og fíkniefnabrot. Þegar hann var handtekinn var hann Framsalsréttur á aflakvóta þeirra skipa, sem ekki eru gerð út, verði takmarkaður verulega. Rýmkuð verði ákvæði í 7. grein þannig að hægt sé að vinna sig fljótar út úr viðmiðunarárunum þremur. Leitast verði við að leiðrétta misvægi í þorskaflahámarki togara á svæði 1 og 2. Fiskiþing telur æskilegt að við gerð reglugerðar um sóknarmark, verði möguleikar þeirra báta, sem stunda þorskveiðar með netum, gerðir aðgengilegri með einhverri fjölgun sóknardaga. í umræðum um fiskveiðistefnuna komu fram fleiri tillögur um breyt- ingar á frumvarpi sjávarútvegs- ráðuneytisins, en þær voru allar felldar. Þar má nefna tillögu um úthlutun aflakvóta til fiskvinnsl- unnar, gildistíma laganna í eitt ár og um að framsal aflakvóta skipa, sem ekki eru gerð út á botnfiskveið- ar, verði takmarkað verulega. Albert Guðmundsson: „Hlynntur að rann- sókn fari fram“ með nokkuð af amfetamíni í fórum sínum og 80.000 nkr. og telur lög- reglan, að hann hafi stundað eitur- lyfjasölu og hugsanlega eiturlyfja- smygl. Hefur Islendingnum áður verið vísað frá Noregi og Dan- mörku fyrir fíkniefnabrot. Islendingurinn neitar enn að ræða nokkuð við lögregluna og gerir það rannsókn málsins erfiða. Nokkur timi mun því líklega líða áður en mál hans verður tekið fyrir í rétti. ALBERT Guðmundsson iðnaðarráð- herra sagði í utandagsskrárumræðu á Alþingi a fímmtudag að hann teldi nauösynlegt að fram færi rannsókn á viðskiptum Hafskips og Útvegsbank- ans á þeim tíma sem hann gegndi stjórnarformennsku í báðum fyrir- tækjunum til þess að fá úr því skorið hvort þær fullyrðingar sem fram komu í máli einstakra þingmanna og beind- ust gegn honum, ættu við rök að styðj- ast. Morgunblaðið spurði Albert, hvers konar rannsókn hann hefði haft í huga, er hann sagði þetta. „Því skipti ég mér ekki af. Það þarf bara að staðreyna hvort þessar fullyrðingar eigi við rök að styðjast. Ég hef ekki beðið um slíka rann- sókn, en er því hins vegar fyllilega hlynntur að slík rannsókn fram,“ sagði Albert. Albert sagði að fram á mitt sl. ár hefði allt verið í mjög góðu lagi hvað varðar rekstur Hafskips. Gengislækkun á sl. ári, missir flutn- inga fyrir varnarliðið, verðfall á kaupskipum og mánaðarverkfáll BSRB væru þeir þættir sem hefðu gert það að verkum að allt hefði farið úr böndunum hjá Hafskip. Ekki væri við stjórnendur fyrirtæk- isins að sakast, heldur væri hér um utanaðkomandi áhrif að ræða sem stjórnendur fyrirtækisins hefðu alls ekki ráðið við. Albert var spurður hvaða breyt- ingar hefðu orðið á skuldastöðu Hafskips og Útvegsbankans á með- an hann var stjórnarformaður í báðum fyrirtækjunum: „Ég hef ekkert með slíkar upplýs- ingar að gera. Ég ræð engu í félag- inu og hef ekki komið nálægt stjórn- un þar síðan ég varð ráðherra, en vissulega myndi ég ekkert hafa við það að athuga að slík könnun færi fram. Miklu frekar myndi ég segja: Haldið þið bara áfram, og kannið allt sem þið getið kannað í þessu sambandi."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.