Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 5
 í ,T( aaOAOUMHÖR ,qi(lA,!8HU0íl0M MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 Þing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna: Launaskrið ger- ir fullkomna sam- stöðu erfiða KAUPMÁTTARRÝRNUN launþega- hópa innan ASÍ og LÍV hefur orðiö frá 9,4 prósentum og upp í 26,5 pró- sent frá því á síðari hluta ársins 1982 og fram á þennan dag. Þetta kom fram í erindi sem Björn Björns- son hagfræðingur ASÍ flutti á 15. þingi LIV sem stendur yfír á Hótel Esiu. I erindi Björns kom fram, að kaupmáttarrýrnun hæstu taxta- hópa í báðum samböndum hefur orðið 26,5 prósent. Hjá konum í afgreiðslustörfum nemur rýrnunin 21,7 prósentum, körlum í sömu störfum 17,1 prósenti, konum á skrifstofustörfum 13,9 prósentum og körlum í sömu störfum 9,4 pró- sentum. Sú kjarabarátta sem í vændun er setti svip sinn á erindi Björns svo og erindi Ásmundar Stefáns- sonar forseta ASÍ. Þannig ítrekaði Björn, að meðaltalstölur sem gjarnan væru notaðar væru úr öllu samhengi við raunveruleikann hvað varðaði fjölmarga launþega. Sagði Björn að meðallaun kvenna í afgreiðslustörfum væru 24.000 krónur á mánuði, karla í sömu störfum 29.000 krónur, kvenna í skrifstofuvinnu væru 29.000 krón- ur og karla í sömu störfum væru 40.000 krónur. „Þetta eru allt meðaltalstölur og þær sýna að þessir taxtar eru úr öllu samhengi við það umhverfi sem fólk starfar í. Þó er hópur fólks sem býr við þessa taxta," sagði Björn. Ástæðan fyrir því að ekki mætti styðjast um of við taxtatölur væri „launaskrið", eða yfirborganir sem fjölmargir launþegar fá ofan á sín laun samkvæmt taxta. „Karlar fá frekar yfirgreiðslur en konur, skrifstofufólk frekar en af- greiðslufólk og launþegar á höfuð- borgarsvæðinu frekar en laun- þegar úti á landi,“ sagði Björn og rakti síðan hvað hugsanlega væri til ráða. Hugmyndir hans um það voru t.d. að minnka launahækkan- ir til handa þeim sem hefðu yfir- greiðslur, semja um sérhækkanir fyrir þá launþega sem fá ekki yfir- greiðslur eða að hafa sveigjanleika í tímasetningu launahækkanna. Það væru hins vegar vankantar á þessum aðgerðum. í fyrsta lagi væri engin trygging fyrir því að þeir sem njóta nú yfirgreiðslna væru öruggir með þær alltaf og því gætu þeir setið eftir ef þeir misstu þær. I öðru lagi væru yfir- greiðslur oft einstaklingsbundnir samningar og ýmsir væru trúlega ekkert of fúsir til að ljá heildinni Þorsteinn Gísla- son endurkjörinn fiskimálastjóri ÞORSTEINN Gíslason var á Fiski- þingi endurkjörinn fiskimálastjóri til næstu fjögurra ára. Jafnframt var Jón Páll Halldórsson endurkjörinn varaforseti til jafnlangs tíma. Var kjör þeirra beggja staófest með lófa- taki í þinglok. í stjórn Fiskifélagsins til næstu fjögurra ára voru eftirtaldir kosn- ir: Frá A-deild Guðmundur Run- ólfsson, Ágúst Einarsson, Eiríkur Tómasson, Hilmar Bjarnason, Hjörtur Hermannsson, Kristján Ásgeirsson og Guðjón A. Kristj- ánsson. Frá B-deild Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, Sigfinnur Karlsson, Tómas Þorvaldsson og Árni Ben- ediktsson. Á þinginu var ennfremur kosin milliþinganefnd þriggja manna til að vinna að endurskoðun laga Fiskifélagsins. Hana skipa Hilmar Bjarnason, Jón Páll Halldórsson og Tómas Þorvaldsson. lið. Slíkt græfi hins vegar undan sameinuðu átaki launafólksins og tvístraði því. f ræðu á þinginu sagði Ásmund- ur Stefánsson að ákveðnar kröfur yrði að gera til að tryggja hags- muni fólks. Aðalkröfurnar hljóð- uðu upp á hærri laun, jafnari tekjuskiptingu, réttlæti og aukið öryggi. Lagði hann áherslu á að krónutöluhækkun ein sér hefði lítið að segja ef henni fylgdi ekki traust kaupmáttartrygging. Keppa bæri að siíku og þyrfti að ganga tryggilega frá ýmsum liðum til þess að það gæti orðið. T.d. yrði að stöðva verðhækkanir í landinu, koma yrði í veg fyrir að stjórnvöld Frá þingi LÍV, Björn Þórhallsson, formaóur Landssambands verzlunarmanna og varaforseti ASÍ, og Magnús L. Sveinsson, formaöur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, fremst til hægri á myndinni. og atvinnurekendur veltu kaup- hækkunum umsvifalaust út í verð- lagið. Einnig yrði að stilla saman seglin í hópnum, efla samstöðuna, og til þess að það væri framkvæm- anlegt yrði að takast á við yfir- greiðsluvandamálið. Ásmundur gerði einnig bágt ástand í húsnæðismálum að um- talsefni og sagði að þær mætti „rekja til hinnar geigvænlegu kjaraskerðingar sem yfir hefur dunið og endurspegla hins vegar þau rangindi og ójöfnuð, sem beint má rekja til yfirdrifinnar vaxta- stefnu og hreinnar okurstarfsemi sem flokkast þó ekki undir lög- brot“. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJAVÍK dagana 24. og 25. nóv. 1985 HULDA VALTÝSDÓTTIR borgarfulltrúi Við hvetjum þig til að setja Huldu í öruggt sæti á prófikjörslistanum vegna dýrmætrar reynslu hennar, Qölþættra hæfileika og nútímalegra viðhorfa. Stuðningsmenn Kosningaskrifstofa Lágmúla 9, 2.h. Símar: 36323 og 37595 Verið velkomin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.