Morgunblaðið - 17.11.1985, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985
7
Árbókin
1984
Út er komið hjá Erni og Örlygi sjötta
bindiö í árbókaflokknum HV’AÐ
GERÐIST Á ÍSLANDI og tekur
þetta bindi til ársins 1984. Höfundur
er Steinar J. Lúðvíksson og mynda-
ritstjóri Gunnar Andrésson, en flest-
ir kunnustu fréttaljósmyndarar þjóð-
arinnar eiga myndir í bókinni.
í fréttatilkynningu útgefanda
segir:
„HVAÐ GERÐIST Á ÍSLANDI
geymir ítarlega samtímasögu.
Fjallað er um allt það helsta sem
gerðist á tslandi og í íslensku þjóð-
lífi á árinu og fjölmargar myndir
eru í bókinni. Bókin er því í senn
til ánægju þeim sem ýmist tóku
þátt í viðburðinum, sem sagt er
frá, eða fylgdust með þegar þeir
gerðust og jafnframt verður hún
ómetanlegt heimildarrit þegar
tímar líða og öðlast æ meira gildi
með árunum. Þegar spurt verður
um HVAÐ GERÐIST A ÍSLANDI
1984? í framtíðinni þá er svarið
að finna í þessari bók. Atburðir
eru flokkaðir eftir eðli sínu, þannig
að auðvelt er að finna það sem
leitað er að. Höfundur bókarinnar,
Steinar J. Lúðvíksson, hefur fengið
lof gagnrýnenda fyrir skýra og
glögga uppsetningu efnis og næmt
mat á efnisvali."
Efni bókarinnar er þannig raðað
eftir eðli atburðanna og í tímaröð:
Alþingi — stjórnmál; Atvinnu-
vegirnir; Bjarganir — slysfarir;
Bókmenntir — listir; Dóms- og
sakamál; Efnahags- og viðskipta-
mál; Eldsvoðar; Fjölmiðlar; fþrótt-
ir; Kjarna- og atvinnumál; Menn
og málefni; Náttúra landsins og
veðurfar; Skák og bridge; Skóla-
Aftakaveður
í Borgarnesi
Borgarnesi, 15. nóvember.
MIKIÐ hvassviðri gerði í Borgarnesi
og nágrenni aðfaranótt föstudags.
Ýmislegt lauslegt byrjaði að fjúka um
klukkan fjögur um nóttina, en undir
morgun var komið aftakaveður og þá
fóru þakplötur að fjúka af húsura,
rafmagnsstaurar brotnuðu og kyrr-
stæðir bflar fuku til á bflastæðum.
Annasamt var hjá slökkviliðinu í
Borgarnesi, björgunarsveitinni,
starfsmönnum hreppsins og lögreglu
við hjálpar- og björgunarstörf frá því
um morguninn og þar til að veðrinu
slotaði um níuleytið um kvöldið.
Miklar eignaskemmdir urðu í
þessu veðri sem er eitt það almesta
sem gert hefur í Borgarnesi um
árabil. Helstu skemmdirnar urðu á
húsum, er þakjárnið fauk af þeim
eða á þau. Einnig skemmdust bílar
er járnplötur fuku á þá. Til marks
um veðurhæðina valt fólksbifreið á
hliðina á brúnni yfir í Brákarey og
gekk þak bifreiðarinnar niður og
handrið brúarinnar bognaði, en
kom í veg fyrir að bifreiðin fyki út
í Brákarsundið. Ökumaðurinn, sem
var einn í bílnum, var í bílbelti og
hlaut aðeins minniháttar skrámur.
Einnig gjöreyðilagðist hjólhýsi
ofan við Borgarnes og gamlir
hænsna- og hestakofar tókust á
loft og tættust í sundur. Þá brotn-
uðu rúður í allmörgum húsum.
TKÞ.
Garðabær:
Ók á ljósa-
staur og slasað-
ist alvarlega
TVEIR bræður slösuðust, annar al-
varlega, er bifreið þeirra lenti á Ijósa-
staur í Garðabæ aðfaranótt fóstu-
dagsins síðastliðinn.
Slysið átti sér stað við biðskýlið
hjá Asgarði og mun bifreiðin hafa
rifnað svo að segja í tætlur og
gjöreyðilagst við áreksturinn.
Bræðurnir, sem voru tveir í bíln-
um, voru báðir fluttir á slysadeild
og var annar þeirra, sá sem ók,
talinn alvarlega slasaður og var
þegar gerð á honum aðgerð í
brjóstholi.
Steinar J. Lúðvíksson
og menntamál og Úr ýmsum átt-
um.
Bókin HVAÐ GERÐIST Á ÍS-
LANDI 1984 er sett og prentuð í
prentstofu G. Benediktssonar en
bundin hjá Arnarfelli. Kápu hann-
aði Sigurþór Jakobsson.
Könnun Verðlagsstofnunar í matvöruverslunum um allt land:
Verðlag 5,9% hærra á Vestfjörð-
um en höfuðborgarsvæðinu
Verðlag í matvöruverslunum á
landsbyggðinni er að meðaltali 2,5%
hærra en á höfuðborgarsvæðinu, 1,6%
hærra ef aðeins er borið saman verð
á matvörum. Verðlag á Vestfjörðum
er 5,9% hærra en á höfuðborgarsvæð-
inu. Þetta kemur fram í 11. tölublaði
Verðkönnunar sem verðlagsstofnun
gefur út, en þar er greint frá verðlags-
könnun sem stofnunin gerir reglulega
á 370 vörum í um hundrað matvöru-
verslunum víðs vegar um landið.
Sé litið á einstaka byggðarkjarna
á landinu, kemur í ljós að verðlag á
Melrakkasléttu (Kópaskeri, Þórs-
höfn og Raufarhöfn) er 6,2% hærra
en í Reykjavík og 5,3% hærra en á
Húsavík. Verðlag á ísafirði, stærsta
þéttbýlisstaðnum á Vestfjörðum, er
3,9% hærra en á Patreksfirði og 3%
hærra en í Bolungarvík. Á Seyðis-
firði er verðlag í matvöruverslunum
hins vegar 3,4% hærra en á Egils-
stöðum. Þá vekur það athygli í
könnuninni að verðlag í Keflavík er
að meðaltali hið sama og á höfuð-
borgarsvæðinu.
Verðlagsstofnun segir ýmsar
skýringar vera á þessum verðmun
milli landshluta og byggðarlaga, en
þær sem þyngst vega að mati stofn-
unarinnar eru meðal annars þær að
verslanir séu smáar á ýmsum minni
stöðum, þær séu því hlutfallslega
dýrari í rekstri, hafi lítinn markað
og þurfi hærri álagningu en stærri
verslanir. Ein skýringin er sú að
fjöldi verslana á sama stað og ná-
lægð stórmarkaðar hvetji til verð-
samkeppni og leiði til lækkunar á
vöruverði. Þá vegur flutningskostn-
aður mikið í verði nokkura vöruteg-
unda, einkum þeirra sem eru þungar
eða rúmfrekar miðað við þyngd.
Nokkrar vörutegundir reyndust að
meðaltali ódýrari á landsbyggðinni,
sérstaklega fiskur og fiskvörur.
KAUPMANNAHOFN 13.230
STOKKHÓLMUR 15.400
OSLÓ 12.320
GAUTABORG 13.350
LÚXEMBORG 11.620
Jólafargjöldin miöast vió brottför í desember.
Hámarksdvöl 1 mánuóur
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SIMAR 27077 & 28899
SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SlMAR 21400 & 23727