Morgunblaðið - 17.11.1985, Síða 22

Morgunblaðið - 17.11.1985, Síða 22
22 Þegar Yurchenko sneri baki við fyrrverandi húsbændum sínum í sumar unnu Bandaríkja- menn mikinn sigur i hugmyndafræðilegu stríði sínu og Rússa og þeir voru sigri hrósandi. Nú hefur sigur- víma þeirra snúizt upp í reiði og ráðaleysi. Leyniþjónusta þeirra hefur beðið auðmýkj- andi ósigur og áhrifanna getur gætt i mörg ár. Þess hefur enn ekki verið krafizt að yfirmaður CIA, William Casey, verði settur af, en reiður öldungadeildarmaður lét svo um mælt í sjónvarpi að ef þetta hefði gerzt á Bretlandi mundi yfirmaður brezku leyni- þjónustunnar biðjast lausnar. Málið hefur vakið mikla reiði í leyniþjón- ustunefnd öldungadeildarinnar. CIA hefur verið krafin um skýrslu um málið og skýrslu verður skilað innan hálfs árs. Alríkislögreglan FBI, sem keppir við CIA á sviði gagnnjósna og tók þátt í að yfir- heyra Yurchenko, mun hafa móðgazt, því að leyniþjónustunni láðist að tilkynna að hann væri sloppinn úr haldi. Leyniþjónusta bandaríska utanríkisráðuneytisins hefur einnig látið í ljós gremju og krafizt skýr- inga. Starfsmönnum Hvíta hússins virðist ekki hafa verið sagt frá flótta Yurchenkos fyrr en tilkynnt var um hann opinberlega og þeir hafa reynt að leiða þetta dularfulla mál hjá sér að mestu. ÚTSENDARI? Leyniþjónustustarfsmenn hafa fúslega viðurkennt að þeir viti ekki hvernig í öllu liggur, en ýmsar kenningar eru á lofti. Sumir þingmenn, sem hafa fengið upp- lýsingar um Yurchenko, segja að hann hafi leikið tveim skjöldum og KGB hafi sent hann til Vesturlanda til að koma Bandaríkjamönnum í bobba. Þeir segja að tilgangurinn geti hafa verið sá að villa um fyrir Bandaríkjamönnum rétt fyrir fund Ronalds Reagan forseta og sovézka kommúnistaleiðtogans Mikhails Gorbachev í Genf. Tilgangurinn geti einnig hafa verið sá að auðmýkja bandarísku leyniþjónustuna og valda sundrungu innan hennar. Sé þetta rétt lauk Yurchenko hiutverki sínu með glæsibrag þegar hann birtist fyrir framan sjónvarpsmyndavélar i sovézka sendiráðinu og tilkynnti að hann vildi snúa aftur til Sovétríkjanna. Reagan forseti virtist sammála þessu áliti. Hann sagði í viðtali að ekki væri hægt að útiloka þann möguleika að Yurch- enko hefði tekið þátt í ráðagerð, sem hefði miðað að því að valda Bandaríkjamönnum erfiðieikum fyrir fundinn í Genf. Hann bætti því við að Yurchenko hefði ekki veitt nýjar eða athyglisverðar upplýsingar. Ef um slíka ráðagerð var að ræða má vera að úkraínski sjómaðurinn Miroslav Medvid, sem stökk tvívegis af rússnesku skipi í Mississippi, hafi verið þátttakandi í henni. Menn hafa ekki talið að málið hafi alvar- leg áhrif á samskipti austurs og vesturs fyrir fundinn, en þó álitið hugsanlegt að erfiðara verði fyrir forsetann en ella að bera upp mannréttindamál. LIÐHLAUPI? Flestir hafa hallazt að því að Yurchenko hafi í raun og veru svikizt undan merkjum, en fyllzt þunglyndi og vonleysi þegar hann var yfirheyrður og ákveðið að snúa aftur til Sovétrikjanna. CIA sagði að Yurchenko hefði verið bú- inn að fá sig fullsaddan á konu sinni, börnum sínum og starfi sínu í KGB. Vestanhafs varð hann mjög niðurdreg- inn þegar ástarsambandi hans og eigin- konu sovézks stjórnarerindreka lauk. Um leið fylltist hann ugg út af blaðafréttum um upplýsingar hans og mikilvægi. Fréttir hermdu að ástkona Yurchenkos hefði fleygt sér út um glugga á 27. hæð í fjölbýlishúsi í Toronto. Kanadíska leyni- þjónustan og CIA leyfðu honum að fara til Kanada í september að hitta konuna og sagt var að hún hefði hafnað honum og neitað að búa með honum vegna þess að hann hafði hlaupizt undan merkjum. En kanadíska leyniþjónustan og utan- ríkisráðuneytið i Ottawa hafa borið til baka að konan, sem Yurchenko hitti, hafi verið konan, sem fleygði sér út um gluggann. Sú síðarnefnda hét Svetlana Dedkova og var 47 ára gömul og gift sovézkum viðskiptafulltrúa.' Talsmaður kanadísku leyniþjónustunnar viðurkenndi að það hefði verið „furðuleg tilviljun" að frú Dedkova fyrirfór sér daginn eftir að Yurchenko ákvað að snúa heim. En hann sagði að allar hugmyndir um að samband væri á milli þessara at- burða væru út í hött. Joe Clark utanríkis- ráðherra og yfirvöld í Washington tóku í sama streng. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 Yurchenko í sorézka sendiráðinu í Washington eftir flóttann þangad. LÉT CIA GABBA SIG? FURÐULEGT mál KGB-mannsins Vita- lys Yurchenko, sem talið var að hefði útvegað Bandaríkjamönnum mikilvægar upplýsingar eftir að hann sveikst undan merkjum í Róm 1. ágúst, en leitaði hælis í rússneska sendiráðinu í Washington á dögunum, hefur sett Bandaríkjamenn í mikinn vanda. Bandaríska leyniþjónust- an CIA hefur orðið fyrir alvarlegu áfalli og sennilega verða gerðar gagngerar breytingar á henni. Los Angeles Times segir að ástkona Yurchenkos hafi verið Valentína Yeresk- ovsky, eiginkona aðalræðismanns Rússa í Montreal. Hún mun nú vera komin til Moskvu. Síðan hefur því verið haldið fram að sagan um ástkonu Yurchenkos í Kanada hafi verið tilbúningur. Kanadískar leyni- þjónustuheimildir herma að konan, sem CIA leyfði honum að hitta, hafi verið erind- reki KGB og sagt honum hvenær og hvern- ig hann ætti að snúa aftur til Sovétríkj- anna. Samkvæmt þessum heimildum var þetta liður í þaulskipulagðri ráðagerð. „RÆNT í RÓM“ Yurchenko segir sjálfur svo frá að sér hafi verið rænt í Róm og komið til Banda- ríkjanna, þar sem hann hafi verið yfir- heyrður í „þrjá hræðilega mánuði" á einka- heimili skammt frá Fredericksburg og aðalstöðvum CIA í Langley í Virginíu. Hann sagði að sér hefðu verið gefin eiturlyf meðan á yfirheyrslunum stóð og að hann hafi sætt pyntingum. Hann gekkst undir lygamælingu og stóðst prófið „með prýði" að sögn bandarískra embættis- manna. Sjálfur neitaði hann því að hann hefði ljóstrað upp sovézkum leyndarmálum af fúsum vilja, en bætti þvi við að hann væri ekki viss um hvort hann hefði veitt leynilegar upplýsingar, þar sem honum hefðu verið gefin eiturlyf. Yurchenko kvaðst hafa snætt kvöldverð með yfirmanni CIA, William Casey, í aðalstöðvum CIA, en sagðist ekki muna vel eftir samtali þeirra, þar sem hann hefði aldrei verið undir eins sterkum áhrifum eiturlyfjaogþá. Teikning, sem tímaritið Newsweek birti af þessum fundi, jók ugg Yurchenkos út af þeirri miklu athygli, sem mál hans fór að vekja, og birting hennar átti þátt í þeirri ákvörðun hans að snúa aftur. Honum gramdist líka að CIA afhenti honum bréf frá fréttamönnum, sem vildu ræða við hann. Hann óttaðist m.a. að umfjöllunin um málið gæti bitnað á fjölskyldu hans í Sovétríkjunum. VÍSAÐÁBUG Staðhæfingum Yurchenkos var vísað á bug og þær báru raunar keim af sovézkum áróðri. Bandarískir embættismenn sögðu að saga hans væri uppspuni frá rótum: hann hefði hlaupizt undan merkjum af fúsum vilja og notið allra venjulegra mannréttinda þegar hann dvaldist í Bandaríkjunum. Saga Yurchenkos um illa meðferð virðist ekki trúleg í ljósi þess hve auðvelt honum reyndist að laumast inn í sovézka sendiráð- ið. Lítið eftirlit var haft með honum, hann var tiltölulega sjálfráður og mætti óvenju- mikilli gestrisni. CIA tekur yfirleitt þannig á strokumönnum nú orðið til að auka trú þeirra á stjórnkerfið í Bandaríkjunum. Þó virðist starfsmönnum CIA ekki hafa tekizt að ná góðu sambandi við Yurchenko. Ekki hefur verið borið á móti þeirri fullyrðingu Yurchenkos að honum hafi verið boðin greiðsla að upphæð ein milljón dala, 62.000 dollara greiðsla á ári það sem eftir væri ævinnar og húsgögn að verðmæti 48.000 dollarar. Samkvæmt fráögn bandarískra leyni- þjónustustarfsmanna um flótta Yurch- enkos spurði hann starfsmann CIA, sem snæddi með honum kvöldverð 2. nóvember i frönsku veitingahúsi, Au Pied De Cochon, skammt frá sovézka sendiráðinu: „Hvað mundirðu gera ef ég gengi út. Mundirðu skjóta mig?“ „Nei, þannig förum við ekki með stroku- menn," svaraði CIA-maðurinn. Yurchenko fór frá borðinu og sagði: 2Ég kem aftur eftir 15 til 20 mínútur. Ef ég kem ekki aftur verður það ekki þér að kenna." Síðan gekk hann út og lét sig hverfa í mannfjöldann. Seinna hringdi hann í veitingahúsið og sagði CIA-mannin- um að hann fengi bráðlega að sjá sig í sjónvarpi. BÚÐARFERÐ Eftir heimkomuna staðfesti Yurchenko að nokkru leyti frásögnina um „flóttann". Laugardaginn 2. nóvembver kvaðst hann hafa beðið einn þriggja manna, sem gættu hans, að fara með sig í stórverzlun, þar sem hann sagðist hafa keypt frakka, hatt og regnhlíf, sem hann ætlaði að nota til að breyta útliti sínu. Hann kallaði vörðinn Tom Hannah og sagði að hann hefði verið „yngri en hinir og virzt skammast sín dálít- ið fyrir hlutverk sitt“. Yurchenko kvaðst hafa hringt í sovézka sendiráðið úr verzluninni og tilkynnt starfsmanni þess að hann mundi snúa heim. Síðan hefði hann farið með Hannah í franska veitingahúsið. „Tom sagði að hann þyrfti að þvo sér um hendurnar," sagði Yurchenko. „Ég þaut út, fór í frak- kann og setti á mig hattinn og fór til sendiráðsins."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.