Morgunblaðið - 17.11.1985, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985
27
Ein elsta stúkan, Eining aldargömul í dag:
„Leggjum áherslu á
val einstaklingsins
— segir Gunnar Þorláksson æðstitemplar stúkunnar
Gunnar Þorláksson æðstitemplar Einingarinnar 1985—1986. Myndin tekin
við málverk Freymóðs Jóhannssonar af gamla Góðtemplarahúsinu við
Templarasund.
STÚKAN „Eining nr. 14“ er 100 ára
í dag, sunnudag, og er hún ein elsta
stúka landsins. „Eining“ spratt upp
úr annarri stúku sem hét „Framtíð-
in“, en harla lítið er vitað um þá
stúku nú, því bækur hennar eru
glataðar. Framtíðin var hins vegar
stofnuð í október 1885 þar eð „Verð-
andi“, fyrsta stúkan í Reykjavík,
þótti orðin svo fjölmenn að það var
varla hægt að halda fundi vegna
húsnæðisskorts. 17. nóvember komu
saman 14 menn sem höfðu verið í
„Framtíðinni“ en sagt sig úr henni,
og stofnuðu þeir „Einingu.“ Síðan
eru liðin 100 ár og lifir Eining enn
og dafnar sem aldrei fyrr. Núverandi
formaður eða æðstitemplar Einingar,
er Gunnar Þorláksson og var hann
heimsóttur í tilefni ársins. Spurður
um hvað yrði gert til hátíðabrigða:
„Það verður mikil skemmtihátíð
í Templarahöllinni á laugardags-
kvöldið, kvöldverður dans og
glaumur. Á sunnudagsmorgun
verður svo messa í Hallgríms-
kirkju þar sem afmælisins verður
minnst, enda eru báðir sóknar-
prestar þeirrar kirkju, þeir Ragnar
Fjalar Lárusson og Karl Sigur-
björnsson, í stúkunni. Klukkan tvö
eftir hádegið verður svo kaffisam-
sæti.“
En þið ætlið ekki að halda upp á
afmælið með hressri og endurnýjaðri
■>ókn gegn óvininum mikla, áfeng-
inu?
„Ja, starfsemin er í föstum
skorðum, en innan starfsins rúm-
ast flest, landsstjórnarinnar er að
boða stefnur eða stefnubreytingar.
Þess ber hins vegar að geta, að
þetta er notalegur félagsskapur og
við vitum að það eru margir bind-
indismenn úti um allan bæ sem
taka ekki þátt í starfinu. Við
munum reyna að fá þetta fólk til
að koma til okkar."
„Þó ég segi þetta, er það mín
skoðun, að áherslupunkturinn hafi
breyst í þessu máli. Nú orðið talar
varla nokkur maður um áfengis-
bann. Auðvitað erum við í stúkun-
um allir sammála um að best væri
að enginn neytti áfengis, en það
er ekki í takt við tíðarandann að
tala um bann. leggja ber heldur
áherslu á að fólk hafi val. Það er
til dæmis allt of algengt að fólki
sé boðið til síðdegiskokteils og þar
fær það áfengi eða ekki neitt nema
að það setji allt á annan endann
til þess að fá svo á endanum krana-
vatn í stóru glasi á sama tíma og
annað fólk er að drekka úr íburð-
armiklum krystalglösum. Það er
ekkert viðkunnalegt fyrir fólk að
þurfa að skera sig úr með þessum
hætti einungis fyrir að vilja ekki
neyta áfengis. Því nefni ég þetta
sem dæmi, vegna þess að fyrir
skömmu hélt fyrirtæki hér í borg
kynningu á vörum sínum og bauð
miklum fjölda fólks. Aðstandend-
ur sýningarinnar reyndu skv.
áeggjan að bjóða einnig upp á óá-
fenga drykki jafnframt þeim
áfengu og mátti fá drykki eins og
grenadine og trópí. Þegar fólk átt-
aði sig á því að það voru óáfengir
drykkir einnig á boðstólum, kom í
ljós að mikill meiri hluti þess kaus
það fremur. Mér finnst eins og
margir séu að opna augun gagn-
vart þessu atriði og er það vel.
Þessu ná slagorðin: Drykkur er
nauðsynlegur — áfengi óþarft.
„Þetta getur ekki verið svo erfitt
í framkvæmd, svo margar upp-
skriftir eru til fyrir drykki sem
sóma sér vel sem samkvæmis-
drykkir þótt ekki sé í þeim áfengi.
Bindindi er nefnilega betra og fólk
verður að gera sér grein fyrir því
að áfengi hentar ekki öllum alltaf.
Það verður að vera val. Það eru
ýmsir aðilar sem eru að opna
augun fyrir þessu, víða er nú boð-
aður nýr og glaður lífsstíll þar sem
áhersla er lögð á líkamsrækt,
hreysti og fallegt útlit. Þetta er
lífsstíll sem hafnar óþörfum fíkni-
efnum.“
Þú nefnir þennan lífsstíl og nauö-
syn þess að fólk geti valið hvort það
vill áfengi eða ekki. Myndi bjór að
þínum dómi reka fleyg í þessa þró-
un?
„Já, tvímælalaust, við höfum svo
mörg dæmi erlendis frá sem stað-
festa að bjórdrykkja myndi bæta
við heildaráfengisneysluna. Því
meiri sem áfengisneyslan er, því
verri áhrifin af henni. Það ber því
að berjast gegn komu bjórsins."
Þjónar stúkan fleiri hlutverkum
en að vinna að fyrirbyggjandi aðgerð-
um gegn áfengisneyslu og neyslunni
sjálfri?
„Að mínum dómi á stúkan að
vera griðland í önnum dagsins.
Vimuefnalaust umhverfi. Það er
bæði gagnlegt og hvilandi að taka
þátt í félagsstarfi af slíku tagi.
Markmiðin eru heilbrigð og mann-
ræktarsambönd í hávegum höfð.
Allir hafa gott af slíku starfi og
þau eru meira gefandi heldur en
margan grunar. Reglan er öllum
opin og fólk ætti að kynna sér
hvað það hefur farið á mis við, því
þarna er ræktaður kraftur sem
verður seint bugaður."
Þið talið ekki lengur um bönn,
hver eru þá hin raunhæfu markmið
bindindishreyfingarinnar í dag?
„í stuttu máli, að sem flestir
meti gildi bindindis. Einnig að
auka þjálfun og kennslu í tjáningu,
við viljum útrýma því sem kallað
hefur verið „að drekka í sig kjark“,
því besta ráðið til þess að menn
finni að áfengi sé óþarft er að þeir
geti tjáð sig bæði í orðum og hreyf-
ingum. Danskennsla er mikilvæg
og einnig ber að þakka ýmsum
félagasamtökum á borð við JC
fyrir að kenna mönnum að tjá sig
með orðum. Með þessu móti fær
fólk meira sjálfstraust og minni-
máttarkenndir fjúka. Þá er það
sameiginleg stefna norrænna
bindindishreyfinga að stuðla að
því að áfengisneysla dragist saman
um 25 prósent fram til ársins 2000.
Þetta er stórt markmið og álita-
mál hvort okkur verður að ósk
okkar, hins vegar getur allt gerst,
hinir breyttu lífshættir fólks sem
ég gat um áðan gætu orðið ofan á,
þannig hafa reykingar stórlega
dregist saman. Slík þróun gæti
einnig orðið hvað varðar áfengis-
neyslu. Málið er nefnilega það, að
þó við flytjum mál okkar á nútíma-
máli ef svo mætti að orði komast,
sem sagt að leggja meiri áherslu
á það jákvæða við bindindi heldur
en að tíunda hrylling ofdrykkjunn-
ar, þá verður staðreyndum ekki
haggað, grunntónninn er alltaf
hinn sami, þ.e.a.s. áfengi er böl og
það er engum hollt að neyta þess.“
12 núlifandi félagar Einingarinnar sem gegnt hafa starfí æðstatemplars stúkunnar. Frá vinstri: Aftasta röð: Jón
F. Hjartar, Ólafur F. Hjartar, Einar Hannesson, Halldór Kristjánsson. Miðröð: Þorvarður Örnólfsson, Þorlákur
Jónsson, Sigurður Jörgensson, Ólafur B. Jónsson. Fremsta röð: sigrún Sturludóttir, Gunnar Þorláksson, Sigrún
Gissursdóttir, Sigurlaug R. Sævarsdóttir.
Höíum íyiiiliggjandi loítveikíœii fiá
INGERSOLL-RAND
i hœsta gœdaílokki
Loíthamrai 18 • 45 kg.
Sprengiholuborar 37 kg.
Loítþjöppur 30 L/S(65 cím)
og 60 L/S(125 cím)
[ulHEKLAHF
I J Laugavegi 170 -172 Sími 212 40
HAGSTÆTT
VERÐ