Morgunblaðið - 17.11.1985, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985
31
*
Upplýsingatækni fortíðar
hafði þann tiigang
að koma
lífsnauðsynlegum boðum
til slala.
í dag skipta upplýsingar sköpum fyrir okkur
öll. Nútímaþjóöfélag byggir á öflun, úrvinnslu og
miðlun þeirra. Hæfni og geta einstaklinga og
fyrirtækja byggist á þeim.
Til þess að geta komist af í hörðum heimi
samkeppni og hraða er áríðandi að fylgjast ýtarlega
með öllum nýjungum. Vera í takt við tímann. Láta
ekkert koma sér á óvart. Hafa sem greiðastan
aðgang að upplýsingum.
Reynslan hefur leitt í Ijós að stjórnendum
fyrirtækja er nauðsynlegt að fylgjast vel með
markaðinum, samkeppnisaðilum og ytri aðstæðum
öllum. Hafa allar staðreyndir málsins tiltækar áður en
ákvarðanir eru teknar. Leyfa staðreyndunum að
styðja brjóstvitið. Skipta við Miðlun.
Markaðsdeild
Starfsemi deildarinnar felst í öflun,
úrvinnslu og miðlun upplýsinga um
markaðsmál. Fylgst er með auglýsingum
í dagblöðum, tímaritum, sjónvarpi og
hljóðvarpi. Reglulega er fylgst með
verðþróun verslana með ýtarlegum
verðkönnunum. Hugmyndir neytenda
eru kannaðar með skoðanakönnunum
og fjölbreytilegar upplýsingar eru unnar
úr tiltækum gögnum.
Upplýsingadeild
Verksvið upplýsingadeildarinnar er að
leita svara við spurningum. Spurningum
um nýja framleiðslu, nýja tækni,
markaðsmál og fleira. Vio upplýsingaleit
er jafnt stuðst við tæki nýrrar tækni -
tölvubanka og leitarþjónustu, sem
hefðbundna upplýsingabrunna - bækur,
blöð og tímarit.
Útgáfudeild
Starfssvið deildarinnar er hvers kyns
útgáfa á upplýsingum fyrir atvinnu- og
viðskiptalífið. Þar er um að ræða úr-
klippubækur, sérpantað blaðaefni,
fréttabréf, sérhæft upplýsinga- og
úrklippuefni erlendis frá og ótal margt
fleira.
SVONA GERUM VIÐ