Morgunblaðið - 17.11.1985, Page 43

Morgunblaðið - 17.11.1985, Page 43
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 Flaututónleik- ar í Gerðubergi Nýstofnaöur flautukvartett með þeim Bernard Wilkinson, Guðrúnu Birgisdóttur, Martial Nardeau og Kolbeini Bjarnasyni heldur tónleika í Gerðubergi í dag, sunnudag kl. 17. A tónleikunum verður leikið verk eftir Friedrich Kuhlau sem nefnist “La Caccia", “Sumardagur til fjalla" eftir franska tónskáldið Eugéne Bozza og “Kisur“ eftir landa hans, Marc Berthomieu. í fréttatilkynningu frá Gerðu- bergi segir að síðastnefnda verkið sé ástaróður til katta, “samið af miklu innsæi í tilfinningalíf mis- munandi kattarkynja svo sem persneskra blákatta, síamskatta, púmunnar og fleiri tegunda," eins og segir orðrétt í tilkynningunni. Ennfremur segir að ekkert þessara verka hafi áður verið flutt hér á landi. Askriftœshnmn er 83033 42 Fjölbreytt námskeið í notkun einkatölvunnar frá IBM. Kynntur er algengur notendahugbúnaður á IBM-PC. Tilvalið námskeið fyrir þá sem eiga IBM-PC, Canon PC, Atlantis, Corona, Advance, Island PC eða sambærilegar einkatölvur. Innritun í símum 687590 og 686790. Tími: 30. nóv. ogl.des. kl. 10—17. Dagskrá: ★ Uppbyggingognotkunarmöguleikar einkatölva ★ Stýrikerfiö MS-DOS ★ Töflureiknirinn Multiplan ★ Ritvinnslukerfin Word og Word perfect ★ Gagnasafnskerfin D-base II og D-base III ★ AssistantforritinfrálBM ★ Bókhaldsforritfyrir PC-tölvur ★ Umræöurogfyrirspurnir iL t p —<8r v VJ Dr. Kristján Ingvars- Margrét Pálsdóttir Yngvi Pétursson, son, verkfræöingur BA menntaskóla- Tölvufræðslan Ármúla 36, Reykjavík. 'ÖL VUFRÆÐSL ANI Af Menningarboi^in Amsterdam - þar fá allir listunnendur eitthvaö við sitt hæfí Amsterdam hefur um alda-' raðir verið ein af helstu menningarmiðstöðvum Evrópu. Þangað flykkjast list- unnendur svo hundruðum þúsunda skiptir, á hverju ári, til að njóta tónlistar, balletts, óperu, leikhúsa, kvikmynda og til að skoða hin stórfeng- legu myndlistarsöfn. Af tónlistarhöllum ber hæst Concertgebouw. Par eiga tvær frábærar hljómsveitir heima: Fílharmóníuhljóm- sveit Amsterdam og Sinfón- íuhljómsveit Concertge- bouw. En Amsterdam er líka miðstöð kammertónieika. Þeir eru haldnir í „Litla" saln- um í Concertgebouw og í fjölmörgum kirkjum og söfnum víðs vegar um borg- ina. Baliett er líka mikils met- inn í Amsterdam. Nationale ballettinn er heimsþekktur og hefur á efnisskrá sinni bæði klassískar og nútíma ballett- sýningar. Annar frægur ball- ettflokkur Nederlands Dans Theater, sem einnig flytur nútíma ballett. Pað er að sjálfsögðu óp- era í Amsterdam. Þar til lokið verður við að reisa nýja tón- listarhöll sem hún færaðsetur í, deilir hún húsum með Nationale ballettinum í Stadsschouwburg. Auk fræg- ustu óperuverka heímsins flytur óperan stundum verk eftir minna þekkta höfunda. ARNARFLUG LAgmúta 7. slm 84477 Pað eru Qölmörg leikhús í borginni. Hollenskan er þar að vísu nokkur þröskuldur fyrir útlendinga, en nokkrir enskumælandi leikflokkar hafa búsetu í Amsterdam og bjóða upp á fjölbreytt úrval leikhúsverka. Mörg af hinum fjörutfu söfnum í Amsterdam bjóða reglulega upp á sérstakar sýningar af einhverju tagi, til viðbótar við hinar föstu útstill- ingar. Frægast af þessum söfnum er Rijksmuseum, sem geymir ýmsa helstu dýrgripi þjóðarinnar, m.a. verk eftir Rembrandt. Meðal annarra safna má nefna van Gogh safnið, Stedelijk, sem einkum sýnir nútímalist, hús Rem- brandts og sögusafn Amster- dam. Auk þess bjóða yfir I40 gallerí upp á sölusýningar eftir myndlistarmenn frá ýms- um löndum. Athugið að Arnarflug getur útvegað ykkur fyrsta flokks hótel og bílaleigubila, á miklu hagstæðara verði en einstaklingar geta fengið. Nánari upplýsingar hjá ferðaskrifstofunum og á söluskrifstofu Arnarflugs. Flugoggisting frákr. 12.990

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.